Stjórnlagaþing þjóðarinnar þjóðarnauðsyn

Það er þjóðarnauðsyn að þjóðin kjósi sér stjórnlagaþing til þess að semja nýja stjórnarskrá. Alþingi hefur ekki verið treystandi til þess eins og dæmin sanna.

Á þetta hef ég nokkrum sinnum áður bent, td. Þjóðkjörið stjórnlagaþing móti stjórnskipan framtíðarinnar


mbl.is Kosið í vor og í haust?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get því miður ekki séð að tillaga Framsóknarflokksins samræmist stjórnarskránni, því að hún gerir aðeins ráð fyrir að Alþingi -- eða auka-alþingi (hvað sem það er) -- geti samþykkt stjórnarskrárbreytingar, en ekkert er minnst á þjóðaratkvæðagreiðslu í henni.

Guðmundur (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 16:11

2 identicon

En nú spyr ég sem einn af sauðum þjóðarinnar: Er þetta ekki bara byrjunin á sömu kosningaloforðsþvælunum eins og gerist alltaf í kringum kosningar?  Er einhvern tímann hægt að treysta fólki sem sest á alþingi? 

eikifr (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 16:16

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Guðmundur.

Bendi þér á að lesa frumvarpið sem Framsókn leggur fram. Þar kemur þetta allt fram.

Eikifr.

Nei, þetta er ekki kosningaloforðsþvælan - því það verður kosið um stjórnlagaþing í vor.

Hallur Magnússon, 29.1.2009 kl. 17:32

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Já Hallur - það er þjóðarnauðsyn.

Arinbjörn Kúld, 29.1.2009 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband