Guðlaugur Sverrisson árangursríkur formaður Orkuveitunnar!

Það kemur mér ekki á óvart að Framsóknarmaðurinn Guðlaugur Sverrisson stjórnarformaður Orkuveitunnar hafi náð þverpólitísku samkomulagi um ráðningu Hjörleifs Kvaran sem forstjóra fyrirtækisins og á sama fundi náð að staðfesta þverpólitískri sátt um áframhald REI.

Guðlaugur hefur verið spar á yfirlýsingar í fjölmiðlum en þess í stað unnið vinnuna sína og náð þessum merka áfanga í fyrirtæki þar sem fyrir örfátum vikum allt logaði í átökum og ágreiningi.

Það er greinilegt að Guðlaugur veldur hlutverki sínu vel - en eins og menn ættu að muna þá spáðu andstæðingar Framsóknarflokksins Guðlaugi hrakförum í embættinu. Annað hefur komið á daginn.

En þó Guðlaugur sé flottur - þá má ekki gera lítið úr hlut annarra stjórnarmanna sem sýndu þann pólitíska þroska að taka höndum saman og ná sameignlegri niðurstöðu. Það er til fyrirmyndar og þakkarvert eftir ólgu undanfarinna mánaða!


mbl.is Hjörleifur Kvaran ráðinn forstjóri OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona lofrulla minnir nú mest á það þegar ónefndur forsetaframbjóðandi í BNA lýsti því yfir að hann hefði fundið upp internetið! Allir sem eitthvað hafa fylgst með málefnum Orkuveitunnar vita auðvitað að Guðlaugur Sverrisson átti engan þátt í ráðningu forstjórans, enda umsóknarferli löngu lokið þegar hann kom til skjalanna. Sama má segja um málefni REI – tilkynntu ekki Hanna Birna og Óskar um lausn þess máls þegar nýr meirihluti var kynntur til sögunnar?Það eina sem stendur eftir téðan Guðlaug, amk. enn sem komið er, er að hann hamast nú í því að reyna að koma Bitruvirkjun á kortið, þvert á samhljóða niðurstöðu stjórnar OR síðastliðið vor, þótt allar efnahagslegar og tæknilegar forsendur skorti fyrir framkvæmdinni. Vera hans á borgarráðsfundum vekur víst líka alltaf athygli, því vafi virðist um hvort hann eigi þar seturétt.

Guðlaugur Sverrisson er vafalaust ágætis maður. Gefum honum frekar tækifæri til að sanna sig sjálfur en að reyna að maka honum upp úr afrekum annarra. Slíkt gerir manninn bara hlægilegan.

Sigfús (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband