Dagur B. Eggertsson nýr blaðafulltrúi borgarráðs?

Er Dagur B. Eggertsson nýr blaðafulltrúi borgarráðs? Það mætti ætla þegar lesin er frétt um að hætt verðið við þriggja hæða mislæg gatnamót á Miklubraut og Kringlumýrarbraut, en fréttatilkynning vegna þess er send fjölmiðlum af Degi B.

Mér sýnist reyndar á tímasetningum fréttanna að dugnaður Dags sem blaðafulltrúa sé ótrúlegur því það virðist sem fréttatilkynningin hafi verið send fjölmiðlum á meðan borgarráðsfundi stóð. Það getur hins vegar verið að ég hafi rangt fyrir mér í því.

Ég verð að segja að það fer Degi B. Eggertssyni betur að vera blaðafulltrúi en borgarstjóri.

Hélt hins vegar að metnaður hans stæði til hærri metorða en að vera blaðafulltrúi borgarráðs - hvíslast hefur verið á um að Dag langi til að verða formaður Samfylkingarinnar og jafnvel forsætisráðherra þegar hann væri orðinn stór.

Hvað málefnið sem blaðafulltrúinn var að koma á framfæri við fjölmiðla, þá er það skólabókardæmi um breytt vinnubrögð hjá Reykjavíkurborg í kjölfar þess að Hanna Birna og Óskar Bergsson tóku við valdataumunum. Samráð og samvinna í stað sundrungar og sundurlyndis.


mbl.is Hætt við þriggja hæða mislæg gatnamót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dagur verður aldrei stór.

Margrét (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 15:14

2 Smámynd: Elfur Logadóttir

Þú meinar að framsókn og íhaldið sé betra en ... ööh, framsókn og íhaldið?

Elfur Logadóttir, 29.1.2009 kl. 16:46

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Elfur.

Já!

Það er svo augljóst hvernig vinnubrögðin breyttust eftir að Hanna Birna og Óskar tóku við. Enda Dagur farinn að hafa af því áhyggjur!

Hallur Magnússon, 29.1.2009 kl. 17:33

4 Smámynd: Elfur Logadóttir

Ég sé ekki af hverju hann ætti að hafa áhyggjur ef hann kemur málunum sínum (og flokksins síns) í gegn - jafnvel þegar hann er í minnihluta. Það kallast á minni íslensku að koma vitinu fyrir fólk.

Elfur Logadóttir, 29.1.2009 kl. 17:36

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Dagur blaðurskjóða - blaðafulltrúi borgarráðs - lýst vel á það  - hann er þá ekki að taka ákvarðanir á meðan

Óðinn Þórisson, 29.1.2009 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband