Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Ríkisstjórnin taki 100 milljarða lán hjá lífeyrissjóðum í atvinnusköpun
30.1.2009 | 12:39
Það er brýnt að verðandi ríkisstjórn samþykki haldbæra aðgerðaráætlun í efnhagsmálum til að vinna fram að kosningum, en veifi ekki lausbeislaðri kosningastefnuskrá. Einn þáttur þessarara áætlunar ætti að vera sú að Ríkið taki 100 milljarða í framkvæmdalán hjá lífeyrissjóðunum á 3,5% vöxtum!
Þessar tillögur mínar komu reyndar til vinnslu á flokksþingi Framsóknarflokksins og urðu einn grunnurinn að ályktun Framsóknarflokksins um stofnun sérstaks tímabundins Endurreisnarsjóðs:
Í samvinnu við lífeyrissjóði landsins verði settur á fót sérstakur tímabundinn Endurreisnarsjóður. Sjóður þessi fái heimild til lántöku, með ríkisábyrgð, hjá íslenskum lífeyrissjóðum. Fjármagni þessu verði beint til skynsamlegra og atvinnuskapandi verkefna, og m.a. verði sjóðnum heimilt að endurlána til sveitarfélaga vegna viðhalds- og uppbyggingarverkefna.
Þá ætti einnig að beita Íbúðalánasjóði þannig Íbúðalánasjóður bjóði endurbótalán afborgunarlaus í 3 ár en slíkt getur skipt máli í ástandi sem þessu.
Sjá einnig:
Ríkið taki 100 milljarða í framkvæmdalán hjá lífeyrissjóðunum á 3,5% vöxtum!
Ríkisstjórnin að bregðast í nauðsynlegri atvinnusköpun?
Íbúðalánasjóður bjóði endurbótalán afborgunarlaus í 3 ár
![]() |
Atvinnulausum fjölgar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Aðildarviðræður við ESB strax eftir kosningar
30.1.2009 | 07:48
Aðildarviðræður við Evrópusambandið eiga að sjálfsögðu að hefjast strax í kjölfar komandi kosninga. Ef þær ganga vel er unnt að kjósa samhliða um niðurstöðu aðildarviðræðna og stjórnlagaþing.
Samningsmarkmið Framsóknarflokksins eiga að sjálfsögðu að liggja til grundvallar. Þau eru skynsamleg auk þess sem aðrir flokkar ekki skilgreint sín markmið.
Eftirfarandi fer ályktun flokksþings Framsóknarflokksins um aðildarviðræður við Evrópusambandið:
Markmið
Að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar.
Þá er fullveldi og óskorað forræði Íslendinga yfir auðlindum þjóðarinnar grundvallarkrafa í þeim viðræðum. Viðræðuferlið á að vera opið og lýðræðislegt og leiði viðræðurnar til samnings skal íslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu.
Skilyrði
Skýr og einhliða úrsagnarréttur, sem er þegar viðurkenndur í aðalsáttmála ESB, verði hluti aðildarsamnings. Staðfest verði að Íslendingar einir hafa veiðirétt innan íslenskrar fiskveiðilögsögu og aðfiskveiðistjórnun verði áfram innanríkismál Íslendinga, enda styðjist hún við reglur ESB um stöðug hlutföll, nálægðarreglu og Lúxemborgarsamkomulagið. Ísland verði sjálfstæður aðili að samningum um flökkustofna.
Fæðuöryggi þjóðarinnar verði tryggt og viðurkennd nauðsyn á sérstökum ákvæðum vegna fámennis þjóðarinnar.
Viðurkennt verði að íslenskur landbúnaður sé heimskautalandbúnaður.
Framleiðsla og úrvinnsla íslenskra búfjárstofna verði tryggð ásamt sérstöðu og hreinleika íslenskra búfjárstofna. Staðfest verði að vegna aðstæðna á Íslandi og fámennis þjóðarinnar hafi Íslendingar varanlegan rétt til að setja lög um forgangsrétt manna með lögheimili og fasta búsetu á slandi til að eiga ráðandi hlut í jarðeignum, lóðum, fasteignum og atvinnufyrirtækjum, enda styðjast slík ákvæði við núgildandi reglur á Álandseyjum, Möltu, Azoreyjum og víðar innan ESB.
Í upphafi viðræðna verði gerður stöðugleikasamningur við Evrópska seðlabankann sem tryggi stöðugt gengi íslensku krónunnar þar til Íslendingar taka upp evru.
Tekið verði tillit til stöðu íslensks efnahagslífs við umbreytingu peninga- og gjaldeyrismála á Íslandi.
Ákvæði verði um varðstöðu um íslenska þjóðmenningu, þjóðtungu og þjóðhætti á Íslandi. Íslenska verði viðurkennt sem eitt hinna opinberu tungumála ESB.
Fyrstu skref
Þessi helstu samningsmarkmið, sem og önnur sem skilgreind verða í samvinnu hagsmunaaðila og stjórnvalda, með sem víðtækastri samstöðu, verði lögð til grundvallar því umboði sem samninganefnd Íslendinga fari með í samningaviðræður við Evrópusambandið
![]() |
Fengjum forgang inn í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Það verður spennandi að sjá hvort Samfylking og VG hafi unnið raunhæfa aðgerðaráætlun til að koma heimilum og atvinnulífi til bjargar eða hvort þau hafi bara sett upp óskalista fyrir kosningar og hyggjast nýta ríkissjóð sem kosningasjóð.
Raunhæf aðgerðaráætlun hlýtur að vera forsenda þess að Framsókn verji tilvonandi ríkisstjórn falli!
![]() |
Ekki óskaríkisstjórn Sigmundar Davíðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnlagaþing þjóðarinnar þjóðarnauðsyn
29.1.2009 | 15:50
Það er þjóðarnauðsyn að þjóðin kjósi sér stjórnlagaþing til þess að semja nýja stjórnarskrá. Alþingi hefur ekki verið treystandi til þess eins og dæmin sanna.
Á þetta hef ég nokkrum sinnum áður bent, td. Þjóðkjörið stjórnlagaþing móti stjórnskipan framtíðarinnar
![]() |
Kosið í vor og í haust? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Dagur B. Eggertsson nýr blaðafulltrúi borgarráðs?
29.1.2009 | 14:25
Er Dagur B. Eggertsson nýr blaðafulltrúi borgarráðs? Það mætti ætla þegar lesin er frétt um að hætt verðið við þriggja hæða mislæg gatnamót á Miklubraut og Kringlumýrarbraut, en fréttatilkynning vegna þess er send fjölmiðlum af Degi B.
Mér sýnist reyndar á tímasetningum fréttanna að dugnaður Dags sem blaðafulltrúa sé ótrúlegur því það virðist sem fréttatilkynningin hafi verið send fjölmiðlum á meðan borgarráðsfundi stóð. Það getur hins vegar verið að ég hafi rangt fyrir mér í því.
Ég verð að segja að það fer Degi B. Eggertssyni betur að vera blaðafulltrúi en borgarstjóri.
Hélt hins vegar að metnaður hans stæði til hærri metorða en að vera blaðafulltrúi borgarráðs - hvíslast hefur verið á um að Dag langi til að verða formaður Samfylkingarinnar og jafnvel forsætisráðherra þegar hann væri orðinn stór.
Hvað málefnið sem blaðafulltrúinn var að koma á framfæri við fjölmiðla, þá er það skólabókardæmi um breytt vinnubrögð hjá Reykjavíkurborg í kjölfar þess að Hanna Birna og Óskar Bergsson tóku við valdataumunum. Samráð og samvinna í stað sundrungar og sundurlyndis.
![]() |
Hætt við þriggja hæða mislæg gatnamót |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mikilvæg göngudeildarþjónusta SÁÁ nú tryggð til 2012
28.1.2009 | 18:40
Það er afar ánægjulegt að sjá mikilvæga göngudeildarþjónustu SÁÁ tryggða til loka ársins 2011 með samningi SÁÁ og Sjúkratrygginga Íslands. Það hefði verið skelfilegt ef SÁÁ hefði þurft að loka göngudeildarþjónustu sinni - ekki hvað síst á þessum erfiðu tímum sem reyna verulega á fólk sem eiga við áfengis- og vímuefnavanda að stríða og eru í bata.
SÁÁ er að vinna afar mikilvægt starf.
Við í Velferðarráði fólum í haust SÁÁ að reka búsetuúrræði með félagslegum stuðningi fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur í bata.
Sá samningur fólst í því að SÁÁ tryggir með fjárframlagi Reykjavíkurborgar búsetuúrræði með félagslegum stuðningi fyrir allt að 20 einstaklinga sem hætt hafa neyslu áfengis- eða vímuefna en þurfa á umtalsverðum stuðningi að halda til að ná tökum á lífi sínu.
Sérstök áhersla er lögð á hæfingu þessa fólks með það að markmiði að þeir sem fá þennan stuðning geti í framhaldinu búið sjálfstætt og tekið virkan þátt í samfélaginu án vímugjafa.
Ég er stoltur af mínu framlagi að framgangi þessa verkefnis sem varaformaður Velferðaráðs og bind miklar vonir við að hin mikla reynsla og hæfni starfsfólks SÁÁ muni verða til þess að búsetuúrræðið og hæfingin verði til þess að bæta líf fjölmargra sem lent hafa vímuefnavandans en vilja byggja upp nýtt og farsælt edrú líf.
Ánægjulegt skref fyrir áfengis og vímuefnaneytendur í bata!
![]() |
Samið við SÁÁ um göngudeildarþjónustu til 2012 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bættur aðbúnaður utangarðsfólks hefur verið mér afar hugleikinn að undanförnu og hef ég sem varaformaður Velferðaráðs lagt áherslu á að Velferðarsvið fylgi metnaðarfullri stefnu í málefnum utangarsfólks sem samþykkt var í haust.
Í vikunni var enn einn mikilvægt skref tekið í málefnum utangarðsmanna þegar undirritaður var samningur Velferðasviðs og Hjálpræðishersins um samstarf í þágu utangarðsmanna sem felst í því að Velferðaráð leggur til fagmenntaðan starfsmann sem sér um iðjuþjálfun fyrir utangarðsfólk í dagsetri Hjálpræðishersins út á Granda.
Það var afar ánægjulegt að vera viðstaddur undirritunina eins og sjá má á myndinni hér að ofan, en þar eru frá vinstri talið Stella Kr. Víðsdóttir sviðsstjóri Velferðarsviðs, Jórunn Ósk Frímannsdóttir formaður Velferðarráðs, Marie Reinholdtsen yfirforingi Hjálpræðishersins - og svo ég - Hallur Magnússon varaformaður Velferðaráðs.
4 - 12 mílna hvalveiðilandhelgi!
27.1.2009 | 20:43
Hvalaskoðun og hvalveiðar geta gengið saman. Hvalaskoðun er afar mikilvæg gjaldeyristekjulind og það geta hvalveiðar líka orðið. En hvalaskoðun verður að hafa ákveðin forgang.
Legg því til að það verði sett upp 4 - 12 mílna hvalveiðilandhelgi þar sem hvalveiðar verði bannaðar.
Það má þó skoða sérstaklega einstaka svæði til hrefnuveiða innan þeirra marka eru leyfðar - og þá verður að tryggja aukna vernd á helstu hvalaskoðunarsvæðunum við Faxaflóa og Skjálfanda.
Slæ ekki á móti vel súru hvalrengi á þorrablótum næsta árs! Loksins alvöru hvalrengi eftir öll þessi ár
![]() |
Hefjum hrefnuveiðar í apríl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Framsókn samþykkir ekki eyðslu og skattahækkanastjórn!
27.1.2009 | 10:11
Vinstri grænir og Samfylkingin verða að gera sér grein fyrir því að Framsóknarmenn hafa boðist til þess að verja minnihlutastjórn þeirra falli á þeim forsendum að stjórnin vinni að brýnustu aðgerðum vegna stöðu heimilanna og fyrirtækjanna í landinu fram að kosningum sem þurfa að vera eins fljótt og unnt er.
Framsóknarmenn munu ekki samþykkja starfsstjórn eyðslu og skattahækkana!
Ákvarðanir um mögulegar skattahækkanir og ákvarðanir um það hvernig ríkisútgjöldums skal háttað verða að bíða nýrrar ríkisstjórnar sem hefur til þess hefur skýrt umboð frá þjóðinni!
Þá þurfa Vinstri grænir og Samfylkingin að átta sig á því að þótt Framsóknarflokkurinn taki ekki sæti í starfsstjórninni, þá er Framsóknarflokkurinn ekki að gefa Vinstri grænum og Samfylkingu sjálfsvald um stjórn landsins.
Framsóknarflokkurinn mun að sjálfsögðu standa vörð um hag heimila og fyrirtækja í landinu og ekki samþykkja óábyrgar aðgerðir ríkisstjórnarinna sem kunn að skaða heimili, fyrirtæki, ríkissjóð og ganga gegn nauðsynlegum efnahagsaðgerðum vegna kreppunar.
![]() |
Boðuð á fund forseta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
Samfylkingarmenn alltaf of seinir að gera rétta hluti!
27.1.2009 | 08:52
Samfylkingarmenn virðast alltaf vera allt of seinir að gera rétta hluti!
Björgvin G. Sigurðsson bankamálaráðherra sagði allt of seint af sér þannig að afsögn hans lítur út eins og hann væri að flýja sökkvandi skip frekar en að hann sé að axla ábyrgð.
Jón Sigurðsson varaformaður stjórnar Seðlabankans segir af sér allt of seint þannig að afsögn hans lítur út eins og hann sé að þvo hendur sínar af Davíð Oddssyni sem Jón hefur borið ábyrgð á um það bil sem Davíð fellur frekar en að hann sé að axla ábyrgð.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinna slítur ríkisstjórnarsamstarfinu allt of seint þannig að afsögn hennar lítur út að sé gerð til þess að bjarga sér fyrir horn þegar fullreynt var að Samfylkingin var að hrynja vegna óánægju almennra flokksmanna og alþingismanna í stað stað þess að hún sé að axla ábyrgð.
Vonandi verður Samfylkingin ekki svona sein í minnihlutastjórninni - því þjóðin hefur ekki lengur tíma til að bíða eftir því að Samfylkingin geri rétta hluti á réttum tíma.
![]() |
Sagði sig úr bankaráði Seðlabanka Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |