Evrópufrumkvæði Framsóknar svælir Samfylkinguna út úr hýðinu!

Framsóknarmenn hafa haft hið raunverulega frumkvæði í Evrópusambandsmálum í mörg undangengin ár þótt Samfylkingin hafi eignað sér það að vera "Evrópusambandsflokkur # 1". Nú hefur enn eitt Evrópufrumkvæði Framsóknar svælt Samfylkinguna út úr hýðinu - og það ekki seinna vænna!

Samfylkingin hefur legið þar óáreitt og komist upp með það að þykjast Evrópuflokkur - en ekki lyft litlafingri til þess að vinna málefnalega staðreyndarvinnu um kosti og kalla slíkrar aðildar. Það hefur Framsókn hins vegar gert!

Frumkvæði Framsóknarflokksins í gjaldmiðilsmálum sem birt var fyrr í vikunni - þar sem á faglegan hátt kostir raunverulegir kostir Íslands voru tíundaðir - hefur nú orðið til þess að Ingibjörg Sólrún tjáir sig loksins um Evruna!

Þá hefur Framsókanrmaðurinn Birkir Jón og öflugir félagar hans í ungliðahreyfingu Framsóknarflokksins  tekið af skarið í Evrópumálunum og komið þeim á dagskrá með því að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort ganga skuli til aðildarviðræðna við Evrópusambandið!"

Það er reyndar merkilegt að heyra hvað Ingibjörg Sólrún segir - eða réttara sagt étur nánast upp eftir Framsóknarkonunni Valgerði Sverrisdóttur - orð sem Samfylkingin reyndar hrópaði niður ásamt fleirum fyrir kosningar.

"Mikilvægt er að fá fast land undir fætur,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, í pallborðsumræðum á flokksstjórnarfundi flokksins. Hún telur að reyna eigi á upptöku evru, án aðildar að Evrópusambandinu. Hún vill að athugun verði gerð fljótt og vel, svo óvissan hangi ekki yfir."

Þetta sagði Valgerður fyrir löngu!

Það hlýtur að vera dulítið svekkjandi fyrir Ingibjörgu Sólrúnu að vera endalaust sporgöngumaður hinna öflugu Framsóknarkonu - Valgerðar Sverrisdóttur í hverju málinu á fætur öðru!

Ingibjörg Sólrun hefur nefnilega tekið upp hvert málið af fætur öðru sem Valgerður hafði lagt grunn að og komið á rekspöl! 

Friðargæsluna úr stríðsleik yfir í raunverulega friðargæslu, aukinn hlut kvenna í utanríkisþjónustunni - sem Ingibjörg tók reyndar skrefi til baka í á tímabili-  nýja stefnu í þróunarsamvinnu sem Valgerður kynnti - og kratinn Sighvatur Björvinsson úthúðaði afar ósemekklega sem embættismaður þegar Valgerður kynnti hugmyndirnar- en þegir þunnu hljóði í dag þegar Ingibjörg Sólrún innleiðir stefnu Valgerðar!

Hefði ekki verið betra að hafa orginalinn Valgerði - í stað eftirlíkingarinnar Ingibjargar Sólrúnar?

Sannleikurinn er nefnilega sá að Samfylkingin elskar valdastólana meira en meinta Evrópustefnu sína!

Þess vegna mun ekkert gerast í Evrópumálum fyrr en Framsóknarflokkurin tekur við þjóðarskútuflakinu af amatörunum í Samfylkinguni sem virðast ekki einu sinni vera með pungapróf í þjóðarskútusiglingu  - þrátt fyrri skiptar skoðanir um Evrópusambandsaðild innan Framsóknar!


mbl.is Eyða þarf óvissu um evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Hallur


Það eru á þá tveir flokkar núna sem vinna við að spinna gull sitt á ótta þjóðarinar. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn. Gott hjá ykkur. Tvö mikilmenni í stað eins.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 20.9.2008 kl. 19:16

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Geir segir nei, Davið segir nei og Ingibjörg skrifaði undir að þetta væri ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar. Þarf að ræða þetta eitthvað frekar.

Óðinn Þórisson, 20.9.2008 kl. 19:58

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Vafalítið var eitthvert gagnlegasta innleggið sem komið hefur í umræðuna um Evrópumál hér á landi skýrsla Evrópunefndar forsætisráðherra sem sett var á laggirnar af Davíð Oddssyni þáverandi forsætisráðherra. En þar sem niðurstaða meirihluta nefndarinnar var á þá leið að aðild að Evrópusambandinu væri ekki fýslileg er ólíklegt að Evrópusambandssinnar telji störf hennar flokkast undir umræðu um Evrópumál. Það er vitaskuld löngu vitað að umræða um Evrópumál er ekki umræða um Evrópumál að mati Evrópusambandssinna nema niðurstaðan sé þeim að skapi. Svona svipað og niðurstaða í þjóðaratkvæðagreiðslu er ekki gild niðurstaða í þjóðaratkvæðagreiðslu nema hún sé ráðamönnum Evrópusambandsins að skapi.

Hjörtur J. Guðmundsson, 20.9.2008 kl. 20:39

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þess utan ber bæði stefna Framsóknarflokksins og skrif þremenninganna einungis vott um það að flokkurinn leggur ekki í að mynda sér ákveðna stefnu í Evrópumálum, sennilega af ótta við að hreinlega klofna sbr. átökin á flokksþingum undanfarin ár sem þó benda til þess að mun fleiri yrðu ósáttir ef Framsóknarflokkurinn tæki afgerandi afstöðu með Evrópusambandsaðild en gegn henni. Hvernig væri að Framsókn tæki bara hreina afstöðu til málsins?

Hjörtur J. Guðmundsson, 20.9.2008 kl. 20:42

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Davið segir.. og Hjörtur er ánægður og sáttur við þá niðurstöðu .. merkilegt.

Gunnar, með mikla gremju út í ESB eftir gjaldþrot sem hann kennir öllum örðum um en sjálfum sér :)

Gaman að ykkur 

Óskar Þorkelsson, 20.9.2008 kl. 20:45

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Óskar að vekja almenna athygli á óförum mínum. Já, 1991-1996 voru erfið ár fyrir alþjóðlega verslunarstarfssemi á sviði tískufatnaðar í Danmörku og Bretlandi. Þessvegna get ég talað af reynslu því ég hef rekið fyrirtæki í fleiru en einu landi í ESB í áratugi. Á þeim árum sem ég missti það eina fyrirtæki sem ég hef misst, og það var sárt því það þýddi að við fjölskyldan stóðum á götunni og þurftum að búa í kofa í nokkur ár, þá voru stýrivextir í Danmörku 10,5% en verðbólgan var aðeins 1,3%.

Hversvegna heldur þú að vextir hafi einmitt verið svona háir í svona lítilli verðbólgu Óskar? Hversvegna ? Jú vegna þess að þeim var fjarstýrt frá Frankfurt. Það var af tillitssemi við ERM II ECU bindingu dönsku krónunnar að þetta var svona. En ECU var fyrirrennari EURO. Árið 1992 sprakk gengisslaga EMS og gengistryggingar fyrirtækja þar með einnig. Þarna tröllriðu aðgerðir ríkisfjármála og gengisbinding efnahag Dana og fleiri landa í ESB. Danir þurfu því að draga mikið úr neyslu, og sérstaklega á þeim vörum sem félag mitt seldi. Atvinnuleysi meðal viðskiptavina minna varð 12-15% og kaupgetan hvarf. Svo já, þarna fór stór hrina af gjaldþrotum fram í Dönsku efnahagslífi eða um 400 gjaldþrot hlutafélaga á hverjum mánuði þegar verst var ástandið.

Svona yrði þetta á Íslandi er þið genguð í ESB.

Auðvitað bera allir sem standa í atvinnurekstri ábyrgð á fyrirtækjum sínum. Þetta kostaði mig því 8 ár af lífi mínu og allar mínar eignir. En án þeirra sem nenna að stofna til reksturs hefðir þú enga atvinnu. Það gildir því eftir sem áður að ef enginn tekur áhættu lengur þá muntu enga vinnuna hafa.

En það hefur því miður aldei tekist að vinna þetta tapaða inn aftur hjá Dönsku þjóðinni. Því er hún núna að hrapa niður á skala OECD yfir ríkustu þjóðir heim, og það all verulega hratt. Þetta myndi einnig verða svona ef Ísland gengi í ESB, því Ísland er einmitt ríkt og farsælt land af því að það er EKKI með í ESB.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 20.9.2008 kl. 22:33

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég er ekki í vafa um að Framsóknarflokkurinn og Óskar munu í sameiningu gangast í persónulega ábyrgð fyrir velferð þjóðarinnar skyldi þeim leiðast tilveran í nýju fötum gamla keisarans í Evrópu.

Gunnar Rögnvaldsson, 20.9.2008 kl. 22:42

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þetta hefur verið svo gegnumgangandi hjá þér Gunnar einhver beiskja í garð ESB síðan þú komst fram á blogginu fyrir nokkrum mánuðum síðan. 

Mér þykir leitt að fyrirtækið þitt fór á hausinn en merkilegt nokk.. danir reka enn verslun og viðskipti og þeir eru ekkert að fara á hausinn svona almennt.. svo kannski kunnir þú bara ekkert að reka fyrirtæki í þessu umhverfi eða aðstæður voru þér ekki hagstæðar þar og þá Gunnar.  Menn og fyrirtæki aðlagast þeim aðstæðum sem eru á markaðinum hverju sinni eða verða undir í samkeppninni.. að nefna það að 400 fyrirtæki fóru á hausinn þegar versta ástandið var segir ekki mikið nema að maður viti hversu stórt hlutfall það var af starfandi fyrirtækjum í danmörku á þeim tíma.. sem eflaust hafa skipt tugþúsundum svo þetta var kannski bara 2-5 % af heildinni (hrein ágiskun mín).

Þú kemur svo hingað á bloggið á íslandi og ert að berjast gegn EU.. væri ekki nær fyrir þig að snáfa þér bara heim á klakann víst allt er svo frábært hér en allt ömurlegt í evrópu ??

Ég hef búið í EU landi og ég hef einnig búið í öðru EES landi en íslandi og verð að segja að samanburðurinn við EU er ekki EES ríkjunum í hag.  

Óskar Þorkelsson, 20.9.2008 kl. 23:12

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

umm ég gleymdi að minnast á það Gunnar að á sama tíma og þú ert að tala um 1992 var noregur í mikilli bankakrísu.. þeir voru ekki með vexti frá Frankfurt eða Brussel eða milano.. heldur Oslo !  Sama má segja um Helsinki.. 

Mér finnst þú fullyrða alltof mikið og ég tel að þú ættir að leggja þennan kapitula bak þér og horfa fram á veginn.  allt fór í steik í DK með 10 % stýrivexti.. Gunnar á íslandi er 15.5 % stýrivextir og engar líkur á lækkun þeirra með %&$/ hann DÓ í bankastjórastól.

Óskar Þorkelsson, 20.9.2008 kl. 23:20

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Noregur freistaðist til að binda gengi norsku krónunnar við ERM 1991 en var sprengt út úr bindingunni 1992, Sama gliti um Ítölsku líruna, finnska markið, sænsku krónuna og breska pundið. Auðvitað kom upp bankakreppa.

.

Ég held að það sé tilgangslaust fyrir mig að ræða þessi mál við þig frekar Óskar. Þú munt aldrei skilja að stýrivextir koma eftir verðbólgustigi til að berja niður verðbólgu en ekki til að berja niður atvinnulíf annara þjóða sem enga verðbólgu hafa. Persónuelgum aðdróttununum þínum nenni ég ekki að svara, því þær eru einungis minnisvarði þinn um sjálfan þig, reistur af sjálfum þér.

Gunnar Rögnvaldsson, 20.9.2008 kl. 23:48

11 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ég held að það sé mun auðveldara að stofna Framsóknardeild í Samfylkingunni Hallur, fyrir þá sem vilja ahafa lífvænlega framtíðarsýn, heldur en að reyna að endurlífga Framsóknarflokkinn - hina gjörspilltu atvinnumiðlun kaupfélagsstjórasonanna. Mbk, G.

Gunnlaugur B Ólafsson, 21.9.2008 kl. 00:17

12 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Rosalega er leiðinlegt að lesa þetta Hallur! sem meðlimur í Samfylkingunni frá upphafi og virkur aðili í Evrópusambands pælingum þar á bæ, þá veit ég hvað þetta er mikil lýgi hjá þér að segja að það hafi ekki farið fram nein vinna þar! Kannski misstir þú af einhverju, en það þýðir ekki að það hafi ekki farið fram - skoðaðu t.d. bókina um samningsmarkmið síðan 2001-2002, þegar flokkurinn var að láta kjósa um hver stefnan skyldi vera! LÖNGU áður en framsókn hafði mótað sér skoðun eða stefnu. Ef við stefnum að sama hlut þá eigum við að reyna vinna saman, ekki á móti hvor öðrum - hættu að gera lítið úr vinnu annarra þrátt fyrir að þú sért ánægður með þína eigin.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 21.9.2008 kl. 08:31

13 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Alveg rétt Jónas. Þetta bull um frumkvæði Framsóknar í Evrópumálum var líka í leiðara Þorsteins Pálssonar í Fréttablaðinu fyrir nokkrum dögum. Staðreyndin er sú að engin flokkur hefur unnið eins vel heimavinnuna í Evrópumálum og útfært hana í framhaldi í stefnumótun eins og Samfylkingin. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 21.9.2008 kl. 09:58

14 identicon

Umræðan í dag minnir á þegar maður rak höfuðið inn í hænsnakofa í gamla daga gaggið kom eins og kliður á móti manni og alltaf eins.” Ónýt króna ,ónýt króna. Evra já,evra,evra. Ganga í sambandið,Stöðuleiki,stöðuleiki,eina ráðið,eina ráðið. “

Snorri Hansson (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 10:15

15 Smámynd: Jóhannes Freyr Stefánsson

"Þá hefur Framsókanrmaðurinn Birkir Jón og öflugir félagar hans í ungliðahreyfingu Framsóknarflokksins  tekið af skarið í Evrópumálunum og komið þeim á dagskrá með því að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort ganga skuli til aðildarviðræðna við Evrópusambandið!""

Er virkilega svo komið að íslenskir stjórnmálamenn hafi ekki þor eða kjark til þess að ræða við kollega sína erlendis án þess að haldaþjóðaratkvæðagreiðslu fyrst? Til hvers í fjandanum  þarf að biðja þjóðina um leyfi til að hefja samningaviðræður? Maður skeinir sig ekki fyrr en naður er búinn að - þú veist! Þetta er bara leið framsóknar til að drepa málinu á dreif og gera umræðuna enn ruglingslegri en hún er.

Að sjálfsögðu þarf að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um niðurstöðu viðræðnanna, en ekki fyrr.

Það vafðist reyndar fyrir framsóknarflokknum hvernig halda skuli þjóðaratkvæðagreiðslu þegar ÓRG hafnaði fjölmiðlalögum framsóknar og sjálfstæðisflokks á sínum tíma. Þið eruð væntanlega búnir að finna út úr því vandamáli nú...

Jóhannes Freyr Stefánsson, 21.9.2008 kl. 11:18

16 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég held að það sé tilgangslaust fyrir mig að ræða þessi mál við þig frekar Óskar. Þú munt aldrei skilja að stýrivextir koma eftir verðbólgustigi til að berja niður verðbólgu en ekki til að berja niður atvinnulíf annara þjóða sem enga verðbólgu hafa. Persónuelgum aðdróttununum þínum nenni ég ekki að svara, því þær eru einungis minnisvarði þinn um sjálfan þig, reistur af sjálfum þér.

It takes one to know one.. Gunnar, útskýrðu nú fyrir okkur fávitunum hér á íslandi hvernig 15.5 % stýribextir séu góðir fyrir land og þjóð ef þú gast ekki rekið fyrirtæki í 10 % stýrivöxtum ?

Þú ert hrikalega hrokafullur í þínum tilsvörum til allra þeirra sem eru pro EU svo nú krefst ég svara frá þér Gunnar .  Hvernig eigum við að spjara okkur hér á klakanum í ör-hagkerfi með hæstu vexti í vestrænum heimi ?  Hvernig eigum við sem stöndum í innflutningi og horfum á Euro kála markaðnum okkar með ömurlegu gengi íslensku krónunnar.

Þú ert maðurinn með svörin Gunnar.  Ég fíflið bara bíð eftir uppljómun frá þér. 

Óskar Þorkelsson, 21.9.2008 kl. 17:59

17 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Óskar ég skal reyna að ráðgefa þér smávegis af því að þú biður svo fallega, í þetta skiptið :)

.

1) það er verðbólga í hagkerfinu. Þessvegna eru vextir háir því það er verið stoppa þensluverðbólgu. Stoppa neyslu og fjárfestingar þar til verðbólga fer niður. En þetta er ykkar verðbólga og því munu ykkar stýrivextir lækka þegar ykkar verðbólga lækkar. Made for Iceland only.

.

2) Ef þið væruð í ESB núna þá væri ekki minni verðbólga á Íslandi vegna þess að þið bjugguð hana til sjálf í ykkar landi. Hún er ykkar verk. Þá væru jú vextir lægri en í staðinn hefði ríkið þurft að hindra þig í þínum innflutningi með því að setja á refsiaðgerðir í fjármálakerfinu og stoppa neyslu á þeim vörum sem þú ert að flytja inn. Þetta er gert með aðgerðum í ríkisafskiptum. Afskiptum af þínu fyrirtæki og hegðun þinna viðskiptavina. Svona pakka höfum við fengið svo oft hent í hausinn á okkur í Danmörku. Svo þarf að passa að það komi ekki neinn halli á ríkisstóð því þá verður Brussel brjálað og skipar íslenska ríkinu að skera niður eða hækka skatta.

.

Það var meðal annars vegna svona aðgerða sem birgjar mínir fóru á hausinn og gátu ekki afhent þær vörur sem ég hafði látið þá framleiða fyrir mig þarna á árunum 1992-1995. Ég var búinn að leggja út í allann kostnað við hönnun tískufatnaðar, ljósmyndun uppi á Íslandi með íslenskum fyrirsætum, prentun vörulista, dreifingu vörulista, auglýsingar og markaðsfærslu. En vörurnar komu aldrei því það var verið að gera innflutningi erfitt fyrir því það var svo mikill halli á greiðslujöfnuði Danmerkur við útlönd og því fóru dönsku saumastofur birgja minna á hausinn í Lettlandi. Þetta þoldi mitt hlutafélag ekki svo ég varð að loka og eyða 7 árum í að gera upp, semja við alla og ganga frá málum í nauðasamningum. En ég var þó svo heppinn að ég rak einnig útibú (branch office) fyrir voldugt breskt stórfyrirtæki svo ég varð ekki atvinnulaus. En þetta breska félag yfirgaf þó markaðinn stuttu seinna því Danir höfðu neyðst til að skrúfa svo mikið niður neyslu vegna þess að þýskir stýrivextir voru svona háir að það var ekkert fé hægt að fá neinsstaðar að láni og neysla lognaðist útaf. Danskir karlmenn voru t.d .búnir að skera árleg fatakaup sín niður í 500 DKK á ári. Þetta varð disaster fyrir alla og atvinnuleysið varð alveg ömurlegt. Hrein hörmung. Stórkaupmenn höfðu það ekki gott þarna og samkeppni riðlaðist illilega. Það urðu aðeins tveir risar eftir á markaðinum.

.

3) Dæmið gæti einnig litið þannig út að verðbólga á Íslandi væri aðeins 2% en vextir ennþá mjög háir vegna þess að það væri verðbólga annarsstaðar á ESB-svæðinu sem ECB þarf að berja niður. Íslenska hagkerfið mun aldrei verða annað en bóla á rassinum á ESB og þessvegna verður ekkert tillit tekið til þess. Þá sætir þú núna með litla sem enga verðbólgu en mjög háa vexti og þú gætir ekki velt þeim kostnaði áfram út í þitt verðalg því það er gersamlega ómögulegt að hækka vöruverð á markaði með enga verðbólgu. Þeir keppinautar þínir sem hefðu betri peningakassa myndu keppa þig út af markaðnum því þeir hafa völdin í gengum mikið eigið fé (vel fjárvæddir). Svo myndu viðskiptavinir þínir verða lélegir viðskiptavinir því þeir væru svo margir atvinnulausir vegna refsiaðgerða ríkisstjórnar í efnahagsmálum.

.

4) Þú ættir að flytja inn vörur frá fleiru en einu myntsvæði og þannig tryggja þig að hluta til gegn gengiserfiðleikum.

.

5) Þú gætir spurt íbúa á evrusvæðis hvað þeir gerðu þegar evra féll um 32% á 22 mánuðum gagnvart USD og öðrum gjaldmiðlum. Þeir voru ekki beint ánægðir þeir Evrópubúar sem fluttu inn vörur frá Bandaríkjunum og öllum örðum mörkuðum heimsins. Þessi 22 mánaða langi gengislækkunarferill evru hófst hérna á evrusvæði árið 1999. Dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð í samtals 22 mánuði féll evran, hún féll og hún féll, og féll og féll og féll og féll.

.

Ergelsi þegnanna hófst með undrun, breyttist svo í vonbrigði og þar á eftir í reiði þar sem myntinni var kennt um allt og margir vildu henda myntinni út því þeir sögðu að evran væri "ónýtur gjaldmiðill". En þessir menn steinþegja núna þegar evran er svo há að hún er búin að skera undan samkeppnishæfni evrusvæðið við útlönd.

.

5) það er engin "patent" lausn til á þessu Óskar. Því ef svo væri þá væru ekki allar þjóðir alltaf vælandi um allt með reglulegu millibili.

.

6) Þú ert sennilega staddur á einum mest dýnamíska og besta markaði í heimi. Íslenskir neytendur eru alveg einstakir. Hreint einstakir því þeir eru ekki orðnir svona hrjáðir af atvinnuleysisótta eins og hérna í Evrópu. Hér má ekkert ske án þess að allir leggist í hýði og stoppa alla neyslu. Verst er þetta í Þýskalandi og það dregur okkur hin niður sem erum beintengd við ömurleika Þýskalands.

.

Núna er verðbóga 15,6% í Lettlandi. Launaskrið hefur verið 28% á 12 mánuðum. Þó eru Lettar beintengdir við evru. Nú verður það atvinnuleysið sem þarf að minka þenslu í Lettlandi því þeir hafa enga stýrivexti. Svo eftir langa og harða verðbólgubaráttu mun Lettum reynast erfitt að sparka hjólunum í gang aftur því það verður að gerast með ríkisafskiptum (muna: þeir hafa enga stýrivexti og ekkert gengi), og ef það eru einhverjir sem geta ekki skapað atvinnu þá er það ríkið. Þetta verður hrein hörmung fyrir Letta.

.

Ég veit að þér finnst vextir háir á Íslandi núna. En það verða þeir ekki til lengdar. Vextir á rekstarlánum t.d. byggingameistara hér í Danmörku eru komnir í 11-14% þó svo að verðbólga sé aðeins um 5%. En að sitja í hagkerfi með 1.3% verðbólgu og 11% stýrivexti er eins ömurlegt eins og hlutirnir geta orðið, því þá er maður orðinn að gísl peningastefnu annarra landa. Landa sem eru með háa verðbólu. Það er hreint ömurlegt.

.

Já Óskar, það er lægð núna en hún mun ekki vara að eilífu. Það munu koma betri tímar og þá hverfur þessi örvænting aftur. Panic is not a strategy!

Gunnar Rögnvaldsson, 21.9.2008 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband