Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Aðildarviðræðum við ESB lokið fyrir árslok 2009?

Vinur minn finnski Framsóknarmaðurinn Olli Rehn stækkunarstjóri Evrópusambandsins staðfesti í dag það sem ég hef haldið fram um langt árabil að samningaviðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu gætu tekið minna en ár. Þetta kom fram á fundi Evrópunefndar Björns Bjarnasonar í Brussel með Olli Rehn.

Okkar hjartfólgna íslenska króna er búin að vera eins og allir vita - en sumir - eins og Davíð Oddsson - vilja ekki sætta sig við. Besta vitræna leiðin er að taka upp evru.

En á fundinum í dag vísaði Olli á bug hugmyndum um upptöku Íslendinga á evru í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið.

Það liggur því einungis eitt fyrir. Að hefja aðildarviðræður og sjá hvert þær leiða okkur.

Þeim viðræðum er unnt að ljúka fyrir árslok árið 2009.

Það er þá hægt að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild samhliða sveitarstjórnarkosningum vorið 2010.  Unnt er að gera nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá vegna aðildar - ef þjóðin velur að ganga í Evrópusambandið í sveitarstjórnarkosningum vorið 2010 - fyrir Alþingiskosningar 2011.

Breytingarnar staðfestar samhliða Alþingiskosningunum 2011 og Ísland komið í Evrópusambandið 1. janúar 2012.

Ef Samfylkingin þorir að setja Evrópumálin á oddinn.

Sem ég efast um.


mbl.is Tvíhliða upptaka evru óraunhæf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðildarviðræðum við ESB lokið fyrir árslok 2009?

Vinur minn finnski Framsóknarmaðurinn Olli Rehn stækkunarstjóri Evrópusambandsins staðfesti í dag það sem ég hef haldið fram um langt árabil að samningaviðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu gætu tekið minna en ár. Þetta kom fram á fundi Evrópunefndar Björns Bjarnasonar í Brussel með Olli Rehn.

Okkar hjartfólgna íslenska króna er búin að vera eins og allir vita - en sumir - eins og Davíð Oddsson - vilja ekki sætta sig við. Besta vitræna leiðin er að taka upp evru.

En á fundinum í dag vísaði Olli á bug hugmyndum um upptöku Íslendinga á evru í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið.

Það liggur því einungis eitt fyrir. Að hefja aðildarviðræður og sjá hvert þær leiða okkur.

Þeim viðræðum er unnt að ljúka fyrir árslok árið 2009.

Það er þá hægt að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild samhliða sveitarstjórnarkosningum vorið 2010.  Unnt er að gera nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá vegna aðildar - ef þjóðin velur að ganga í Evrópusambandið í sveitarstjórnarkosningum vorið 2010 - fyrir Alþingiskosningar 2011.

Breytingarnar staðfestar samhliða Alþingiskosningunum 2011 og Ísland komið í Evrópusambandið 1. janúar 2012.

Ef Samfylkingin þorir að setja Evrópumálin á oddinn.

Sem ég efast um.


Losnar um málbeinið á þöglum Haarde!

Það er með ólíkindum hvað losnar alltaf um málbeinið á Geir Haarde þegar hann er í útlöndum...

... þegir alltaf eins og steinn hér heima!

Ætla ekki að tjá mig um innihald orða Geirs að þessu sinni...

... en hefði vilja heyra hann tjá sig um ýmis íslensk málefni - eins og td. auglýsingu opinberra starfa!


mbl.is Óráð að skipta bönkum upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samruni Háskólans á Bifröst og Keilis - undir merkjum Bifrastar!

Samruni Háskólans á Bifröst og Keilis undir merkjum Bifrastar er áhugaverður og farsæll kostur!

Ekki einungis fyrir hinn öfluga háskóla á Bifröst og hins merkilega framhaldsskóla Keilis -  sem starfar undir slagorðinu - miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs - heldur einnig fyrir menntakerfið í heild sinn og þar af leiðir Íslendinga alla!

Ég viðraði þessa hugmynd á samruna skólanna undir heitinu Bifröst háskóli - Bifröst University- í ræðu minni á Hollvinadegindum á Bifröst þar sem ég sem formaður Hollvinasamtaka Bifrastar afhenti skólanum að gjöf málverkið Vígsluna

Ég hef fengið þónokkur viðbrögð - og nær undantekningarlaust jákvæð!

Ég vil því ítreka áskorun mína til stjórna og lykilstjórnenda þessara skóla til að skoða málið af fullri alvöru og hefja viðræður.  Ég er reiðubúinn til þess að hafa milligöngu um þær viðræður ef menn óska þess.

Hér á eftir fer sá bútur ræðu minnar þar sem ég hvatti til samruna:

"Fyrst ég er farinn að tala um framtíðina vil ég nota tækifærið og koma á framfæri skoðun minni um æskileg næstu skref í þróun Háskólans á Bifröst.

Mín skoðun er sú það væri farsælast fyrir Háskólinn á Bifröst og samhliða því íslenskt samfélag – að Háskólinn leiti samstarfs við Keili – miðstöð vísinda, fræða og atvinnulifs -  með það að markmiði að sameina skólana í eina, fjölbreytta háskólastofnun – undir heitinu:

Bifröst háskóli.  Enska heitið yrði Bifröst University.

Ég skora á stjórn Háskólans á Bifröst að taka þessa hugmynd á lofti og hefja viðræður við forsvarsmenn Keilis um samstarf og mögulegan samruna.

Gjöf Hollvinasamtaka Bifrastar – “Vígslan” - gæti orðið jafn táknræn fyrir slíka samvinnu og samruna á næstunni – eins og  “Vígslan” er táknræn fyrir þau merku og framsæknu skref sem stjórnendur skólans hafa tekið á hverjum tíma í takt við þróun íslensks samfélag sog uppskorið glæsilegan Háskóla á Bifröst.

Háskóla sem þarf að byggja á framsækinni og metnaðarfullri arfleið sinni – og aldrei standa í stað."


Vígslan - gjöf Hollvina til Háskólans á Bifröst

Vígslan - málverk eftir Jóhann G. Jóhannsson - var gjöf Hollvinasamtök Bifrastar til Háskólans á Bifrost í tilefni 50 ára afmælis Hollvinasamtakana og 90 ára afmælis Háskólans á Bifröst.  Málverkið var afhent á Hollvinadegi að Bifröst um síðustu helgi.

Í tilefni þess hélt ég sem formaður Hollvinasamtakanna ræðu þar sem ég sagði meðal annars:

 "Ágætu Bifrestingar!

Um þessa helgi eru 50 ár liðin frá því nemendur Samvinnuskólans stofnuðu Nemendasamband Samvinnuskólans með það að markmiði

“að treysta bönd gamalla nemenda við skóla sinn og efla kynni og skilning milli eldri og yngri nemenda.”

eins og sagði í frétt frá stofnfundinum á sínum tíma.

Ég stend hér sem formaður Hollvinasamtaka Bifrastar – sem er arftaki þessa merka nemendasambands!

Það er mér mikil ánægja að njóta þess heiðurs sem formaður Hollvinasamtaka Bifrastar að afhenda Háskólanum á Bifröst táknræna gjöf á 50 ára afmæli samtakanna og nú þegar 90 ár eru liðin frá stofnun Samvinnuskólans – þessa merka stjórnendaskóla sem háskóli nútímans á Bifröst byggir starf sitt og tilvist á.

Gjöfin verður afhjúpuð hér á eftir og er málverk eftir einn af fjölmörgum úrvals nemendum Samvinnuskólans – Jóhanns G Jóhannssona – Tónlistar- og myndlistarmanns.

Heiti verksins er táknrænt fyrir það skólastarf sem unnið hefur verið og þá þróun sem orðið hefur skólanum allt frá stofnun Samvinnuskólans árið 1918 fram til skólastarfsins sem unnið er í Háskólanum á Bifröst í dag.

Heiti verksins er einnig táknrænt fyrir þá mikilvægu reynslu og upplifun sem nemendur hafa tekist á við í námi sínu alla þessa áratug!

Verkið ber heitið “VÍGSLAN”.

Þegar ég leit verkið fyrst augum fannst mér ekki einungis nafnið “Vígslan” vera táknrænt fyrir þá upplifun sem nemendur hafa gengið í gegnum og þá þróun sem orðið hefur á skólastarfinu stig af stigi – allt fram á þennan dag – heldur sá ég í því þann kraft, jákvæð átök og jákvæða umbreytingu sem alla tíð hefur falist í náminu og dvölinni á Bifröst.

Einnig vísun í fánalitina sem túlka má sem tákn fyrir mikilvægi gamla Samvinnuskólans í Reykjavík og allra arftaka skólans á skólasetrinu að Bifröst fyrir íslenskt samfélag.

Ég er þess fullviss að það hlutverk Háskólans á Bifröst mun ekki breytast á framtíðinni."

Vígslan - málverk eftir Jóhann G. Jóhannsson.

Víxlan
Víxlan (160x125)


Evrópufrumkvæði Framsóknar svælir Samfylkinguna út úr hýðinu!

Framsóknarmenn hafa haft hið raunverulega frumkvæði í Evrópusambandsmálum í mörg undangengin ár þótt Samfylkingin hafi eignað sér það að vera "Evrópusambandsflokkur # 1". Nú hefur enn eitt Evrópufrumkvæði Framsóknar svælt Samfylkinguna út úr hýðinu - og það ekki seinna vænna!

Samfylkingin hefur legið þar óáreitt og komist upp með það að þykjast Evrópuflokkur - en ekki lyft litlafingri til þess að vinna málefnalega staðreyndarvinnu um kosti og kalla slíkrar aðildar. Það hefur Framsókn hins vegar gert!

Frumkvæði Framsóknarflokksins í gjaldmiðilsmálum sem birt var fyrr í vikunni - þar sem á faglegan hátt kostir raunverulegir kostir Íslands voru tíundaðir - hefur nú orðið til þess að Ingibjörg Sólrún tjáir sig loksins um Evruna!

Þá hefur Framsókanrmaðurinn Birkir Jón og öflugir félagar hans í ungliðahreyfingu Framsóknarflokksins  tekið af skarið í Evrópumálunum og komið þeim á dagskrá með því að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort ganga skuli til aðildarviðræðna við Evrópusambandið!"

Það er reyndar merkilegt að heyra hvað Ingibjörg Sólrún segir - eða réttara sagt étur nánast upp eftir Framsóknarkonunni Valgerði Sverrisdóttur - orð sem Samfylkingin reyndar hrópaði niður ásamt fleirum fyrir kosningar.

"Mikilvægt er að fá fast land undir fætur,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, í pallborðsumræðum á flokksstjórnarfundi flokksins. Hún telur að reyna eigi á upptöku evru, án aðildar að Evrópusambandinu. Hún vill að athugun verði gerð fljótt og vel, svo óvissan hangi ekki yfir."

Þetta sagði Valgerður fyrir löngu!

Það hlýtur að vera dulítið svekkjandi fyrir Ingibjörgu Sólrúnu að vera endalaust sporgöngumaður hinna öflugu Framsóknarkonu - Valgerðar Sverrisdóttur í hverju málinu á fætur öðru!

Ingibjörg Sólrun hefur nefnilega tekið upp hvert málið af fætur öðru sem Valgerður hafði lagt grunn að og komið á rekspöl! 

Friðargæsluna úr stríðsleik yfir í raunverulega friðargæslu, aukinn hlut kvenna í utanríkisþjónustunni - sem Ingibjörg tók reyndar skrefi til baka í á tímabili-  nýja stefnu í þróunarsamvinnu sem Valgerður kynnti - og kratinn Sighvatur Björvinsson úthúðaði afar ósemekklega sem embættismaður þegar Valgerður kynnti hugmyndirnar- en þegir þunnu hljóði í dag þegar Ingibjörg Sólrún innleiðir stefnu Valgerðar!

Hefði ekki verið betra að hafa orginalinn Valgerði - í stað eftirlíkingarinnar Ingibjargar Sólrúnar?

Sannleikurinn er nefnilega sá að Samfylkingin elskar valdastólana meira en meinta Evrópustefnu sína!

Þess vegna mun ekkert gerast í Evrópumálum fyrr en Framsóknarflokkurin tekur við þjóðarskútuflakinu af amatörunum í Samfylkinguni sem virðast ekki einu sinni vera með pungapróf í þjóðarskútusiglingu  - þrátt fyrri skiptar skoðanir um Evrópusambandsaðild innan Framsóknar!


mbl.is Eyða þarf óvissu um evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðlaugur Sverrisson árangursríkur formaður Orkuveitunnar!

Það kemur mér ekki á óvart að Framsóknarmaðurinn Guðlaugur Sverrisson stjórnarformaður Orkuveitunnar hafi náð þverpólitísku samkomulagi um ráðningu Hjörleifs Kvaran sem forstjóra fyrirtækisins og á sama fundi náð að staðfesta þverpólitískri sátt um áframhald REI.

Guðlaugur hefur verið spar á yfirlýsingar í fjölmiðlum en þess í stað unnið vinnuna sína og náð þessum merka áfanga í fyrirtæki þar sem fyrir örfátum vikum allt logaði í átökum og ágreiningi.

Það er greinilegt að Guðlaugur veldur hlutverki sínu vel - en eins og menn ættu að muna þá spáðu andstæðingar Framsóknarflokksins Guðlaugi hrakförum í embættinu. Annað hefur komið á daginn.

En þó Guðlaugur sé flottur - þá má ekki gera lítið úr hlut annarra stjórnarmanna sem sýndu þann pólitíska þroska að taka höndum saman og ná sameignlegri niðurstöðu. Það er til fyrirmyndar og þakkarvert eftir ólgu undanfarinna mánaða!


mbl.is Hjörleifur Kvaran ráðinn forstjóri OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öflugt og fórnfúst starf Hjálpræðishersins í dagsetri fyrir útigangsfólk!

Það er ótrúlega öflugt og fórnfúst starf sem Hjálpræðisherinn vinnur í dagsetri hersins fyrir útigangsfólk að Eyjaslóð 7. Ég leit þar við ásamt félögum mínum í meirihluta Velferðaráðs til að kynna okkur aðstöðuna og starfsemina. Varð afar snortin af þeirri fórnfýsi sem felst í þessari vinnu Hjálpræðishersins í þágu útigangsfólks, en það koma um 20 sjálfboðaliðar að vinnunni. Einungis einn starfsmaður í dagsetrinu þiggur laun!

Í dagsetrinu sem Hjálpræðisherinn opnaði fyrir um ári síðan gefst fólki tækifæri að fá sér að borða, fara í sturtu, hvílast, fá fótsnyrtingu, þvo fötin sín svo eitthvað sé nefnt! Athvarf þetta er útigangsfólki ómetanlegt enda koma oft allt að 30 manns í mat og hvíld í dagetrinu.

Eitthvað er um það að fyrirtæki styrki Hjálpræðisherinn með hráefni í matargjafir hersins - en stærsti hluti matarins er aðkeyptur. Það mættu fleiri leggja þeim lið á því sviði!

Á jarðhæðinn er nytjamarkaður Hjálpræðishersins þar sem unnt er að gera góð kaup á ýmsum notuðum munum og fatnaði.

Hagnaður af sölunni í nytjamarkaðnum rennur til reksturs dagsetursins.

Ég hvet fólk sem er að taka til í geymslum og bílskúrum að hafa Hjálpræðisherinn í huga!


Davíð: "Jörðin er flöt". Birkir Jón:"Hún snýst nú samt!"

Hugmyndafræðilegur leiðtogi Sjálfstæðisflokksins Davíð Oddsson segir um Evrópumálin og Evruna: "Jörðin er flöt". Birkir Jón og ungir félagar í Framsóknarflokknum segja: "Hún snýst nú samt!".

Það sem Birkir Jón og félagar hafa fram yfir Davíð er að þeirra stefna snýst um að setja íslenska hagsmuni í öndvegi - treysta þjóðinni og horfa á málið út frá íslenskum hagsmunum - á meðan Davíð lítur á málið út frá þröngum, sjónarhóli fortíðarhyggju - og þorir ekki að leyfa þjóðinni að taka Sjálfstæða ákvörðun um framtíð Íslands og íslensku þjóðarinnar.

Grein Birkis Jóns og samherja hans:

Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarviðræður fari fram vorið 2009

 

Frétt DV um ummæli Davíðs:

Illyrtur Davíð á endastöð :

www.dv.is/frettir/2008/9/18/illyrtur-david-endastod/

 

 


mbl.is Davíð segir að krónan muni ná sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur einlæglega ánægður með starf forvera sinna úr Framsókn!

Mér hlýnaði um hjartarætur að sjá í Kastljósinu í kvöld hve vinur minn Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra er einlæglega ánægður með starf forvera sinna úr Framsókn, iðnaðar- og viðskiptaráðherranna Finn Ingólfsson, Valgerði Sverrisdóttur og Jón Sigurðsson!

Það eru nefnilega framangreindir ráðherrar Framsóknarflokksins sem hafa af hálfu ríkisvaldsins frá árinu 1995 - þegar Framsóknarflokkurinn kom inn í ríkisstjórn á tímum fjöldaatvinnuleysis sem ríkisstjórn íhalds og krata skyldu eftir sig  - byggt upp öflugt atvinnulíf og skapað skilyrði fyrir öfluga íslenska banka - sem að sögn Össurar - standa sig betur en öflugir bankarisar sem nú riða til falls í útlöndum!

Þótt Össur hafi ekki nefnt á nafn þessa þrjá öflugu Framsóknarráðherra - þá má öllum vera það ljóst að sá jákvæði ákafi - og einlæga ánægja sem Össur sýndi þegar hann hrósaði undirstöðu og uppbyggingu íslensks atvinnulífs - beindist meðal annars að framangreindum fyrirrennurum hans í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytunum!

Verð reyndar að nota tækifærið og hrósa lærisveini vinar míns Össurar - Björgvins G. Sigurðssonar - fyrir að hafa staðið sig oft á tíðum afar vel sem viðskiptaráðherra - enda tók hann við góðu búi!

Björgvin hlýtur að taka við sem varaformaður Samfylkingarinnar á næsta flokksþingi þeirra - enda borið af ráðherrum Samfylkingarinnar - kannske að Jóhönnu minni Sigurðardóttur slepptri.

Eini raunverulegi keppinautur Björgvins sem framtíðarleiðtogi Samfylkingarinnar er Árni Páll Árnason - en hann verður fyrst að fá að sanna sig í ráðherrastól! 

PS.  Við félagi Össur áttum frábæra stund saman í vikunnu með þeim feðgum í  fornbókabúð Braga - þar sem við fengum að heyra frumflutning snilldar sonnettu frá stórskáldi! Bíð eftir að fá sonnettuna senda - en okkur Össuri var lofað að við fengjum hana í pósti!

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband