Bloggfćrslur mánađarins, desember 2007

Svandís Svavarsdóttir - verđandi formađur VG?

Svandís Svavarsdóttir er glćsilegur fulltrúi Vinstri grćnna! Svandís er öflugur stjórnmálamađur og heilsteyptur persónuleiki. Ţessir kostir hennar voru strax greinilegir er viđ vorum samtíđa í MH á sínum tíma. 

Ég spái ţví ađ Svandís taki viđ sem formađur Vinstri grćnna á kjörtímabilinu - og muni leiđa lista ţeirra í Reykjavík í Alţingiskosningunum 2011.

Ţađ gćri orđiđ skemmtileg forysta!

Svandís Svavarsdóttir Gestssonar sem formađur. Katrín Thoroddsen Jakobsdóttir Ármannssonar varaformađur - og af hverju ekki Álfheiđur Ingadóttir R. sem ritari!

Ţá erum viđ komin međ afkomendur gömlu góđu sósíalistanna í gamla Sósíalistaflokknum sem forystusveit Vinstri grćnna. Ţađ vćri viđ hćfi!


mbl.is Svandís mađur ársins
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Klisja - en klisja sem skipir máli!

Slysavarnarfélögin vinna ómetanlegt starf. Okkur ber skylda til ađ styđja viđ bak ţeirra. Kaupum ţví flugelda af ţeim! Meira ađ segja kaup á störnuljósapakka skiptir máli. Sumir segja ađ svona stuđningsyfirlýsingar séu klisjur - en mér er alveg sama um ţađ - ţađ er ţá klisja sem skiptir máli!!!


mbl.is „Munum varla eftir öđru eins"
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Tökum upp fćreysku krónuna!

Krónan er ekki gjaldmiđill fyrir 21. öldina. Allavega ekki sú íslenska. Hef um nokkurt skeiđ lagt til ađ viđ tćkjum upp fćreysku krónuna – ef menn vilja ekki nota orđiđ “Evra”. Fćreyska krónan er beintengd dönsku krónunni – sem er tengd evrunni – en međ hóflegum vikmörkum. 

Nú hefur Egill Helgason tekiđ undir međ mér ítrekađ - síđast í bloggi sínu í dag. 

Ţegar viđ höfum tekiđ upp fćreysku krónuna - ţá getum viđ í alvöru fariđ ađ rćđa um afnám verđtryggingar á Íslandi.


Fyrirmyndar fyrirmynd - Margrét Lára!

Ţađ var afar ánćgjulegt ađ sjá Margréti Láru Viđarsdóttur kjörna sem íţróttamađur ársins 2007. Hún á ţađ svo sannarlega skiliđ ţessi frábćri knattspyrnumađur. Valiđ er einnig mikil viđurkenning fyrir kvennaknattspyrnuna á Íslandi sem hefur tekiđ ţvílíkum framförum á undanförnum árum - enda er íslenska kvennalandsliđiđ á alţjóđavísu framar karlalandsliđinu um ţessar mundir.

Verđ ađ játa ađ ţađ kom mér á óvart hversu góđ, innileg og innihaldsrík svör Margrétar Láru voru viđ spurningum fréttamannanna eftir athöfnina. Lagđi áherslu á ađ iđkendur íţrótta sem sköruđu framúr vćru fyrirmynd hinna yngri - og ţá skipti ekki máli hvort viđkomandi vćri sautján ára eđa farinn ađ halla ađ ţrítugu.  Međ svörum sínum  - og ađ sjálfsögđu árangri sínum og ţrautseygju - sýndi Margrét Lára ađ hún er fyrirmyndar fyrirmynd.

Ég fylgdist međ ţví ţegar kvennaknattspyrnan var ađ hasla sér völl fyrir 30 árum eđa svo. Átti margar vinkonur sem spiluđu fótbolta af mikilli ástríđu. Eđli málsins vegna fylgdist ég vel međ Víkingsliđinu - sem var fariđ ađ standa sig mjög vel - ţegar karlremburnar í stjórn knattspyrnudeildarinnar hreinlega lögđu liđiđ niđur - ţrátt fyrir dugnađ stelpnanna. Stelpurnar sundruđust - en nokkrar ţeirra áttu glćstan feril međ öđrum liđum. Skammast mín alltaf fyrir hönd félagsins míns ţegar mér er hugsađ til ţessa.

Ţađ var ţví sérstaklega skemmtilegt fyrir nokkrum árum ţegar Álfrún mín og félagar hennar í 4. flokki B urđu fyrstu Íslandsmeistarar Víkings í kvennaknattspyrnu. Vonandi mun Víkingur verđa á toppnum ţegar Gréta mín fer ađ banka á dyrnar í meistaraflokki - ef Guđ lofar - en ţađ eru vćntanlega svona 15 ár í ţađ!


mbl.is Margrét Lára íţróttamađur ársins
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kaupţing yfirgefur Fćreyjar!

Ţađ kemur mér á óvart ađ Kaupţing skuli yfirgefa Fćreyjar. Hélt ađ menn á ţeim bć vildu ţekja Norđur-Atlantshafiđ međ blá lógóinu sínu.

En líklega hafa stjórnendur ţar á bć metiđ stöđuna svo ađ ţađ borgađi sig ekki ađ standa í samkeppni viđ Eik og Fćreyjabanka á svo litlum markađi sem Fćreyjar eru. Eik styrkir sig vćntanlega mjög međ ţessum kaupum.

Ţađ skyldi ţó ekki enda međ ţví ađ Eik og Fćreyjabanki haldi innreiđ´sína á íslenska markađinn!!! Ţađ vćri skemmtilegt.


mbl.is Kaupţing selur starfsemi sína í Fćreyjum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kýrnar orđnar hestar - og ćrnar kýr!

Kýrnar eru orđnar hestar, kindurnar kýr og hundarnir ćr!

Allavega er ţađ svona í leikfangakassanum "Völuskrín" ţar sem er ađ finna eftirlíkingar af dýrabeinum sem íslensk ćska lék sér ađ allt fram á síđari hluta 20. aldar.

Ég sé ekki betur en ađ međ "Völuskríni" sé í uppsiglingu menningarsögulegt slys - ţar sem ţví er haldiđ ađ börnum og útlendingum ađ kjálkabein úr kindum séu hestar - en hingađ til voru ţau kýr. Hins vegar finnast engir "alvöru" hestar í kassanum - ţađ er ćrleggir sem notađir voru sem reiđhestar međal barna gegnum árhundruđin.

Ţá er valan orđin ađ kú - en völur hafa hingađ til veriđ sauđfé!

Til ađ toppa ţetta ţá eru hundarnir orđnir ađ ám!

Hvađ er eiginlega í gangi?


Fjölmenningarsamfélagiđ Ísland

Ísland er ađ á hrađri leiđ frá tiltölulega einlitu eyjasamfélagi í fjölbreytt fjölmenningarsamfélag. Sú ţróun mun halda áfram ţótt eilítiđ hafi dregiđ úr fjölgun innflytjenda undanfarna mánuđi. Viđ verđum ađ taka miđ af ţessari stađreynd og gera allt til ţess ađ ţessi ţróun gangi sem snuđrulausast fyrir sig - ţví ţróunin verđur ekki stöđvuđ međan hagsćld ríkir á Íslandi.

 


mbl.is Íslendingar orđnir 312 ţúsund
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Síđasti dagurinn hjá Íbúđalánasjóđi!

Ţá er ađ hefjast síđasti vinnudagurinn minn hjá Íbúđalánasjóđi! Ţađ er sérkennileg tilhugsun eftir 8 ára starf ađ kveđja samstarfsfólkiđ sem hefur stađiđ sig svo vel í ţeim ólgusjó sem Íbúđalánasjóđur hefur siglt gegnum á ţessu tímabili.

Mér finnst ég geta horft stoltur yfir farinn veg hjá Íbúđalánasjóđi - verkefnin veriđ fjölmörg og áskoranirnar margar. Sjóđurinn er sterkur og međ sterka stöđu í hugum almennings eins og viđhorfskannanir hafa sýnt.

Ţađ eru fjölmörg verkefni sem ég hef unniđ ađ og koma upp í hugann - en líklega er undirbúningur og framkvćmd breytinganna á skuldabréfaútgáfu sjóđsins sumariđ 2004 ţađ verkefni sem upp úr stendur. Ţađ var afar erfitt og spennandi og tókst vonum framar enda unniđ međ öflugu fólki hérlendis og erlendis. Reyndar gjörbreytti ţessi breyting íslenskum skuldabréfamarkađi og opnađi erlendum fjárfestum loks greiđa leiđ inn á ţann markađ.

Fleiri verkefni mćtti tiltaka, eins og vefvćđingin sem fólst í Íbúđalán.is, landsmönnum öllum til hagsbóta.

Ţá hafa veriđ dálítil slagsmál í fjölmiđlum!

En hvađ um ţađ - ég kveđ Íbúđalánasjóđ sáttur og stoltur. 

Viđ samstarfsfólkiđ í sjóđnum vil ég segja:  "Takk fyrir allt - ţiđ eruđ frábćr!"


Mannréttindaviđbrögđ Ingibjargar Sólrúnar skipta máli!

Ingibjörg Sólrún á heiđur skiliđ ađ taka á ţessu mál af ákveđni! Ég hrósađi henni ţegar hún tók máliđ upp - og ég hrósa henni nú ţegar hún hefur fengiđ bandarísk stjórnvöld til biđjast afsökunar - og ţađ sem meira er - ćtla ađ endurskođa hvernig tekiđ er á tilfellum sem ţessum.

Undirstrikar ţađ sem ég lagđi áherslu á í fyrri pistli mínum um máliđ - Krefjumst virđingar fyrir manneskjunni!

Viđ eigum nefnilega ađ beita okkur en sitja ekki hjá ţegar kemur ađ mannréttindamálum - viđbrögđ stjórnvalda í Bandaríkjunum nú sína ađ viđ getum skipt máli. Ítreka ţađ sem ég sagđi áđur:

"Viđ eigum ekki ađ sitja ţegjandi hjá ţegar viđ horfum upp á framkomu bandarískra stjórnvalda td. gagnvart föngum í Guantanamo og gagnvart íröskum ríkisborgurum sem niđurlćgđir hafa veriđ í fangelsum bandaríska hersins í Írak.

Viđ eigum heldur ekki ađ sitja ţegjandi gagnvart öđrum ríkjum sem telja sig yfir mannréttindi hafin ţegar ţeim hentar. Ţá skiptir ekki máli hvort ríkiđ heitir Bandaríki Norđur Ameríku, Kína, Rússland, Saudi Arabía eđa Ísrael!  Viđ eigum ađ halda á lofti kröfunni um ađ stjórnvöld alls stađar í heiminum umgangist međborgara sína af virđingu - óháđ meintum lögbrotum ţeirra.

Og ađ sjálfsögđu eigum viđ ađ gera ţá kröfu til okkar sjálfra. Ekki viss um ađ viđ stöndum okkur alltaf allt of vel á ţessu sviđi ..."


mbl.is Erla Ósk fagnar niđurstöđunni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

REI, REI! Í bođi borgarstjórnar - allrar!

Innilega er ég sammála félaga Össuri ţegar hann segir í miđnćturbloggpistli sínum:

 "Í öllu falli, vćri ég Ţorgerđur menntamálaráđherra myndi ég láta bođ út ganga um ađ húmoristum Orkuveitunnar yrđi faliđ ađ sjá um skaupiđ. Mađur gćti ţá kanski gert meira en hlćgja haltur viđ fót undir ţvi á gamló..."

Fannst myndbandiđ frábćrt!

Kannske er unnt ađ flytja ţađ í margramilljónkróna auglýsingahlénu í áramótaskaupinu - og ađ sjálfsögđu í bođi borgarstjórnar Reykjavíkur - allrar!


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband