Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Sterk Framsókn nýrra tíma

Tvær skoðanakannanir í röð sína að Framsókn er að ná sýnum fyrri styrk. Það er gott. Framsókn nýrra tíma verður að vera sterk. Það er það sem þjóðin þarf.

Bið strax að heilsa bitrum bloggurum sem eru blindaðir af sérkennilegri andúð á Framsókn. Þeir munu ekki stöðva framsókn Framsóknar.


mbl.is Fylgi VG mælist rúmlega 32%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svandís inn Steingrímur út

Ef VG ætlar að halda dampi fram yfir kosningar þá verður Svandís Svavarsdóttir að taka við sem formaður af Steingrími J. og leiða flokkinn í öðru Reykjavíkurkjördæminu á móti  Katrínu Jakobsdóttur í hinu.

Ef VG ætlar að halda dampi fram yfir kosningar þá verður Steingrímur J. og Ögmundur að þekkja sinn vitjunartíma. Einnig gamli kommúnistinn Álfrheiður Ingadóttir og þreytta leikkonan Kolbrún Harðar.

Ekki það að mér sé ekki sama ef þau halda áfram. Þá mun VG dæma sig úr leik í Íslandi framtíðarinnar.

Steingrímur J. tapaði nefnilega síðasta tækifærinu til að verða ráðherra í ríkisstjórn með heimskulegum ummælum um lán Alþjóða gjaldeyrissjóðsins í Kastljósi vikunnar. Næst síðasta tækifæri hans var nóttin eftir síðsutu kosningar.

En við Framsóknarmenn eru þó samt reiðubúnir til að verja minnihlutastjórn Samfylkingar og VG falli - ef flokkarnir eru reiðubúnir að strax verði ráðist í aðgerðir til að koma til móts við skuldsett heimili í landinu og bæta rekstrarskilyrði íslensks atvinnulífs.

Í því felist meðal annars að mörkuð verði stefna í gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar.

Jafnframt verði komið á stjórnlagaþingi sem semji nýja stjórnarskrá íslenska lýðveldisins.


mbl.is Landsfundur VG í mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðstjórn og kosningar í apríl

Ég er afar sleginn yfir fréttum af veikindum Geirs Haarde og óska honum velfarnaðar í baráttu sinni við illvígan sjúkdóm. Ég hef alla tíð haft mikið álit á Geir - þótt ég hafi á stundum gagnrýnt hann hart - ekki síst á undanförnum vikum og mánuðum þar sem mér fannst hann ekki standa undir væntingum.

Ég held nú að skýringin sé undirliggjandi veikindi Geirs.

En nú hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, sagt að þau Geir H. Haade, forsætisráðherra, verði nú að vinna í sameiningu úr þeirri stöðu, sem upp er komin í stjórnmálum eftir tíðindi dagsins.

Þetta er rétt hjá Ingibjörgu. En ég held að niðurstaða þeirrar vinnu eigi að vera myndun þjóðstjórnar og boðun kosninga í lok apríl en ekki maí. Það er besti kosturinn fyrir íslensku þjóðina á erfiðum tímum.

Veit að formaður Framsóknarflokksins sem hefur sýnt ótrúlegan styrk og frábært pólitískt innsæi undanfarna daga hefur boðið að Framsóknarflokkurinn veiti minnihlutastjórn Samfylkingar og VG brautargengi með því að verja slíka stjórn falli - og ég styð það  - en tel vænlegra að mynda þjóðstjórn fram að kosningum og að kosningarnar verði í apríl - ekki maí

 


mbl.is Ingibjörg Sólrún komin heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Iðjuþjálfun fyrir utangarðsmenn í Reykjavík

Utangarðsmenn munu á næstunni eiga kost á að njóta iðjuþjálfunar á vegum Reykjavíkurborgar í dagsetri sem Hjálpræðisherinn rekur úti á Granda.  Iðjuþjálfunin er þáttur í metnaðarfullri stefnu Velferðarráðs í málefnum utangarðsmanna sem var eitt af fyrstu verkum sem ég tók þátt í að vinna að og samþykkja sem nýr varaformaður Velferðarráðs í haust.

Velferðaráð samþykkti samstarfssamning Velferðasviðs og Hjálpræðishersins  um aðstöðu fyrir fagmenntaðan starfsmann og aðstöðu til uppbyggingar á iðju fyrir utangarðsfólk í Reykjavík í dagsetri Hjálpræðishersins fyrir utangarðsfólk.

Slík iðjuþjálfun er mjög mikilvæg til að auka lífsgæði utangarðsmanna í Reykjavík.

Stór hluti þeirra utangarðsmanna sem í borginni nýta sér þá mikilvægu aðstöðu sem Hjálpræðisherinn rekur fyrir þennan hóp á Granda. Þar er rúmgott húsnæði sem býður upp á mikla möguleika til þróunar á iðju fyrir utangarðsfólk á þeim stað sem utangarðsfólk dvelur. Þess vegna var talið rétt að Velferðasvið og Hjálpræðisherinn vinni saman að þessu verkefni, Velferðasvið leggur til fagmenntaðan starfsmann en Hjálpræðisherinn aðstöðuna.

Ég er mjög ánægður með okkur í Velferðarráði að taka þetta mikilvæga skref í þágu utangarðsfólks


mbl.is Hjálpræðisherinn og borgin í samstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að heyra í Ingibjörgu Sólrúnu

Það var gott að heyra í Ingibjörgu Sólrúnu í kvöldfréttum. Það var enn baráttuandi í henni. Það vita allir að ég er ekki hrifinn af frammistöðuleysi ríkisstjórnarinnar - en það yrði afar slæmt ef Ingibjörg Sólrún verði ekki við stjórnvölinn hjá Samfylkingunni næstu vikurnar.


mbl.is Ingibjörg vill kosningar í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Taka Bjarni Ben og Hanna Birna við leifunum af Sjálfstæðisflokknum?

Taka Bjarni Ben og Hanna Birna við leifunum af Sjálfstæðisflokknum á landsfundi? Það er ljóst að Geir Haarde er pólitískt búinn. Sjálfstæðisflokkurinn illa laskaður.

Samfylkingin í lífróðri. Ef Ingibjörg Sólrún hættir er alvarleg forystukrísa þar. Treysti mér ekki til að spá um hver tekur getið til.  Enginns terkur en margir veikir smákóngar.


mbl.is Mikilla tíðinda að vænta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn trúir Geir. Bjarni Ben og Hanna Birna taka við flokknum!

Það getur vel verið að það sé rétt hjá Geir Haarde að enginn af nýju bönkunum séu að falla. Vandamálið er að það trúir enginn Geir Haarde lengur.

Spái því að Bjarni Ben verði kjörinn formaður og Hannar Birna varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundinum. Að vísu gæti Guðlaugur Þór ruglað dæmið. Geir Haarde og líklega Þorgerður Katrín eru búin í pólitík.


mbl.is Enginn af nýju bönkunum að falla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Stjórnmálin hafa brugðist. Traust er af skornum skammti."

"Íslenska þjóðin stendur frammi fyrir miklum erfiðleikum í efnahagsmálum.  Fall krónunnar, hrun bankanna og gríðarleg skuldsetning vegur að undirstöðum þjóðarbúsins. Staða atvinnulífsins og þorra heimila í landinu er ógnvænleg.

Stjórnmálin hafa brugðist. Traust er af skornum skammti.

Við þessar aðstæður er brýnt að brugðist verði við með ábyrgum, en jafnframt afgerandi hætti. Þörf er á metnaðarfullri aðgerðaáætlun þar sem tekið er á bráðavanda heimilanna og atvinnulífsins, jafnframt því sem slík aðgerðaáætlun verður að varða leið til lengri tíma.

Núverandi ríkisstjórn hefur enn sem komið er brugðist í þeim efnum. Hún er ráðalaus og ósamstíga. Alþingi er vanmáttugt. Ægivald framkvæmdavaldsins yfir löggjafanum hefur opinberast sem aldrei fyrr. Breytinga er þörf.

Því hefur Framsóknarflokkurinn ályktað að samhliða næstu alþingiskosningum verði stjórnarskrá Íslands breytt þannig að kosið verði til stjórnlagaþings í kjölfar þeirra.

Á undanförnum árum virtist hér ríkja mikið umbreytinga- og framfaraskeið þar sem kraftar óbeislaðs athafnafrelsis nutu sín til hins ýtrasta.
Á þeim tíma brást Framsóknarflokkurinn í því hlutverki að tryggja að laga- og reglugerðaumhverfi, ásamt uppbyggingu nauðsynlegs aðhalds og eftirlits, m.a. með sterkum og faglegum eftirlitsstofnunum, samræmdist vexti viðskiptalífsins. Frelsi fylgir ábyrgð, en ábyrgðinni var ábótavant. Úr því verður að bæta.

Ábyrgð núverandi ríkisstjórnar á því ástandi sem hér ríkir í dag er afgerandi. Allt frá upphafi daufheyrðist hún við þeim viðvörunum sem bárust. Eftir því sem hættan jókst, varð afneitun vandans meiri. Öll rök hníga að því að á fyrstu dögum bankahrunsins hafi ákvarðanir og aðgerðir ríkisstjórnarinnar einkennst af röðum mistaka. Mistök sem eru að reynast þjóðinni dýrkeyptari en nokkur gat séð fyrir. Að sama skapi brást Seðlabanki Íslands í sínum aðgerðum og ráðgjöf um viðbrögð við þeirri lausafjárkreppu á alþjóðamörkuðum sem hófst sumarið 2007, og þá sérstaklega síðastliðið haust þegar endurfjármögnunarvandi íslensku bankanna varð ljós. Seðlabanki Íslands verður að njóta óumdeilanlegs trausts og því verður að breyta lagaramma, formgerð og stýringu bankans, sérstaklega peninga- og vaxtastefnu hans..."

Textinn hér að ofan er upphaf stjórnmálaályktunar flokksþings Framsóknarflokksins.

Þessi greining á ástandinu er rétt. Bendi á að þarna viðurkennir Framsóknarflokkurinn sinn hlut ábyrgðarinnar vegna efnahagsástandsins og bankahrunsins.

Framsóknarmenn öxluðu ábyrgð og kusu sér algerlega nýja forystu - eins og ég hafði reyndar krafist strax í byrjun nóvember í blogginu Nýja forystu í Framsóknarflokkinn!

Nú er Framsókn nýrra tíma mætt til leiks og hefur boðið VG og vinstri grænum að verja bráðabirgðastjórn þeirra vantrausti,  á meðan alþingiskosningar verða undirbúnar.


Þetta er háð því að kosningar fari fram eigi seinna en 25. apríl næstkomandi og að strax verði ráðist í aðgerðir til að koma til móts við skuldsett heimili í landinu og bæta rekstrarskilyrði íslensks atvinnulífs.

Í því felist meðal annars að mörkuð verði stefna í gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar.

Jafnframt verði komið á stjórnlagaþingi sem semji nýja stjórnarskrá íslenska lýðveldisins.

Þjóðin þarfnast Framsóknarflokksins í Framsókn nýrra tíma!


mbl.is ASÍ vill nýja ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingarfélag Reykjavíkur "ábyrgðarlaust"?

Ætli Samfylkingarfélag Reykjavíkur sé "ábyrgðarlaust?

Í kvöld sagði  Geir H. Haarde að það væri ábyrgðarleysi að leysa upp ríkisstjórnina í ljósi þeirra aðstæðna, sem eru í efnahagslífi landsins.

Ég held reyndar að það hafi sýnt sig að það er Geir Haarde, Sjálfstæðisflokkurinn, Ingibjörg Sólrún og Samfylkingin sem hafi verið ábyrgðarlaus.

Framsóknarflokkurinn hefur gert upp við fortíðina og fyrrum forysta flokksins tekið ábyrgð á þætti Framsóknar í aðdraganda bankahrunsins.  Grasrótin í Framsókn kaus sér nýja og öfluga forystu og er reiðubúinn í framtíðina.

Grasrótin í Samfylkingunni virðist vera að átta sig á að hún ber sök á núverandi ástandi og þarf að taka ábyrgð. Forysta Samfylkingarinnar þarf að víkja og grasrótin að taka við eins og í Framsókn.

Sjálfstæðisflokkurinn verður einnig að taka á sig sína ábyrgð - sem er sínu mest!

Ríkisstjórnin ónýt - kosningar og bráðabirgðastjórn lausnin

Geir verður að víkja ásamt öðrum í forystunni.

Kosningar í vor - ný ríkisstjórn - og stjórnlagaþing til að móta framtíðarstjórnskipan þjóðarinnar - takk fyrir.


mbl.is Samþykktu ályktun um stjórnarslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin ónýt - kosningar og bráðabirgðastjórn lausnin

Ríkisstjórnin er ónýt. Kosningar og bráðabirgðastjórn lausnin.

Það eru ekki nema tveir dagar síðan ég skrifaði í bloggi mínu Samfylking og Sjálfstæðisflokkur í sjálfheldu:

"Forysta Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks standa nú afhjúpuð í sviðsljósi eigin efnahags- og stjórnunarmistaka á meðan nýr formaður og forysta Framsóknarflokksins er farinn að leiða endurreisn Íslands nýrra tíma í hugum almennings.

Sjálfhelda Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks felst í því að forysta flokkanna er ónýt, en geta þeirra til endurnýjunnar er nánast engin.

Varaformanni Samfylkingarinnar er ekki treyst þannig að formaðurinn getur ekki stigið til hliðar fyrr en á flokksþingi, flokksþingi þar sem smákóngar Samfylkingarinnar munu berjast af mikilli hörku og lítil hætta á eindrægni og samstöðu. Þvert á móti logar samfylkingin og hver höndin upp á móti annarri."

Þetta hefur nú sannast. Spurningin er hvort Sjálfstæðisflokkurinn nær að halda landsfund á þeim nótum sem ég spáði:

"Það sama má segja um Sjálfstæðisflokkinn. Formaður flokksins er farinn að minna á aldna, líflausu leiðtoga Sovétríkjanna sem veifuðu veiklulega og ótrúverðugt af þaki grafhýsi Leníns þegar skipulegar en líflausar göngur hermanna og kommúnistaæsku gengu fram hjá.

Þannig mun það væntanlega verða á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Sýning fyrir fjölmiðla þar sem líflaus formaður sem er pólitískt dauður veifar með daufu brosi til flokksmanna sinna sem vita í hjarta sínu að veldistími formannsins er búinn. Það vantar hins vegar algerlega arftakan, en vongóðir kommisarar hnykkja vöðvana og bíða óþreyfjufullir eftir því að "leiðtoginn" gefi upp öndina pólitískt."

Mögulega mun Geir ekki lifa af pólitískt landfundinn!


mbl.is Geir taldi sér ógnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband