Skattar renni til sveitarfélaganna ekki ríkisins!

Það er nauðsynlegt að styrkja sveitarfélögin og það er rétt að fela þeim sem flest verkefni. En það þarf að tryggja sveitarfélögum þá tekjustofna sem duga.

Skattar einstaklinga og fyrirtækja ættu að renna beint til sveitarfélaganna en ekki til ríkisins. Sveitarfélögin greiði síðan útsvar til ríkisins vegna fjármögnunar sameiginlegra verkefna.

Sveitarfélögin taki við eins miklu af verkefnum ríkisins og unnt er.

Ríkið sjái fyrst og fremst um þau verkefni sem nauðynlega þarf að vinna fyrir Ísland í heild sinni.

Samhliða þessari skipulagsbreytingu þurfa sveitarfélögin að stækka verulega.  Jafnvel í stærð gömlu kjördæmanna.

 Sjá fyrra blogg mitt:

Skattar renni til sveitarfélaganna ekki ríkisins!


mbl.is Nýr veruleiki sveitarfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju heldur fólk að stækkun sveitarfélaga sé einhver lausn á fjárhagsvanda með aukinni þjónustu? Þjónustan ætti að dreifast alveg jafnmikið hvort sem um er að ræða eitt sveitarfélag eða þrettán. Nema ætlunin sé að veita bara þjónustu á einum stað og allir þurfi að sækja þjónustuna þangað. Það er ákaflega mikil sjálfsblekking að halda að slíkt myndi veita einhvern sparnað.

Gulli (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 21:30

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Þetta er ekki spurning um sparnað - heldur betri þjónustu nær fólkinu.

Hallur Magnússon, 23.8.2008 kl. 23:51

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Td. Vesturland sem eitt sveitarfélag?

nei ekki alveg raunhæft að það myndi myndast eitthvað starfhæft. 

sveitarfélög eða svæði þurfa ákveðið mikið af íbúum á svæði sem myndar sameiginlegt vinnusvæði. þar sem ég er frá Snæfellsnesi og er í Borgarnesi þá tek ég þau sem dæmi. 

Á Snæfellsnesi eru +4000 manns.

Borgarbyggð er + 4000 (circa) manns. 

það þarf +4000 manna byggðarlag til þess að það sé raunverulega hægt að reka Framhaldsskóla. Borgarbyggð er ekki það stór að það sé hægt að reisa Sjúkrahús eins og er í Hólminum og á Skaga. Þannig fer fólk sem er á Snæfellsnesi og úr dölunum (circa 5000-6000 manns) í hólminn og Suðurhluti vesturlands á skagann (+10000 manns). 

þjónusta þarf að vera nálægt íbúunum. 

ég er sammála því að færa ætti eins mörg verkefni til sveitarfélaganna og hægt er. það á að gefa þeim meirihluta af tekjum ríkissjóðs. en þá líka í gegnum sig sjálft. Ekki í gegnum einhverjar stofnanir eins og jöfnunarsjóð sem safnar og hleður á sig reglum á hverju ári og er farinn að minna á snjóbolta í prattrihlíð. 

Sveitarfélög eiga að fá útsvar, fjármagnstekjuskatt og Virðisaukaskatt úr sínum sveitarfélögum. þau eiga síðan að geta stjórnað þeim að vissu marki eins og með útsvarið. getað minnkað t.d. vsk á matvæli eða eitthvað álíka ef þau vilja. 

tek smá dæmi: 

ríkið tekur í dag segjum 10% vsk af bókum (bara dæmi) en ef sveitarfélög fengju hluti í þessu þá geti þetta orðið á þann hátt að: Ríkið tekur 5% og síðan geta sveitarfélögin ráðið því hvort þau taka (lögbundið hámark) 5% eða lækkað eða hreinlega tekið ekki neitt. þetta ætti síðan við alla skatta. sveitarfélög væru með stóra hlutdeild eða hreinlega alla á mörgum sviðum.

en þetta eru bara mínar hugmyndir um málið.

Fannar frá Rifi, 24.8.2008 kl. 00:48

4 identicon

Þá fara sveitarfélögin að reyna að laða til sín aðeins þá tekjuháu. Skipulag þeirra fer að miða við að eingöngu séu reistar stærri íbúðir og einbýlishús. Þetta er reyndar að ske í sumum sveitarfélögum. Þar eru allir sem þurfa þjónustu en eru á lægstu tekjunum óvelkomnir. Útsvarið er síðan hægt að lækka í þessum "lágmarks þjónustu, hámarks tekju" sveitarfélögum, meðan hinir tekjulægri sitja uppi með hámarks útsvar og sveitarfélag sem ekki getur veitt eðlilega þjónustu.

Þetta er ekki spurning um sparnað - heldur betri þjónustu og lægri gjöld fyrir hina efnameiri. Svo töluð sé Íslenska.

sigkja (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 01:16

5 Smámynd: Þór Sigurðsson

Fyrirgefðu, en er þetta ekki fullmikil einfeldni á ferðinni þarna ?

Hvað er útsvar annað en skattur til sveitarfélags ?

Og ætla sveitarfélög að fara standa straum af kostnaði á heilsugæslu ? (Ég sæi Reykvíkinga þá í anda heimila skurðaðgerðir á Vestfirðingum sem skv. þínu módeli borguðu ekki krónu til LSH) eða lögreglu ? Hvað með tollgæslu ? Ættu þá Keflvíkingar að rukka sérstaklega alla aðra en Keflvíkinga um "tollgæslugjald" sem fara um Leifsstöð ? Og hvað með vegi landsins ? Jú, ég skal reyndar alveg samsinna því. Vestfirðingar og Austfirðingar mega alveg eiga sínar krókaleiðir sjálfir og sjá um þær. Ætla sveitafélögin sjálf þá að fara kosta göng ? Það væri frétt til næsta bæjar ef vestfinrðingar tækju allt í einu upp á því að hafa efni á göngum sjálfir um Ólafsfjarðarmúla eða einhvern annan hólinn þarna fyrir vestan. Hingað til hefur slíkt fé komið úr ríkissjóði einmitt vegna þess að landið ALLT getur fjármagnað slíkt - aðallega vegna þess að ÖRFÁIR STAKIR STAÐIR á landinu afla ríkissjóði tekna. Það fé kemur ekki frá einhverjum draugabæjum úti á landi þar sem enga vinnu er að fá.

Ég held að þú verðir að setjast niður við teikniborðið aftur og endurhugsa þessa hugmynd þína, því eins og hún kemur fyrir núna er hún svo meingölluð að í besta falli yrði hún hlegin út af þingi.

Þór Sigurðsson, 24.8.2008 kl. 01:52

6 identicon

Þjónustan verður ekkert betri þó sveitarfélögin séu stærri, hún dreifist áfram jafnmikið og í langflestum tilvikum hefur það sýnt sig að þjónustan versnar með sameiningu sveitarfélaga. Þjónustustöðvum hefur verið lokað í sparnaðarskyni og fólk þarf að fara jafnvel langar leiðir til að sækja þjónustu sem áður var bara steinsnar frá því.

Svo má aldrei tala um að sameina sveitarfélög á eina svæðinu á landinu þar sem slík sameining myndi augljóslega geta skilað bættri þjónustu fyrir minni peninga.

Þór, einhverra hluta vegna efast ég um að Vestfirðingar hefðu mikinn áhuga á að borga göng í Ólafsfjarðarmúla, sérstaklega þar sem þegar eru göng í gegnum hann og ekki síður þar sem Ólafsfjarðarmúli er á Norðurlandi Eystra. Reyndar væri fínt ef svæðin fengju sjálf að ráðstafa þeim skatttekjum sem verða til á sínu svæði, ansi hætt við að Höfuðborgarsvæðið færi nú að kvarta þegar vantaði rúmlega 10 milljarðana sem bara Norðurland Eystra borgar í umframskatt á hverju ári. 

Gulli (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 08:12

7 Smámynd: Elías Theódórsson

Endalausa umræðan um Ríki vs Sveitafélög. Er ekki bara best að afgreiða þetta með einu sveitafélagi fyrir landið? Er það ekki hagkvæmasta lausnin?

Elías Theódórsson, 24.8.2008 kl. 10:10

8 identicon

Hallur. Ég held að þú þurfir að læra betur.  Hverju hefur sú sameining sveitarfélaga sem átt hefur séð stað fram að þessu skilað til dreifbýlisins nema verri og dýrari þjónustu á flestum sviðum.Ég held að ef halda á landinu öllu í byggð,þá þurfi að ransaka betur kosti þess og galla sem orðið hafa af sameiningu sveitarfélaga undanfarið áður en meira verður gert af því.Ég held að eftir því sem lengra verður hjá því fólfi sem fjærst býr frá þjónustumiðstöðvum stóru sveitarfélagana fækki fólkinu þar en meir.                                                        Gissur á Herjólfsstöðum       

Gissur Jóhannesson (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 11:53

9 identicon

Af tvennu illu treysti ég nú frekar ríkisvaldinu fyrir að ráðstafa skattfénu mínu. Miðað við fávitaganginn sem viðgengist í Reykjavík nú um stundir að þá held ég að það sé algjört glapræði að rétta þessu liði meira fjármagn til að sólunda.

Það er kannski ekkert vitlaus hugmynd að gera landið að einu sveitarfélagi með Alþingi sem 'borgarstjórn'. Sem bónus yrði Framsóknarflokknum útrýmt ef landið væri eitt kjördæmi. Ég meina Ísland er á stærð við Wigan í UK og það inniheldur ekki Þing og sveitafélög...

IG (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 12:46

10 identicon

Gömul og góð hugmynd Hallur, ég er sammála þér í þessu. Þó svo að flestir svaranda hér virðast fastir í einhverri gamaldags miðstýringarhugsjón þá tel ég ljóst að Ísland ætti að leitast að því að taka upp confederalisma; margar sjálfstæðar einingar með sameiginlega utanríkis- og auðlindastefnu, og svo sameiginlega rekin verkefni á borð við sjúkrahús og háskóla.

Eina sem hægt er að setja út á þetta, sé dæmið reiknað á enda, er að Reykjavík myndi fljótt líða undir lok vegna hlutfallslega lágra útflutningstekna per haus. En persónulega sé ég ekkert athugavert við það.

Smári McCarthy (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 14:35

11 Smámynd: Hallur Magnússon

Ági Smári!

Takk fyrir innleggið þitt.

Ég er vanur svona gusum vegna þessara hugmynda minna - sem hafa verið á þessum nótum allt frá því ég fór að horfa á Reykjavík frá Vopnafirði og Borgarfirði eystra!

Ég geri nú ráð fyrir að Reykjavík skrimti á annars konar tekjum en útlfutningstekjum :)

... og ef við förum að greiða aftur fjármagnstekjuskatt einhvern tíma í framtíðinni - þá ætti eitthvað að sullast inn á þe

Hallur Magnússon, 25.8.2008 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband