Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Sækist eftir sæti á Alþingi fyrir Framsókn í Reykjavík
31.1.2009 | 15:17
Framundan eru spennandi tímar í íslensku samfélagi. Krafa þjóðarinnar um breytingar og beinna lýðræði er áberandi. Það er í anda þess sem ég hef lagt áherslu á í gegnum tíðina.
Ég hef tekið þátt í starfi Framsóknarflokksins í rúman aldarfjórðung. Grundvallarhugsjónir og stefna Framsóknarflokksins hafa gegnum tíðina fallið að hugmyndafræði minni.
Ég hef hins vegar alla tíð gagnrýnt það sem mér hefur fundist ámælisvert í framkvæmd grundvallarstefnu Framsóknarflokksins og barist fyrir hugsjónum mínum og hugmyndum um betra samfélag.
Á sögulegu flokksþingi Framsóknarflokksins fyrr í þessum mánuði var nýtt upphaf markað og nýjar línur lagðar. Það er mitt mat að afar vel hafi tekist til og að framtíð Framsóknarflokksins sé björt undir ferskri forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem vakið hefur von Íslendinga um nýja og sanngjarnari tíma í íslenskum stjórnmálum.
Ég hef því ákveðið í samráði við fjölskyldu mín að bjóða mig fram í eitt af efstu sætum á framboðslista Framsóknarflokksins í öðru af tveimur kjördæmum Reykjavíkur fyrir komandi Alþingiskosningar.
Þessi ákvörðun mín er tekin að vel yfirlögðu ráði og réði einkum tvennt því að ég ákvað að sækjast eftir þingsetu fyrir Framsóknarflokkinn.
Í fyrsta lagi eru gríðarstór verkefni framundan og það er bjargföst trú mín að Framsóknarflokkurinn geti gengt lykilhlutverki við endurreisn íslensks efnahagslífs. Þar er ég tilbúinn að ljá mína krafta.
Í öðru lagi hafa ýmsir einstaklingar jafnt inn flokks sem utan hvatt mig til að fara fram. Þær hvatningar réðu ekki úrslitum en höfðu vissulega áhrif.
Ég mun kynna mig og helstu baráttumál betur á næstu dögum.
Ég hef um nokkurt skeið tekið undir róttækar hugmyndir um að þjóðin kjósi sér stjórnlagaþing sem endurskoði núverandi stjórnarskrá og leggi tillögu að nýju Íslandi í dóm þjóðarinnar í formi tillögu að nýrri stjórnarskrá og stjórnskipan.
Þessi tillaga var samþykkt á 900 manna flokksþingi Framsóknarflokksins.
Þetta er eitt af fjölmörgum málum sem ég hef unnið að innan Framsóknarflokksins og vil gjarnan fylgja eftir á þeim spennandi tímum sem framundan eru.
Ferlilsskrá Halls Magnússon er að finna hér
Hlé gert til að ræða málin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.2.2009 kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Framsókn vinnur að hag þjóðarinnar, VG og Samfylkingar!
31.1.2009 | 07:52
Mikið skil ég vel að stuðningsmenn VG og Samfylkingar hafi orðið fyrir vonbrigðum með að ekki var hægt að ganga frá myndun minnihlutastjórnar í gær. Ég hefði verið það því ég vil yfirleitt klára hlutina strax þegar meginlínur eru skýrar.
En ég held þegar upp verði staðið geti allir verið sáttir og í raun ánægðir með að ný minnihlutastjórn og flokkurinn sem hyggst verja þá stjórn falli skuli hafa gefið sér örlítin tíma til þess að ganga betur frá lausum endum.
Mér finnst leiðinlegt að ganga frá lausum endum, en hef lært það gegnum tíðina að það er nauðsynlegt svo góður árangur náist. Annars er hætta á því að þeir flækist fyrir, hægi á ferðinni sérstaklega ef stigið er á þá og dragi verulega úr árangrinum.
VG og Samfylking verða einnig að læra slíkt, þótt það sé ekki skemmtilegt þegar óþreyjan er svona mikil. Ekki hvað sísta að losna við Sjálfstæðisflokkinn úr stjórnarráðinu!
Ég held að Morgunblaðið af öllum hafi einmitt hitt naglan á höfuðið í leiðara sínum í dag:
"Framsóknarmenn hafa sett óvænt strik í reikninginn í viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þegar betur er að gáð er hins vegar heilmikið vit í nálgun Framsóknarflokksins, Akkilesarhæll fráfarandi ríkisstjórnar var að almenningur áttaði seig ekki hvert stefndi og hvernig markinu skyldi ná...
...Ný ríkisstjórn þarf að vinda sér með hraði í verkefni á borð við að koma á virku bankakerfi, sem getur tekið á vanda bæði einstaklinga og fyrirtækja, og ýmislegt fleira, sem þolir ekki bið. Annars er hætt við að fyrirætlanir nýrrar ríkisstjórnar liggi fyrir þannig að sjáist hvort um er að ræða "raunhæfar leiðir" að settum markmiðum...
...Kröfur Framsóknarflokksins eru því uppbyggilegar og í anda krafna, sem komið hafa fram á mótmæla- og borgarafundum um aukið gagnsæi í íslensku þjóðfélagi..."
Þetta er kjarni málsins.
Ég tek ofan fyrir formanni Framsóknarflokksins fyrir að hafa staðið í fæturna hvað þetta verðar þótt það kunni mögulega að skaða flokkinn hjá ákveðnum hópi kjósenda sem er óþreyjufullur að gagna frá nýrri ríkisstjórn. Formaðurinn hugsaði fyrst um hag þjóðarinnar, þá hag ríkisstjórnarinnar og síðast hag eigin flokks með því að verða sá sem sagði við þá óþolinmóðu eitthvað á þennan hátt:
"Hinkrið aðeins við, við skulum fyrst hnýta lausu endana svo þeir flækist ekki fyrir okkur á leiðinni!"
VG og Samfylkingin ættu því frekar að þakka Framsóknarflokknum en að lasta hann. Framsóknarflokkurinn er nefnilega að styrkja minnihlutastjórnina en ekki veikja hana.
Ósætti um aðgerðirnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Samfylking og VG "gleymdu" aðgerðaráætluninni!
30.1.2009 | 18:17
Það vekur ugg að Samfylking og VG hafi talið sig geta hafið ríkisstjórnarsamstarf með opin tékk og enga aðgerðaráætlun í efnahags- og atvinnumálum.
Það var afar skýrt af hálfu Framsóknarflokksins að forsenda þess að flokkurinn myndi verja ríkisstjórn VG og Samfylkingar falli væri að fyrir lægi skýr áætlun um það hvernig ríkisstjórnin hyggðist koma til móts við skuldsett heimili í landinu og bæta rekstrarskilyrði íslensks atvinnulífs.
Samfylking og VG höfðu ekki unnið slíka áætlun og treystu því greinilega að Framsóknarmenn myndu ekki standa í fæturna.
Sem betur fer hafa Framsóknarmenn notað tímann til að undirbúa sjálfir slíka aðgerðaráætlun sem vonandi verður grunnur að farsælu starfi minnihlutastjórnarinnar næstu vikurnar.
Það virðist ljóst - bæði af reynslu síðustu ríkisstjórnar - og nú þegar Samfylking og VG gátu ekki gengið frá trúverðurgri aðgerðaráætlun - að aðkoma Framsóknarflokksins er forsenda þess að unnt sé að stjórna efnahagsmálum þjóðarinnar.
Ný ríkisstjórn eftir helgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ríkisstjórnin taki 100 milljarða lán hjá lífeyrissjóðum í atvinnusköpun
30.1.2009 | 12:39
Það er brýnt að verðandi ríkisstjórn samþykki haldbæra aðgerðaráætlun í efnhagsmálum til að vinna fram að kosningum, en veifi ekki lausbeislaðri kosningastefnuskrá. Einn þáttur þessarara áætlunar ætti að vera sú að Ríkið taki 100 milljarða í framkvæmdalán hjá lífeyrissjóðunum á 3,5% vöxtum!
Þessar tillögur mínar komu reyndar til vinnslu á flokksþingi Framsóknarflokksins og urðu einn grunnurinn að ályktun Framsóknarflokksins um stofnun sérstaks tímabundins Endurreisnarsjóðs:
Í samvinnu við lífeyrissjóði landsins verði settur á fót sérstakur tímabundinn Endurreisnarsjóður. Sjóður þessi fái heimild til lántöku, með ríkisábyrgð, hjá íslenskum lífeyrissjóðum. Fjármagni þessu verði beint til skynsamlegra og atvinnuskapandi verkefna, og m.a. verði sjóðnum heimilt að endurlána til sveitarfélaga vegna viðhalds- og uppbyggingarverkefna.
Þá ætti einnig að beita Íbúðalánasjóði þannig Íbúðalánasjóður bjóði endurbótalán afborgunarlaus í 3 ár en slíkt getur skipt máli í ástandi sem þessu.
Sjá einnig:
Ríkið taki 100 milljarða í framkvæmdalán hjá lífeyrissjóðunum á 3,5% vöxtum!
Ríkisstjórnin að bregðast í nauðsynlegri atvinnusköpun?
Íbúðalánasjóður bjóði endurbótalán afborgunarlaus í 3 ár
Atvinnulausum fjölgar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Aðildarviðræður við ESB strax eftir kosningar
30.1.2009 | 07:48
Aðildarviðræður við Evrópusambandið eiga að sjálfsögðu að hefjast strax í kjölfar komandi kosninga. Ef þær ganga vel er unnt að kjósa samhliða um niðurstöðu aðildarviðræðna og stjórnlagaþing.
Samningsmarkmið Framsóknarflokksins eiga að sjálfsögðu að liggja til grundvallar. Þau eru skynsamleg auk þess sem aðrir flokkar ekki skilgreint sín markmið.
Eftirfarandi fer ályktun flokksþings Framsóknarflokksins um aðildarviðræður við Evrópusambandið:
Markmið
Að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar.
Þá er fullveldi og óskorað forræði Íslendinga yfir auðlindum þjóðarinnar grundvallarkrafa í þeim viðræðum. Viðræðuferlið á að vera opið og lýðræðislegt og leiði viðræðurnar til samnings skal íslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu.
Skilyrði
Skýr og einhliða úrsagnarréttur, sem er þegar viðurkenndur í aðalsáttmála ESB, verði hluti aðildarsamnings. Staðfest verði að Íslendingar einir hafa veiðirétt innan íslenskrar fiskveiðilögsögu og aðfiskveiðistjórnun verði áfram innanríkismál Íslendinga, enda styðjist hún við reglur ESB um stöðug hlutföll, nálægðarreglu og Lúxemborgarsamkomulagið. Ísland verði sjálfstæður aðili að samningum um flökkustofna.
Fæðuöryggi þjóðarinnar verði tryggt og viðurkennd nauðsyn á sérstökum ákvæðum vegna fámennis þjóðarinnar.
Viðurkennt verði að íslenskur landbúnaður sé heimskautalandbúnaður.
Framleiðsla og úrvinnsla íslenskra búfjárstofna verði tryggð ásamt sérstöðu og hreinleika íslenskra búfjárstofna. Staðfest verði að vegna aðstæðna á Íslandi og fámennis þjóðarinnar hafi Íslendingar varanlegan rétt til að setja lög um forgangsrétt manna með lögheimili og fasta búsetu á slandi til að eiga ráðandi hlut í jarðeignum, lóðum, fasteignum og atvinnufyrirtækjum, enda styðjast slík ákvæði við núgildandi reglur á Álandseyjum, Möltu, Azoreyjum og víðar innan ESB.
Í upphafi viðræðna verði gerður stöðugleikasamningur við Evrópska seðlabankann sem tryggi stöðugt gengi íslensku krónunnar þar til Íslendingar taka upp evru.
Tekið verði tillit til stöðu íslensks efnahagslífs við umbreytingu peninga- og gjaldeyrismála á Íslandi.
Ákvæði verði um varðstöðu um íslenska þjóðmenningu, þjóðtungu og þjóðhætti á Íslandi. Íslenska verði viðurkennt sem eitt hinna opinberu tungumála ESB.
Fyrstu skref
Þessi helstu samningsmarkmið, sem og önnur sem skilgreind verða í samvinnu hagsmunaaðila og stjórnvalda, með sem víðtækastri samstöðu, verði lögð til grundvallar því umboði sem samninganefnd Íslendinga fari með í samningaviðræður við Evrópusambandið
Fengjum forgang inn í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Það verður spennandi að sjá hvort Samfylking og VG hafi unnið raunhæfa aðgerðaráætlun til að koma heimilum og atvinnulífi til bjargar eða hvort þau hafi bara sett upp óskalista fyrir kosningar og hyggjast nýta ríkissjóð sem kosningasjóð.
Raunhæf aðgerðaráætlun hlýtur að vera forsenda þess að Framsókn verji tilvonandi ríkisstjórn falli!
Ekki óskaríkisstjórn Sigmundar Davíðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnlagaþing þjóðarinnar þjóðarnauðsyn
29.1.2009 | 15:50
Það er þjóðarnauðsyn að þjóðin kjósi sér stjórnlagaþing til þess að semja nýja stjórnarskrá. Alþingi hefur ekki verið treystandi til þess eins og dæmin sanna.
Á þetta hef ég nokkrum sinnum áður bent, td. Þjóðkjörið stjórnlagaþing móti stjórnskipan framtíðarinnar
Kosið í vor og í haust? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Dagur B. Eggertsson nýr blaðafulltrúi borgarráðs?
29.1.2009 | 14:25
Er Dagur B. Eggertsson nýr blaðafulltrúi borgarráðs? Það mætti ætla þegar lesin er frétt um að hætt verðið við þriggja hæða mislæg gatnamót á Miklubraut og Kringlumýrarbraut, en fréttatilkynning vegna þess er send fjölmiðlum af Degi B.
Mér sýnist reyndar á tímasetningum fréttanna að dugnaður Dags sem blaðafulltrúa sé ótrúlegur því það virðist sem fréttatilkynningin hafi verið send fjölmiðlum á meðan borgarráðsfundi stóð. Það getur hins vegar verið að ég hafi rangt fyrir mér í því.
Ég verð að segja að það fer Degi B. Eggertssyni betur að vera blaðafulltrúi en borgarstjóri.
Hélt hins vegar að metnaður hans stæði til hærri metorða en að vera blaðafulltrúi borgarráðs - hvíslast hefur verið á um að Dag langi til að verða formaður Samfylkingarinnar og jafnvel forsætisráðherra þegar hann væri orðinn stór.
Hvað málefnið sem blaðafulltrúinn var að koma á framfæri við fjölmiðla, þá er það skólabókardæmi um breytt vinnubrögð hjá Reykjavíkurborg í kjölfar þess að Hanna Birna og Óskar Bergsson tóku við valdataumunum. Samráð og samvinna í stað sundrungar og sundurlyndis.
Hætt við þriggja hæða mislæg gatnamót | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mikilvæg göngudeildarþjónusta SÁÁ nú tryggð til 2012
28.1.2009 | 18:40
Það er afar ánægjulegt að sjá mikilvæga göngudeildarþjónustu SÁÁ tryggða til loka ársins 2011 með samningi SÁÁ og Sjúkratrygginga Íslands. Það hefði verið skelfilegt ef SÁÁ hefði þurft að loka göngudeildarþjónustu sinni - ekki hvað síst á þessum erfiðu tímum sem reyna verulega á fólk sem eiga við áfengis- og vímuefnavanda að stríða og eru í bata.
SÁÁ er að vinna afar mikilvægt starf.
Við í Velferðarráði fólum í haust SÁÁ að reka búsetuúrræði með félagslegum stuðningi fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur í bata.
Sá samningur fólst í því að SÁÁ tryggir með fjárframlagi Reykjavíkurborgar búsetuúrræði með félagslegum stuðningi fyrir allt að 20 einstaklinga sem hætt hafa neyslu áfengis- eða vímuefna en þurfa á umtalsverðum stuðningi að halda til að ná tökum á lífi sínu.
Sérstök áhersla er lögð á hæfingu þessa fólks með það að markmiði að þeir sem fá þennan stuðning geti í framhaldinu búið sjálfstætt og tekið virkan þátt í samfélaginu án vímugjafa.
Ég er stoltur af mínu framlagi að framgangi þessa verkefnis sem varaformaður Velferðaráðs og bind miklar vonir við að hin mikla reynsla og hæfni starfsfólks SÁÁ muni verða til þess að búsetuúrræðið og hæfingin verði til þess að bæta líf fjölmargra sem lent hafa vímuefnavandans en vilja byggja upp nýtt og farsælt edrú líf.
Ánægjulegt skref fyrir áfengis og vímuefnaneytendur í bata!
Samið við SÁÁ um göngudeildarþjónustu til 2012 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bættur aðbúnaður utangarðsfólks hefur verið mér afar hugleikinn að undanförnu og hef ég sem varaformaður Velferðaráðs lagt áherslu á að Velferðarsvið fylgi metnaðarfullri stefnu í málefnum utangarsfólks sem samþykkt var í haust.
Í vikunni var enn einn mikilvægt skref tekið í málefnum utangarðsmanna þegar undirritaður var samningur Velferðasviðs og Hjálpræðishersins um samstarf í þágu utangarðsmanna sem felst í því að Velferðaráð leggur til fagmenntaðan starfsmann sem sér um iðjuþjálfun fyrir utangarðsfólk í dagsetri Hjálpræðishersins út á Granda.
Það var afar ánægjulegt að vera viðstaddur undirritunina eins og sjá má á myndinni hér að ofan, en þar eru frá vinstri talið Stella Kr. Víðsdóttir sviðsstjóri Velferðarsviðs, Jórunn Ósk Frímannsdóttir formaður Velferðarráðs, Marie Reinholdtsen yfirforingi Hjálpræðishersins - og svo ég - Hallur Magnússon varaformaður Velferðaráðs.