Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2008

Gústav bjargar McCain frá Bush!

Michael Moore heldur ţví fram ađ fellibylurinn Gústav kom í sér illa fyrir repúblikana og sé ţví sönnun ţess ađ Guđ sé til. Ég held ađ Michael Moore hafi rangt fyrir sér. Ekki um Guđ - heldur Gústav.

Gústav bjargađi McCain frá ţví ađ Georg W. Bush forseti Bandaríkjanna kćmi á flokksţingiđ. Ţađ kemur repúblikönum vel.

Athyglin verđur ţví óskipt á "beibinu" - Söru Palin!


mbl.is Segir Gústav sönnun ţess ađ Guđ sé til
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ríkisstjórnin á ađ afnema stimpilgjöld af öllum húsnćđislánum!

Fáránlegar uppákomur eins og ađ 1% eignarhlutur í sumarbústađ stórfjölskyldunnar verđi til ţess ađ stimpilgjöld af fyrstu íbúđ eru ekki felld niđur undirstrikar ţá vitleysu ađ ríkisstjórnarinnar ađ fella einungis niđur stimpilgjöld af fyrstu íbúđ. Auđvitađ átti ađ fella niđur stimpilgjöld af öllum húsnćđislánum!

Ţröngar, sértćkar ađgerđir kalla alltaf á vandrćđi sem ţessi.

Ég treysti ţví ađ Jóhanna fái liđsmenn sína í ríkisstjórninni til ađ afnema stimpilgjöld af öllum húsnćđislánum - eins og ríkisstjórnin hefur reyndar bođađ ađ verđi gert!

Ţađ er alveg ljóst ađ sú ađgerđ mun ekki hafa neikvćđ áhrif á efnahagslífiđ í ţeirr kreppu sem nú ríkir - međal annars vegna ađgerđaleysis ríkisstjórnarinnar.

Ţá mćtti Jóhanna hćkka hámarkslán Íbúđalánasjóđ um svona 2 milljónir - strax - og meira ţegar líđa fer á veturinn!


mbl.is Dýr 1% eignarhlutur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Mćltu manna heilastur, Steingrímur!

Mćltu manna heilastur, Steingrímur! Ţađ er nefnilega ekki seinna vćnna en "... ađ menn komi sér ađ verki" í glímunni viđ efnahagsmálin í ríkisstjórninni. Máliđ er nefnilega ađ menn vinna ekki glímu nema ađ glíma hana!

Ţađ er einnig ţörf á samstilltu ţjóđarátaki, nýsköpunar- og endurreisnaráćtlun, nýrri ţjóđarsátt - eins og ţú segir!

Mikilvćgur hlekkur í endurreisnaráćtluninni hlýtur ađ vera skynsamleg nýting orkulindanna - ekki hvađ síst landsbyggđinni til hagsbóta ... ekki satt!


mbl.is „Menn komi sér ađ verki“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Gott hjá Guđlaugi Ţór!

Ég er ánćgđur međ ákvörđun Guđalugs Ţórs heilbrigđisráđherra ađ ráđ Huldu Gunnlaugsdóttur sem nýjan forstjóra Landspítalans! Ég hef áđur bloggađ um ađ Hulda sem nú starfar sem forstjóri Aker háskólahússins í Noregi - vćri besti kosturinn.


mbl.is Hulda forstjóri Landspítala
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Tímamótaskref í ţjónustu viđ geđfatlađa!

Tímamótaskref í ţjónustu viđ geđfatlađa var innsiglađ í dag ţegar Jóhanna Sigurđardóttir félagsmálaráđherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir undirrituđu annars vegar viljayfirlýsingu um ađ Reykjavíkurborg taki ađ sé framkvćmd allrar ţessarar ţjónustu í borginni og hins vegar ţjónustusamning sem felur í sér ađ Reykjavíkurborg taki ađ sér stođţjónustu viđ 44 geđfatlađa einstaklinga og sjái um útvegun húsnćđis fyrir ţá međ yfirtöku verkefna átaksverkefnisins Straumhvarfa í Reykjavík og verđur útvegun húsnćđis hrađađ og lýkur á nćsta ári í stađ ársins 2010. 

Ţótt ég hafi einungis komiđ ađ málunum sem varaformađur Velferđarráđs á allra síđustu metrunum ţegar allt var komiđ í höfn - klappađ og klárt - ţá gladdist ég yfir ţessum tímamótum sem margir hafa barist fyrir - Jóhanna Sigurđardóttir félagsmálaráđherra, Björk Vilhelmsdóttir fyrrverandi formađur Velferđarráđs, Jórunn Frímannsdóttir núverandi formađur Velferđarráđs, Sigursteinn Másson og miklu fleiri!

Mín skođun hefur alla tíđ veriđ sú ađ málefni fatlađra eigi ađ vera sinnt af sveitarfélögunum - enda stóđ ég ađ ţví sem félagsmálastjóri og framkvćmdarstjóri Frćđslu- og fjölskyldustofu Austurlands á Hornafirđi á sínum tíma - ađ sveitarfélagiđ tćki yfir ţjónustu viđ fatlađa međ ţjónustusamningi viđ félagsmálaráđuneytiđ. Međ ţeim samningi var unnt ađ samţćtta ţjónustu viđ fatlađra annarri velferđarţjónustu sem alfariđ var rekin af Hornafjarđarbć sem var reynslusveitarfélag á ţeim tíma.

Ég varđ ţví fyrir miklum vonbrigđum ţegar Páll Pétursson félagsmálaráđherra varđ ađ draga til baka fyrirćtlanir um yfirfćrslu málefna fatlađra til sveitarfélaganna á sínum tíma - ţar sem ekki náđist samkomulag um yfirfćrslu tekjustofna frá ríkinu.

Ég er ţví ánćgđur međ ađ Jóhanna Sigurđardóttir hefur tekiđ upp kyndilinn ađ nýju og sé ađ koma ţessu baráttumáli Páls á Höllustöđum í framkvćmd!

 


mbl.is Húsnćđisvandi 44 geđfatlađra einstaklinga leysist
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ađgerđir jafnt sem ađgerđarleysi ríkisstjórnar dýpka kreppuna!

Ţađ er grátlegt hvernig meira og minna allt sem ríkisstjórnin gerir - eđa gerir ekki - verđur til ţess ađdýpka ţá kreppu sem viđ göngum í gegnum núna.  Eins og allir vita ţá voru ađgerđir ríkisstjórnarinnar síđastliđiđ haust ţegar afgreidd voru verđbólgufjárlög ţar sem ríkisútgjöld voru aukin um 20% - á röngum tíma - til ţess ađ draga úr trausti erlendra ađilja á stjórn íslenskra efnahagsmála.

Eins og allir vita ţá hefur endalaust ađgerđarleysi ríkisstjórnarinna nánast allt ţetta ár orđiđ til ađ dýpka kreppuna. Ríkisstjórnin eyđilagđi meira ađ segja ţćr ađgerđir sem hún bođađi međ lántöku međ ađgerđarleysi - lániđ hefur aldrei veriđ tekiđ - og traust erlendra ađilja á stjórn íslenskra efnahagsmála minnkar enn. Ađgerđin ađ bođa lántöku - sem ekki hefur veriđ framkvćmd - varđ til ađ dýpka kreppuna!

Ţá hafa ađgerđir umhverfisráđherra sem miđa ađ ţví ađ slá af nauđsynlegar álversframkvćmdir á Bakka orđiđ til ţess ađ dýpka kreppuna enn.

Ađ öđru leiti hefir ađgerđarleysi ríkisstjórnarinnar veriđ algert. ´

Ríkisstjórnin hefur ekki einu sinni rćnu á samráđi viđ ađilja vinnumarkađarins - en miđstjórn ASÍ kallađi einmitt eftir slíku  breiđu samráđi ríkisstjórnar, verkalýđshreyfingar og atvinnurekenda.

Vćntanlega gerir ríkisstjórnin ekki neitt...

... og kreppan dýpkar!

 


mbl.is Kreppa af völdum ráđherra
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Velferđarráđ slítur samningaviđrćđum viđ Heilsuverndarstöđina!

Velferđarráđ samţykkti á fundi sínum í dag ađ slíta samningaviđrćđur viđ Heilsuverndarstöđina um rekstur áfangaheimilis í Norđlingaholti. Ţetta var fyrsti fundur minn í Velferđaráđi, en á fundinum var ég kjörinn varaformađur ráđsins, en formađur er Jórunn Frímannsdóttir.

Tillagan sem lögđ var fram og samţykkt samhljóđa var eftirfarandi: 

"Í ljósi yfirlýsingar frá Heilsuverndarstöđinni/Alhjúkrun er lagt til ađ viđrćđum Velferđarsviđs viđ Heilsuverndarstöđina/Alhjúkrun um rekstur búsetuúrrćđis međ félagslegum stuđningi verđi hćtt. Sviđsstjóra Velferđarsviđs verđi faliđ ađ skođa máliđ frá grunni, ţ.m.t. ađ rćđa á ný viđ ţá fjóra ađila sem sóttust eftir samstarfi og koma međ tillögu til velferđarráđs í kjölfar ţess."

Ég er mjög sáttur viđ ţessa niđurstöđu ráđsins sem ađ mínu mati var óhjákvćmileg í ljósi stöđunnar, en Heilsuverndarstöđin gat ekki stađiđ viđ opnun fyrirhugađs áfangaheimilis.

Ţar er Jórunn Frímannsdóttir mér sammála, en eftir henni er haft í fjölmiđlum ađ henni sé leitt ađ samningaviđrćđurnar viđ Heilsuverndarstöđina hafi ekki gengiđ upp. Miklar vćntingar hafi veriđ bundnar viđ áfangaheimiliđ og hugmyndafrćđi fyrirtćkisins. 

Hins vegar sé Jórunn vongóđ um ţađ skynsamleg tillaga komi frá sviđinu um framhaldiđ og segir:

"Mikilvćgast er ađ viđ náum ađ ţjónusta ţennan hóp sem ţarf nauđsynlega á búsetuúrrćđi ađ halda."

Ég veit ađ allir fulltrúar í Velferđarráđi eru sammála Jórunni um ţetta enda tillaga okkar samţykkt samhljóđa.

Mér ţótti vćnt um ađ viđ náđum öll saman í málinu í dag og vona ađ ţađ gefi tóninn um gott samstarf meirihluta og minnihluta innan Velferđaráđs - ţótt óhjákvćmilega verđi átök um einstök mál.

Mér lýst vel á Velferđaráđ - enda um toppfólk ađ rćđa.

Ráđiđ er skipađ Jórunni Frímannsdóttur og Sif Sigfrúsdóttur frá Sjálfstćđisflokki, Björk Vilhelmsdóttur og Marsibil Sćmundardóttur frá Samfylkingu og óháđum, Ţorleifi Gunnlaugssyni VG, Jóhönnu Hreiđarsdóttur og mér frá Framsókn. Ţá er Gunnar Hólm áheyrnarfulltrúi fyrir F lista.


mbl.is Viđrćđum hćtt viđ Heilsuverndarstöđina/Alhjúkrun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Guđni kominn á villigötur í Evrópumálum?

Guđni Ágústsson formađur Framsóknarflokksins er aftur kominn á villugötur í Evrópumálum ef marka má ummćli hans í annars góđri rćđu í Borgarnesi - rćđu sem markar upphaf mikilvćgrar fundarherferđar formannsins í ađ koma rödd Framsóknarflokkins á framfćri viđ ţjóđina.

Í rćđu sinni sagđi Guđni ađ innganga í ESB á ţessum tímapunkti og hugsanleg upptaka Evru lćknađi ekki núverandi ástand.

Ţađ er rétt ađ ţćr ađgerđir eru ekki töfralausn og lćknar ekki eitt og sér núverandi ástand. En ţađ gćti orđiđ hluti af sammtímalćkningunni og lykilatriđi í langtímalćkningunni. 

Ţetta er hins vegar ekki stóra máliđ, heldur stađhćfing Guđna  “Ţađ ferli allt saman tekur 6-8 ár og er ţví engin töfralausn í núverandi stöđu.”

Sú stađhćfing er bara alls ekki rétt hjá Guđna! Ţađ ferli getur tekiđ miklu skemmri tíma!

Guđni hefur ekki efni á ţví ađ drepa Evrópumálunum á dreif á ţennan hátt!

Stór hluti Framsóknarmanna vill kanna hvort ásćttanleg niđurstađa nćst í viđrćđum viđ Evrópusambandiđ. Ţessi hluti Framsóknarflokksins mun ekki sćtta sig viđ málflutning Guđna á ţessum nótum.

Guđni hefđi átt ađ leggja hlustir viđ rökfastar greinar forvera síns Jóns Sigurđssonar um Evrópulám sem hafa birst hafa ađ undanförnu áđur en hann setur fram slíkar stađhćfingar.

Nema Guđni hafi mismćlt sig međ tímalengdina!

Ţađ er ástćđa til ţess ađ hefja viđrćđur viđ Evrópusambandiđ strax svo unnt sé ađ taka sem fyrst afstöđu til ţess hvort ásćttanleg niđurstađa fćst svo ţjóđin geti tekiđ afstöđu til ţess hvort ganga eigi í Evrópusambandiđ eđa ekki!

Ţađ er sorglegt ađ Guđni skuli hafa misstigiđ sig svona í ţessari mikilvćgu rćđu, ţví rćđan var ađ öđru leiti afar góđ!

Guđni hvatti til almennrar ţjóđarsáttar um úrrćđi í efnahagsmálum. Hann sagđi međal annars:

“Ţađ er nauđsynlegt ađ ríkisstjórn, ađilar atvinnulífsins, bankar og ađrir komi ađ samstilltum ađgerđum til ađ forđa hinum stóra skelli sem fylgt getur ađgerđarleysisstjórnun eins og ríkisstjórnin notar.”

 Ţađ er mikilll sannleikur í ţessum orđum Guđna!


Flugvöllur á Löngusker fyrsti kostur Framsóknarmanna!

Framsóknarmenn í Reykjavík gengu til síđustu borgarstjórnarkosninga međ skýra stefnu í flugvallarmálinu. Ţeir vildu flytja Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýrinni út á Löngusker og nýta hiđ dýrmćta byggingarland Vatnsmýrinnar.

Međ flugvelli á Lönguskerum fengist lausn á erfiđu viđfangsefni sem er ađ samhćfa kosti ţess ađ hafa miđstöđ innanlandsflug í nálćgđ miđbćjar Reykjavíkur og kosti ţess ađ nýta byggingarland Vatnsmýrinnar undir byggđ til ađ styrkja miđbć Reykjavíkur og borgarinnar allra. Ţetta viđfangsefni - ađ samrćma ţessi tvö sjónarmiđ - hefur veriđ ofarlega í hugum Framsóknarmanna allt frá árinu 1974 og má nefna ađkomu Steingríms Hermannssonar og Guđmundar G. Ţórarinssonar ađ ţessari umrćđu á sínum tíma.

Lönguskerjakosturinn er enn besti kosturinn út frá sjónarmiđi bćđi ţeirra sem vilja nýta landiđ í Vatnsmýrinni og ţeirra sem vilja tryggja  miđstöđ innanlandsflugs í Reykjavík.

En ef ómögulegt er ađ ná saman um flutning Reykjavíkurflugvallar út á Löngusker ţá verđa Framsóknarmenn ađ taka ţátt í ađ finna ađra sem ásćttanlegasta lausn.  Innan Framsóknarflokksins eru skipta skođanir um hver sú lausn skuli vera.

Ţađ hefur lengi veriđ ljóst ađ mín skođun sé sú ađ ef ekki náist saman um Löngusker ţá skuli flytja Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýrinni og nýta mýrina undir byggingar.

Ţađ hefur einnig veriđ ljóst ađ skođun Óskars Bergssonar leiđtoga Framsóknarmanna í Reykjavík er önnur. Hann vill flugvöllinn í Vatnsmýrinni ef ekki nćst saman um ađ flytja hann út á Löngusker.

Guđni Ágústsson hefur nú ítrekađ skođun ađ líkindum meirihluta Framsóknarmanna ađ flugvöllurinn skuli vera áfram í Vatnsmýrinni.

Ég er ţví í minnihluta í mínum eigin flokki - og ţađ ekki í fyrsta sinn!

Ég mun ađ sjálfsögđu áfram tala fyrir mínum sjónarmiđum innan Framsóknarflokksins um ađ rétt sé ađ nýta Vatnsmýrina undir byggingarland en ekki flugvöll. 

Ef Lönguskerjalausnin er ekki raunhćf pólitískt og Framsóknarflokkurinn tekur skýra afstöđu međ ţví ađ flugvöllurinn verđi áfram í Vatnsmýrinni, ţá mun ég berjast fyrir ţví ađ umfang vallarins á núverandi vallarstćđi verđi takmarkađ eins og nokkur kostur. Ţađ er unnt međ ţví ađ leggja hluta Reykjavíkurflugvallar út í sjó - ţótt hann verđi ekki fćrđur alfariđ út í Löngusker.

PS.

Ţađ vakti kátínu mín ađ lesa ummćli Dags B. Eggertssonar í Fréttablađinu - ţar sem hann gagnrýnir Sjálfstćđisflokkinn fyrir ađ taka tillit til afstöđu Óskars Bergssonar í flugvallarmálinu í skipulagsvinnu nćstu mánađa - mađurinn sem hefur sömu skođun og Sjálfstćđisflokkurinn í títtnefndu flugvallarmáli og vildi allt gera til ţess ađ mynda meirihluta í Tjarnarkvartettinum međ Óskari og Ólafi Friđriki fyrrum borgarstjóra - en allir vita hver afstađa hans er í flugvallarmálunum. Vatnsmýrin og ekkert nema Vatnsmýrin!

Hvađ ćtlađi Dagur ađ gera í flugvallarmálinu í nýjum meirihluta međ Framsóknarmönnum? Fara bestu lausnina - fćra flugvöllinn út á Löngusker?  Hvađ hefđi Ólafur F. sagt viđ ţví?


Landsliđiđ fćr gull vegna ólympíuleikana eftir allt!

Íslenska landsliđiđ í handbolta fćr gull vegna ólympíuleikana eftir allt! Reyndar einnig silfurfálka - sem fer vel viđ silfurverđlaunin! 

Fálkaorđan er nefnilega gullrenndur, innskorinn, hvítsteindur kross og álmuhornin stýfđ af inn á viđ. Framan á krossinum miđjum er gullrenndur, blásteindur skjöldur og á honum silfurfálki er lyftir vćngjum til flugs. Aftan á krossinum miđjum er blásteind, sporöskjulöguđ gullrönd, og á hana letrađ međ gullnum stöfum: Seytjándi júní 1944.

Ţeir eiga ţetta svo sannarlega skiliđ strákarnir!

Hin íslenska fálkaorđa!


mbl.is Fálkaorđan bćtist í orđusafniđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband