Framsókn samþykkir ekki eyðslu og skattahækkanastjórn!

Vinstri grænir og Samfylkingin verða að gera sér grein fyrir því að Framsóknarmenn hafa boðist til þess að verja minnihlutastjórn þeirra falli á þeim forsendum að stjórnin vinni að brýnustu aðgerðum vegna stöðu heimilanna og fyrirtækjanna í landinu fram að kosningum sem þurfa að vera eins fljótt og unnt er.

Framsóknarmenn munu ekki samþykkja starfsstjórn eyðslu og skattahækkana!

Ákvarðanir um mögulegar skattahækkanir og ákvarðanir um það hvernig ríkisútgjöldums skal háttað verða að bíða nýrrar ríkisstjórnar sem hefur til þess hefur skýrt umboð frá þjóðinni!

Þá þurfa Vinstri grænir og Samfylkingin að átta sig á því að þótt Framsóknarflokkurinn taki ekki sæti í starfsstjórninni, þá er Framsóknarflokkurinn ekki að gefa Vinstri grænum og Samfylkingu sjálfsvald um stjórn landsins.

Framsóknarflokkurinn mun að sjálfsögðu standa vörð um hag heimila og fyrirtækja í landinu og ekki samþykkja óábyrgar aðgerðir ríkisstjórnarinna sem kunn að skaða heimili, fyrirtæki, ríkissjóð og ganga gegn nauðsynlegum efnahagsaðgerðum vegna kreppunar.


mbl.is Boðuð á fund forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einvern veginn fann maður lítið fyrir því að Framsókn stæði vörð um heimilin í landinu þegar þeir héngu í ríkisstjórn í hvað 16 ár? Hvað hefur breyst núna? Á maður virkilega að trúa því að valdagræðgi flokksins og embættishrokinn víki núna bara af því að nýr maður hefur sest i formannsstólinn?

Lísa Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 10:29

2 Smámynd: Gísli Guðmundsson

 Áhugaverð lesning........

.....Þegar ljóst var að ríkisstjórnin væri sprungin stóð vilji VG fyrst til þjóðstjórnar. Fljótlega varð þó ljóst að slík stjórn var ekki líkleg þar sem Samfylkingin vildi að Jóhanna Sigurðardóttir leiddi hana, en Geir H. Haarde taldi að það ætti að vera fulltrúi stærsta stjórnmálaflokksins.

Samfylkingingin er í stólaleik meðan Róm brennur.........verður haldið áfram að mótmæla????

Gísli Guðmundsson, 27.1.2009 kl. 10:36

3 identicon

Jæja Hallur,

Það verður að teljast ótrúlegt útspil formannsins unga að bjóðast til að styðja eitthvað sem að hann veit ekki hvað stendur fyrir. Grandvar stjórnmálamaður hefði fyrst beðið því að sjá stjórnarsáttmálann áður en hann byrjar að úttala sig í fjölmiðlum. Er þessi ríkisstjórn ekki vanhæf líka þar sem S-fylkingin er innanborðs? Fer olía vel í vatni? Það er náttúrulega búið að búa til auka kostnað fyrir þjóðfélagið með þessum breytingum þar sem að starfslokasamningar og breytingar á ráðuneytum og fleira mun fylgja í kjölfarið. Það hefði t.d. verið hægt að halda úti nokkrum deildum fyrir það fjármagn sem nú er sóað.

Er ekki grundvallaratriði hjá svona ungum og glæsilegum formanni eins og formaður Framsóknar er að hugsa fyrst og tala síðan? Mun Steingrímur J. sem að lýsti því yfir í fjölmiðlum skila láni AGS núna er var það blekking? Er hægt að taka mark á svona stjórnmálamanni? Er þetta sú Framsókn sem að mun standa vörð um hagsmuni heimila og fyrirtækja í landinu, með stærstu kverúlanta íslensks samfélags innanborð. Lopapeysufólk sem hefur litla reynslu af opinberri stjórnsýslu sem að hefur verið í fylkingarbrjósti að gera árásir á opinberar stofnanir ofl. Ég held að það hrikti nú á Hriflu.

Kveðjur

Guðmundur

Guðmundur (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 10:36

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Lísa Margrét!

Þetta er alfarið rangt hjá þér.

Hagur íslenskra heimila hefur aldrei í Íslandssögunni verið betri en í stjórnartíð Framsóknarflokksins - og aldrei verið gert eins mikið í þágu heimilana og þá!

Það er bara einföld og skýr staðreynd!

Hallur Magnússon, 27.1.2009 kl. 10:59

5 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

En hvað vilja menn afhenda Safylkingunni tapaða fylgið aftur ? hvar eigum við framsóknarmenn að ná nýju fylgi ? Þjóðstjórn og ekkert annað fram að kosningum Hallur. Þetta er versta sem gerist fyrir Framsókn !!

Jónína Benediktsdóttir, 27.1.2009 kl. 11:07

6 identicon

Hallur, ef þú hefur rétt fyrir þér verður þessi stjórn ekki starfhæf. Vinstri stjórn = skattahækkun. Þessi fletta gæti gefið Samfylkingunni eitthvað fylgi til baka á kostnað Framsóknar og VG.

Palli (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 11:18

7 identicon

Ég á ekki til orð.

Framsóknarflokkurinn bera risa stóra ábyrgð á stöðu mála í dag,.

ef heimilin í landinu höfðu það gott þegar þeir voru við völd, var það vegna risa stórra lána sem framtíðarkynslóðir greiða upp.

Hver er hugmyndasmiðurinn af 90 % lánum

Þetta er m.a. það sem er að sliga þjóðina.

Ef Framsókn er í slíkri afneitun að halda þessari fullyrðingu á lofti, hafa þeir ekkert lært og öllu gleymt og gamla Framsókn á sínum stað. Það er engin eftirspurn eftir því í þjóðfélaginu.

Andrea (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 11:35

8 Smámynd: Hallur Magnússon

Andrea! 

90% lán Íbúðalánasjóðs hafa ekkert með með ástandið í dag að gera né verðbólguna og þensluna 2004-2006. Það hefur margoft verið hrakið.

Slæmt hvað sífelldar rangar fullyrðingar forsvarsmanna bankanna - sem fjölmiðlar átu gagnrýnilaust upp eftir þeim - hafa haft mikil áhrif.

Sjá td:

Enn bullar prófessor Þórólfur - gegn betri vitund!

http://hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/entry/575944/

Hallur Magnússon, 27.1.2009 kl. 11:50

9 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Hallur minn, stjórnin er ekki einu sinni komin á legg og á að sprengja hana strax?

Arinbjörn Kúld, 27.1.2009 kl. 13:53

10 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Framsókn sækir fylgi til Sjálfstæðismanna sem eru næst miðjunni þá verur að setja á hátekjuskatt til að ná fjármuni af bankastjórunum sem verða reknir úr Seðlabankanum og frysta þá aura sem stolið hafa verið af almenning í landinu

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 27.1.2009 kl. 16:42

11 identicon

En að Framsókn beri nokkra ábyrgð á þennslunni og verðbólgunni 2004 -2006 eða yfirhöfuð bara nokkra ábyrgð á einu eða neinu sem gerðist í tíð Íhalds og undirlægju í hvað mörg kjörtímabil? Neibbb, ekki ég sagði litla gula hænan.

Eygló Aradóttir (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 17:40

12 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég vona að "Framsóknarflokkurinn" standi við þessi orð sín. Annars geta þau reynst dýr.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 27.1.2009 kl. 18:24

13 identicon

Fyrst stjórnarskiptin eru afleiðing grjótkasts, og grjótkastararnir komnir með þá stjórn sem þeir vildu, liggur þá ekki beint við að nefna nýju stjórnina Grjótkastarastjórnina?

ásdís (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 19:44

14 identicon


Fyrst stjórnarskiptin eru afleiðing grjótkasts, og grjótkastararnir komnir
með þá stjórn sem þeir vildu, liggur þá ekki beint við að nefna nýju
stjórnina Grjótkastarastjórnina?

ásdís (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 20:10

15 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég stakk upp á Gay Cabinet, með hýru stýru í broddi fylkingar.... byltingar afsakið!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 27.1.2009 kl. 20:21

16 Smámynd: Hallur Magnússon

Hlynur.

Það voru skattalækkanir en ekki slattahækkanir.

Það voru hins vegar að líkindum hagstjórnarmistök - enda var Framsókn eini ábyrgi flokkurinn hvað þetta varðaði í þarsíðustu kosningum - Samfylking og Sjálfstæðisflokkur yfirbuðu hvor annan í tillögum að skattalækkunum - og VG tóm meira að segja þa´tt - en Framsókn var fúl á móti. En klikkaði á bremsunni í ríkisstjórninni illu heilli

Hallur Magnússon, 27.1.2009 kl. 20:34

17 identicon

Það er nú hálf hlægilegt að sjá framsóknarmann skrifa um það að framsókn muni ekki lýða óábyrga stjórnun, flokkurinn sem setti á kvótakerfið og seldi bankana vinum sínum. Þið ættuð að hafa vit á því að halda kröfum ykkar í lágmarki frekar en að þykjast allt í einu vera hvítþvegnir og hafa leyfi til að setja öðrum sólinn fyrir dyrnar.

Valsól (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 23:54

18 identicon

Er nú Jónína Ben að kommenta, manneskjan sem hélt því fram í Silfri Egils að frjálshyggjan væri ekki dauð, þetta hefði bara farið svona vegna siðblindu. Jónína, frjálshyggja er siðblind. Þarna er um orsök og afleiðingu að ræða. Frjálshyggjan leiðir af sér siðblindu og mun alltaf gera það. Auðvitað villt þú fara í þjóðstjórn, þú getur ekki hugsað þér að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki með puttana einhvers staðar í stjórn landsins og drauma stjórn þín er væntanlega Framsókn og Sjálfstæðisflokkur, eins og það heppnaðist vel síðast, þessir flokkar settu landið á hausinn.

Valsól (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 00:00

19 identicon

Fyrrverandi ríkisskattstjóri, Ólafur Stefánsson og skýrsla OECD hafa sagt að skattar hafi hækkað á lægstu laun og millitekjur á Íslandi í tíð ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Það er óþolandi þegar menn bregða fyrir sig óheiðarleika til að fegra sína flokka og segja að skattar hafi lækkað, þegar þeir hækkuðu. Ég hélt að enginn vildi vera í skónum hans Hannesar Hólmsteins sem líka hefur haldið þessari bábilu fram. Segjum hlutina eins og þeir eru og hættum þessari leiðinda venju að fegra okkar flokka með ósannindum.

Valsól (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 00:09

20 Smámynd: Hallur Magnússon

Valsól

Við skulum halda því til haga að Búnaðarbankinn var seldur hæstbjóðanda á verði sem var töluvert yfir þáverandi matsverði bankans.  Getur það verið óeðlilegt?

Viðurkenni að það var ekki raunin í sölu Landsbankans.

Það voru mistök að selja báða ríkisbankana í einu og það í upphafi fyrirsjánlegrar uppsveiflu í efnahagslífinu. En við breytum því ekki úr þessu.

Hallur Magnússon, 28.1.2009 kl. 10:38

21 identicon

Meðfylgjandi tenglar sýna svo ekki verður um villst að Íbúðalánasjóður átti sinn þátt í þenslunni á íbúðalánamarkaði á síðari hluta árs 2004 þótt vissulega hafi lögin um 90% lán ekki verið samþykkt fyrr en í desember. Það vissu allir að þetta stæði til og því brugðust bankarnir við. ÍLS átti sinn þátt í þessu og bankarnir líka og svo öll við hin sem bitum á agnið.

http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=817621

http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=773912

Moggamaður (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 13:54

22 Smámynd: Hallur Magnússon

Moggamaður.

Þetta er rangt hjá þér!  90% lán íbúðalánasjóðs hafa ekkert með vaxtaákvörðun Íbúðalánasjóðs að gera. Vaxtaákvörðun ÍLS fór eftir ákveðnu fyrirfram ákveðnu ferli þar sem ávöxtunarkrafa íbúðabréfa á markaði réði vöxtunum.

Þú vísar í grein um VIÐBÓTARLÁN - sem voru við lýði frá áramótun 1999 - og voru veitt fólki undir ákveðnum tekjum og eignamörkum. Þau lán voru ekki takmörkuð af BRUNABÓTAMATI eins og 90% lánin Íbúðalánsjóðs - sem voru innleidd í lok ársins 2004 EFTIR að bankarnir höfðu veitt allta að 100% íbúðalán í nokkra mánuði og dælt 189 milljörðum nýjum inna á lánamarkaðinn.

Það er einnig alveg ljóst að meint sök 90% lána ÍLS er eftiráskýring bankanna og kom ekki til fyrr en síðari hluta ársins 2005 - þegar eðlilega var verið að skamma bankana fyrir að hafa kynt undir þennslu.

Moggin og aðrir fjölmiðlar bitu á egnið - viljandi eða ekki- og mótuðu "nýjan" sannleik um ástæður þennslu - annað hvort meðvitað pólitískt eða ómeðvitað.

Bankastjórar og bankaráðsformenn VISSU það strax haustið 2003 að 90% lán Íbúðalánasjóðs ættu ekki að innleiða fyrr en VORIÐ 2007 - EF EFNAHAGSAÐSTÆÐUR leyfðu - enda Seðlabankinn og fleiri búnir að vara við að innleiða lánin í uppsveiflunni 2004 - 2006.

Fyrst þú kennir þig við Moggann - þá hafði maður ekki við að leiðrétta "fréttir" Moggans um Íbúðalánasjóð og 90% lánin þessi árin

Hallur Magnússon, 28.1.2009 kl. 18:53

23 Smámynd: Hallur Magnússon

Hlynur.

Ég skal gjarnan ræða við þig á mélfnalegan hátt um það hvort það hafi vedrið rétt eða rétt ekki að einkavæða bankanna.

En dylgjur þínar um meinta einkavinavæðingu Framsóknarflokksins stenst ekki - eins og reyndar kemur fram í svari þínu.

Hallur Magnússon, 28.1.2009 kl. 18:55

24 identicon

Sæll Hallur!

Aðalatriðið er að öllum var ljóst að Íbúðalánasjóður myndi fyrr en síðar veita 90% lán, flestir bjuggust meira að segja við að slíkt frumvarp yrði samþykkt á fyrri hluta árs 2004, sbr. http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=790559. Það strandaði á skoðun ESA. Bankarnir vissu þetta líka og brugðust því við. 

Þau skilaboð sem ég er að reyna að koma á framfæri eru að sjaldan veldur einn þá tveir deila (eða keppa). ÍLS þurfti ekki að fara í samkeppni við bankanna um þennan markað, þannig hefði verið hægt að hægja mikið á þenslunni. Ég tek það fram að ég er enginn andstæðingur ÍLS, þvert á móti hefur alltaf verið ljóst að sjóðurinn er nauðsynleg stofnun á Íslandi.

Það er ekki mitt hlutverk að "leiðrétta" fréttir Moggans.

Moggamaður (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband