Ríkisstjórnin ónýt - kosningar og bráðabirgðastjórn lausnin

Ríkisstjórnin er ónýt. Kosningar og bráðabirgðastjórn lausnin.

Það eru ekki nema tveir dagar síðan ég skrifaði í bloggi mínu Samfylking og Sjálfstæðisflokkur í sjálfheldu:

"Forysta Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks standa nú afhjúpuð í sviðsljósi eigin efnahags- og stjórnunarmistaka á meðan nýr formaður og forysta Framsóknarflokksins er farinn að leiða endurreisn Íslands nýrra tíma í hugum almennings.

Sjálfhelda Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks felst í því að forysta flokkanna er ónýt, en geta þeirra til endurnýjunnar er nánast engin.

Varaformanni Samfylkingarinnar er ekki treyst þannig að formaðurinn getur ekki stigið til hliðar fyrr en á flokksþingi, flokksþingi þar sem smákóngar Samfylkingarinnar munu berjast af mikilli hörku og lítil hætta á eindrægni og samstöðu. Þvert á móti logar samfylkingin og hver höndin upp á móti annarri."

Þetta hefur nú sannast. Spurningin er hvort Sjálfstæðisflokkurinn nær að halda landsfund á þeim nótum sem ég spáði:

"Það sama má segja um Sjálfstæðisflokkinn. Formaður flokksins er farinn að minna á aldna, líflausu leiðtoga Sovétríkjanna sem veifuðu veiklulega og ótrúverðugt af þaki grafhýsi Leníns þegar skipulegar en líflausar göngur hermanna og kommúnistaæsku gengu fram hjá.

Þannig mun það væntanlega verða á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Sýning fyrir fjölmiðla þar sem líflaus formaður sem er pólitískt dauður veifar með daufu brosi til flokksmanna sinna sem vita í hjarta sínu að veldistími formannsins er búinn. Það vantar hins vegar algerlega arftakan, en vongóðir kommisarar hnykkja vöðvana og bíða óþreyfjufullir eftir því að "leiðtoginn" gefi upp öndina pólitískt."

Mögulega mun Geir ekki lifa af pólitískt landfundinn!


mbl.is Geir taldi sér ógnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

stjórnin fellur innan sólarhrings

Óskar Þorkelsson, 21.1.2009 kl. 18:55

2 Smámynd: Brattur

... og Framsókn er ónýt...

Brattur, 21.1.2009 kl. 21:38

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Brattur Brattur!

Framsókn er sko ekki ónýt! Bíddu bara

Hallur Magnússon, 21.1.2009 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband