Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Gústav bjargar McCain frá Bush!

Michael Moore heldur því fram að fellibylurinn Gústav kom í sér illa fyrir repúblikana og sé því sönnun þess að Guð sé til. Ég held að Michael Moore hafi rangt fyrir sér. Ekki um Guð - heldur Gústav.

Gústav bjargaði McCain frá því að Georg W. Bush forseti Bandaríkjanna kæmi á flokksþingið. Það kemur repúblikönum vel.

Athyglin verður því óskipt á "beibinu" - Söru Palin!


mbl.is Segir Gústav sönnun þess að Guð sé til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin á að afnema stimpilgjöld af öllum húsnæðislánum!

Fáránlegar uppákomur eins og að 1% eignarhlutur í sumarbústað stórfjölskyldunnar verði til þess að stimpilgjöld af fyrstu íbúð eru ekki felld niður undirstrikar þá vitleysu að ríkisstjórnarinnar að fella einungis niður stimpilgjöld af fyrstu íbúð. Auðvitað átti að fella niður stimpilgjöld af öllum húsnæðislánum!

Þröngar, sértækar aðgerðir kalla alltaf á vandræði sem þessi.

Ég treysti því að Jóhanna fái liðsmenn sína í ríkisstjórninni til að afnema stimpilgjöld af öllum húsnæðislánum - eins og ríkisstjórnin hefur reyndar boðað að verði gert!

Það er alveg ljóst að sú aðgerð mun ekki hafa neikvæð áhrif á efnahagslífið í þeirr kreppu sem nú ríkir - meðal annars vegna aðgerðaleysis ríkisstjórnarinnar.

Þá mætti Jóhanna hækka hámarkslán Íbúðalánasjóð um svona 2 milljónir - strax - og meira þegar líða fer á veturinn!


mbl.is Dýr 1% eignarhlutur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mæltu manna heilastur, Steingrímur!

Mæltu manna heilastur, Steingrímur! Það er nefnilega ekki seinna vænna en "... að menn komi sér að verki" í glímunni við efnahagsmálin í ríkisstjórninni. Málið er nefnilega að menn vinna ekki glímu nema að glíma hana!

Það er einnig þörf á samstilltu þjóðarátaki, nýsköpunar- og endurreisnaráætlun, nýrri þjóðarsátt - eins og þú segir!

Mikilvægur hlekkur í endurreisnaráætluninni hlýtur að vera skynsamleg nýting orkulindanna - ekki hvað síst landsbyggðinni til hagsbóta ... ekki satt!


mbl.is „Menn komi sér að verki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hjá Guðlaugi Þór!

Ég er ánægður með ákvörðun Guðalugs Þórs heilbrigðisráðherra að ráð Huldu Gunnlaugsdóttur sem nýjan forstjóra Landspítalans! Ég hef áður bloggað um að Hulda sem nú starfar sem forstjóri Aker háskólahússins í Noregi - væri besti kosturinn.


mbl.is Hulda forstjóri Landspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tímamótaskref í þjónustu við geðfatlaða!

Tímamótaskref í þjónustu við geðfatlaða var innsiglað í dag þegar Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir undirrituðu annars vegar viljayfirlýsingu um að Reykjavíkurborg taki að sé framkvæmd allrar þessarar þjónustu í borginni og hins vegar þjónustusamning sem felur í sér að Reykjavíkurborg taki að sér stoðþjónustu við 44 geðfatlaða einstaklinga og sjái um útvegun húsnæðis fyrir þá með yfirtöku verkefna átaksverkefnisins Straumhvarfa í Reykjavík og verður útvegun húsnæðis hraðað og lýkur á næsta ári í stað ársins 2010. 

Þótt ég hafi einungis komið að málunum sem varaformaður Velferðarráðs á allra síðustu metrunum þegar allt var komið í höfn - klappað og klárt - þá gladdist ég yfir þessum tímamótum sem margir hafa barist fyrir - Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra, Björk Vilhelmsdóttir fyrrverandi formaður Velferðarráðs, Jórunn Frímannsdóttir núverandi formaður Velferðarráðs, Sigursteinn Másson og miklu fleiri!

Mín skoðun hefur alla tíð verið sú að málefni fatlaðra eigi að vera sinnt af sveitarfélögunum - enda stóð ég að því sem félagsmálastjóri og framkvæmdarstjóri Fræðslu- og fjölskyldustofu Austurlands á Hornafirði á sínum tíma - að sveitarfélagið tæki yfir þjónustu við fatlaða með þjónustusamningi við félagsmálaráðuneytið. Með þeim samningi var unnt að samþætta þjónustu við fatlaðra annarri velferðarþjónustu sem alfarið var rekin af Hornafjarðarbæ sem var reynslusveitarfélag á þeim tíma.

Ég varð því fyrir miklum vonbrigðum þegar Páll Pétursson félagsmálaráðherra varð að draga til baka fyrirætlanir um yfirfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaganna á sínum tíma - þar sem ekki náðist samkomulag um yfirfærslu tekjustofna frá ríkinu.

Ég er því ánægður með að Jóhanna Sigurðardóttir hefur tekið upp kyndilinn að nýju og sé að koma þessu baráttumáli Páls á Höllustöðum í framkvæmd!

 


mbl.is Húsnæðisvandi 44 geðfatlaðra einstaklinga leysist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðgerðir jafnt sem aðgerðarleysi ríkisstjórnar dýpka kreppuna!

Það er grátlegt hvernig meira og minna allt sem ríkisstjórnin gerir - eða gerir ekki - verður til þess aðdýpka þá kreppu sem við göngum í gegnum núna.  Eins og allir vita þá voru aðgerðir ríkisstjórnarinnar síðastliðið haust þegar afgreidd voru verðbólgufjárlög þar sem ríkisútgjöld voru aukin um 20% - á röngum tíma - til þess að draga úr trausti erlendra aðilja á stjórn íslenskra efnahagsmála.

Eins og allir vita þá hefur endalaust aðgerðarleysi ríkisstjórnarinna nánast allt þetta ár orðið til að dýpka kreppuna. Ríkisstjórnin eyðilagði meira að segja þær aðgerðir sem hún boðaði með lántöku með aðgerðarleysi - lánið hefur aldrei verið tekið - og traust erlendra aðilja á stjórn íslenskra efnahagsmála minnkar enn. Aðgerðin að boða lántöku - sem ekki hefur verið framkvæmd - varð til að dýpka kreppuna!

Þá hafa aðgerðir umhverfisráðherra sem miða að því að slá af nauðsynlegar álversframkvæmdir á Bakka orðið til þess að dýpka kreppuna enn.

Að öðru leiti hefir aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar verið algert. ´

Ríkisstjórnin hefur ekki einu sinni rænu á samráði við aðilja vinnumarkaðarins - en miðstjórn ASÍ kallaði einmitt eftir slíku  breiðu samráði ríkisstjórnar, verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda.

Væntanlega gerir ríkisstjórnin ekki neitt...

... og kreppan dýpkar!

 


mbl.is Kreppa af völdum ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velferðarráð slítur samningaviðræðum við Heilsuverndarstöðina!

Velferðarráð samþykkti á fundi sínum í dag að slíta samningaviðræður við Heilsuverndarstöðina um rekstur áfangaheimilis í Norðlingaholti. Þetta var fyrsti fundur minn í Velferðaráði, en á fundinum var ég kjörinn varaformaður ráðsins, en formaður er Jórunn Frímannsdóttir.

Tillagan sem lögð var fram og samþykkt samhljóða var eftirfarandi: 

"Í ljósi yfirlýsingar frá Heilsuverndarstöðinni/Alhjúkrun er lagt til að viðræðum Velferðarsviðs við Heilsuverndarstöðina/Alhjúkrun um rekstur búsetuúrræðis með félagslegum stuðningi verði hætt. Sviðsstjóra Velferðarsviðs verði falið að skoða málið frá grunni, þ.m.t. að ræða á ný við þá fjóra aðila sem sóttust eftir samstarfi og koma með tillögu til velferðarráðs í kjölfar þess."

Ég er mjög sáttur við þessa niðurstöðu ráðsins sem að mínu mati var óhjákvæmileg í ljósi stöðunnar, en Heilsuverndarstöðin gat ekki staðið við opnun fyrirhugaðs áfangaheimilis.

Þar er Jórunn Frímannsdóttir mér sammála, en eftir henni er haft í fjölmiðlum að henni sé leitt að samningaviðræðurnar við Heilsuverndarstöðina hafi ekki gengið upp. Miklar væntingar hafi verið bundnar við áfangaheimilið og hugmyndafræði fyrirtækisins. 

Hins vegar sé Jórunn vongóð um það skynsamleg tillaga komi frá sviðinu um framhaldið og segir:

"Mikilvægast er að við náum að þjónusta þennan hóp sem þarf nauðsynlega á búsetuúrræði að halda."

Ég veit að allir fulltrúar í Velferðarráði eru sammála Jórunni um þetta enda tillaga okkar samþykkt samhljóða.

Mér þótti vænt um að við náðum öll saman í málinu í dag og vona að það gefi tóninn um gott samstarf meirihluta og minnihluta innan Velferðaráðs - þótt óhjákvæmilega verði átök um einstök mál.

Mér lýst vel á Velferðaráð - enda um toppfólk að ræða.

Ráðið er skipað Jórunni Frímannsdóttur og Sif Sigfrúsdóttur frá Sjálfstæðisflokki, Björk Vilhelmsdóttur og Marsibil Sæmundardóttur frá Samfylkingu og óháðum, Þorleifi Gunnlaugssyni VG, Jóhönnu Hreiðarsdóttur og mér frá Framsókn. Þá er Gunnar Hólm áheyrnarfulltrúi fyrir F lista.


mbl.is Viðræðum hætt við Heilsuverndarstöðina/Alhjúkrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðni kominn á villigötur í Evrópumálum?

Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins er aftur kominn á villugötur í Evrópumálum ef marka má ummæli hans í annars góðri ræðu í Borgarnesi - ræðu sem markar upphaf mikilvægrar fundarherferðar formannsins í að koma rödd Framsóknarflokkins á framfæri við þjóðina.

Í ræðu sinni sagði Guðni að innganga í ESB á þessum tímapunkti og hugsanleg upptaka Evru læknaði ekki núverandi ástand.

Það er rétt að þær aðgerðir eru ekki töfralausn og læknar ekki eitt og sér núverandi ástand. En það gæti orðið hluti af sammtímalækningunni og lykilatriði í langtímalækningunni. 

Þetta er hins vegar ekki stóra málið, heldur staðhæfing Guðna  “Það ferli allt saman tekur 6-8 ár og er því engin töfralausn í núverandi stöðu.”

Sú staðhæfing er bara alls ekki rétt hjá Guðna! Það ferli getur tekið miklu skemmri tíma!

Guðni hefur ekki efni á því að drepa Evrópumálunum á dreif á þennan hátt!

Stór hluti Framsóknarmanna vill kanna hvort ásættanleg niðurstaða næst í viðræðum við Evrópusambandið. Þessi hluti Framsóknarflokksins mun ekki sætta sig við málflutning Guðna á þessum nótum.

Guðni hefði átt að leggja hlustir við rökfastar greinar forvera síns Jóns Sigurðssonar um Evrópulám sem hafa birst hafa að undanförnu áður en hann setur fram slíkar staðhæfingar.

Nema Guðni hafi mismælt sig með tímalengdina!

Það er ástæða til þess að hefja viðræður við Evrópusambandið strax svo unnt sé að taka sem fyrst afstöðu til þess hvort ásættanleg niðurstaða fæst svo þjóðin geti tekið afstöðu til þess hvort ganga eigi í Evrópusambandið eða ekki!

Það er sorglegt að Guðni skuli hafa misstigið sig svona í þessari mikilvægu ræðu, því ræðan var að öðru leiti afar góð!

Guðni hvatti til almennrar þjóðarsáttar um úrræði í efnahagsmálum. Hann sagði meðal annars:

“Það er nauðsynlegt að ríkisstjórn, aðilar atvinnulífsins, bankar og aðrir komi að samstilltum aðgerðum til að forða hinum stóra skelli sem fylgt getur aðgerðarleysisstjórnun eins og ríkisstjórnin notar.”

 Það er mikilll sannleikur í þessum orðum Guðna!


Flugvöllur á Löngusker fyrsti kostur Framsóknarmanna!

Framsóknarmenn í Reykjavík gengu til síðustu borgarstjórnarkosninga með skýra stefnu í flugvallarmálinu. Þeir vildu flytja Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýrinni út á Löngusker og nýta hið dýrmæta byggingarland Vatnsmýrinnar.

Með flugvelli á Lönguskerum fengist lausn á erfiðu viðfangsefni sem er að samhæfa kosti þess að hafa miðstöð innanlandsflug í nálægð miðbæjar Reykjavíkur og kosti þess að nýta byggingarland Vatnsmýrinnar undir byggð til að styrkja miðbæ Reykjavíkur og borgarinnar allra. Þetta viðfangsefni - að samræma þessi tvö sjónarmið - hefur verið ofarlega í hugum Framsóknarmanna allt frá árinu 1974 og má nefna aðkomu Steingríms Hermannssonar og Guðmundar G. Þórarinssonar að þessari umræðu á sínum tíma.

Lönguskerjakosturinn er enn besti kosturinn út frá sjónarmiði bæði þeirra sem vilja nýta landið í Vatnsmýrinni og þeirra sem vilja tryggja  miðstöð innanlandsflugs í Reykjavík.

En ef ómögulegt er að ná saman um flutning Reykjavíkurflugvallar út á Löngusker þá verða Framsóknarmenn að taka þátt í að finna aðra sem ásættanlegasta lausn.  Innan Framsóknarflokksins eru skipta skoðanir um hver sú lausn skuli vera.

Það hefur lengi verið ljóst að mín skoðun sé sú að ef ekki náist saman um Löngusker þá skuli flytja Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýrinni og nýta mýrina undir byggingar.

Það hefur einnig verið ljóst að skoðun Óskars Bergssonar leiðtoga Framsóknarmanna í Reykjavík er önnur. Hann vill flugvöllinn í Vatnsmýrinni ef ekki næst saman um að flytja hann út á Löngusker.

Guðni Ágústsson hefur nú ítrekað skoðun að líkindum meirihluta Framsóknarmanna að flugvöllurinn skuli vera áfram í Vatnsmýrinni.

Ég er því í minnihluta í mínum eigin flokki - og það ekki í fyrsta sinn!

Ég mun að sjálfsögðu áfram tala fyrir mínum sjónarmiðum innan Framsóknarflokksins um að rétt sé að nýta Vatnsmýrina undir byggingarland en ekki flugvöll. 

Ef Lönguskerjalausnin er ekki raunhæf pólitískt og Framsóknarflokkurinn tekur skýra afstöðu með því að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni, þá mun ég berjast fyrir því að umfang vallarins á núverandi vallarstæði verði takmarkað eins og nokkur kostur. Það er unnt með því að leggja hluta Reykjavíkurflugvallar út í sjó - þótt hann verði ekki færður alfarið út í Löngusker.

PS.

Það vakti kátínu mín að lesa ummæli Dags B. Eggertssonar í Fréttablaðinu - þar sem hann gagnrýnir Sjálfstæðisflokkinn fyrir að taka tillit til afstöðu Óskars Bergssonar í flugvallarmálinu í skipulagsvinnu næstu mánaða - maðurinn sem hefur sömu skoðun og Sjálfstæðisflokkurinn í títtnefndu flugvallarmáli og vildi allt gera til þess að mynda meirihluta í Tjarnarkvartettinum með Óskari og Ólafi Friðriki fyrrum borgarstjóra - en allir vita hver afstaða hans er í flugvallarmálunum. Vatnsmýrin og ekkert nema Vatnsmýrin!

Hvað ætlaði Dagur að gera í flugvallarmálinu í nýjum meirihluta með Framsóknarmönnum? Fara bestu lausnina - færa flugvöllinn út á Löngusker?  Hvað hefði Ólafur F. sagt við því?


Landsliðið fær gull vegna ólympíuleikana eftir allt!

Íslenska landsliðið í handbolta fær gull vegna ólympíuleikana eftir allt! Reyndar einnig silfurfálka - sem fer vel við silfurverðlaunin! 

Fálkaorðan er nefnilega gullrenndur, innskorinn, hvítsteindur kross og álmuhornin stýfð af inn á við. Framan á krossinum miðjum er gullrenndur, blásteindur skjöldur og á honum silfurfálki er lyftir vængjum til flugs. Aftan á krossinum miðjum er blásteind, sporöskjulöguð gullrönd, og á hana letrað með gullnum stöfum: Seytjándi júní 1944.

Þeir eiga þetta svo sannarlega skilið strákarnir!

Hin íslenska fálkaorða!


mbl.is Fálkaorðan bætist í orðusafnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband