Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
Þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB næsta vor!
18.9.2008 | 16:20
Þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið næsta vor - takk fyrir! Það er ekki seinna vænna!
Birkir Jón Jónsson alþingismaður Framsóknarflokksins, Sæunn Stefánsdóttir ritari Framsóknarflokksins og Páll Magnússon fyrrum varaþingmaður Framsóknarflokksins rita grein í Fréttablaðið þar sem þau hvetja til þess að stefna Framsóknarflokksins um að þjóðin ætti að greiða þjóðaratkvæði um þaðhvort ganga eigi til viðræðna við Evrópusambandið verði hrynt í framkvæmd - og hvetja til þess að þjóðaratkvæðagreiðslan verði haldin vorið 2009.
Valgerður Sverrisdóttir talaði skýrt um málið eftir að gjaldmiðilsnefnd Framsóknarflokksins skilaði skýrslu um gjaldmiðilsmál á þriðjudaginn. Hún vill aðildarviðræður við Evrópusambandið. Jón Sigurðsson fyrrum formaður Framsóknarflokksins hvetur til hins sama!
Ný skoðanakönnun Gallup sýnir að miklu fleiri Framsóknarmenn vilja að Evra verði tekin upp en þeir sem vilja halda í krónuna. Það var áður en í ljós kom hvað það er hræðilega dýrt að hafa krónuna sem gjaldmiðil til framtíðar!
Já. kjósum um aðildarviðræður næsta vor!
Greinin er hér:
Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarviðræður fari fram vorið 2009
Geir Haarde í öryggisráðið?
17.9.2008 | 20:40
Það stefnir í að Ísland taki sæti í öryggisráðinu. Með því skapast tækifæri fyrir Sjálfstæðisflokkinn til að ganga frá nauðsynlegum kynslóðaskiptum. Geir Haarde - sem margir Sjálfstæðismenn eru farnir að efast um sem leiðtoga og forsætisráðherra - er tilvalinn í starfið!
Hann kemur vel fyrir - er vel gefinn og frábær tungumálamaður!
140 þjóðir hafa lýst yfir stuðningi við framboð Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dúkarinn segir mig rætinn!
16.9.2008 | 19:28
Dúkarinn Þorleifur Gunnlaugsson borgarfulltrúi Vinstri grænna sagði mig rætinn þar sem hann stóð í öllu sínu veldi í ræðustól borgarstjórnar Reykjavíkur í dag. Þorleifur vísaði í - að hans mati - "afar rætið blogg nýkjörins varaformanns velferðarráðs" - eins og hann orðaði það - en varaformaðurinn er ég - og las í kjölfarið beina tilvitnun úr meintu, rætnu bloggi mínu - sem reyndar var í allt öðru bloggi:
"Þegar nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við stjórn Reykjavíkurborgar á dögunum þá sammæltust við fulltrúar meirihlutans í Velferðarráði að leggja á haustmánuðum áherslu á málefni utangarðsfólks."
Það fer greinilega afar illa í dúkaran að þegar við í Framsóknarflokknum tókum af skarið og leystum slæma stjórnarkrísu með því að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn- þá settum við það á oddinn að setja punt á bak við endalaus samræðustjórnmál og byrja að framkvæma.
Dúkarinn Þorleifur Gunnlaugsson vildi fresta afgreiðslu stefnumótunar um málefni utangarðsfólks og metnaðarfulla aðgerðaráætlun sem henni fylgdi - og tryggð verður í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar. Væntanlega hefur ósk hans um frestun verið byggð á göfugum hvötum - en eins og ég sagði í mínu "rætna bloggi" þá var ég:
"...mjög harður á því að stefnumótunin og aðgerðaáætlunin yrði samþykkt í dag svo unnt væri að hefja strax handa við að bæta aðstöðu útigangsfólks. Enda var vinnuhópur stjórnmálamanna og embættismanna búinn að vinna að stefnumótuninni allt frá því verkefninu var komið á fót í fyrri meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Haldnir voru 18 fundur - þótt vinnan hafi legið fyrir meðan Samfylkingin fór með formennsku í Velferðarráði í valdatíð Tjarnarkvartettsins."
Ég ætla ekki að elta ólar við misskilning Þorleifs - sem sumir myndu kannske kalla rangfærslur - um nýsamþykkta metnaðarfulla stefnu og aðgerðaráætlun í málefnum utangarðsfólks borgarstjórn í dag - þrátt fyrir að formaður velferðarráðs hafi ítrekað leiðrétt velferðarráðsfulltrúann.
En það verður greinilega athyglisvert að vinna með dúkaranum, borgarfulltrúanum og fulltrúanum í velferðarráði - Þorleifi Gunnlaugssyni - þessa mánuði sem eftir eru fram að kosningum!
Hina metnaðarfullu stefnum - sem Þorleifur vildi ekki samþykkja heldur fresta á fundi Velferðarráðs í síðustu viku - má sjá hér á vefsvæði Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.9.2008 kl. 07:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Sýndarmennska verðlaunuð!
16.9.2008 | 08:48
Hugtakið sýndarmennska fær alveg nýja vídd með "sýndarmennum"!
Þetta fyrirbæri eiga kannske framtíð fyrir sér í ákveðnum stjórnmálaflokkum!
En án gríns þá er það frábær árangur hjá þeim Bjarna Þór Árnasyni og Ægi Þorsteinssyni sem hlutu tvenn verðlaun fyrir lokaverkefni sem kallast CADIA BML Realizer, og er opið safn verkfæra til að myndgera og kvika sýndarmenni í þrívíðum sýndarheimum. Þetta er fyrsta aðgengilega kvikunarvélin sem tekur við hreyfilýsingu á BML-formi ("Behavior Markup Language"), sem er nýr alþjóðlegur staðall til að lýsa nákvæmri samhæfingu líkamshreyfinga, segir í frétt frá HR!
Sýndarmenni! Frábær nafngift á fyrirbærinu!
Verðlaunaðir fyrir sýndarmenni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gera Samtök iðnaðarins upp á milli stjórnmálaflokka?
15.9.2008 | 15:23
Gera Samtök iðnaðarins upp á milli stjórnmálaflokka? Svo virðist vera ef marka má hvernig samtökin kynna niðurstöðu afar merkilegrar könnunar sem sýnir að meirihluti þjóðarinnar vill taka upp Evru. Í frétta á vefsíðu samtakanna er einungis tilgreind afstaða stuðningsmanna Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks!!!
Þetta er afar einkennilegt - ekki hvað síst nú þegar Framsóknarflokkurinn hefur lagt í merkilega vinnu í greiningu gjaldmiðilsmála fyrstur stjórnmálaflokka - vinnu sem kynnt verður á morgun! Og ekki síður að Framsóknarflokkurinn hefur verið í fararbroddi í að styðja við uppbyggingu íslensks iðnaðar á undanförnum árum!
Það er afar einkennilegt - þegar þingmann Vinstri græna hafa staðið gegn Evrunni og Evrópusambandinu - þótt meirihluti stuðningsmanna flokksins sé hlynntur Evru.
Ég fullyrði að það er meiri frétt að meirihluti Framsóknarmanna og meirihluti Vinstri grænna sé fylgjandi Evrunni - heldur en að 78% Samfylkingar sé þessarar skoðunar!
Get hins vegar tekið undir að hjá 50% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins - sem er helsti andstæðingur Evrunnar og Evrópusambandsins á Íslandi - vera fylgjandi Evru og einungis 35% þeirra andvígir! Halló Geir - hvernig væri að hlusta á eigin kjósendur í málinu!
Skamm Samtök iðnaðarins!
PS kl. 19:30.
Varð á í messunni - enda ekki fullnægjandi upplýsingar á síðu Samtaka iðnaðarins!
Misskildi setninguna: "Þeir eru fleiri í öllum flokkum sem eru hlynntir upptöku evru en þeir sem eru andvígir."
Hef fengið upplýsingar um að það sé ekki yfir 50% fylgi heldur:
"Rétt er að 45,4 prósent framsóknarmanna og 48,8 prósent stuðningsmanna Vinstri grænna eru fylgjandi evrunni, sem nær ekki meirihluta, þó þetta sé stærsti hlutinn. Skv. Þessu er minnstur stuðningur við upptöku evru meðal framsóknarfólks.
40,9 prósent framsóknarfólks andvígt upptöku evru, 33,5 prósent sjálfstæðismanna, 13,2 prósent samfylkingarmanna, 33,8 prósent vinstri grænna og 43,9 prósent þeirra sem ekki myndu kjósa. Ekki er gefið upp hlutfall þeirra sem ekki hafa gert upp við sig hvaða flokk þeir myndu kjósa, né hlutfall frjálslyndra (býst við að of fáir frjálslyndir hafi gefið sig fram)"
Meirihluti vill evru hér á landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Skoðaði Framsóknarnefndin mögulegt nýtt myntbandalag?
15.9.2008 | 08:35
"Stórefling krónunnar eða upptaka evru eru þeir kostir sem standa til boða sem gjaldmiðill til framtíðar fyrir íslenska hagkerfið. Aðrir kostir, svo sem upptaka svissnesks franka og norskrar krónu, koma ekki til greina. Þetta er meginniðurstaða nýrrar skýrslu gjaldmiðilsnefndar Framsóknarflokksins. Skýrslan verður kynnt formlega í hádeginu á morgun."
Þetta er merkilegt framtak hjá Framsóknarflokknum - að setja nefnd sérfræðinga í að skoða þá kosti sem í stöðunni eru í gjaldmiðilsmálum. Samkvæmt því sem ég heyri á skotspónum virðist rauvneruelga niðurstaða nefndarinnar vera að besti kosturinn sé að taka upp Evru. Næstbesti kosturinn að halda krónunni með þeim fórnarkostnaði sem því fylgir. Til þess að það sé unnt þurfi að stórauka gjaldeyrisforða Íslendinga.
En tli Framsóknarnefndin hafi skoða þriðju leiðina - myntbandalag Breta, Dana, Svía, Norðmanna og Íslendinga? Vissulega leið sem ekki hefur verið mikið í umræðunni - en væri vert að kanna hvort hljómgrunnur væri fyrir!
Við fáum væntanlega að sjá það þegar skýrslan verður birt á morgun.
Skynsamleg Framsóknarmennska ergir Björn Bjarnason!
14.9.2008 | 12:32
Skynsamlega Framsóknarmennska virðist ergja Björn Bjarnason - þennan ágæta stjórnmálamann sem ég ber mikla virðingu fyrir. Honum gremst sú staðreynd sem ég hef ítrekað bent á að Barack Obama forsetaframbjóðandi Demókrata í Bandaríkjunum er í raun gegnheill Framsóknarmaður!
Þá ergir það Björn að forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins og forsvarsmenn ASÍ haga sér eins og Framsóknarmenn þessa dagana - eins og ágætur formaður Framsóknarflokksins Guðni Ágústsson benti á í grein í gær.
Reyndar verð ég að leiðrétta Guðna minn smá - aðiljar vinnumarkaðarins eru nefnilega sammála um að króna sé búin að vera - og vilja taka upp Evru. Að vísu er meirihluti Framsóknarmanna sammála þessu - en harður minnihluti flokksins er á annarri skoðun. Framsóknarmenn eru klofnir í afstöðunni til Evru - líkt og allir aðrir flokkar - utan Samfylkingar - sem ganga myndi í Evrópusambandið hvernig sem aðildarsamningar litu út!
Staksteinar Morgunblaðsins fjallar um þetta ergelsi Björns í sunnudagsblaðinu í dag.
Barack Obama er gegnheill Framsóknarmaður!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hreint æðisleg Upplyfting!
14.9.2008 | 09:06
Það var hreint æðisleg upplyfting að hlusta á Upplyftingu á Bifröst! Fyrst frábærir tónleikar og síðan ball sem lengi verður í minnum haft! Þetta var bara tímamóta endurkoma Upplyftingar - "strákarnir" aldrei betri!
Spiluðu helling af nýjum lögum eftir stórsnillinginn Jóhann G. Jóhannsson tónlistarmann og myndlistarmann - sem náttúrlega var á staðnum - í gamla hátíðarsalnum á Bifröst!
Ég heimta bara nýja plötu með strákunum.
Get fullyrt að hinn ljúfi og hæfi stjórnmálamaður Magnús Stefánsson - bassaleikari Upplyftingar - hefði fengið 99,9% atkvæða þeirra sem voru á Bifröst - ef það hefði verið kosið í gær!
Magnús er náttúrlega svo mikill og góður "Traustur vinur!".
En svona án gríns - fyrst ég datt í pólitíkina - þá er Magnús Stefánsson einn heilsteyptasti og besti þingmaðurinn okkar - eins og sjá má á reglulegum pistlum á vefsíðunni hans!
Upplyfting á Bifröst!
13.9.2008 | 09:00
Það verður upplyfting fyrir gamla og nýja nemendur á Bifröst þegar Upplyfting heldur tónleika og dansiball að Bifröst í kvöld af tilefni 50 ára afmælis Hollvinasamtaka Bifrastar og 90 ára afmæli Háskólans á Bifröst. Upplyfting sem starfað hefur nánast eins lengi og menn muna - hóf nefnilega feril sinn sem skólahljómsveit á Bifröst!
Það eru 90 ár síðan Samvinnuskólinn var stofnaður sem öflugur stjórnendaskóli sem haldið hefur því hlutverki allt fram á þennan dag - nú sem Háskólinn á Bifröst.
Ég mun kynna á blogginum mínu um helgina hugmyndir um það hvernig Bifröst getur enn treyst þessa stöðu sína með mikilvægri samvinnu - en samvinna hefur alla tíð verið aðall þessa skóla!
Já, og þá hafa fyrrum nemendur á Bifröst unnið saman í 50 ár í Hollvinasamtökum Bifrastar - sem upphaflega báru nafnið Nemandasamband Samvinnuskólans - oftast kallað NSS í gegnum tíðina. Hlutverk Hollvinasamtakanna ætti einnig að vera mikilvægt inn í framtíðina að mínu mati! Meira um það síðar.
Ég er þegar farinn að setja mig í stellingar fyrir daginn - enda mun ég halda ræðu við afhendingu gjafar Hollvinasamtakanna til Bifrastar í tilefni 50 ára afmælis samtakanna og 90 ára afmælis skólans. Einnig meira um gjöfina síðar um helgina - það má nefnilega ekki segja hvað er í afmælispakkanum fyrr en það er búið að opna hann!
Já, það verður dagskrá að Bifröst í allan dag - og Upplyfting fram á nótt! Gamlir nemendur - og aðrir sem tengjast skólanum - hvernig væri bara að skella sér í Norðurárdalinn í dag! Það er örskotstúr - annað en hér á árum áður!
Hallur Magnússon - formaður Hollvinasamtaka Bifrastar
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Staða ungs utangarðsfólks í Reykjavík skoðuð sérstaklega!
12.9.2008 | 11:58
Það ríkir í rauninni nokkuð góða samstaða og sátt allra flokka í Velferðaráði Reykjavíkurborgar um helstu stefnumál og aðgerðir í málefnum utangarðsfólks, þótt ákveðin ágreiningur hafi komið upp um tæknilegar útfærslur við samþykkt tímamótastefnu í málefnum utangarðsfólks á dögunum.
Það voru til að mynda allir innilega sammála um að staða ungs utangarðsfólks yrði skoðuð sérstaklega í kjölfar nýrrar stefnu í málefnum utangarðsfólks. Eftirfarandi ályktun var samþykkt samhljóða á fundinum sem ný stefna og aðgerðaráætlun um málefni utangarðsfólks var samþykkt:
"Velferðarráð telur rétt að í framhaldi af samþykkt nýrrar stefnu í málefnum utangarðsfólks verði hafist handa við að skoða sérstaklega stöðu ungs fólks að 25 ára aldri og stöðu þeirra í umræddum hópi. Sú vinna hefði það markmið að kortleggja og þarfagreina stöðu ungs utangarðsfólks í Reykjavík."
Ég er stoltur af nýsamþykktri stefnu og aðgerðaráætlun sem ég vona að verði utangarðsfólki til góðs. Ég er einnig afar ánægður um þá samstöðu sem fulltrúar í Velferðaráði sýndu með samþykkt ofangreindrar bókunar.