Svandís Svavarsdóttir - verðandi formaður VG?

Svandís Svavarsdóttir er glæsilegur fulltrúi Vinstri grænna! Svandís er öflugur stjórnmálamaður og heilsteyptur persónuleiki. Þessir kostir hennar voru strax greinilegir er við vorum samtíða í MH á sínum tíma. 

Ég spái því að Svandís taki við sem formaður Vinstri grænna á kjörtímabilinu - og muni leiða lista þeirra í Reykjavík í Alþingiskosningunum 2011.

Það gæri orðið skemmtileg forysta!

Svandís Svavarsdóttir Gestssonar sem formaður. Katrín Thoroddsen Jakobsdóttir Ármannssonar varaformaður - og af hverju ekki Álfheiður Ingadóttir R. sem ritari!

Þá erum við komin með afkomendur gömlu góðu sósíalistanna í gamla Sósíalistaflokknum sem forystusveit Vinstri grænna. Það væri við hæfi!


mbl.is Svandís maður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Þetta er mjög álitlegur kostur. Helsti kostur VG. er þó sá að formaðurinn kemur af landsbyggðinni og vona ég að sú skipan haldist. Þannig flokk væri auðvelt að styðja. Mér leiðist þetta endalausa malbik sem vellur uppúr þessu 101 liði. Sjáðu bara breytinguna á framsókn þegar Guðni gat farið að tala af eigin hvötum.

Annars gleðilegt nýár.

Þórbergur Torfason, 31.12.2007 kl. 17:19

2 Smámynd: Sigurjón

Þetta gengur ekki upp, vegna þess að VG eru svo vitlausir að leyfa ekki annað en svk. fléttulista, þ.e. að það verður að vera karl líka í stjórn.

Sigurjón, 31.12.2007 kl. 17:26

3 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Sigurjón: Já, þvílíkir vitleysingar að vilja hafa karla líka við stjórnvölinn...

erlahlyns.blogspot.com, 31.12.2007 kl. 17:37

4 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

 

Hver er munurinn á íslenska hestinum og íslenskum femínisum?

Íslenski hesturinn hefur fimm mismunandi gangaa.  Íslenski femínistinn hefur tvo ganga;

1) frekjugang

og

2) yfirgang.

 Kv. Björn bóndi.

Sigurbjörn Friðriksson, 31.12.2007 kl. 17:45

5 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Hvaða viðkvæmni er í gangi gagnvart feministum hér á blogginu?  Svandís er einfaldlega frábær.  Vissi reyndar ekki að hún væri MH-ingur eins og ég en hún hefur sennilega verið nokkrum árum á undan mér í skóla.  Góðar kveðjur.

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 1.1.2008 kl. 08:22

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sammála greinarhöfundi Svandiís verður næsti formaður afturhaldsflokksins.

Óðinn Þórisson, 1.1.2008 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband