Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2007

Flytjum náttúruverndar- og matvćlasviđ Umhverfisstofnunar á Höfn!

Ríkisstjórnin á ađ sjálfsögđu ađ koma til móts viđ Austur-Skaftfellinga, hrađa uppbyggingu Vatnajökulsţjóđgarđsins međ myndarlegum fjárframlögum og flytja náttúruverndar- og matvćlasviđ Umhverfisstofnunar á Höfn.  Ţađ eru allar ađstćđur til ţess ađ Hornfirđingar geti hýst ţennan hluta Umhverfisstofnunar á Höfn og höfuđstöđvar Vatnajökulsţjóđgarđar eiga náttúrlega hvergi annars stađar heima en í Austur-Skaftafellssýslu.

Mikill niđurskurđur í ţorskheimildum er ekki eina stjórnvaldsađgerđin sem bitnađ hefur á Hornfirđingum undanfarin misseri. Ţađ er ekki langt síđan Ratstjárstofnun lokađi starfsemi sinni á Hornafirđi og fjöldi velmenntađra manna missti vinnuna. Reyndar skil ég ekki af hverju höfuđstöđvar Ratstjárstofnunar voru ekki settar upp á Hornafirđi á sínum tíma. Skólabókadćmi um opinbera starfssemi sem hefur ekkert sérstaklega ađ gera í Reykjavík.

Flutningur náttúruverndar- og matvćlasviđs á Höfn kallar á vel menntađ fólk sem er mjög mikilvćgt fyrir samfélag eins og á Hornafirđi. Fjölbreytni í atvinnulífi sem kallar á fjölbreytt fólk međ fjölbreytta menntun er gulls ígildi. 

Hornfirđingar hafa sýnt og sannađ ađ ţeim er vel treystandi ađ taka viđ metnađarfullum verkefnum. Sem reynslusveitarfélag tók sveitarfélagiđ Hornafjörđur viđ rekstri allrar heilbrigđisţjónustu á Höfn, gerđi ţjónustusamning viđ félagsmálaráđuneytiđ um ţjónustu viđ fatlađ og hafa rekiđ málaflokkinn međ miklum sóma.

Á sama tíma var Hornafjörđur beđinn um ađ taka viđ hópi flóttamanna frá ríkjum fyrri Júgóslavíu. Ţađ verkefni var taliđ takast međ miklum ágćtum.

Uppbygging Nýheima ţar sem međal annars má finna frumkvöđlasetur sýnir ađ stórhuga Hornfirđingar eru vel í stakk búnir ađ taka viđ opinberri stofnun eins og náttúruverndar- og matvćlasviđi Unhverfisstofnunar.  Sú stofnun hefur ekkert ađ gera í Reykjavík.


mbl.is Hornfirđingar vilja Umhverfisstofnun til sín
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband