Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2009

4 - 12 mílna hvalveiđilandhelgi!

Hvalaskođun og hvalveiđar geta gengiđ saman. Hvalaskođun er afar mikilvćg gjaldeyristekjulind og ţađ geta hvalveiđar líka orđiđ. En hvalaskođun verđur ađ hafa ákveđin forgang.

Legg ţví til ađ ţađ verđi sett upp 4 - 12 mílna hvalveiđilandhelgi ţar sem hvalveiđar verđi bannađar. 

Ţađ má ţó skođa sérstaklega einstaka svćđi til hrefnuveiđa innan ţeirra marka eru leyfđar - og ţá verđur ađ tryggja aukna vernd á helstu hvalaskođunarsvćđunum viđ Faxaflóa og Skjálfanda.

Slć ekki á móti vel súru hvalrengi á ţorrablótum nćsta árs! Loksins alvöru hvalrengi eftir öll ţessi ár Tounge


mbl.is Hefjum hrefnuveiđar í apríl
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Framsókn samţykkir ekki eyđslu og skattahćkkanastjórn!

Vinstri grćnir og Samfylkingin verđa ađ gera sér grein fyrir ţví ađ Framsóknarmenn hafa bođist til ţess ađ verja minnihlutastjórn ţeirra falli á ţeim forsendum ađ stjórnin vinni ađ brýnustu ađgerđum vegna stöđu heimilanna og fyrirtćkjanna í landinu fram ađ kosningum sem ţurfa ađ vera eins fljótt og unnt er.

Framsóknarmenn munu ekki samţykkja starfsstjórn eyđslu og skattahćkkana!

Ákvarđanir um mögulegar skattahćkkanir og ákvarđanir um ţađ hvernig ríkisútgjöldums skal háttađ verđa ađ bíđa nýrrar ríkisstjórnar sem hefur til ţess hefur skýrt umbođ frá ţjóđinni!

Ţá ţurfa Vinstri grćnir og Samfylkingin ađ átta sig á ţví ađ ţótt Framsóknarflokkurinn taki ekki sćti í starfsstjórninni, ţá er Framsóknarflokkurinn ekki ađ gefa Vinstri grćnum og Samfylkingu sjálfsvald um stjórn landsins.

Framsóknarflokkurinn mun ađ sjálfsögđu standa vörđ um hag heimila og fyrirtćkja í landinu og ekki samţykkja óábyrgar ađgerđir ríkisstjórnarinna sem kunn ađ skađa heimili, fyrirtćki, ríkissjóđ og ganga gegn nauđsynlegum efnahagsađgerđum vegna kreppunar.


mbl.is Bođuđ á fund forseta
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Samfylkingarmenn alltaf of seinir ađ gera rétta hluti!

Samfylkingarmenn virđast alltaf vera allt of seinir ađ gera rétta hluti! 

Björgvin G. Sigurđsson bankamálaráđherra sagđi allt of seint af sér ţannig ađ afsögn hans lítur út eins og hann vćri ađ flýja sökkvandi skip frekar en ađ hann sé ađ axla ábyrgđ.

Jón Sigurđsson varaformađur stjórnar Seđlabankans segir af sér allt of seint ţannig ađ afsögn hans lítur út eins og hann sé ađ ţvo hendur sínar af Davíđ Oddssyni sem Jón hefur boriđ ábyrgđ á um ţađ bil sem Davíđ fellur frekar en ađ hann sé ađ axla ábyrgđ.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formađur Samfylkingarinna slítur ríkisstjórnarsamstarfinu allt of seint ţannig ađ afsögn hennar lítur út ađ sé gerđ til ţess ađ bjarga sér fyrir horn ţegar fullreynt var ađ Samfylkingin var ađ hrynja vegna óánćgju almennra flokksmanna og alţingismanna í stađ stađ ţess ađ hún sé ađ axla ábyrgđ.

Vonandi verđur Samfylkingin ekki svona sein í minnihlutastjórninni - ţví ţjóđin hefur ekki lengur tíma til ađ bíđa eftir ţví ađ Samfylkingin geri rétta hluti á réttum tíma.


mbl.is Sagđi sig úr bankaráđi Seđlabanka Íslands
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Forsetinn, ég og Framsókn sammála um ţjóđkjöriđ stjórnlagaţing?

Enn einu sinni kemur fram nauđsyn ţess ađ ţjóđin kjósi sér stjórnlagaţing til ţess ađ semja tillögu ađ nýrri stjórnarskrá og leggi hana fyrir ţjóđaratkvćđagreiđslu. Mikilvćgur ţáttur í nýrri stjórnarskrá er stađa og hlutverk forseta Íslands.

Ég skil orđ forsetans ekki betur en ég, hann og Framsóknarflokkurinn séu sammála um ađ Ţjóđkjöriđ stjórnlagaţing móti stjórnskipan framtíđarinnar

Framsóknarflokkurinn hefur skýra stefnu hvađ ţetta varđar eftir glćsilegt flokksţing sitt:

Ályktun um stjórnlagaţing 

Markmiđ
Ađ stjórnskipun Íslands verđi endurskođuđ á sérstöku stjórnlagaţingi ţar sem stjórnarskrá Íslands og eftir ástćđum viđeigandi lög um stjórnsýslu, dómstóla, löggjafarstarf og kosningar verđi endurskođuđ til samrćmis viđ framsćknar hugmyndir um stjórnskipun landsins um gagnsći, lýđrćđislega ţátttöku og jafnvćgi milli valdţátta.

Leiđir

 • Helstu álitamál sem taka ţarf afstöđu til á stjórnlagaţingi eru međal annars:
 • Hvort afnema eigi ţingrćđi og taka upp beina kosningu ćđsta handhafa framkvćmdarvalds
 • Hvernig eftirliti međ valdháttum eigi ađ vera háttađ, eftirlitshlutverk Alţingis, virkari ráđherraábyrgđ og óháđara val dómara
 • Hvort auka eigi valfrelsi kjósenda um fulltrúa á frambođslistum
 • Hvort takmarka eigi hámarkssetutíma ţingmanna og ráđherra
 • Hvort auka eigi möguleika á ţjóđaratkvćđi og jafnvel frumkvćđi ađ löggjöf frá almenningi
 • Hvernig gagnsći stjórnkerfisins sé tryggt
 • Hvort ţörf sé á sérstökum ţjóđhöfđingja og ţá hvert hlutverk hans eigi ađ vera
 • Hver stađa sveitarfélaganna eigi ađ vera, svo sem međ hlutdeild í fjárstjórnarvaldi ríkisins
 • Hvort og ţá hvernig skipta eigi landinu í kjördćmi
 • Hvernig stađiđ skuli ađ framsali valdheimilda til alţjóđlegra stofnana
 • Hvernig tryggja eigi skýrt og ótvírćtt sjálfstćđi hinna ţriggja meginţátta ríkisvaldsins löggjafarvalds, dómsvalds og framkvćmdarvalds


Fyrstu skref
Ţingflokkur Framsóknarflokksins skal leggja fram tillögu á Alţingi um kosningu til stjórnlagaţings í samrćmi viđ niđurstöđur íbúalýđrćđisnefndar flokksins. Einnig verđi lögđ fram tillaga um breytingu á stjórnarskránni ţess eđlis ađ breytingar á stjórnarskrá verđi bornar undir ţjóđaratkvćđi. Stefnt skal ađ ţví ađ stjórnlagaţing verđi kallađ saman sem fyrst og tillögur ţess ađ nýrri stjórnarskrá verđi lagđar fyrir ţjóđina.  Stjórnlagaţing skal ekki vera skipađ núverandi eđa fyrrverandi alţingismönnum, ráđherrum eđa formönnum stjórnmálahreyfinga.


mbl.is „Óvenjulegt frumkvćđi“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sammála Geir og Ingibjörgu Sólrúnu

Ég er sammála bćđi Geir Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu. Geir segir eins og satt er ađ allt logi í átökum innan Samfylkingar og Ingibjörg Sólrún segir ađ verkstjórn í ríkisstjórninni hafi veriđ ábótavant.


mbl.is Stjórnarsamstarfi lokiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bera ráđuneytisstjórar einhverja ábyrgđ?

Auđvitađ ber Geir Haarde ábyrgđ á efnahagshruni Íslands og  heimsins međ hópi annarra manna. En bera ráđuneytisstjórar einhverja ábyrgđ?  Er ekki rétt ađ skipta um ráđuneytisstjóran fjármálaráđuneytis?


mbl.is Geir Haarde sagđur ábyrgur fyrir hruninu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hálft prik til ríkisstjórnarflokkannna

Ríkisstjórnarflokkarnir fá hálft prik fyrir ţađ ađ ágreiningur ţeirra er ađ líkindum ekki bara sandkassaţras um persónur og leikendur eins og jafnvel mćtti ćtla, heldur er einnig um ađ rćđa pólitískan ágreining um mismunandi leiđir.

Sjálfstćđisflokkurinn er sagđur vilja skera enn frekar niđur í ríkisfjármálum, en Samfylkingin vill hrynda af stađ ađgerđaráćtlun um efnahagslífiđ og peningastjórnun.

Ţađ er nánast nýlunda ađ herya ađ slík ađgerđaráćtlun sé til stađar - ađgerđarleysi ríkisstjórnar hefur veriđ slíkt.

Ţađ verđur spennandi ađ sjá hvernig dagurinn ţróast - og hvort slagurinn snúist virkilega um raunveruleg stjórnmál - ekki einungis ţras um persónur og leikendur.


mbl.is Vilja taka ađ sér verkstjórnina
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Davíđ Oddsson nćsti formađur Sjálfstćđisflokksins?

Ćtli Davíđ Oddsson hćtti ekki sem Seđlabankastjóri og fari í formannsslag í Sjálfstćđisflokknum? Friđrik Sóphusson gćti tekiđ varaformanninn aftur!
mbl.is Mótmćlt viđ Seđlabankann
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Útlending sem forstjóra Fjármálaeftirlitsins

Ţegar núverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins var ráđinn áriđ 2005 lagđi ég til ađ útlendingur yrđi ráđinn forstjóri og fćrđi fyrir ţau skýr rök. Stjórnvöld hefđu betur fariđ ađ mínum tillögum ţá.

Nú verđur nýr forstjóri Fjármálaeftirltisins ráđinn.  Ţađ á ađ vera útlendingur.


mbl.is Jónas hćttir 1. mars
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Útlending sem forstjóra Fjármálaeftirlitsins

Ţegar núverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins var ráđinn áriđ 2005 lagđi ég til ađ útlendingur yrđi ráđinn forstjóri og fćrđi fyrir ţau skýr rök. Stjórnvöld hefđu betur fariđ ađ mínum tillögum ţá.

Nú verđur nýr forstjóri Fjármálaeftirltisins ráđinn. Ţađ á ađ vera útlendingur.


mbl.is Geir: Má ekki missa dampinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband