Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

4 - 12 mílna hvalveiðilandhelgi!

Hvalaskoðun og hvalveiðar geta gengið saman. Hvalaskoðun er afar mikilvæg gjaldeyristekjulind og það geta hvalveiðar líka orðið. En hvalaskoðun verður að hafa ákveðin forgang.

Legg því til að það verði sett upp 4 - 12 mílna hvalveiðilandhelgi þar sem hvalveiðar verði bannaðar. 

Það má þó skoða sérstaklega einstaka svæði til hrefnuveiða innan þeirra marka eru leyfðar - og þá verður að tryggja aukna vernd á helstu hvalaskoðunarsvæðunum við Faxaflóa og Skjálfanda.

Slæ ekki á móti vel súru hvalrengi á þorrablótum næsta árs! Loksins alvöru hvalrengi eftir öll þessi ár Tounge


mbl.is Hefjum hrefnuveiðar í apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn samþykkir ekki eyðslu og skattahækkanastjórn!

Vinstri grænir og Samfylkingin verða að gera sér grein fyrir því að Framsóknarmenn hafa boðist til þess að verja minnihlutastjórn þeirra falli á þeim forsendum að stjórnin vinni að brýnustu aðgerðum vegna stöðu heimilanna og fyrirtækjanna í landinu fram að kosningum sem þurfa að vera eins fljótt og unnt er.

Framsóknarmenn munu ekki samþykkja starfsstjórn eyðslu og skattahækkana!

Ákvarðanir um mögulegar skattahækkanir og ákvarðanir um það hvernig ríkisútgjöldums skal háttað verða að bíða nýrrar ríkisstjórnar sem hefur til þess hefur skýrt umboð frá þjóðinni!

Þá þurfa Vinstri grænir og Samfylkingin að átta sig á því að þótt Framsóknarflokkurinn taki ekki sæti í starfsstjórninni, þá er Framsóknarflokkurinn ekki að gefa Vinstri grænum og Samfylkingu sjálfsvald um stjórn landsins.

Framsóknarflokkurinn mun að sjálfsögðu standa vörð um hag heimila og fyrirtækja í landinu og ekki samþykkja óábyrgar aðgerðir ríkisstjórnarinna sem kunn að skaða heimili, fyrirtæki, ríkissjóð og ganga gegn nauðsynlegum efnahagsaðgerðum vegna kreppunar.


mbl.is Boðuð á fund forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingarmenn alltaf of seinir að gera rétta hluti!

Samfylkingarmenn virðast alltaf vera allt of seinir að gera rétta hluti! 

Björgvin G. Sigurðsson bankamálaráðherra sagði allt of seint af sér þannig að afsögn hans lítur út eins og hann væri að flýja sökkvandi skip frekar en að hann sé að axla ábyrgð.

Jón Sigurðsson varaformaður stjórnar Seðlabankans segir af sér allt of seint þannig að afsögn hans lítur út eins og hann sé að þvo hendur sínar af Davíð Oddssyni sem Jón hefur borið ábyrgð á um það bil sem Davíð fellur frekar en að hann sé að axla ábyrgð.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinna slítur ríkisstjórnarsamstarfinu allt of seint þannig að afsögn hennar lítur út að sé gerð til þess að bjarga sér fyrir horn þegar fullreynt var að Samfylkingin var að hrynja vegna óánægju almennra flokksmanna og alþingismanna í stað stað þess að hún sé að axla ábyrgð.

Vonandi verður Samfylkingin ekki svona sein í minnihlutastjórninni - því þjóðin hefur ekki lengur tíma til að bíða eftir því að Samfylkingin geri rétta hluti á réttum tíma.


mbl.is Sagði sig úr bankaráði Seðlabanka Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetinn, ég og Framsókn sammála um þjóðkjörið stjórnlagaþing?

Enn einu sinni kemur fram nauðsyn þess að þjóðin kjósi sér stjórnlagaþing til þess að semja tillögu að nýrri stjórnarskrá og leggi hana fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Mikilvægur þáttur í nýrri stjórnarskrá er staða og hlutverk forseta Íslands.

Ég skil orð forsetans ekki betur en ég, hann og Framsóknarflokkurinn séu sammála um að Þjóðkjörið stjórnlagaþing móti stjórnskipan framtíðarinnar

Framsóknarflokkurinn hefur skýra stefnu hvað þetta varðar eftir glæsilegt flokksþing sitt:

Ályktun um stjórnlagaþing 

Markmið
Að stjórnskipun Íslands verði endurskoðuð á sérstöku stjórnlagaþingi þar sem stjórnarskrá Íslands og eftir ástæðum viðeigandi lög um stjórnsýslu, dómstóla, löggjafarstarf og kosningar verði endurskoðuð til samræmis við framsæknar hugmyndir um stjórnskipun landsins um gagnsæi, lýðræðislega þátttöku og jafnvægi milli valdþátta.

Leiðir

  • Helstu álitamál sem taka þarf afstöðu til á stjórnlagaþingi eru meðal annars:
  • Hvort afnema eigi þingræði og taka upp beina kosningu æðsta handhafa framkvæmdarvalds
  • Hvernig eftirliti með valdháttum eigi að vera háttað, eftirlitshlutverk Alþingis, virkari ráðherraábyrgð og óháðara val dómara
  • Hvort auka eigi valfrelsi kjósenda um fulltrúa á framboðslistum
  • Hvort takmarka eigi hámarkssetutíma þingmanna og ráðherra
  • Hvort auka eigi möguleika á þjóðaratkvæði og jafnvel frumkvæði að löggjöf frá almenningi
  • Hvernig gagnsæi stjórnkerfisins sé tryggt
  • Hvort þörf sé á sérstökum þjóðhöfðingja og þá hvert hlutverk hans eigi að vera
  • Hver staða sveitarfélaganna eigi að vera, svo sem með hlutdeild í fjárstjórnarvaldi ríkisins
  • Hvort og þá hvernig skipta eigi landinu í kjördæmi
  • Hvernig staðið skuli að framsali valdheimilda til alþjóðlegra stofnana
  • Hvernig tryggja eigi skýrt og ótvírætt sjálfstæði hinna þriggja meginþátta ríkisvaldsins löggjafarvalds, dómsvalds og framkvæmdarvalds


Fyrstu skref
Þingflokkur Framsóknarflokksins skal leggja fram tillögu á Alþingi um kosningu til stjórnlagaþings í samræmi við niðurstöður íbúalýðræðisnefndar flokksins. Einnig verði lögð fram tillaga um breytingu á stjórnarskránni þess eðlis að breytingar á stjórnarskrá verði bornar undir þjóðaratkvæði. Stefnt skal að því að stjórnlagaþing verði kallað saman sem fyrst og tillögur þess að nýrri stjórnarskrá verði lagðar fyrir þjóðina.  Stjórnlagaþing skal ekki vera skipað núverandi eða fyrrverandi alþingismönnum, ráðherrum eða formönnum stjórnmálahreyfinga.


mbl.is „Óvenjulegt frumkvæði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sammála Geir og Ingibjörgu Sólrúnu

Ég er sammála bæði Geir Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu. Geir segir eins og satt er að allt logi í átökum innan Samfylkingar og Ingibjörg Sólrún segir að verkstjórn í ríkisstjórninni hafi verið ábótavant.


mbl.is Stjórnarsamstarfi lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bera ráðuneytisstjórar einhverja ábyrgð?

Auðvitað ber Geir Haarde ábyrgð á efnahagshruni Íslands og  heimsins með hópi annarra manna. En bera ráðuneytisstjórar einhverja ábyrgð?  Er ekki rétt að skipta um ráðuneytisstjóran fjármálaráðuneytis?


mbl.is Geir Haarde sagður ábyrgur fyrir hruninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hálft prik til ríkisstjórnarflokkannna

Ríkisstjórnarflokkarnir fá hálft prik fyrir það að ágreiningur þeirra er að líkindum ekki bara sandkassaþras um persónur og leikendur eins og jafnvel mætti ætla, heldur er einnig um að ræða pólitískan ágreining um mismunandi leiðir.

Sjálfstæðisflokkurinn er sagður vilja skera enn frekar niður í ríkisfjármálum, en Samfylkingin vill hrynda af stað aðgerðaráætlun um efnahagslífið og peningastjórnun.

Það er nánast nýlunda að herya að slík aðgerðaráætlun sé til staðar - aðgerðarleysi ríkisstjórnar hefur verið slíkt.

Það verður spennandi að sjá hvernig dagurinn þróast - og hvort slagurinn snúist virkilega um raunveruleg stjórnmál - ekki einungis þras um persónur og leikendur.


mbl.is Vilja taka að sér verkstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð Oddsson næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Ætli Davíð Oddsson hætti ekki sem Seðlabankastjóri og fari í formannsslag í Sjálfstæðisflokknum? Friðrik Sóphusson gæti tekið varaformanninn aftur!
mbl.is Mótmælt við Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útlending sem forstjóra Fjármálaeftirlitsins

Þegar núverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins var ráðinn árið 2005 lagði ég til að útlendingur yrði ráðinn forstjóri og færði fyrir þau skýr rök. Stjórnvöld hefðu betur farið að mínum tillögum þá.

Nú verður nýr forstjóri Fjármálaeftirltisins ráðinn.  Það á að vera útlendingur.


mbl.is Jónas hættir 1. mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útlending sem forstjóra Fjármálaeftirlitsins

Þegar núverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins var ráðinn árið 2005 lagði ég til að útlendingur yrði ráðinn forstjóri og færði fyrir þau skýr rök. Stjórnvöld hefðu betur farið að mínum tillögum þá.

Nú verður nýr forstjóri Fjármálaeftirltisins ráðinn. Það á að vera útlendingur.


mbl.is Geir: Má ekki missa dampinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband