Flugvöllur á Löngusker fyrsti kostur Framsóknarmanna!

Framsóknarmenn í Reykjavík gengu til síðustu borgarstjórnarkosninga með skýra stefnu í flugvallarmálinu. Þeir vildu flytja Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýrinni út á Löngusker og nýta hið dýrmæta byggingarland Vatnsmýrinnar.

Með flugvelli á Lönguskerum fengist lausn á erfiðu viðfangsefni sem er að samhæfa kosti þess að hafa miðstöð innanlandsflug í nálægð miðbæjar Reykjavíkur og kosti þess að nýta byggingarland Vatnsmýrinnar undir byggð til að styrkja miðbæ Reykjavíkur og borgarinnar allra. Þetta viðfangsefni - að samræma þessi tvö sjónarmið - hefur verið ofarlega í hugum Framsóknarmanna allt frá árinu 1974 og má nefna aðkomu Steingríms Hermannssonar og Guðmundar G. Þórarinssonar að þessari umræðu á sínum tíma.

Lönguskerjakosturinn er enn besti kosturinn út frá sjónarmiði bæði þeirra sem vilja nýta landið í Vatnsmýrinni og þeirra sem vilja tryggja  miðstöð innanlandsflugs í Reykjavík.

En ef ómögulegt er að ná saman um flutning Reykjavíkurflugvallar út á Löngusker þá verða Framsóknarmenn að taka þátt í að finna aðra sem ásættanlegasta lausn.  Innan Framsóknarflokksins eru skipta skoðanir um hver sú lausn skuli vera.

Það hefur lengi verið ljóst að mín skoðun sé sú að ef ekki náist saman um Löngusker þá skuli flytja Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýrinni og nýta mýrina undir byggingar.

Það hefur einnig verið ljóst að skoðun Óskars Bergssonar leiðtoga Framsóknarmanna í Reykjavík er önnur. Hann vill flugvöllinn í Vatnsmýrinni ef ekki næst saman um að flytja hann út á Löngusker.

Guðni Ágústsson hefur nú ítrekað skoðun að líkindum meirihluta Framsóknarmanna að flugvöllurinn skuli vera áfram í Vatnsmýrinni.

Ég er því í minnihluta í mínum eigin flokki - og það ekki í fyrsta sinn!

Ég mun að sjálfsögðu áfram tala fyrir mínum sjónarmiðum innan Framsóknarflokksins um að rétt sé að nýta Vatnsmýrina undir byggingarland en ekki flugvöll. 

Ef Lönguskerjalausnin er ekki raunhæf pólitískt og Framsóknarflokkurinn tekur skýra afstöðu með því að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni, þá mun ég berjast fyrir því að umfang vallarins á núverandi vallarstæði verði takmarkað eins og nokkur kostur. Það er unnt með því að leggja hluta Reykjavíkurflugvallar út í sjó - þótt hann verði ekki færður alfarið út í Löngusker.

PS.

Það vakti kátínu mín að lesa ummæli Dags B. Eggertssonar í Fréttablaðinu - þar sem hann gagnrýnir Sjálfstæðisflokkinn fyrir að taka tillit til afstöðu Óskars Bergssonar í flugvallarmálinu í skipulagsvinnu næstu mánaða - maðurinn sem hefur sömu skoðun og Sjálfstæðisflokkurinn í títtnefndu flugvallarmáli og vildi allt gera til þess að mynda meirihluta í Tjarnarkvartettinum með Óskari og Ólafi Friðriki fyrrum borgarstjóra - en allir vita hver afstaða hans er í flugvallarmálunum. Vatnsmýrin og ekkert nema Vatnsmýrin!

Hvað ætlaði Dagur að gera í flugvallarmálinu í nýjum meirihluta með Framsóknarmönnum? Fara bestu lausnina - færa flugvöllinn út á Löngusker?  Hvað hefði Ólafur F. sagt við því?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

löngusker er sennilega það eina sem komið hefur af viti frá Framsókní áraraðir í Rvk.

Óskar Þorkelsson, 26.8.2008 kl. 09:35

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Af hverju eru flugmenn aldrei spurðir hvar best sé að setja nýjan flugvöll niður?  Þeir eru sérfræðingarnir í þessu tilviki.  Öryggissjónarmið, hversu oft flugvöllur er opinn veðurfarslega ásamt því að hafa hann sem næst höfuðborginni er aðalmálið að mínu áliti.  Ef flugmenn og þeir sem vinna við flugmál kæmu meira að þessu opinberlega þá tel ég að það myndi nást mun meiri sátt um staðsetningu hans.

Marinó Már Marinósson, 26.8.2008 kl. 09:37

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Flugmenn eru EKKI hlutlausir í málinu.  Þeir vilja hafa völl sem næst heimili sínu og því sem styttst út á völl.  Bara mannlegt.

Annars að skynseminni.

Við erum um það bil 300 þúsund og gjaldendur MUN færri.

Við VERÐUM að leita hagfelldustu leiða um svona sérhæft mál.

1. kostur er Keflavíkurvöllur.

2. kostur er Patterson völlurinn sem er rétt við Kef.

3. kostur er Hólmsheiði

4. kostur er Löngusker, þar sem ofangreindum kostum er raðað eftir kosnaði.

1. Kostnaður lítill við að koma upp hlöðum og sérinngangi inní flugstöðina.

Gæti líka verið að hægt sé að nota gömlu flugstöðina, þar þarf bara að bóna gólfin og strjúka af borðum, annars allt klárt.

2. Það þarf að leggja slitlag á völlinn úr malbiki og reisa stöð við völlinn og jafnvel hlöð fyrir flugvélarnar.  Annars er allt til reiðu.

3.  Kosnaður er verulegur við samgöngumannvirki og nýlagningu vallarins.  Öll mannvirki þarf ný.

4. sama og í 3 auk þess að myndun þurrlendis er dýrt spaug.

Semsagt Patterson flugvöllur er skynsamlegasti kosturinn í stöðunni.

Allt þvaður um kosnað við ferðatíma er auðvitað út í hött og bull.  Ég bjó í 16 ár á Tálknafirði og er einkaflugmaður.  Ég skil alveg hug þeirra sem vilja hafa allt í Miðborginni en þar er ekki pláss og það er ekki forsvaranlegt, að hafa völlinn þarna lengur. 

Framtíð barna okkar er í menntun, sem er best komin í Vatnsmýrinni hvar HÍ og HR munu ná að samtvinna sína starfsemi.

HA þarf að taka á honum stóra sínum til, að kennslukraftarnir vilji búa á Akureyri en þurfi ekki að fljúga daglega fram og til baka frá Rvík.  Það er ekki ásættanleg meðferð fjármuna að sólunda í ferðir til og frá vinnustað, hvað þa´að hefta starfsemi annarra menntastofnana vegna séraðstæðna örfárra pólitíkkusa og gæluverkefna þeirra.

Miðbæjaríhanldið 

vill skynsama og horska notkun fjármuna, sem dregnir eru af vinnandi höndum samfélagsins

Bjarni Kjartansson, 26.8.2008 kl. 11:22

4 Smámynd: Fanný Guðbjörg Jónsdóttir


Athyglisverðir punktar hjá þér Bjarni.

Í spilunum er að byggja hátæknisjúkrahús hér við Hringbrautina og svo viltu færa flugvöllinn til Keflavíkur.
Myndir þú vilja vera í því sjúkraflugi? 
Það tæki sjúkrabíl alltaf minnsta kosti 20 mín að fara frá Keflavík að sjúkrahúsinu hvort sem farið yrði að Hringbraut eða í Fossvoginn.

Fanný Guðbjörg Jónsdóttir, 26.8.2008 kl. 11:28

5 identicon

Á þessum átti ég ekki von, ég er hjartanlega sammála miðbæjaríhaldinu. Þrátt fyrir að hafa notað flugvöllin mikið í gegnum tíðinni í ferðalögum vestur á Ísafjörð. En málið er að þessi blessaði flugvöllur er ekkert miðsvæðis!!! Það væri lang best að hafa hann nálægt stofnbrautum. Því ef maður býr handan elliðarár eða hinum megin við fossvogin, þá munar ekki miklu á milli Keflavíkur og Reykjavíkurvallar, umferðin í Reykjavík getur verið þung. Eins og Bjarni bendir á, þá er lang best að nota svæðið sem klasa á sviði menntunar og vísinda.

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 12:13

6 identicon

Eru allir búnir að gleyma því að Löngusker eru ekki í eigu Reykjavíkur heldur Seltirninga og Álftnesinga, sem hvorugir vilja fá flugvöll í fjöruborðið hjá sér?

Feitibjörn (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 12:33

7 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Með djúpri virðingu fyrir sjúku fólki vil ég benda á þá grundvallar staðreynd úr sjúkraflutningum innlendum sem erlendum.

1.  Sjúkraflugi er sinnt með þyrilvængjum af 98hundraðshlutum í BNA og flestum Evrópulöndum.

2.  Vegna þrengsla við Vatnsmýrarvöllinn, hefur oftlega komið fyrir, að útkall í neyðarflug hefur tafist verulega, vegna STAÐSETNINGAR ÞYRILVÆNGJA ÞEIRRA SEM Í BOÐI ERU. 

Tengdasonur minn bíður þess ekki bætur, sð tarfir á útkalli voru um 2 og1/2 klst, vegna umferðaöngþveitis við Hlíðarenda.  Ég bý við vallarenda 01 brautar og gat því fylgst með í örvæntingu, hvenær rellan fór í loftið upp á Snæfellsnes.

3.  Beinn kosnaður þjóðfelagsins af núverandi staðsetningu er það hár, skv, úttekt, sem ekki er einusinni rifist um að sé of há, ehldur eru flestuir á því, að allar kosnaðartölur sem þar eru séu OF LÁGAR, kemur fram að kostnaður samfélagsins á MÁNUÐI sé meiri en kosnaður við gGrunnskólakennslu Rvíkinga í heila ÖNN.

4. Ef og aðeins ef, að við séum svo ofurrík, að geta leyft okkur þann lúxus, að starfrækja flugvöll á þessu svæði með tilheyrandi fórnarkosnaði í lengri akstri og tíma fyrir íbúa, NÁNAST EINGÖNGU  fyrir OPINBERA STARFSMENN þá vil ég benda á SKYNSAMARI LEIÐ --eðð aað lækka verulega gjöld hinna lægri launuðu um þá upphæð.

Takk

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 26.8.2008 kl. 12:53

8 Smámynd: Haukur Már Hauksson

Ég held að besti kosturinn í þessu flugvallarmáli sé að flytja völlinn út í Geldinganes. Það er miklu ódýrara heldur en löngusker, því ekki þyrfti að fara út í gífurlega umfangsmikla uppfyllingu. Staðsetningin er auk þess mjög góð varðandi tengingu við umferðaræðar út úr borginni.

Haukur Már Hauksson, 26.8.2008 kl. 13:11

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég er svo sammála Miðbæjaríhaldinu í dag að mig verkjar.. 

Óskar Þorkelsson, 26.8.2008 kl. 14:24

10 identicon

Hallur segir:  "Lönguskerjakosturinn er enn besti kosturinn út frá sjónarmiði bæði þeirra sem vilja nýta landið í Vatnsmýrinni og þeirra sem vilja tryggja  miðstöð innanlandsflugs í Reykjavík."

Ég segi:  Þetta er ekki rétt hjá þér Hallur.  Besti kosturinn væri að búa til uppfyllingu og BYGGJA Á HENNI, en ekki kosta ótöldum milljarð í tvíverknaðinn við að "flytja flugvöllinn".

Enn fremur segir Hallur: "Ef Lönguskerjalausnin er ekki raunhæf pólitískt...."  

Ég segi:  Þarna er okkar stærsta vandamál ljóst, að ætla sér það í raun og veru í svona mikilvægu máli að láta pólitík ráða.  Þegar staðsetning er valin fyrir flugvöll eiga helst eingöngu FAGLEG sjónarmið að ráða með tilliti til öryggis, veðurfars, nýtingarhlutfalls, umferðar og þjónustu.  PÓLITÍK Á EKKI AÐ RÁÐA ÞESSU.  Það er alveg magnað hversu lítið pólitíkusarnir hafa kynnt sér FAGLEG sjónarmið í þessari sorgarsögu, og gerir þá um leið óhæfa til að sinna sínu starfi sem er jú það að vinna FYRIR borgarbúana.  Með því að eyðileggja flugvöllinn tryggja þeir töluverðan brottflutning úr borginni.

Bjarni, þú skrifar skemmtilega og hefur tileinkað þér blómamál með öllum skrúðgarðinum.  Hins vegar er ég innihaldslega því miður mjög oft ósammála þér þegar kemur að flugvellinum.  Þú segir: "Flugmenn eru EKKI hlutlausir í málinu.  Þeir vilja hafa völl sem næst heimili sínu og því sem styttst út á völl.  Bara mannlegt."

Ég segi:  Mjög fyndið Bjarni.  Hvers vegna búa þá ekki allir millilandaflugmenn í Keflavík og allir innanlandsflugmenn á svæði 101?  Hvað varðar einkaflugmennina þá er það nú bara þannig að Reykjavíkurflugvöllur er eini völlurinn sem uppfyllir allar kröfur sem flugnemar og einkaflugmenn gera til flugvalla en vellir úti á landi í nágrenni Reykjavíkur eru skammarlega illa útbúnir.  Vissirðu að einkaflugmenn á Íslandi voru árið 2007 alls 547.  Langflestir búa í Reykjavík.  Atvinnuflugmennirnir eru um 780 og margir eiga hlut í flugvél á Reykjavíkurflugvelli, óháð því hvar þeir búa.  Ég frábið mér svona málflutning því það eina sem skiptir flugmenn, farþega og flugrekstraraðila máli er að flugvöllurinn sinni sínu hlutverki á öruggan hátt við bestu mögulegu aðstæður, og þær höfum við á Reykjavíkurflugvelli miðað við það landrými sem í boði er í og við borgina, og sjúkrahúsin.

Bjarni segir enn fremur: 

1. kostur er Keflavíkurvöllur.

2. kostur er Patterson völlurinn sem er rétt við Kef.

3. kostur er Hólmsheiði

4. kostur er Löngusker, þar sem ofangreindum kostum er raðað eftir kosnaði.

Ég segi:  1. Alls ekki, flugvellirnir eru báðir mikilvægir einir og sér enda sinna þeir sívaxandi umferð innanlands og utanlands og saman eru flugvellirnir mjög mikilvægir sem varavellir fyrir hvorn annan.  Það er ómetanlegt og tryggir að mörgu leyti flugfarþegum t.d. ódýrari farseðla en ella því millilandaflugvélarnar þurfa ekki að burðast með eins mikið eldsneyti til að komast á annan varaflugvöll.  Ekki má gleyma örygginu sem fylgir þessu.

2. Patterson flugvöllur er ónýtur sem slíkur.  Ef þú ætlar að gera hann nýtanlegan sem innanlandsflugvöll þarftu að byggja hann upp frá grunni þar sem það sem eftir af honum er stenst engar nútímakröfur um burð, breidd brauta, flughlöð, aðflugsbúnað og svo framvegis.  Sem sagt, út úr kortinu, fyrir utan að þá ertu eiginlega kominn til Keflavíkur.

3. Gleymið Hólmsheiði.   Ég staðhæfi að það mun koma í ljós þegar veðurathugunum lýkur að það er vonlaus staður vegna veðurs og hindrana í kring (fjöll).  Flugöryggi mun minnka ef sú heiði verður fyrir valinu.  Hvaða heilvita manni dettur í hug að setja flugvöll uppi á heiði.....á Íslandi?  Veðurfræðingar og flugmenn eru flestir alveg sammála um þetta og ef pólitíkusum hefði dottið í hug að spyrja flugmenn sem þekkja svæðið eins og lófann á sér þá hefði sennilega aldrei verið farið út í rannsóknir á þessu.  R-listinn hins vegar vílaði ekki fyrir sér að vaða áfram með forsjárhyggju án þess að þekking og rannsóknir liggi að baki.

4. Löngusker gætu gengið, en eins og ég segi hér að ofan, þá ættum við frekar að byggja á uppfyllingunni frekar en að flytja flugvöllinn.  HINS VEGAR ER EINN MÖGULEIKI ENN Í STÖÐUNNI.

5.  Gera stóra uppfyllingu og til að gera þá framkvæmd hagkvæmari þá mætti íhuga hvort það væri vit í að flytja millilandaflugið líka til Reykjavíkur.....og þá byggja í Vatnsmýrinni eftir að hafa grafið mýrina í burtu, ca. 10-16 metra niður sem kostar morðfjár, spillt fuglalífi og vatnsbúskap og eyðileggja rúmlega 2 milljarða vinnu sem fór í að gera við brautirnar og öryggissvæðin.  Ímyndið ykkur sparnaðinn sem fælist í því að hætta akstri milli Reykjavíkur og Keflavíkur og örygginu samhliða því að létta á umferðinni.  Gleymið lestarpælingunum, bara ryk í augun á okkur.  Það verða einhverjir áratugir þar til það gerist.

Að lokum, Bjarni segir:  "Framtíð barna okkar er í menntun, sem er best komin í Vatnsmýrinni hvar HÍ og HR munu ná að samtvinna sína starfsemi."

Ég segi:  Þegar þú hefur fundið einhverja lausn á því hvernig á að flytja fólk til og frá svæðinu þá skal ég hlusta.  Mín skoðun er reyndar sú að HR hefði aldrei átt að fá þessa lóð því þarna hefði ný samgöngumiðstöð átt að rísa.  Eina vitið.  HR hefði átt að flytja út í Garðabæ og þeir 3000 nemendur sem reiknað er með að þurfi að fara í og úr skólanum daglega hefðu þá getað farið frá Reykjavík til Garðabæjar á morgnanna og til baka um eftirmiðdaginn, þegar vinnandi fólk streymir til Reykjavíkur á morgnanna og út úr borginni um eftirmiðdaginn.  Það hefði létt mjög mikið á umferðarvanda höfuðborgasvæðisins.

Lifði heil, " Betri byggð MEÐ flugvelli! "

Matthías Arngrímsson (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 14:32

11 identicon

Alveg er ég sammála miðbæjaríhaldinu. Flugvöllurinn á að fara burt úr borginni. Það er óþolandi að borginni sé haldið í gíslingu með þessum hætti. Það er gjörsamlega út í hött og heimskulegt að hafa tvo flugvelli undir farþegaflutning á þessu litla svæði sem höfuðborgarsvæðið + Reykjanesið er. Come on - það eru 40 mín frá miðbænum út í Leifsstöð!!! Það er ótrúleg frekja að ætlast til þess að kostað sé til fleiri milljörðum fyrir þessa örfáu farþega í innanlandsflugi svo þeir geti sparað sér 40 mín. Þetta er ekkert annað en ómenguð frekja og yfirgangur.

IG (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 15:40

12 identicon

By the way... Lönguskerjalausnin er niðurstaða manna sem hafa enga samvisku gagnvart eyðslu á almannafé!!!

IG (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 15:45

13 Smámynd: Pétur Sig

Flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni og innanlandsflugið til Keflavíkur, þetta fyrirkomulag á fluginu er innanlandsflugi og ferðaþjónustu úti á landi til trafala. Aukinheldur er örugglega fleira landsbyggðarfólk að fara í Smáralind og Kringluna heldur en í Stjórnarráðið, þegar það flýgur til Reykjavíkur. Það er líka mjög bagalegt að ekki skuli vera hægt að ná tengiflugi td. CPH-KEF-AEY og öfugt til að auka fjölbreytni í ferðamennsku hér á landi og til mikilla hægðarauka fyrir landsbyggðarfólk. Keflavíkurvegurinn er að verða fínn og þarf bara aðeins að snikka hann til að breyta honum í veg sem ber 120 km hraða og þá er tíminn sem það tekur að aka frá KEF í Smáralindina orðinn 20 mín. Eru annars bara fínar tillögur hjá Miðbæjaríhaldinu. Löngusker eru einfaldlega allt of dýr og vitlaus hugmynd sem aldrei næst samstaða um.

Pétur Sig, 26.8.2008 kl. 16:09

14 identicon

Bý út á landi, ef ég þarf með flugi til Reykjavíkur skiptir máli að hafa flugvöllinn staðsettan þannig að stutt að ferðast, ef það tekur yfir 3 klst. að fara heiman frá mér og á t.d. fundarstað í Reykjavík myndi ég frekar keyra og sú yrði raunin ef flugvöllurinn er fluttur til Keflavíkur. Aðalmálið er þó flug með misveikt fólk, ef flugvöllurinn fluttur úr vvatnsmyrinni tel ég nauðsyn að flytja sjúkrahúsið með enda engin nauðsyn að hafa sjúkrahús við Hringbraut, svæðið við gamla Borgarspítalann er t.d. mun meira miðsvæðis.

bjarnveig Ingvadóttir (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 16:57

15 Smámynd: Kári Kárason

Sammála Matthíasi!!

Reykjavík er höfuðborg Íslands og gegnir hlutverki sem slík. Í ekki stærra landi en okkar er nauðsynlegt að nýta landsbyggðina og miðin í kringum landið, þó helsta þjónusta og stjórnsýsla sé á einum stað. Til þess þarf öflugar samgöngur og flug er einmitt hagkvæmasti, umhverfisvænasti og öruggasti kosturinn til að halda samgöngum á milli landshluta í okkar vogskorna landi.

Kári Kárason, 26.8.2008 kl. 22:27

16 Smámynd: Ívar Pálsson

Praktískasta lausnin verður gjarnan útundan: Að lengja norðvesturbrautina aðeins út í sjó, að taka burt ónotuðu brautina (austur/vestur?) og mynda þar með fjölmargar góðar lóðir í Skerjafirði og að stytta brautarendann í Vatnsmýrinni. Þetta kostar lítið og borgar sig strax, með lágmarksraski. Framkvæmdir við Löngusker yrðu dýrt umhverfisslys sem lokaði Skerjafirði og fengi barnabörnin okkar til þess að velta fyrir sér: "Hverjum datt eiginlega þessi fáránlega hugmynd fyrst í hug?"

Ívar Pálsson, 26.8.2008 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband