Gera Samtök iðnaðarins upp á milli stjórnmálaflokka?

Gera Samtök iðnaðarins upp á milli stjórnmálaflokka? Svo virðist vera ef marka má hvernig samtökin kynna niðurstöðu afar merkilegrar könnunar sem sýnir að meirihluti þjóðarinnar vill taka upp Evru. Í frétta á vefsíðu samtakanna er einungis tilgreind afstaða stuðningsmanna Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks!!!

Þetta er afar einkennilegt - ekki hvað síst nú þegar Framsóknarflokkurinn hefur lagt í merkilega vinnu í greiningu gjaldmiðilsmála fyrstur stjórnmálaflokka - vinnu sem kynnt verður á morgun! Og ekki síður að Framsóknarflokkurinn hefur verið í fararbroddi í að styðja við uppbyggingu íslensks iðnaðar á undanförnum árum!

Það er afar einkennilegt - þegar þingmann Vinstri græna hafa staðið gegn Evrunni og Evrópusambandinu - þótt meirihluti stuðningsmanna flokksins sé hlynntur Evru.

Ég fullyrði að það er meiri frétt að meirihluti Framsóknarmanna og meirihluti Vinstri grænna sé fylgjandi Evrunni - heldur en að 78% Samfylkingar sé þessarar skoðunar!

Get hins vegar tekið undir að hjá 50% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins - sem er helsti andstæðingur Evrunnar og  Evrópusambandsins á Íslandi - vera fylgjandi Evru og einungis 35% þeirra andvígir!  Halló Geir - hvernig væri að hlusta á eigin kjósendur í málinu!

Skamm Samtök iðnaðarins!

PS kl. 19:30.

Varð á í messunni - enda ekki fullnægjandi upplýsingar á síðu Samtaka iðnaðarins!

Misskildi setninguna: "Þeir eru fleiri í öllum flokkum sem eru hlynntir upptöku evru en þeir sem eru andvígir."

Hef fengið upplýsingar um að það sé ekki yfir 50% fylgi heldur:

"Rétt er að 45,4 prósent framsóknarmanna og 48,8 prósent stuðningsmanna Vinstri grænna eru fylgjandi evrunni, sem nær ekki meirihluta, þó þetta sé stærsti hlutinn. Skv. Þessu er minnstur stuðningur við upptöku evru meðal framsóknarfólks.

 

40,9 prósent framsóknarfólks andvígt upptöku evru, 33,5 prósent sjálfstæðismanna, 13,2 prósent samfylkingarmanna, 33,8 prósent vinstri grænna og 43,9 prósent þeirra sem ekki myndu kjósa. Ekki er gefið upp hlutfall þeirra sem ekki hafa gert upp við sig hvaða flokk þeir myndu kjósa, né hlutfall frjálslyndra (býst við að of fáir frjálslyndir hafi gefið sig fram)"

 


mbl.is Meirihluti vill evru hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað bull er þetta að verða með þessa evru umræðu.

Er ekki lámarkið að við komum okkar málum í lag áður en við eyðum dýrmætum tíma í umræðu sem er bara byggð á örvætningar grunni sem ekkert hald er í Þessi umræða er rekin af mönnum sem eiga bara að víkja og það sem fyrst ef þeir treysta sér ekki að vinna undir álagi og finna lausnir á vandanum sem þeir sömu hafa komið þjóðinni í.

Ég vil árétta það að það er svo langt í það eins og staðan er núna að við getum farið að hugsa um evru af alvöru fyrst þurfum við að uppfylla mörg skilyrði sem tengd eru efnahagsmálunum þjóðarinar sem dæmi þarf að vera stöðugleiki sem dæmi má verðbólgan ekki vera yfir 3% síðustu 3 árin áður en þjóðin á möguleika að fá að taka upp evrunna ef ég man rétt. Núna er verðbólgan hjá okkur 15 til 20% svo það er allt í lagi fyrir þessa evru menn að byrja á að finna launir á henni áður en haldið er lengra með þetta evruhjal.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband