Hver er betri en vélfræðingurinn og viðskiptafræðingurinn Guðlaugur S. Sverrisson í Orkuveituna?

Vandlætingaliðið á vinstri vængnum hefur verið að hneykslast á því að Óskar Bergsson og Framsóknaflokkurinn skipaði vélfræðingin og viðskiptafræðingin Guðlaug S. Sverrisson í stjórn Orkuveitunnar sem formann.

Vandlætingaliðinu finnst þessi skipan út í hött þar sem það telur Guðlaug ekki vera sérfræðing í málefnum Orkuveitunnar - hvað sem það nú er að vera sérfræðingur í málefnum þess annars ágæta fyrirtækis.

Hefði málfæðingurinn Svandís Svavarsdóttir verið betri en vélfræðingurinn og viðskiptafræðingurinn Guðlaugur S. Sverrisson?

Hefði læknirinn Dagur B. Eggertsson verið betri en vélfræðingurinn og viðskiptafræðingurinn Guðlaugur S. Sverrisson?

Hefði matvælafræðingurinn Sigrún Elsa Smáradóttir verið betri en vélfræðingurinn og viðskiptafræðingurinn Guðlaugur S. Sverrisson?

Hefði lögfræðingur Bryndís Hlöðversdóttir verið betri en vélfræðingurinn og viðskiptafræðingurinn Guðlaugur S. Sverrisson?

Hvaða sérfræðinga á sviði málefna Orkuveitunnar ætli hafi verið skipaðir í stjórn þess ágæta fyrirtækis af öðrum flokkum en Framsóknarflokknum?

Jú:

Lögfræðingurinn Júlíus Vífill Ingvarsson, Sjálfstæðisflokki, matvælafræðingurinn Sigrún Elsa Smáradóttir, Samfylkingu og málfræðingurinn Svandís Svavarsdóttir, Vinstri Grænum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Láttu ekki svona Hallur. Matvælafræðingurinn er með MBA líka svo þetta skánar svolítið, er það ekki?

Er ekki Kjartan Magnússon fráfarandi stjórnarformaður þarna líka? Hann er nú menntaður í sagnfræði eins og þú, svo hann hlýtur að vera frábær í djobbið þó hann virðist ekki hafa klárað sagnfræðina ef marka má reykjavík.is.

Þar að auki er Júlíus Vífill hámenntaður hetjutenór. 

Þetta er annars allt saman hið besta fólk og vinnur sína vinnu efalaust af trúmennsku og dugnaði. En það er svosem rétt að það virðist ekki hafa veitt af vélfræðingnum í hópinn.

kv. HM 

Hrannar Magnússon (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 22:49

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú ert þó ekki framsóknarmaður, Hallur?

Jón Valur Jensson, 25.8.2008 kl. 00:11

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Eins og þú veist Jón Valur, þá er ég það!

En tvískinnungurinn er sá sami. Heldur þú virkilega að svona hefði verið talað ef Guðlaugur hefði komið td. frá Vinstri grænum?

Eða Sjálfstæðisflokknum?

Ég efast um það.

Hallur Magnússon, 25.8.2008 kl. 08:55

4 identicon

Ergelsið og svekkelsið í vinstraliðinu yfir því að fá ekki völd í borginni er með eindæmum.  Þetta lið virðist ekki skilja hvernig stjórnmál virka, ekki frekar en að það skilur ekki hugtakið; "atvinnulíf".   Vinstraliðið hélt að það gæti bara fengið sjálfkrafa völdin í borginni af því að það vild bara fá völdin.

Ég þykist vita að Guðlaugur verði fínn í formennsku OR og hann mun án efa koma með nýja sýn á gang mála þar sem ætti að verða öllum til góðs. 

Kristófer Þ. Ólafsson (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband