Hjálpræðisherinn og Velferðasvið vinna saman að bættum hag utangarðsmanna

Bættur aðbúnaður utangarðsfólks hefur verið mér afar hugleikinn að undanförnu og hef ég sem varaformaður Velferðaráðs lagt áherslu á að Velferðarsvið fylgi metnaðarfullri stefnu í málefnum utangarsfólks sem samþykkt var í haust.

Í vikunni var enn einn mikilvægt skref tekið í málefnum utangarðsmanna þegar undirritaður var samningur Velferðasviðs og Hjálpræðishersins um samstarf í þágu utangarðsmanna sem felst í því að Velferðaráð leggur til fagmenntaðan starfsmann sem sér um iðjuþjálfun fyrir utangarðsfólk í dagsetri Hjálpræðishersins út á Granda.

IMG_1146

Það var afar ánægjulegt að vera viðstaddur undirritunina eins og sjá má á myndinni hér að ofan, en þar eru frá vinstri talið Stella Kr. Víðsdóttir sviðsstjóri Velferðarsviðs, Jórunn Ósk Frímannsdóttir formaður Velferðarráðs, Marie Reinholdtsen yfirforingi Hjálpræðishersins - og svo ég - Hallur Magnússon varaformaður Velferðaráðs.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

gott mál og gott fólk sem kemur að þessu verki :) ég óska þér til hamingju Hallur að fá að taka þátt í þessu.

Óskar Þorkelsson, 28.1.2009 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband