Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Spennandi haust fyrir Framsóknarmennina Obama og Guðna!

Ætli það sé tilviljun að Framsóknarmaðurinn Guðni Ágústsson hefji fundarherferð sína sama dag og Framsóknarmaðurinn Barack Obama hefur formlega kosningabaráttu sína fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum - en Demókratar hefja í dag flokksþing sitt þar sem Barack verður formlega valinn frambjóðandi þeirra!

Allavega er ljóst að fundirnir í kvöld eru báðum Framsóknarmönnunum mikilvægir. Obama stefnir á Hvíta húsið sem forseti og verður því að standa sig vel þessa daga á flokksþinginu og á haustdögum ef hann ætlar að verða forseti!

Guðni stefnir á að endurreisa fylgi Framsóknarflokksins og verður að standa sig vel á Borgarnesfundinum í kvöld og á haustdögum ef hann ætlar að auka fylgið og halda formennskunni í flokknum.

Þetta verður erfitt en spennandi haust - bæði fyrir Framsóknarmanninn Obama og Framsóknarmanninn Guðna!


mbl.is Þing demókrata hefst í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er betri en vélfræðingurinn og viðskiptafræðingurinn Guðlaugur S. Sverrisson í Orkuveituna?

Vandlætingaliðið á vinstri vængnum hefur verið að hneykslast á því að Óskar Bergsson og Framsóknaflokkurinn skipaði vélfræðingin og viðskiptafræðingin Guðlaug S. Sverrisson í stjórn Orkuveitunnar sem formann.

Vandlætingaliðinu finnst þessi skipan út í hött þar sem það telur Guðlaug ekki vera sérfræðing í málefnum Orkuveitunnar - hvað sem það nú er að vera sérfræðingur í málefnum þess annars ágæta fyrirtækis.

Hefði málfæðingurinn Svandís Svavarsdóttir verið betri en vélfræðingurinn og viðskiptafræðingurinn Guðlaugur S. Sverrisson?

Hefði læknirinn Dagur B. Eggertsson verið betri en vélfræðingurinn og viðskiptafræðingurinn Guðlaugur S. Sverrisson?

Hefði matvælafræðingurinn Sigrún Elsa Smáradóttir verið betri en vélfræðingurinn og viðskiptafræðingurinn Guðlaugur S. Sverrisson?

Hefði lögfræðingur Bryndís Hlöðversdóttir verið betri en vélfræðingurinn og viðskiptafræðingurinn Guðlaugur S. Sverrisson?

Hvaða sérfræðinga á sviði málefna Orkuveitunnar ætli hafi verið skipaðir í stjórn þess ágæta fyrirtækis af öðrum flokkum en Framsóknarflokknum?

Jú:

Lögfræðingurinn Júlíus Vífill Ingvarsson, Sjálfstæðisflokki, matvælafræðingurinn Sigrún Elsa Smáradóttir, Samfylkingu og málfræðingurinn Svandís Svavarsdóttir, Vinstri Grænum!


Skattar renni til sveitarfélaganna ekki ríkisins!

Það er nauðsynlegt að styrkja sveitarfélögin og það er rétt að fela þeim sem flest verkefni. En það þarf að tryggja sveitarfélögum þá tekjustofna sem duga.

Skattar einstaklinga og fyrirtækja ættu að renna beint til sveitarfélaganna en ekki til ríkisins. Sveitarfélögin greiði síðan útsvar til ríkisins vegna fjármögnunar sameiginlegra verkefna.

Sveitarfélögin taki við eins miklu af verkefnum ríkisins og unnt er.

Ríkið sjái fyrst og fremst um þau verkefni sem nauðynlega þarf að vinna fyrir Ísland í heild sinni.

Samhliða þessari skipulagsbreytingu þurfa sveitarfélögin að stækka verulega.  Jafnvel í stærð gömlu kjördæmanna.

 Sjá fyrra blogg mitt:

Skattar renni til sveitarfélaganna ekki ríkisins!


mbl.is Nýr veruleiki sveitarfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarmaðurinn Obama tekur með sér reynslubolta!

Framsóknarmaðurinn Barack Obama valdi að taka með sér hinn mikla reynslubolta Joseph Biden sem varaforsetaefni. Þetta er að mínu viti skynsamleg ákvörðun. Biden er ekki einungis með miklar reynslu - heldur yfirburðaþekkingu í utanríkismálum. Þekkingu sem væntanlega mun nýtast Obama afar vel í forsetaembættinu.

Ég hélt reyndar að  Obama myndi velja öldungadeildarmaninn Evan Bayh- en svona geta eru Framsóknarmenn - koma oft á óvart!

Barack Obama er gegnheill Framsóknarmaður!

 


mbl.is Segir Obama viðurkenna reynsluleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íbúðalánasjóður mannleg opinber þjónustustofnun!

Íbúðalánasjóður er mannleg opinber þjónustustofnum sem hefur alltaf komið á móts við þarfir fjölskyldnanna í landinu. Þessi ákvörðun stjórnar Íbúðalánasjóður sem hugsuð er til að létta á með þeim sem lent hafa milli skips og bryggju er rökrétt.

Það má heldur ekki gleyma að Íbúðalánasjóður býður upp á greiðsluerfiðleikaaðstoð sem meðal annars felst í því að sólk getur sótt um frystingu á lánum sínum í allt að 3 ár ef breytingar verða á fjárhagslegri stöðu þeirra. Þessi greiðsluerfiðleikaaðstoð mun væntanleg verða mörgum til bjargar í þeirri efnahagslegu niðursveiflu sem nú er í gangi í íslensku efnahagslífi.


mbl.is Hægt að fresta afborgunum af íbúðalánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný leigufélög eðlileg þróun!

Þegar ríkisstjórnin ákvað að setja 5 milljarða í leiguíbúðalán sérstaklega ætluðum til fjármögnunar á nýju húsnæði sem var orðið fokhelt í lok júní, þá var ljóst að byggingarverktakar sem voru með hús í byggingu eða nýbyggðar íbúðir sem ekki höfðu selst, myndu stofna leigufélög og freista þess að fjármagni húsnæðið með leiguíbúðalánum. Til þess var leikurinn gerður hjá ríkisstjórninni!

 


mbl.is Stofna leiguíbúðafélög og taka lán hjá Íbúðalánasjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lélegri mæting en á mjög lélegum Framsóknarfundi!

Það blæs ekki byrlega fyrir ungliðahreyfingum Samfylkingar og Vinstri grænna ef marka má mætingu liðsmanna þeirra fyrir utan Ráðhús Reykjavíkur í morgun. Mætingin var miklu lélegri en á mjög lélegum illa mættum félagsfundi í Framsóknarflokknum.

Gat með góðum vilja talið 24 til 26 mótmælendur - og 12 frétta og blaðamenn.

Enda átti liðið erfitt með að manna 15 manna stólaleikinn sinn - en það tókst með nokkrum fortölum.

Ég varð fyrir nokkrum vonbrigðum með þessi mótmæli. Hélt þau yrðu fjölmenn - enda á fólk að mótmæla ef því ofbýður.

 


mbl.is Mótmælt fyrir utan ráðhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hetja og fyrirmynd barna sem þjást af athyglisbresti og ofvirkni!

Afreksmaðurinn Michael Phelos sem vann 8 gullverðlaun á Olympíuleikunum í Peking hlýtur að vera hetja og jákvæð fyrirmynd fjölda barna sem á við athyglisbresti og ofvirkni að stríða! "Ekkert er ómögulegt" er haft eftir Phelps eftir afrekin í Peking.

Það er nefnilega ekkert ómögulegt. Þessi yfirmynd hlýtur einnig að stappa stálið í fjölskyldur barna sem þjást af athyglisbresti og ofvirkni! 

Með þolinmæði og vinnu er unnt að ná miklum árangri þrátt fyrir að nám og daglegt líf getið tekið á. Það hefur Michel Phelps svo sannarlega sannað!


mbl.is Ekkert er ómögulegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íbúðalán bankanna undir loforðum og væntingum!

Íbúðalán bankanna eru nokkuð undir loforðum forsvarsmanna þeirra og væntingum Íslendinga. Svo vill Geir Haarde breyta Íbúðalánasjóði í heildsölu - sem er ekki galin hugmynd ef sjóðurinn fær líka að lána landsmönnum beint!

Væntanlega finnst fólki gott að hafa aðgang að Íbúðalánasjóði og lífeyrissjóðunum þessa dagana!

En banjarnir braggast vonandi!


mbl.is Bankar veittu aðeins 44 íbúðalán í júlí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eðlilegur lýðræðislegur réttur að mótmæla nýjum meirihluta!

Það er jákvætt að ungir andstæðingar nýs meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur ætli að nýta eðlilegan lýðræðislegan rétt sinn til að mótmæla! Það er einnig jákvætt að Ungir jafnaðarmenn og Ungir vinstri grænir hafi tekið ákvörðun um að mótmælin fari fram utan Ráðhússins, en ekki á áhorfendapöllunum í Ráðhúsinu.

Þrátt fyrir að menn séu reiðir - þá er það ekki sæmandi að vera með ósmekkleg frammíköll af áhorfendapöllum - hvorki í borgarstjórn né á Alþingi. Því er það skynsamlegra af unga fólkinu að halda mótmælin utandyra.

Reyndar eru ungliðarnir óheppnir að borgarstjórnarfundurinn er ekki haldinn í blíðunni í dag - heldur að líkindum í rigningunni á morgun - en veit að það mun ekki aftra þeim að mótmæla!

Reyndar breyta mótmælin ekki þeim lýðræðislega rétti sem kjörnir fulltrúar sem mynda nýjan meirihluta hafa til þess að mynda slíkan meirihluta. Það var enginn annar möguleiki í stöðunni fyrst Sjálfstæðismenn treystu sér ekki lengur að vinna með Ólafi Friðriki - sem lítur lýðræði, samvinnu og samstarf afar sérstökum augum!

En ég skil að ungliðum Samfylkingar og Vinstri grænna sárnar að sá möguleiki að endurreisa Tjarnarkvartettinn var ekki raunverulega til staðar á meðan Ólafur Friðrik var til staðar sem borgarfulltrúi.

Það var fleirum sem sárnaði það - því Tjarnarkvartettinn með traustum meirihluta borgarfulltrúa innanborðs hefði getað orðið góður kostur. Hann var bara ekki inn í myndinni - og því skylda Óskars Bergssonar að freista þess að ná ásættanlegum málefnasamningi við Sjálfstæðismenn og koma á traustri og starfhæfri stjórn í borginni.


mbl.is Sleppa pöllunum en mótmæla fyrir utan ráðhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband