Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Forsetinn, ég og Framsókn sammála um þjóðkjörið stjórnlagaþing?
26.1.2009 | 18:50
Enn einu sinni kemur fram nauðsyn þess að þjóðin kjósi sér stjórnlagaþing til þess að semja tillögu að nýrri stjórnarskrá og leggi hana fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Mikilvægur þáttur í nýrri stjórnarskrá er staða og hlutverk forseta Íslands.
Ég skil orð forsetans ekki betur en ég, hann og Framsóknarflokkurinn séu sammála um að Þjóðkjörið stjórnlagaþing móti stjórnskipan framtíðarinnar.
Framsóknarflokkurinn hefur skýra stefnu hvað þetta varðar eftir glæsilegt flokksþing sitt:
Ályktun um stjórnlagaþing
Markmið
Að stjórnskipun Íslands verði endurskoðuð á sérstöku stjórnlagaþingi þar sem stjórnarskrá Íslands og eftir ástæðum viðeigandi lög um stjórnsýslu, dómstóla, löggjafarstarf og kosningar verði endurskoðuð til samræmis við framsæknar hugmyndir um stjórnskipun landsins um gagnsæi, lýðræðislega þátttöku og jafnvægi milli valdþátta.
Leiðir
- Helstu álitamál sem taka þarf afstöðu til á stjórnlagaþingi eru meðal annars:
- Hvort afnema eigi þingræði og taka upp beina kosningu æðsta handhafa framkvæmdarvalds
- Hvernig eftirliti með valdháttum eigi að vera háttað, eftirlitshlutverk Alþingis, virkari ráðherraábyrgð og óháðara val dómara
- Hvort auka eigi valfrelsi kjósenda um fulltrúa á framboðslistum
- Hvort takmarka eigi hámarkssetutíma þingmanna og ráðherra
- Hvort auka eigi möguleika á þjóðaratkvæði og jafnvel frumkvæði að löggjöf frá almenningi
- Hvernig gagnsæi stjórnkerfisins sé tryggt
- Hvort þörf sé á sérstökum þjóðhöfðingja og þá hvert hlutverk hans eigi að vera
- Hver staða sveitarfélaganna eigi að vera, svo sem með hlutdeild í fjárstjórnarvaldi ríkisins
- Hvort og þá hvernig skipta eigi landinu í kjördæmi
- Hvernig staðið skuli að framsali valdheimilda til alþjóðlegra stofnana
- Hvernig tryggja eigi skýrt og ótvírætt sjálfstæði hinna þriggja meginþátta ríkisvaldsins löggjafarvalds, dómsvalds og framkvæmdarvalds
Fyrstu skref
Þingflokkur Framsóknarflokksins skal leggja fram tillögu á Alþingi um kosningu til stjórnlagaþings í samræmi við niðurstöður íbúalýðræðisnefndar flokksins. Einnig verði lögð fram tillaga um breytingu á stjórnarskránni þess eðlis að breytingar á stjórnarskrá verði bornar undir þjóðaratkvæði. Stefnt skal að því að stjórnlagaþing verði kallað saman sem fyrst og tillögur þess að nýrri stjórnarskrá verði lagðar fyrir þjóðina. Stjórnlagaþing skal ekki vera skipað núverandi eða fyrrverandi alþingismönnum, ráðherrum eða formönnum stjórnmálahreyfinga.
![]() |
Óvenjulegt frumkvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sammála Geir og Ingibjörgu Sólrúnu
26.1.2009 | 14:23
Ég er sammála bæði Geir Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu. Geir segir eins og satt er að allt logi í átökum innan Samfylkingar og Ingibjörg Sólrún segir að verkstjórn í ríkisstjórninni hafi verið ábótavant.
![]() |
Stjórnarsamstarfi lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bera ráðuneytisstjórar einhverja ábyrgð?
26.1.2009 | 12:00
Auðvitað ber Geir Haarde ábyrgð á efnahagshruni Íslands og heimsins með hópi annarra manna. En bera ráðuneytisstjórar einhverja ábyrgð? Er ekki rétt að skipta um ráðuneytisstjóran fjármálaráðuneytis?
![]() |
Geir Haarde sagður ábyrgur fyrir hruninu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hálft prik til ríkisstjórnarflokkannna
26.1.2009 | 07:28
Ríkisstjórnarflokkarnir fá hálft prik fyrir það að ágreiningur þeirra er að líkindum ekki bara sandkassaþras um persónur og leikendur eins og jafnvel mætti ætla, heldur er einnig um að ræða pólitískan ágreining um mismunandi leiðir.
Sjálfstæðisflokkurinn er sagður vilja skera enn frekar niður í ríkisfjármálum, en Samfylkingin vill hrynda af stað aðgerðaráætlun um efnahagslífið og peningastjórnun.
Það er nánast nýlunda að herya að slík aðgerðaráætlun sé til staðar - aðgerðarleysi ríkisstjórnar hefur verið slíkt.
Það verður spennandi að sjá hvernig dagurinn þróast - og hvort slagurinn snúist virkilega um raunveruleg stjórnmál - ekki einungis þras um persónur og leikendur.
![]() |
Vilja taka að sér verkstjórnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Davíð Oddsson næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
25.1.2009 | 23:46
![]() |
Mótmælt við Seðlabankann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Útlending sem forstjóra Fjármálaeftirlitsins
25.1.2009 | 16:41
Þegar núverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins var ráðinn árið 2005 lagði ég til að útlendingur yrði ráðinn forstjóri og færði fyrir þau skýr rök. Stjórnvöld hefðu betur farið að mínum tillögum þá.
Nú verður nýr forstjóri Fjármálaeftirltisins ráðinn. Það á að vera útlendingur.
![]() |
Jónas hættir 1. mars |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Útlending sem forstjóra Fjármálaeftirlitsins
25.1.2009 | 13:37
Þegar núverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins var ráðinn árið 2005 lagði ég til að útlendingur yrði ráðinn forstjóri og færði fyrir þau skýr rök. Stjórnvöld hefðu betur farið að mínum tillögum þá.
Nú verður nýr forstjóri Fjármálaeftirltisins ráðinn. Það á að vera útlendingur.
![]() |
Geir: Má ekki missa dampinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Formannsslagur Dags B. og Björgvins G. hafinn!
25.1.2009 | 12:09
Með afsögn sinni sem bankamálaráðherra hefur Björgvin G. Sigurðsson hafið slag sinn við Dag B. Eggertsson um formannsembættið í Samfylkingunni. Það er deginum ljósara að slíkur slagur hefur verið í uppsiglingu.
Björgin hefur styrkt stöðu sína verulega með afsögn - þótt hún komi allt of seint.
Átök stríðandi fylkinga innan Samfylkingarinnar mun koma enn betur í ljós á næstu dögum og vikum.
![]() |
Ingibjörg Sólrún: Afsögn Björgvins kom á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Rotturnar yfirgefa sökkvandi skip ...
25.1.2009 | 10:46
Það er sagt að rotturnar yfirgefi sökkvandi skip. Í sjálfu sér vil ég ekki líkja Björgvini G. við rottu - en hegðunin er sú sama.
Björgvin er að flýja sökkvandi ríkisstjórnarskútu. Vandamálið er að Björgvin er mörgum mánuðum of seinn - og skipið nánast sokkið!
Ótrúverðugt!
![]() |
Björgvin segir af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
Stjórnarskipti breytir engu fyrir krónuna en öllu fyrir Íslendinga
24.1.2009 | 15:07
Stjórnarskipti breyta engu hvað varðar stöðu íslensku krónunna á alþjóða gjaldeyrismörkuðum. Þar fór síðasta hálmstrá núverandi ríkisstjórnar. Það skiptir nefnilega öllu fyrir íslensku þjóðina að ríkisstjórnin fari frá. Strax.
Þjóðstjórn og kosningar í apríl
![]() |
Stjórnarskipti breyta engu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |