Mannréttindaviðbrögð Ingibjargar Sólrúnar skipta máli!

Ingibjörg Sólrún á heiður skilið að taka á þessu mál af ákveðni! Ég hrósaði henni þegar hún tók málið upp - og ég hrósa henni nú þegar hún hefur fengið bandarísk stjórnvöld til biðjast afsökunar - og það sem meira er - ætla að endurskoða hvernig tekið er á tilfellum sem þessum.

Undirstrikar það sem ég lagði áherslu á í fyrri pistli mínum um málið - Krefjumst virðingar fyrir manneskjunni!

Við eigum nefnilega að beita okkur en sitja ekki hjá þegar kemur að mannréttindamálum - viðbrögð stjórnvalda í Bandaríkjunum nú sína að við getum skipt máli. Ítreka það sem ég sagði áður:

"Við eigum ekki að sitja þegjandi hjá þegar við horfum upp á framkomu bandarískra stjórnvalda td. gagnvart föngum í Guantanamo og gagnvart íröskum ríkisborgurum sem niðurlægðir hafa verið í fangelsum bandaríska hersins í Írak.

Við eigum heldur ekki að sitja þegjandi gagnvart öðrum ríkjum sem telja sig yfir mannréttindi hafin þegar þeim hentar. Þá skiptir ekki máli hvort ríkið heitir Bandaríki Norður Ameríku, Kína, Rússland, Saudi Arabía eða Ísrael!  Við eigum að halda á lofti kröfunni um að stjórnvöld alls staðar í heiminum umgangist meðborgara sína af virðingu - óháð meintum lögbrotum þeirra.

Og að sjálfsögðu eigum við að gera þá kröfu til okkar sjálfra. Ekki viss um að við stöndum okkur alltaf allt of vel á þessu sviði ..."


mbl.is Erla Ósk fagnar niðurstöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Ágæti Guðlaugur.

Takk fyrir þetta innlegg.

Ef þú hefur lesið fyrri pistil minn - þá snýst þetta um það hvernig yfirvöld koma fram við fólk - hvort sem það hefur gerst sekt um eitthvað eða ekki. Við erum sammála um að það er illa meðferðin sem er málið - ekki meint sök. Framkoma þeirra er óafsakanleg.

"Munum að það er yfirlýst stríð á hendur hryðjuverkamönnum um allan heim í gangi" segir þú. Stríð hverra?

Við erum að tala um yfirlýst stríð forseta Bandaríkjanna gagnvart þeim sem hann skilgreinir sem hryðjuverkamenn! Á hverju byggir hann skilgreininguna? Við skulum beita opinbera skilgreiningu hans um "hryðjuverk" og "hryðjuverkamenn" gagnvart td. Bandaríkjamönnum sjálfum - eins og Chomsky hefur bent á - hver er einkunn bandarískra yfirvalda ef þeirri skilgreiningu er beitt?

Við megum hins vegar ekki gleyma okkur í verkum Bandaríkjamanna einum og sér! Við eigum á sama hátt að beita sömu gildum ganvart Rússum, Ísraelum, Saudum ... ÖLLUM - þmt okkur sjálfum - og taka afstöðu til þess sem við teljum rétt og sæmandi - og gagnrýna ALLt það sem við teljum ósmæmandi.

Hallur Magnússon, 19.12.2007 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband