Þjóðstjórn og kosningar í apríl

Ég er afar sleginn yfir fréttum af veikindum Geirs Haarde og óska honum velfarnaðar í baráttu sinni við illvígan sjúkdóm. Ég hef alla tíð haft mikið álit á Geir - þótt ég hafi á stundum gagnrýnt hann hart - ekki síst á undanförnum vikum og mánuðum þar sem mér fannst hann ekki standa undir væntingum.

Ég held nú að skýringin sé undirliggjandi veikindi Geirs.

En nú hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, sagt að þau Geir H. Haade, forsætisráðherra, verði nú að vinna í sameiningu úr þeirri stöðu, sem upp er komin í stjórnmálum eftir tíðindi dagsins.

Þetta er rétt hjá Ingibjörgu. En ég held að niðurstaða þeirrar vinnu eigi að vera myndun þjóðstjórnar og boðun kosninga í lok apríl en ekki maí. Það er besti kosturinn fyrir íslensku þjóðina á erfiðum tímum.

Veit að formaður Framsóknarflokksins sem hefur sýnt ótrúlegan styrk og frábært pólitískt innsæi undanfarna daga hefur boðið að Framsóknarflokkurinn veiti minnihlutastjórn Samfylkingar og VG brautargengi með því að verja slíka stjórn falli - og ég styð það  - en tel vænlegra að mynda þjóðstjórn fram að kosningum og að kosningarnar verði í apríl - ekki maí

 


mbl.is Ingibjörg Sólrún komin heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það er strúktúrvandi í íslensku stjórnkerfi þegar ábyrgð er dreyft það lítið að topparnir hrynja niður. VIð verðum að dreyfa ábyrgð meira meðal þeirra sem eru kosnir fulltrúar okkar. Það er bara fáránlegt að fáeinir af fulltrúum okkar vinni sig í hel meðan stór hluti þeirra kvartar yfir að fá ekki að vera með í vinnunni.

Héðinn Björnsson, 24.1.2009 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband