Nýja forystu í Framsóknarflokkinn!

Framsóknarflokkurinn ætti að flýta flokksþingi sínu og halda það 1. desember. Efni flokksþing ætti að vera þríþætt:

1. Evrópumálin.

Taka skýra afstöðu til þess hvort Framsóknarflokkurinn vilji ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið eða ekki og fylgja niðurstöðunni eftir af festu.

2. Kjör nýrrar forystu. 

Það er deginum ljósara að núverandi forysta Framsóknarflokksins er ekki að ná flokknum upp úr þeirri lægð sem hann hefur verið -  þrátt fyrir að vera í stjórnarandstöðu gegn ríkisstjórn sem hefur gersamlega mistekist við stjórn landsins. Því þarf nýja forystu.

Formannsefni gætu til dæmis verið:

Óskar Bergsson, Sæunn Stefánsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Sigrún Magnúsdóttir, Björn Ingi Hrafnsson, Guðný Sverrisdóttir, Höskuldur Þórhallsson, Árelía Guðmundsdóttir, Einar Sveinbjörnsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Páll Magnússon

 

3. Uppgjör vegna efnahagsástandsins

Flokksþing þarf að gera upp málin gagnvart þjóðinni vegna þeirrar ábyrgðar sem Framsóknarflokkurinn ber á núverandi efnahagsástandi. Framsóknarflokkurinn ber þar ákveðna ábyrgð þótt Sjálfstæðisflokkurinn beri höfuðábyrgð ástandinu og Samfylkingin sé illilega samábyrgð þar sem hún hefur gert nánast allt rangt í efnahagsmálum og bankamálum í núverandi ríkisstjórn.

Ég mæli með því að Guðni Ágústsson, Valgerður Sverrisdóttir, Siv Friðleifsdóttir og Magnús Stefánsson sem voru ráðherrar í síðustu ríkisstjórn taki persónulega á sig þá ábyrgð með því að segja af sér þingmennsku og hleypa nýju fólki að.

Því miður get ég ekki borið þessa tillögu upp á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins sem verður haldinn 15. nóvember þar sem ég á ekki sæti í miðstjórn.


mbl.is Samfylking með langmest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þessu með Jón Sigurðsson, skynsamur maður þar á ferð. En afstaða mín til Framsóknar er sú að leggja eigi þetta fyrirbæri niður, því þessi flokkur er tímaskekkja og á stóran þátt í því ástandi sem nú er orðið, nægir að nefna einkavinavæðingu bankanna og kvótakerfið.

Valsól (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 15:52

2 identicon

Húrra Húrra Húrra.  

FLokksmaður í stjórnmálaflokki sem vill byrja á að taka til innanhúss.  Guð láti á gott vita. 

(Jón Sigurðsson var viðskiptaráðherra á klúðurtímanum. Verður að víkja - hversu vænn maður sem hann annars er.)

   MW

MW (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 15:53

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

gangi ykkur vel 

Óskar Þorkelsson, 2.11.2008 kl. 16:18

4 identicon

Jón Sigurðsson yrði góður formaður, besti stjórnmálamaður sem ég hef heyrt og séð til, mörg undanfarin ár. Skv. þér á þínu bloggi 11. október 2008, reyndi hann að takast á við bankavandann og fyrirtækjasukkið á Íslandi.

Blogg þitt í október 2008: 

11.10.2008 | 15:47

Seint í rassinn gripið!

Það er seint í rassinn gripið af ríkisstjórn og Alþingi að herða nú viðurlögum við brotum, sem Fjármálaeftirlitið og Samkeppniseftirlitið komist á snoðir um. Geir Haarde og Sjálfstæðisflokkurinn hefði farið að vilja Framsóknar í síðustu ríkisstjórn sem vildu stórefla eftirlitsaðila með auknum fjárveitingum og herða lagaramman sem bankar og önnur fjármálafyritæki vinna eftir. Í stað þess dró Sjálfstæðisflokkurinn lappirnar með afleiðingum sem við horfum upp á í dag!En ég mun að sjálfsögðu styðja Geir og ríkisstjórnina í því að ganga nú í það verk sem Framsóknarflokkurinn hafði ekki styrk til að fylgja eftir á sínum tíma nema að litlu leiti þegar Jón Sigurðsson náði því fram að unnt sé að sækja forsvarsmenn fyrirtækja sem eiga með sér samráð til saka.Sjálfstæðisflokkurinn ber meginábyrgð á því ástandi sem við upplifum nú. Samfylkingin er samsek þar sem hún hefur gert nær allt vitlaust í efnahagsmálum frá því hún tók við. Framsóknarflokkurinn ber einnig ákveðna sök vegna ákveðins dugleysis gagnvart Sjálfstæðisflokknum í síðustu ríkisstjórn eins og að framan greinir!Vinstri grænir og Frjálslyndir eru náttúrlega stikkfrí þar sem þessir flokkar hafa ekki komið að landsstjórninni. Hins vegar eru þessir flokkar haldnir alvarlegri ábyrgðarfælni eins og glöggt kom fram í hjásetu þeirra um nauðsynleg neyðarlög vegna efnahagsástandsins á dögunum!

Soffía (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 16:38

5 identicon

Það væri við hæfi ef Framsóknarflokkurinn ætlaði að byggja framtíð sína á pókerspilaranum Birki ...Brosandi

Homo (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 16:47

6 Smámynd: Hallur Magnússon

Birkir er líklega betur hæfur í pókerspilið eða Framsóknarvist og spila rétt úr spilunum - frekar en langavitleysan sem núverandi ríkisstjórn hefur verið að spila - og tapað öllum ásunum!

Hallur Magnússon, 2.11.2008 kl. 16:58

7 identicon

Í stað þess að auglýsa eftir týndum stjórnmálaflokki „Framsóknarflokknum“ eins og ég hef gert í kjölfar síðustu skoðanakannana, væri kannski betra að kalla eftir „Nýrri Framsókn“ sem byggði á rústum hins gamla. Ný Framsókn þarf að byggja á ungum, kröftugum og klárum einstaklinga sem taka við forystunni. Fólk sem er til staðar en hefur ekki átt hlut af klúðrinu og timburmönnum flokksins á síðustu árum. Fólk sem þarf ekki að afsaka það sem áður var gert heldur getur beint kröftum sínum í að koma á framfæri samvinnu og sósíladmókratískum hugsjónum sem búa djúpt í þjóðarsálinni. Hópur sem kemur sem öflugur fleygur inn á miðjuna, hreinn og skýr og leggur á borðið gildi og framtíðarsýn sem flokksforusta liðinna ára hefur sópað út í horn af persónulegum ástæðum. Í samfélagi „Nýja Íslands“ er grunndvöllur fyrir markskonar samvinnufélögum að jöfnu við einkaframtakið og ríkisbúskap. Nú er básúnað stöndum saman. En hvernig væri líka að „vinna saman“. Ég hvet yngri Framsóknarmenn með mikla reynslu að taka höndum saman og laða til sín kröftuga, heiðarlega og klára einstaklinga til að gera hallarbyltingu og ráðast fram á völlinn með öfluga breiða forystusveit „Nýrrar Framsóknar“. Burt með atvinnupólitíkusa og inn með fólk með hugsjónir. Setjið ykkur 8 ára markmið á vígvellinum, hugsjónir ofan eigin hagsmunum og þá standið þið vel að vígi við að takast á við ný og spenandi verkefni af þeim tíma loknum. Það er hverjum og einum hollt að vera ekki of lengi í sama hjólfarinu og gerir lífið auðugra.

Einar Erlendsson (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 17:24

8 identicon

Hallur .. frábær pistill hjá þér..

Tek undir hjá þeim er kvitta hjá þér að ofan.. Jón Sigurðsson takk fyrir , það er einn mesti

snillingur sem Framsóknarflokkurinn á..

Hann er ótrúlega klár maður, réttlætiskennd í fyrirrúmi og svo er hann að mínu áliti best geymda leyndarmál okkar Íslendinga...

Hér þarf fólk að sýna ábygðir, þetta nær engri átt, og svo auðvitað höfum við ekkert með allt þetta fólk að gera á þingi...

Ég var með kveikt á þingfundum um daginn, og góðasti guð....HVAÐA FÓLK ER ÞETTA?

Gangi þér allt í haginn

kveðja

Valdís

Valdís (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 17:31

9 identicon

það væri ekki til betri hreinsun fyrir landslýð að Framsóknarflokkurinn hyrfi fyrir fullt og allt, þrátt fyrir að, það lifir lengst sem lýðnum er leiðast

ag (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 18:16

10 Smámynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson

Auðvitað er nauðsynlegt að þeir þingmenn Framsóknarflokksins taki af skarið og biðjist afsökunar á ástandinu, þeir komu jú að þessu á sínum stjórnarárum. Ég er jafnvel sammála því að þeir segi af sér. Það er nauðsynlegt að flokkurinn taki til hjá sér og sýni það að þetta sé flokkur sem hægt er að treysta. Við höfum opnað vel á ESB umræðuna með því að stinga uppá þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður. Ástandið í þjóðfélaginu er hins vegar þannig að sú atkvæðagreiðsla er óþörf og menn eiga að hefja viðræður strax og efna síðan til þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn.

Jónas Yngvi Ásgrímsson, 2.11.2008 kl. 18:25

11 identicon

Flott Hallur

Skil að vísu ekki afhverju þú nefnir Óskar Bergsson fyrstan, eftir allt svínaríið sem hann var tengdur í Borginni.

En að fá Jón aftur væri tær snilld. Besti kosturinn, augljóslega

Sævar

Sævar Kristjánsson (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 20:39

12 identicon

"Framsóknarflokkurinn ber þar ákveðna ábyrgð" hehe já er það........hún er nú stærri en þið viljið flestir viðurkenna. Flest þessara nafna sem þú nefnir gera nú held ég ósköp lítið í að hífa framsóknarflokkinn upp á hærri hæðir. Eigið þið virkilega ekki efnilegra fólk en þetta?

Séra Jón (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 22:05

13 identicon

Framsóknarflokkurinn lagði of mikið út í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Fór of langt frá upprana sínum en er að nálgast rótina aftur. Frjálshyggjan er ekki Framsóknarleiðin þar sem ætti að vera blandað hagkerfi. Allar grunnþarfir eiga að vera ríkisins s.s. síminn, þess vegna er ekki enn komið almennilegt internetsamband á landsbyggðinni. Flokkurinn fór frá uppruna sínum. Nú er það starf forystunnar að ná upprunanum og rótanna. Annars klárar VG að ná þeim rótum.

Soffía (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 00:24

14 Smámynd: Sigurður Hrellir

Fær Guðni aftur gamla djobbið sem frjótæknir?

Sigurður Hrellir, 3.11.2008 kl. 00:28

15 Smámynd: Hallur Magnússon

Siggi!

Að venju ferðu rangt með þegar þú fjallar um Framsóknarflokkinn

Guðni var ekki frjótæknir - hann var mjólkureftirlitsmaður!

Hallur Magnússon, 3.11.2008 kl. 08:16

16 identicon

"Ég mæli með því að Guðni Ágústsson, Valgerður Sverrisdóttir, Siv Friðleifsdóttir og Magnús Stefánsson sem voru ráðherrar í síðustu ríkisstjórn taki persónulega á sig þá ábyrgð með því að segja af sér þingmennsku og hleypa nýju fólki að."

Þau hljóta að gera það, hafi þau sómatilfinningu.

En Björn I. Hrafnsson, Óskar Bergsson og Páll Magnússon! Af hverju ekki Rip, Rap og Rup? Þeir eru að vísu ekki framsóknarmenn, ekki enn. En þeir eru rummungar. Má eg þá heldur biðja um Hall Magnússon.

Rómverji (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 10:19

17 identicon

Eftir kvóta svívirðinguna og bankaeinkavinavæðinguna liggur ekkert annað fyrir Framsókn en að hverfa með skömm inn í söguna.Þið urðu of gráðug og allir sjá það nema þið.

Jon Mag (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 11:57

18 identicon

Styð þig heilshugar Hallur. Vona að þú látir ekki þursinn hann Guðna ofsækja þig til hlýðni. Ég þori að fullyrða að þú hefur mun meira fylgi sem formaður Framsóknar en hann.

Burt með Guðna og Bjarna bóksala.

Ísland í ESB

Hermundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband