Framsókn vinnur að hag þjóðarinnar, VG og Samfylkingar!

Mikið skil ég vel að stuðningsmenn VG og Samfylkingar hafi orðið fyrir vonbrigðum með að ekki var hægt að ganga frá myndun minnihlutastjórnar í gær. Ég hefði verið það því ég vil yfirleitt klára hlutina strax þegar meginlínur eru skýrar.

En ég held þegar upp verði staðið geti allir verið sáttir og í raun ánægðir með að ný minnihlutastjórn og flokkurinn sem hyggst verja þá stjórn falli skuli hafa gefið sér örlítin tíma til þess að ganga betur frá lausum endum.

Mér finnst leiðinlegt að ganga frá lausum endum, en hef lært það gegnum tíðina að það er nauðsynlegt svo góður árangur náist.  Annars er hætta á því að þeir flækist fyrir, hægi á ferðinni sérstaklega ef stigið er á þá og dragi verulega úr árangrinum.

VG og Samfylking verða einnig að læra slíkt, þótt það sé ekki skemmtilegt þegar óþreyjan er svona mikil. Ekki hvað sísta að losna við Sjálfstæðisflokkinn úr stjórnarráðinu!

Ég held að Morgunblaðið af öllum hafi einmitt hitt naglan á höfuðið í leiðara sínum í dag:

"Framsóknarmenn hafa sett óvænt strik í reikninginn í viðræðum um  myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þegar betur er að gáð er hins vegar heilmikið vit í nálgun Framsóknarflokksins, Akkilesarhæll fráfarandi ríkisstjórnar var að almenningur áttaði seig ekki hvert stefndi og hvernig markinu skyldi ná...

...Ný ríkisstjórn þarf að vinda sér með hraði í verkefni á borð við að koma á virku bankakerfi, sem getur tekið á vanda bæði einstaklinga og fyrirtækja, og ýmislegt fleira, sem þolir ekki bið. Annars er hætt við að fyrirætlanir nýrrar ríkisstjórnar liggi fyrir þannig að sjáist hvort um er að ræða "raunhæfar leiðir" að settum markmiðum...

...Kröfur Framsóknarflokksins eru því uppbyggilegar og í anda krafna, sem komið hafa fram á mótmæla- og borgarafundum um aukið gagnsæi í íslensku þjóðfélagi..."

Þetta er kjarni málsins.

Ég tek ofan fyrir formanni Framsóknarflokksins fyrir að hafa staðið í fæturna hvað þetta verðar þótt það kunni mögulega að skaða flokkinn hjá ákveðnum hópi kjósenda sem er óþreyjufullur að gagna frá nýrri ríkisstjórn. Formaðurinn hugsaði fyrst um hag þjóðarinnar, þá hag ríkisstjórnarinnar og síðast hag eigin flokks með því að verða sá sem sagði við þá óþolinmóðu eitthvað á þennan hátt:

 "Hinkrið aðeins við, við skulum fyrst hnýta lausu endana svo þeir flækist ekki fyrir okkur á leiðinni!"

VG og Samfylkingin ættu því frekar að þakka Framsóknarflokknum en að lasta hann. Framsóknarflokkurinn er nefnilega að styrkja minnihlutastjórnina en ekki veikja hana.


mbl.is Ósætti um aðgerðirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Framsóknarflokkurinn hefur lengi verið meinsemd á þjóðarlíkamanum. Það væri þjóðþrifaverk að þurrka hann út í næstu kosningum. Þessi nýi formaður er geðslegur ungur maður. En það dugar bara skammt. Gamli spillingarstimpillinn blasir enn við. Arfur draugsins, sem framdi harakiri og skildi flokkinn eftir í rjúkandi rústum, svífur enn yfir vötnunum.

Sigurður Sveinsson, 31.1.2009 kl. 08:27

2 identicon

Sammála síðasta ræðumanni, orð í tíma töluð! Þurrka spillingarflokkinn og drusluna framsókn út í næstu kosningum!

Egill (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 08:39

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sammála Sigurði.. það er eitthvað gruggugt á bak við þetta hjá framsókn eins og vanalega.

Óskar Þorkelsson, 31.1.2009 kl. 08:42

4 Smámynd: Rannveig H

Hallur þú ert búin að verja Framsókn í 20 ár það er sama hver stjórnar þar þú ert á vaktinni.

Ég var ein af þeim sem trúðu því að það hefði orðið kaflaskil hjá ykkur já já merkti við ykkur í skoðunarkönnun , það held ég nú. Óskaði Andrési framsóknamanni vini mínum til hamingju með þetta framlag að þið voruð fyrstir allra til að hreinsa af ykkur spillinguna.

Andrés sem hefur varið og unnið fyrir flokkinn í tugi ára sagði hafðu ekki of miklar væntingar við skulum sjá hvernig þetta fer að vísu er hann Kópavogsframmari það er ekki alveg það sama.

Guð hjálpi þeim sem halda áfram að trúa ykkur. Ég mun gera allt til að koma vitinu fyrir mína fjölskyldu sem beit á agnið ykkar.

Rannveig H, 31.1.2009 kl. 08:43

5 Smámynd: Hallur Magnússon

Halló!

Hverjir voru aftur að kalla eftir gagnsæi og aðgerðaráætlunum stjórnvalda vegna síðustu ríkisstjórnar?

Hafa lögmálin eitthvað breyst af því að nú er verið að ræða um ríkisstjórn VG og Samfylkingar? Má þá beita ógagnsæi?  Þarf þá ekki lengur aðgerðaráætlani?'

Hvað varðar rótgróna andúð á Framsóknarflokknum - sem yfirleitt er ekki málefnalega rökstudd heldur byggir oftast á helypidómum og  tilfinningum - þá væru nú gott ef við gætum virkjað hana til góðra hluta!

Það skiptir ekki máli þótt einhverjir fari af límingunum vegna tveggja sólarhringa töf á frágangi ríkisstjórnar - það er þjóðinni og ríkisstjórninni til heilla að grundvöllurinn sé í lagi.

Hann var ekki í lagi hvað varðar aðgerðaráætlun.  Við höfum ekki efni á að búa við minnihlutastjórn sem þarf að eyða tímanum í þras um hvert einasta skref sem tekið er í efnahagsmálum. Betra að samþykkt aðgerðaráætlun liggi fyrir. Fyrir alla. Nema kannske Framsóknarflokkinn sem sýnir ábyrgð í málinu.

Hallur Magnússon, 31.1.2009 kl. 08:58

6 Smámynd: Rannveig H

Hallur rótgróinn andúð sem byggir oftast á hleypidómum. Þú ert að grínast er það ekki? Afhverju þurftu framsóknarmenn að breyta hjá sér (Ný Framsókn) var það bara  breytinganna vegna? Ég seigi eins og stjórnmálasérfræðingurinn Einar Mar eru þið ekki eitthvað að miskilja hlutverk ykkar? Þurfið þið ekki að endurnýja umboð ykkar áður en þið farið að seiga öðrum til?

Hallur það fór um í gær þegar ég hlustaði á glottandi Sif framan í hnípna þjóð og málefnaleg var hún ekki.

Rannveig H, 31.1.2009 kl. 09:15

7 identicon

Hallur, þú verður að eiga von á því að fólk kyngi ekki "nýrri" Framsókn "overnight". Það er grunnt á því góða á meðal fólks og innistæðan Framsóknar ekki há.  Um leið og fólk finnur "lykt" af líkum af plotti þá fer allt í gang aftur. Auðvitað er eðlilegt að Framsóknarmenn gefi sér tíma til að yfirfara aðgerðaráætlanir sem þeir eiga að verja. Við bjuggumst við stjórn í þær og Steingrímur og Jóhanna bjuggust við að kynna hana í gær. En Sigmundur og Framsókn stálu sviðinu af þeim í gær og kastljósinu. Frá PR sjónarmiði, þá viðurkenni ég að þetta var flott "move" hjá þeim. Sigmundur hefur greinilega lesið heima fyrir prófin. En fólk almennt þolir það ekki.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 09:26

8 Smámynd: Brattur

Framsóknarflokkurinn er rotinn og spilltur flokkur... eins og gömul skófla sem búið er að skipta um skaftið sex sinnum og skófluna sjö sinnum, en er samt alltaf vonlaus skófla... það er aumt að þurfa að treysta á slíkt verkfæri þegar grafa þarf djúpan skurð... já, og Sif í sjónvarpinu í gærkvöldi var skelfileg...

Brattur, 31.1.2009 kl. 09:27

9 Smámynd: Hallur Magnússon

Rannveig - ég er ekki að grínast.

Ég er ekki að strika yfir mistök fyrri tíma. Málefnaleg gagnrýni á þau mistök er sjálfsögð og eðlileg.

Hvað varðar Einar Mar - þá held ég að hann verði að fletta aftur upp í fræðunum hvað varðar minnihlutastjórnir og hvernig framkvæmd vina okkar í Norðurlöndunum með minnihlutastjórnir hafa verið.  Nákvæmlega eins og Framsókn er nú að vinna málið. Það eru VG og Samfylking sem ekki eru að vinna á sambærilegan hátt og gerist á Norðurlöndunum.

En aftur að andúðinni á Framsókn.  Orðbragð, heift og rakalausir sleggjudómar eru því miður áberandi í umræðunni um Framsókn. Það er bara staðreynd. Þú þarft ekki að fletta lengi í athugasemdum við bloggið mitt til að sjá það.

Þar er afar oft haldið fram hlutum sem enga stoð eiga í raunveruleikanum - og lagt út frá þeim með hleyðidómum og orðbragði sem gengur út yfir allan þjófabálk.

Aftur að stöðu mála.

Þegar menn fara aðeins að róast og minnihlutastjórnin tekur til starfa á traustari fótum en stefndi í - þá mun sanngjarnt fólk átta sig á því að tveggja sólahringa töf skiptir ekki öllu - gegnsæi og raunhæf aðgerðaráætlun upp á borðinu skipti meiru.

Að lokum. Finnst þér ekki sérkennilegt að þegar Framsóknarflokkurinn setur strax í upphafi 4 skilyrði fyrir stuðningi - að verðandi ríkisstjórn uppfylli bara 2 þeirra í drög að stjórnarsáttmála?

Ég er ansi hræddur um að orðbragðið hefði sum staðar verið ljótt ef það hefði verið Framsóknarflokkurinn sem hefði hagað sér svona.

En eins og við vitum - þá eru gerðar miklu meiri kröfur á Framsóknarflokkinn en aðra flokka.

Hallur Magnússon, 31.1.2009 kl. 09:36

10 identicon

Höfum við tíma fyrir svona útaf einhverju sem skiptir ekki höfuðmáli. Er fólk ekki að taka´ábyrgð, og ég hef heyrt fyrir víst að framsókn og sjálfstæðisflokkur séu að daðra saman núna bak við tjöldin. Ég ætla vona bara að framsókn sjái að sér og líti ekki við sjálfstæðisflokknum. Það eru allir landsmenn búnir að fá upp í kok af þeim flokki og þeim vinnubrögðum sem eru viðhöfð þar. Þegar nýr formaður kom til skjalanna í framsókn fór ég að fylgjast með flokknum með nýju hugarfari en er nú farin að efast um að það taki því að vera eyða tíma í það. Látið ekki plata ykkur í faðm sjálfstæðismanna.

Kristín Þ (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 09:41

11 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég missti af Kastljósi í gær - verð greinilega að finna mér tíma til þess í kvöld að lokinni vakt. Ég held að framsókn þurfi meiri tíma en 2-3 mánuði til að gera upp fortíðina og fullvissa fólk um að spillingaröflin ráði engu framar. Þori ekki einu sinni að nefna eina samsærissögu af blogginu frá í gær. Skelfileg saga.

Arinbjörn Kúld, 31.1.2009 kl. 09:53

12 Smámynd: Hallur Magnússon

Einar Áskelsson!

Ég er svo hjartanlega sammála þér um að fólk eigi ekki að "kyngja" nýrri Framsón yfir eina nótt. Ný Framsókn verður að vinna fyrir slíkum stuðningi!   Annað er ótrúverðugt!

Mín skoðun er sú að Framsókn sé einmitt að sýna ábyrgð með þessu - og vinna fyrir stuðningi þeirra sem vilja ábyrg vinnubrögð.

En í  bjartsýniskastinu sem reið yfir eftir frábært flokksþing og endurnýjun flokksins - þá voru margir sem hrifust með. Eðlilega!  En þegar vinna á til langrar framtíðar verður að byggja á meiri en stemmingunni einni.  Það hefur Ný Framsókn verk að vinna!

Hallur Magnússon, 31.1.2009 kl. 09:54

13 identicon

Mjög ánægjulegt að hafa allt þetta aðhald sem hér kemur fram gagnvart Framsóknarflokknum, gott fyrir lýðræðið.

"Stjórnina burt kosningar sem fyrst"...var það ekki krafa mótmælanda??? Stuðningur framsóknar einkenndist við kosningar sem fyrst en svo var stjórnarsáttmáli kynntur sem hafði annmarka.

1)" Ráðgjafar Framsóknarflokksins í efnahagsmálum, þar á meðal hagfræðingarnir Jón Daníelsson og Ragnar Árnason, töldu efnahagsaðgerðir í drögum að stjórnarsáttmála, sem kynnt voru þingflokki Framsóknarflokksins um hálftvö í gær, vera óraunhæfar."

2)"Í drögunum að stjórnarsáttmálanum sem kynntur var þingflokki Framsóknarflokksins var ekki rætt um hvenær kosningar ættu að fara fram. Það vakti undrun þingmanna flokksins"

.....er ég sá eini sem hef áhyggjur af þessu??? Þarf ekki að veita slíkum vinnubrögðum aðhald??

Ef VG og Samfó hefðu unnið vinnuna sína vel þá hefði ekki þurft að byrja á þessum nótum, þetta eru vinnubrögð fortíðarinnar, mér sýnist Framsóknarflokkurinn vilja slíta sig frá svoleiðis vinnubrögðum.....gott mál ekki satt?

Gísli Guðmundsson (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 09:56

14 Smámynd: Hallur Magnússon

Kristín!

Þú átt eflaust eftir að heyra margar sögur af meintu daðri Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Reyndar ekki erfitt að koma slíkum sögum af stað þegar horft er til farsæls samstarfs Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í Reykjavík. En slíkar flökkusagnir eru í hag Samfylkingar og VG.  Hafðu það í huga :)

Hallur Magnússon, 31.1.2009 kl. 09:57

15 identicon

Sæll

Jæja, það er eins með kvefið og framsókn, það kemur alltaf aftur til baka, í námkvæmlega sömu mynd, þá þegar maður hélt að maður fengi ekki kvef aftur á næstunni.

Setningar hjá þér eins og :

"Farsælt samstarfa Sjalla og Frammara"

"Framsókn er að gera VG og SF greiða"

Veit ekki með þig, en kalda vatnið er farið að renna niður bakið á mér.

Ekkert breytist, Framsókn eins, vill stjórna, vera opin í báða enda.

Enda fæ ég alltar kvef aftur, þegar ég hélt að að væri laus við það í bili.............

Sigfús (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 10:11

16 Smámynd: Rannveig H

Hallur minn það er fyrir þig og nokkra aðra sem þessi flokkur er til ennþá.Einlægt og heiðarlegt fólk. En eins og bent var á er  innistæða Framsóknar  lítil og við vitum að það er ekki af ástæðulausu. Forsjárhyggja ráðandi afla í þínum flokki hefur ekki verið fyrir fólkið heldur spillingaraflið í flokknum.

Það eru margir pólitískir munaðarleysingjar á landinu í dag. Fyrst er það fólkið svo er það flokkurinn svoleiðis á það að vera í raun. En ég held að sú hugsun sé ekki ofaná hjá ykkur í dag.

Sigmundur er afburðarvelgefin maður með virta ferilskrá. Á mínum vinnustað (HÍ) taka menn til þess hversu vel hann kom inn í aðstæðurnar það var talað um björgun á þessum gamla flokki. En þetta sama fólk er hugsi núna. Hvað er raunverulega í gangi?

Sigmundur sagði að þetta væri ekki sín óskastjórn,hann hefur líka sagt að hann vilji færa flokkinn til vinstri. Ef þetta var PR dæmi hjá flokknum þá fékk flokkurinn mikla athygli en ég held því miður hafi hún ekki verið jákvæð.

Rannveig H, 31.1.2009 kl. 10:31

17 identicon

Þetta er rgin hneyksli hvernig forysta Framsóknarflokksins kemur fram í þessu máli. Þar eru greinilega enn til hnífasettin.

Segjast áður og án nokkurra skilyrða ætla að verja stjórn þessara flokka falli fram að kosningum en koma svo eftir á með alls konar kröfur og um það hvað eigi að standa í málefnaskrá þessarar Ríkisstjórnar.

Þetta er að koma aftan að hlutunum og mjög óheiðarlegt og ekki gæfuleg byrjun hjá nýja formanninum.

En sennilega hafa þungavigta gróðapungar sem ráðið hafa öllu í flokknum undanfarin ár kippt í sína spotta. Það er nefnilega ekki búið að henda öllum fúaspítunum út í þessu spilltasta vígi Íslenskra stjórnmála.

Þetta er sama sullið bara á nýjum belgjum.

Réttast væri að leggja flokkinn alveg niður, það væri það besta og heiðarlegasta fyrir Íslenskt samfélag ! 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 10:37

18 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ef framsókn og sjálfstæðisflokkur myndu ná saman eins og í reykjavík og kópavogi væri það besta stjórnarmynstrið því t.d sf er í tætlum sem stjórnmálaflokkur og því varla stjórntækur og hvað þá með eyðslukló sem forsætisráðerra.

Óðinn Þórisson, 31.1.2009 kl. 10:45

19 Smámynd: Hallur Magnússon

Gunnlaugur.

Það er alrangt hjá þér að:

 "Segjast áður og án nokkurra skilyrða ætla að verja stjórn þessara flokka falli fram að kosningum en koma svo eftir á með alls konar kröfur og um það hvað eigi að standa í málefnaskrá þessarar Ríkisstjórnar."

Það voru strax í upphafi sett 4 afar skýr skilyrði. VG og Samfylking hafði einungis gengið að 2 af 4.

Bið þig að hafa þetta í huga. Rétt skal vera rétt.

Hallur Magnússon, 31.1.2009 kl. 10:53

20 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Framsóknarflokkurinn breytist náttúrulega ekki á einni nóttu.

En með stjórnmál þá er það æði oft þannig að það sem gerist á yfirborðinu er í sjálfu sér aukaatriði.  Hvað gerist í bakherbergjunum er kjarni máls.  En hvar gerist þar fær almúginn ekkert að vita um.

Eg hef sterklega á tilfinningunni að Frammarar séu nú að reyna að pressa einhverju í gegn.  Hvað nákvæmlega,  er ómögulegt um að segja.  En þetta "leggjast yfir útfærslur á einhverju með hagfræðingum" - eða hvernig sem það er orðað hjá þeim,  er náttúrulega yfirborðið.  Það býr eitthvað undir.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 31.1.2009 kl. 12:30

21 identicon

Framsókn er að koma ár sinni vel fyrir borð. Þeir eru á hraðferð að kjötkötlunum og verið viss þeir munu byrja að rífa uppúr kötlunum þrátt fyrir að kjötið sé ekki almennilega soðið. Íslenskur almenningur mun blæða eins og alltaf þegar þeir komast í almannafé.

Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 12:38

22 identicon

Þetta er áhugaverð umræða að mörgu leyti.

 Í fyrsta lagi út frá óþolinmæði. Það virðist eins og allt eigi að gerast strax. Það má ekki gefa sér tíma til að vanda sig.

 Í öðru lagi - reiðin. Umræðan stjórnast af upphrópunum og tilfinningum frekar en rökum.

 Í þriðja lagi - sagan. Það virðist erfitt að gíra sig frá því liðna. Menn tala um hið nýja Ísland en halda áfram umræðunni í gamla Íslandi. Þetta á við umræður á bloggsíðum, hjá stjórnmálamönnum og hjá fjórða valdinu- fjölmiðlum.

Það hlítur að vera morgunljóst að við snúum ekki klukkunni til baka. ALLIR FLOKKAR hafa sinn ruslapoka að bera. Nú þegar einn þeirra byrjar að taka til þá ærast margir. Hvernig má það vera. Er ekki jákvætt að taka til. Hvað með hina flokkana. Hafa þeir hafið tiltektina hjá sér. Hvernig væri að snúa sér að þeim. Með allri virðingu fyrir Jóhönnu og Steingrími er þau fulltrúar þeirra stjórnmálaaðferða sem hafa tíðkast undanfarna áratugi enda vel sjóuð í þeim. Við höfum hingað til séð frá stjórnmálaflokkunum öllum: Stefnt skal að....... Leitast skal við.....  Athugað skal hvort...... og fleira í þessum dúr. Nú kemur fram stjórnmálaforingi sem vill skipulag og útfærðar leiðir að ákveðnum markmiðum. Áberandi viðbrögð við því eru óþolinmæði og tortryggni. Er það hið nýja Ísland sem menn eru að tala um. Það hafa verið tilkallaðir hagfræðingar af öllum gerðum. Kannski þyrfti að kalla til þjóðarsálfræðinga.

Jón Tynes (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 13:49

23 Smámynd: Gísli Guðmundsson


Mjög áhugaverð skrif hjá þér Jón Tynes, vel orðað og vonandi les fólk orð
þín með kyrrð í huga en ekki mengað af hugaræsing.

Takk fyrir þetta.

Gísli Guðmundsson, 31.1.2009 kl. 14:42

24 identicon

Ég hef hins vegar alla tíð gagnrýnt það sem mér hefur fundist ámælisvert í framkvæmd grundvallarstefnu Framsóknarflokksins og barist fyrir hugsjónum mínum og hugmyndum um betra samfélag.

Hallur þarna ert þú að grínast er það ekki. Varst verjandi Finns og Co bak og fyrir.

En til hamingju að vera kominn í framboð. En ég get ekki óskað þér góðs gengisEf þið komist að kjötkötlunum veit ég að ég mun verða fátækari.

Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 15:20

25 identicon

Sæll Hallur!  Á annari bloggsíðu myndlíkti ég þinni pólítík við undarlega borðsiði, óholla fæðu og andfýlu sem af slíku leiðir.  Ég fæ ekki betur séð en að þú fáir nú næringu úr öðrum þarfagangi og notir áfram sömu hnífapörin.

Fíni náungi!

Mig langar að spyrja þig nokkurra "málefnalegra" spurninga.

Hver var afstaða þín til listunar Íslands meðal viljugra þjóða á meðan það mál gekk í gegn og hafðirðu þá skoðun í frammi?

Hver var afstaða þín til kvótakerfisins og hver er hún nú?

Hver var afstaða þín til sölu bankanna og þeirra aðferða sem þar voru viðhöfð?

Hver var afstaða þín til 90% húsnæðislánanna?

Með von um skjót svör!

marco (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 17:19

26 Smámynd: Hallur Magnússon

Kærar þakkir fyrir hvatninguna og góð orð í minn garð.

 Marco.

Ég vil gjarnan svara spurningum þínum.

Hver var afstaða þín til listunar Íslands meðal viljugra þjóða á meðan það mál gekk í gegn og hafðirðu þá skoðun í frammi?

Ég var á móti því og lét það í ljósi á sínum tíma. Minni á að miðstjórn Framsóknarflokksins og þáverandi formaður Jón Sigurðsson báðust afsökunar á hlut Framsóknar í þeim afdrifaríku mistökum

Hver var afstaða þín til kvótakerfisins og hver er hún nú?

'Eg var fylgjandi kvótakerfinu þegar það var sett á. Tel hins vegar það hafa verið mistök hjá ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks að heimila framsal í því formi sem var.

Ég tel mistök að ákvæðið sem kvað á um að úthlutun skuli byggð á veiðireynslu síðastliðinna þriggja ára hafi einungis verið beitt einu sinni. Það átti að vera meginreglan - alltaf. Þá hefðu þeir sem leigðu kvótann yfir eitt ár skert úthlutun sína árið eftir um 1/3 - en sá sem leigði kvótan hefði fengið 1/3 úthlutað árið eftir. Slíkt leiguframsal hefði verið jákvætt - því það hefðu tryggt mögulega innkomu í kerfið.

En úr því sem komið var - þá hef ég lengi verið talsmaður þess að kvótaúthlutun fyrndist - og fyrningin yrði sett á markað og seld hæstbjóðenda. Það sama þegar bætt yrði í kvótann. Þannig fær þjóðin - ríkið - tekjur af kvótanum og möguleiki gefst á innkomu nýrra aðilja - án þess að þeir þurfi að greiða núverandi kvótaeigendum fyrir slíkan kvóta.

Hver var afstaða þín til sölu bankanna og þeirra aðferða sem þar voru viðhöfð?

Ég var fylgjandi einakvæðingu bankanna en taldi - og tel enn - að það hefði átt að einkavæða annan bankann í einu - og að einkavæðingin tæki lengri tíma.  Ég var þeirrar skoðunar að það ætti að einkavæða með mjög dreifðu eignarhaldi - en reynslan af kennitölusöfnun stórra aðila getur mælt því mót.

Að sjálfsögðu átti að selja hæstbjóðanda bankana í einkavæðingu - eins og gert var með Búnaðarbankann - en set eftir á spurningamerki við skilgreiningu á því hverjir gátu boðið.

Þá var tímasetningin að líkindum ekki góð - í upphafi uppsveiflu og mögulegrar þenslu í efnahagslífinu.

Það að einkavæða báða í einu voru klárleg mistök - þannig að ég hafði greinolega rétt fyrir mér á sínum tíma!  Hef það þó ekki alltaf.

Hver var afstaða þín til 90% húsnæðislánanna?

90% lán Íbúðalánasjóðs til kaupa á hóflegu húsnæði var góð hugmynd og hefði - ef bankarnir hefðu ekki ruðst inn á íbúðalánamarkaðinn á einni nóttu með ótakmörkuðum allt að 100% lánum - eyðilagt verkefni sem hefði getað orðið venjulegum fjölskyldum mjög hagfellt og til bóta.

Bendi á að áætlanir um innleiðingu 90% lána Íbúðalánasjóðs gerðu ráð fyrir að 90% lánin tækju gildi vorið 2007 - þegar þensluáhrifa vegna framkvæmda við álver í Hvalfirði og Reyðarfirði - og framkvæmdir við orkuver þeim tengdum - væri lokið.

Ekki gleyma því að þegar sú áætlun var kynnt voru bankarnir einungis með 5% hlutdeild á íbúðalánamarkaði og vextir lána þeirra á bilinu 7,5% - 9% verðtryggt!

Vona að þú sért betur að þér í sögunni að þú teljir ekki að þenslan hafi verið 90% lánum Íbúðalánasjóðs að kenna!

Hef hins vegar um langt skeið talið að kvótaúthlutun ætti að fyrnast

Hallur Magnússon, 31.1.2009 kl. 18:43

27 identicon

Takk fyrir svörin.  Þér er greinilega ekki alls varnað. 

 Aftur á móti styrkja svör þín skoðun mína um pólítískar matarvenjur þínar.  Þú hefur haldið áfram í flokknum og varið hann í gegnum þykkt og þunnt svo maður heyrir beinlínis glamra í hnífapörunum. 

 Að reyna að sverja hrylling kvótakerfisins af framsóknarflokknum er næstum því klámfengið.

marco (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband