Ríkisstjórnin á að afnema stimpilgjöld af öllum húsnæðislánum!

Fáránlegar uppákomur eins og að 1% eignarhlutur í sumarbústað stórfjölskyldunnar verði til þess að stimpilgjöld af fyrstu íbúð eru ekki felld niður undirstrikar þá vitleysu að ríkisstjórnarinnar að fella einungis niður stimpilgjöld af fyrstu íbúð. Auðvitað átti að fella niður stimpilgjöld af öllum húsnæðislánum!

Þröngar, sértækar aðgerðir kalla alltaf á vandræði sem þessi.

Ég treysti því að Jóhanna fái liðsmenn sína í ríkisstjórninni til að afnema stimpilgjöld af öllum húsnæðislánum - eins og ríkisstjórnin hefur reyndar boðað að verði gert!

Það er alveg ljóst að sú aðgerð mun ekki hafa neikvæð áhrif á efnahagslífið í þeirr kreppu sem nú ríkir - meðal annars vegna aðgerðaleysis ríkisstjórnarinnar.

Þá mætti Jóhanna hækka hámarkslán Íbúðalánasjóð um svona 2 milljónir - strax - og meira þegar líða fer á veturinn!


mbl.is Dýr 1% eignarhlutur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig er það, er ekki ólöglegt að búa (hafa fasta búsetu, lögheimili) í sumarbústað? Ef svo er hvernig getur eignarhlutur í slíku húsnæði orðið til að afnema rétt til niðurfellingar á stimpilgjöldum vegna íbúðarhúsnæðis? Getur þá eignarhlutur í atvinnuhúsnæði eða jafnvel gámi orðið til þess sama? Er ekki talað um það í lögunum að þetta sé af fyrstu íbúð? Er þá sumarhús orðið íbúð? Spyr sá sem ekki veit.

En hitt er svo annað mál að þá að fella niður stimpilgjöld vegna allra íbúða-viðskipta og helst alveg að fella niður stimpilgjöld af öllum viðskiptum (lánum).

Ekta Samfylkingar-lög búa til meira bull en þau leysa.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 08:53

2 identicon

Þetta er mögnuð vitleysa, auðvitað á afnema stipilgjöld af öllum viðskiptum, hvort sem það er íbúðarlán, önnur lán eða af heimilistryggingum.

Sammál þér Hallur jafnframt að það megi hækka lánin hjá ibúðalánasjóði....STRAX

Sigurður Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 14:25

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vitaskuld! Fáránlegt þetta ríkisstjórnarlið, lofar því bæði fyrir kosningar og í stjórnarsáttmála að fella þetta niður, og svo er það loksins gert einungis gagnvart fyrstu kaupum, sem átti þó að vera fyrir alla íbúðakaupendur, og Árni Mathiesen leyfir sér jafnvel nýlega að stæra sig eða stjórnina af því að hafa fellt þetta niður fyrir fyrstu kaupendur sem part af tilhliðrunum ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga!!! Þannig er sama beitan notuð í kosningum og verður síðan að endurnýtingarvöru við ýmis tækifær og örugglega í næstu kosningum líka!  En þessu var hann að stæra sig af í greininni Aðgerðir stjórnvalda í efnahagsmálum, sem dæmi um, að vissulega væri ríkisstjórnin að gera eitthvað í þeim efnum. Hann segir þar orðrétt (leturbr. jvj):

  • "1. júlí kom til framkvæmda niðurfelling stimpilgjalda vegna kaupa á fyrstu íbúð, sem var ákvörðun í tengslum við kjarasamninga. Það hefur strax sýnt sig að þessi ákvörðun var rétt, hún hefur dregið úr kostnaði þeirra sem eru að kaupa sér húsnæði og virðist sem hún hafi einnig leitt til aukinna viðskipta á húsnæðismarkaðnum."

Þetta síðastnefnda er vitaskuld rétt, þetta dregur úr kostnaði þeirra sem eru að kaupa sér húsnæði og það mjög verulega, upp á hundruð þúsunda króna. Burt með þenna þunga ranglætistoll á sjálfsbjargarviðleitni fólks!

Jón Valur Jensson, 30.8.2008 kl. 14:25

4 Smámynd: Kristinn Sigurjónsson

Ríkisstjórnin hefur engan áhuga á að afnema stimpilgjöld.   Umboðsmaður Alþingis komst að því að stimpilgjöld af fjárnámskröfum hefði enga lagastoð.   Það var ekki eins og vesalings fólkið hafi lent í fjárnámskröfum af eigin vilja,  eins og þegar fólk tekur vanalega lán.  En hvernig brást ríkisstjórnin við, það hvarflaði ekki að henni að endurgreiða þennan ósanngjarna og sennilega ólöglega skatt og kannski er hann enn innheimtur af fjárnámskröfum.   Nei, ríkisstjórnin hefur bara vilja til að tala um niðurfellingu en ekki að fella þennan skatt niður, þótt stjórnmálaleiðtogar allra flokka hafa sagt að þetta sé bæði einhver vitlausasti og óréttlátasti skatturinn sem til er.  Ríkisstjórnir tala gjarnan um það hvað bankar taka ósanngjarnt háa vexti, en þær hafa litinn vilja til að létta lántakendum með því að afnema þennan vitlausa skatt.   Ofan á allt þá dregur skatturinn úr samkeppni á milli lánastofnana, enda hefur sjálfstæðisflokkurinn aldrei haft nokkurn áhuga á samkeppni, þeir bara tala um það.

Kristinn Sigurjónsson, 30.8.2008 kl. 16:08

5 Smámynd: Hallur Magnússon

Magnús Orri!

Mér skilst að það skipti engu máli hvers eðlis fasteignin er - ef fókk er skráð fyrir fasteign - þess vegna atvinnuhúsnæði - þá er það úti í kuldanum.

Ég er ekki viss um þetta samt.

Sigurður.

Ég get verið sammál þér um að afnema beri stimpilgjöldin alfarið - en það verður að minsnsta kosti að afnema stimpilgjöldin af ÖLLUM húsnæðislánum - þannig að í þeim efnum verði engin grá svæði!

Hallur Magnússon, 30.8.2008 kl. 17:10

6 Smámynd: Nostradamus

What sucks:

#1 Stimpilgjöld...

#2 1% eignarhlutur í sumarbústað...

#3 Ríkisstjórnin...

#4 Aðgerðarleysi...

#5 Svikin kosningaloforð...

#5 Sjálfstæðismenn...

Nostradamus, 30.8.2008 kl. 23:47

7 identicon

Fólk á að halda áfram að þvinga niður verðið með því að handa að sér höndum. Íbúðir þurfa að lækka í verði um 50% og lán þurfa að vera með föstum vöxtum sem breyttast ekki vegna íbúðarkaupa. Það er mergur málins eins og þetta er núna þá er verið að reyna að lokka fólk til að skrifa undir lán sem eru óútfylltir víxlar og gerir ekkert annað en að draga unga fólkið sem dæmi þráðbeint á hausinn eins og þetta er í dag og að afnema stimpilgjöldin er bara sjónarspil til að reyna að fá fólk til að setjast í skuldafangelsi ævilangt og vel það.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

P.S. Ég vil sjá að fólk fái til íbúðarkaupa 80% lán til 30 ára á 5,1% föstum vöxtum 20% sem eftir stæðu ætti að vera hægt að fá á handhafabréfi á föstum 6.75% vöxtum  til 15 ára. Ef þessu kerfi verður ekki komið á í þessum anda munu tugirþúsunda íbúðareiganda verða gjaldþrota og þó að þessu fólki yrði gefin stimpilgjöldin 10 sinnum þá stoppar það ekki þessa skelfilegu þróunn sem er að gerast á íbúðarmarkaðinum í dag.

B.N (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 10:51

8 identicon

Þetta er klárlega óskhyggja hjá þér B.N., sumir spila í Lottói aðrir trúa á jólasveininn.  Þetta er ekki raunhæft.

Ég er sammála því að húsnæðiaverð á eftir að falla mikið á Íslandi. Það eru þrír meginþættir sem eiga eftir að draga verðið niður.  Gífurlegt offramboð á húsnæði.  Stórlega minnkuð kaupgeta fólks vegna verðfalls krónunnar og búast flestir við atvinnuleysi og ennþá minnkaðri kaupgetu með haustinu og vetrinum samfara því að húsnæðisverð er stórlega ofmetið. Til viðbótar þessu eru bankastofnanir tregar til að lána til húsnæðiskaupa, bæði vegna lausafársskorts og einnig vegna þess að flestir búast við gríðarlegu verðfalli á húseignum.  Seljendur eru ennþá ekki búnir að sætta sig við þetta.  Kaupendur vita að verðið lækkar og bíða og bíða og þess vegna ríkir alkul á húsnæðismarkaði.  "Brunaútsalan" held ég að starti núna í vor og jafnvel í haust eða vetur.  Þeir sem lækka sig fyrst selja en þeir sem bíða þurfa að lækka sig meira.  Þetta er öfugt við það ferli þegar verðið hækkar.  Verð fasteigna í sums staðar á Bretlandseyjum og USA hefur fallið um 20% en flestar forsendur eru fyrir því að það gæti fallið mun meira hér. I Noregi féll verðið um 50-60% fyrir 20 árum.

Þínar óskir B.N. um að það komi "engill" væntanlega hið opinbera sem láni út á þessum kjörum eru gjörsamlega út í hött. Það er augljóst að bætt lánskjör, lægri vextir og hærri lán gera fleirrum kleyft að kaupa og hækkar því verðið.  Menn upplifa það núna um hinn vestræna heim að verð fellur og vextir hækka.  Veit ekki um neitt land sem farið hefur þessa leið enda yrði hún allt of dýr og það myndi einungis halda loftinu í uppblásnum íbúðarmarkaðnum auk þess er hún ólögleg og brýtur í bága við EU reglur.  Enda eru sumir að gæla við það að taka upp Euro og ganga í EU.
Hið opinbera, ríki og sveitarfélög þurfa núna að vera rekin í jafnvægi sem verður gríðarlega erfitt miðað við lækkun á veltusköttum og aukin útgjöld vegna atvinnuleysis. Þetta þýðir stórefldan niðurskurð. Tími mjúku lendingarinnar er löngu liðinn. Seðlabankinn áætlar að óbreyttu að halli á ríkissjóði verði um 7% sem er gríðarlegt árið 2010. Ísland er skuldugasta þjóðfélag heims. Það er kannski viðbúið að þetta ástand sem nú ríkir verði viðvarandi að krónan sveiflist um 120 miðað við €, men flestir búast við að dollarinn muni styrkjast og olíuverð kemur til með að hækka. Að taka upp erlend lán og skuldbinda íslenska ríkið næstu áratugi er gjörsamlega út í hött og myndi leiða til þess að trúin á íslensku efnahagslífi biði algjört skipbrot. Þetta myndi að öllum líkindum valda algjöru hruni krónunnar og hversu lágt hún kæmi veit þá enginn...... en það er samt alltaf hægt að trúa á jólasveininn,.... eða spila í LOTTO.

Gunn (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 13:48

9 identicon

Annars er ég sammála þér Hallur að auðvitað á ríkisstjórnin að eyða allri óvissu og afnema stimpilgjöldin og ætti að hafa gert það fyrir löngu enda fáránleg skattheimta.

Gunn (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 13:55

10 identicon

Ég gleymdi að segja hér ofar frá því að þegar ég bjó í Danmörku þá keypti ég hús á þessum kjörum 80% af húsverðinu var lán á 5.1% vöxtum föstum til 30 ára og svo var restinn 20% handhafabréf   til 15 ára á 6.75% föstum vöxtum. 

Þetta kerfi er víða í Evrópu og hefur ekkert með EES samningin að gera þar sem ríkið kemur þarna hvergi næri þarna eru heilbrigðir viðskiftahættir þar sem báðir aðilar fá að njóta lífsins þ.a.s. lántakandinn og fjármagnseigendur.

Ég vil líka sjá að skattaafslátturinn vegna íbúakaupa hér á landi yrði borgaður jafnóðum  í gegnum skattkortið eins og í Danmörku sem dæmi venjuleg fjölskylda þar á bæ er að fá í dag um 20 þúsund íslenskar krónur hvert skifti sem mánaðalaunin eru borguð út auka til að greiða niður lánið.

Hér á landi þurfa íbúðareigendur að bíða eftir uppgjöri einu sinni á ári vegna vaxtabóta hægt er að sæja um að fá þær greiddar fyrr þá í fjórum greiðlum ef ég man rétt  sem sagt ekkert nema kostnaður, vesin og óhagræði fyrir íbúðarkaupandan.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband