Ríkisstjórnin að bregðast í nauðsynlegri atvinnusköpun?

Við aðstæður sem þessar á fjölgun atvinnutækifæra að vera forgangsmál ríkisstjórnar Íslands. Mér hefur þótt vanta nokkuð upp á að ríkisstjórnin uppfylli þessa skyldu sína. Það skiptir líka miklu máli að fólk hafi atvinnu og eitthvað fyrir stafni.

Ég hef bent á einfalda aðgerð sem felur ekki í sér bein útgjöld ríkisins. Það er að Íbúðalánasjóður bjóði endurbótalán afborgunarlaus í 3 ár . Það væri lítið, en mikilvægt skref í þessa átt,

Það hefur stundum verið talað um "atvinnubótavinnu" með niðrandi tón. Það er misskilningur. Það er betra að hafa fólk í vinnu á launum sem eru eitthvað hærri en atvinnuleysisbæturn en að hafa fólk á arvinnuleysisbótum!

Atvinnuleysið núna er öðruvísi en við höfum áður upplifað. Það er mikið af vel menntuðu fólki með fjölbreytta reynslu sem hefur tapað vinnunni.  Það gefur möguleika á fjölbreyttari atvinnubótavinnu en ella - atvinnubótavinnu sem getur skilað miklu til samfélagsins!

Ég ætla að þessu sinn að nefna einungis eitt dæmi um vinnu sem unnt væri að setja af stað. Rafræn skráning, flokkun og skönnun hundruð þúsunda skjala á söfnum og stofnunum í eigu ríkis og sveitarfélaga sem ekki enn hafa verið skráð.

Nei, ég ætla að að nefna annað!

Skógræktarátak! Okkur veitir ekki af að vinna okkur inn aukið svigrúm í losunarkvótum framtíðarinnar.  En ég undirstrika að það þarf að fara afar varlega í val á svæðum undir skógrækt.

Endilega komið með hugmyndir að fleiri verkefnum sem rétt væri að vinna - kannske rankar ríkisstjórnin við sér!


mbl.is Yfir 10 þúsund án atvinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Setja Guðlaug þór  á atvinnuleysisbætur er eins og fíll í postulínsbúð

bpm (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 15:25

2 identicon

Hallur!

      Þetta eru fínar tillögur hjá þér, það er allt betra en að atvinnulausir eigi það á hættu að einangrast frá samfélaginu.

En þó verð ég að benda á með skógræktina að sumstaðar þar sem ég hef séð þá eru .þetta bara hryðjuverk gegn íslenskri náttúru. Þannig að staðir verða vera valdir vel.

Einnig vill ég benda á að sveitarfélögin ættu að koma sér upp samkomustöðum þar sem atvinnulausir gætu komið saman og skipst á skoðunum og verið með námskeið. Það veit enginn hvað gæti komið útúr því. Kannski ný atvinnutækifæri.

Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband