Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
Fáum líka sérfræðinga til að meta tjón íslenskra fjölskyldna!
27.9.2008 | 09:37
Það er ágætt að fjármálaráðuneytið ákveði að fá sérfræðinga til að meta tjón íslenska ríkisins vegna samráðs olíufélaganna.
En hvernig væri að fá sérfræðinga til að meta tjón íslenskra fjölskyldna vegna þessa samráðs?
Og þá í leiðinni að meta tjón íslenskra fjölskyldna vegna síendurtekinna efnahagsmistaka Seðlabankans og ríkisstjórnar Íslands?
Þessar stofnanir halda áfram að gera efnahagsmistök á hverjum degi!
Sérfræðingar meta tjón íslenska ríkisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Alvarlegar rangfærslur í leiðara 24 stunda!
26.9.2008 | 08:49
Það voru alvarlegar rangfærslur í annars mjög góðum leiðara 24 stunda í morgun. Ritstjóranum er reyndar vorkun því rangærslunum hefur mjög verið haldið á lofti í umræðunni og eru því miður orðnar "viðtekinn sannleikur" í hugum fólks.
Í leiðaranum segir: "Þúsundir fjölskyldna nýttu sér frábær boð bankanna um íbúðalán frá sumrinu 2004. Lánin buðust með endurskoðunarákvæði á fimm ára fresti..."
Þetta er satt ogrétt. En í kjölfarið kemur rangfærslan:
"...Íbúðalánasjóður hafði áður byrjað að bjóða 90% lánshlutfall."
Þetta er alrangt!
Bankarnir hófu að bjóða íbúðalán sín á lágum vöxtum 24. ágúst 2004. Alþingi heimilaði Íbúðalánasjóði að veita 90% lán 3. desember 2004. Þá höfðu bankarnir lánað nærri 200 milljarða króna í nýjum íbúðalána - meira en þrefalda árlega fjárhæð útlána Íbúðalánasjóðs!
Af efnahagslegum ástæðum stóð ekki til að Íbúðalánasjóður lánaði 90% lán fyrr en vorið 2007.
Það vissu bankarnir - enda hafði sú fyrirætlan verið kynnt forsvarsmönnum bankanna af sérstökum verkefnahóp sem sá um undibúning 90% lánanna.
Hins vegar var ekki talin ástæða til þess að bíða með 90% lánin af efnahagslegum ástæðum - því hin nýju, óheftu lán bankanna sem jafnvel voru 100% lán - voru þegar búin að leggja drög að ofurþenslu efnahagslífins.
90% lán Íbúðalánasjóðs - sem sjaldnast voru 90% lán vegna þess að brunabótamat takmarkaði þau - skiptu engu til eða frá efnahagslega. Þau skiptu hins vegar máli fyrir landsbyggðina - þar sem bankarnir lánuðu ekki íbúðalán.
Þetta er nú sannleikur málsins.
En ég skil ritstjóra 24 stunda að gera þessi mistök - flökkusögnin um að bankarnir hafi komið í kjölfar 90% lánanna er svo sterk í hugum fólks. En hún jafn röng fyrir það!
PS:
Var að horfa á Vilhjálm Egilsson framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins og Guðmund Bjarnasson framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs hjá Ingva Hrafni á ÍNN sjónvarpsstöðinni.
Þar hélt Vilhjálmur því enn einu sinni blákalt fram að lánshlutfall Íbúðalánasjóðs hefði verið hækkað 2003! Guðmundur leiðrétti það reyndar. Það er ekki í fyrsta og ekki í annað skipti sem Vilhjálmur er leiðréttur með þetta. En það virðist lítið duga!
Það er því ekki að undra að ritstjóri 24 stunda hafi haldið að 90% lán Íbúðalánasjóðs hafi komið á undan íbúðalánum bankanna! Hún hefur það eftir Samtökum atvinnulífsins og öðrum aðiljum sem hafa hagsmuni af því að koma svarta pétri frá sér yfir á Íbúðalánasjóð - jafnvel með ósannyndum ef annað dugir ekki!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Guðni meðflutningsmaður Birkis Jóns um þjóðaratkvæði um Evrópusambandið?
25.9.2008 | 19:30
Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins hlýtur að fylgja stefnu Framsóknarflokksins um þjóðaratkvæði um það hvort ganga eigi til viðræðna við Evrópusambandið um aðild Íslands að sambandinu og verða meðflutningsmaður Birkis Jóns Jónssonar á boðaðri þingsályktunartillögu hans þess efnis.
Eins og kunnugt er sýndi Guðni leiðtogahæfileika sína þegar hann gekk fram fyrir skjöldu í Evrópumálunum og sameinaði fylgismenn Evrópusambandsins, andstæðinga þess og þann stóra hóp sem er beggja blands í Framsóknarflokknum með tillögu um að ákveða ætti í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort ganga ætti til viðræðna við ESB. Einnig að kjósa skuli um hvort ganga skuli í Evrópusambandið á grunni niðurstöðu samningsviðræðna eða ekki.
Nánast allir Framsóknarmenn fylktu liði bak við leiðtoga sinn í þessu máli og víðtæk sátt náðist um aðferðafræðina.
Nú ríður á forystuhæfileika Guðna í að koma þessu stefnumáli Framsóknarflokksins í framkvæmd á farsælan hátt. Það gerir hann best með því að standa að baki Birkis Jóns - þessa unga og öfluga þingmanns Framsóknarflokksins. Best væri ef Guðni yrði fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögunnar - enda óskoraður leiðtogi flokksins sem á að vera í fararbroddi í framkvæmd helstu stefnumála flokksins!
Það þarf ekki að draga dul á það að skiptar skoðanir eru um afstöðu til Evrópusambandsins innan Framsóknarflokksins. Það er hins vegar algert aukaatriði í þessu máli - því málið snýst um að láta þjóðin ákveða hvort ganga skuli til viðræðna - en ekki um það að ganga í Evrópusambandið.
Sumir hafa haldið því fram að ganga þurfi frá breytingum á stjórnarskrá áður en unnt er að ganga til slíkra kosningar vegna valdaframsals. Það er alvarlegur misskilningur. Þessi atkvæðagreiðsla er um það hvort skuli ganga til viðræðna við Evrópusambandið. Ekki um það að Ísland afsali sér völd til Evrópusambandsins. Slíkt valdaframsal hefur farið fram - og reyndar má leiða rök fyrir að við höfum verið að brjóta stjórnarskrá undanfarin ár með því að taka upp tilskipanir Evrópusambandsins. Breyting á stjórnarskrá sé því óhjákvæmileg óháð þjóðaratkvæðagreiðslunni.
Ég hef trú á Guðna sem raunverulegum leiðtoga Framsóknarflokksins. Einnig að flokksþing muni á komandi vori staðfesta formennsku hans - sem hann hlaut með því að taka við sem varaformaður Jóns Sigurðssonar þegar hann hélt á braut á sínum tíma - með því að kjósa Guðna sem formann. Það er afar mikilvægt fyrir Guðna að vera þannig óskoraður kjörinn formaður flokksins!
Framganga hans í þessu lykilstefnumáli Framsóknarflokksins - það er að þjóðin ákvarði beint hvort ganga skuli til viðræðna við Evrópusambandið - er ákveðinn prófsteinn á Guðna sem framtíðarformanns.
Því trúi ég og treysti að Guðni flytji þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæði á Alþingi í haust.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Hinn ungi og öflugi þingmaður Framsóknarflokksins - Birkir Jón Jónsson - hefur aftur tekið af skarið í Evrópumálum. Ég mun leggja fram þingsályktunartillögu í haust um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna aðildarviðræðna um Evrópusambandið segir Birkir Jón í viðtali við Viðskiptablaðið í dag.
Birkir Jón mun með þessu koma í framkvæmd stefnu Framsóknarflokksins um að ákvörðun um það hvort gengið verði til viðræða við Evrópusambandið verði tekin í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þar með er hvorki Framsóknarflokkurinn né Birkir Jón að taka afstöðu til þess hvort ganga eigi í Evrópusambandið - slík ákvörðun verði ekki tekin fyrr en niðurstöður aðildarviðræðna liggi fyrir - enda verði sú ákvörðun einnig tekin í þjóðaratkvæðagreiðslu!
Birkir Jón segir í frétt Viðskikptablaðsins:
Það kom skýrt fram að það væri hvorki lagalega né pólitískt hægt að taka upp evruna án þess að ganga í Evrópusambandið, en Birkir Jón Jónsson er einn nefndarmanna í Evrópunefndar ríkisstjórnarinnar sem fundaðu með embættismönnum í Brussel í vikunni.
"Þeir fundir sem við höfum átt hér hafa sannfært mig um að það sé algjörlega óraunhæft að taka upp evru án þess að ganga í ESB, sagði Birkir Jón.
"Ég er enn sannfærðari um það en áður að það er ekkert annað í stöðunni en að hefja aðildarviðræður, sagði Birkir og kvaðst telja slíkar viðræður eitt af brýnustu hagsmunamálum Íslands um þessar mundir, segir í frétt VB.
Það verður spennandi að sjá hvernig Alþingi bregst við þingsályktunartillögu Birkis Jóns. Samfylkingin mun að sjálfsögðu greiða henni atkvæði sitt ef sá annars ágæti flokkur meinar eitthvað með Evrópustefnu sinni. Það gera 18 atkvæði.
Ég geri ráð fyrir því að þingflokkur Framsóknarflokksins mun allir styðja stefnu Framsóknarflokksins og greiða tillögunni atkvæði sitt. Það gera 7 atkvæði.
Jón Magnússon þingmaður Frjálslyndad flokksins mun greiða tillögunni atkvæði sitt ef hann ætlar ekki að víkja frá Evrópustefnu sinni - sem ég á erfitt með að sjá. Gera má ráð fyrir að amk einn þingmaður Frjálslyndra muni fylgja honum.
Það ætti því að vera ljóst að 27 atkvæði með þingsályktunartillögunni séu trygg.
Ég trúi ekki öðru en þau Katrín Jakobsdóttir og Árni Þór Sigurðsson greiði atkvæði með tillögunni - Katrín af því að hún leggst ekki gegn lýðræðislegri þjóðaratkvæðagreiðslu - og Árni Þór vegna þess að hann vill sjá niðurstöðu aðildarviðræðna.
Þá eru komin 29 atkvæði.
Ég trúi ekki öðru en að nægilega margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins fylgi sannfæringu sinni og greiði atkvæði með tillögunni þannig að hún verði samþykkt!
Það eru því allar líkur á því að við göngum til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort við eigum að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið vorið 2009!
Þökk sé frumkvæði Framsóknarmannsins Birkis Jóns Jónssonar!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Davíð sofandi eða íslenska krónan ekki tæk í viðskiptum?
25.9.2008 | 10:23
Er Davíð Oddsson og félagar hans í Seðlabankanum ekki vakandi þessa dagana eða er íslenska krónan ekki lengur tæk í viðskiptum?
Einhver ástæða hlýtur að liggja að baki þess að íslenski seðlabankinn var skilinn útundan - samanber eftirfarandi frétt á mbl.is:
"Seðlabankar í Noregi, Danmörku og Svíþjóð hafa gert samning um aðgang að lausu fé hjá bandaríska seðlabankanum til að auðvelda skammtímafjármögnun í dollurum. Athygli vekur að íslenski seðlabankinn er ekki þátttakandi í samstarfinu. Norrænu bankarnir munu hafa aðgang að allt að 30 milljörðum dollara."
Nema að íslenska krónan sé svo öflugur gjaldmiðill og Seðlabankinn búinn að tryggja auðvelda skammtímafjarmögnun betur en norrænu seðlabankarnir - að ekki sé þörf á samkomulagi við bandaríska seðlabankann!
Krónan styrkist lítillega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Frekar rakt í sveitinni!
24.9.2008 | 20:31
Það var frekar rakt í sveitinni um helgina þegar heimalandið í Hallkelsstaðahlíð var smalað! Hrannar bróðir lenti á bólakaf í Fossánni þegar hrossið sem hann reið neitaði afar snögglega að ríða út í ánna í veg fyrir væn lömb sem stefndu sér í voða. Hrannar fauk af baki og út í á - og Stóri Hallur hélt á tímabili að hann þyrfti að skera utan af sér regngallann til að draga sauðinn - það er Hrannar bróður - í land.
Þetta var eflaust frekar erfitt í roki og slagviðri - og þrátt fyrir hetjulaga aðfarir Hrannars bróður - þá misstu menn tvo væna dilka í ánna!
Ég missti af smalamennskunni - en mætti með börnin - og hana Ósk - í sveitina á sunnudeginum til að draga fé - meðal annars til slátrunar. Sem sagt fjárdráttur!
Strákarnir stóðu sig frábærlega - Styrmir 10 ára og Magnús 8 ára - í að eltast við lömbin. Eru búnir að læra heimamarkið - tvístíft aftan hægra! Svo mismunandi mörk vinstra.
Gréta litla horfði bara á!
Mitt mark - tvístíft aftan hægra - hálft af aftan, fjöður framan vinstra. Erfði það eftir langafa minn!
Núna eru þetta plastplötur með númerum - en gömlu góðu mörkin á sínum stað!
Fjárdrátturinn gekk vel - og kjötsúpan hennar Stellu alveg frábær að vanda!
Það er reyndar rétt í fréttinni - það var ótrúlega mikið í vatninu - sjaldan séð það hærra - en fyrir ókunnuga þá getur orðið 7 metra munur á hæsta og lægsta vatnsborði!
Besti silungur á landinu í Hlíðarvatni!
Hér að neðan má sjá yfirlitsmynd af Hlíðarvatni og hluta heimalandsins að Hlíð - Hallkelsstaðahlíð! Reyndar er stór hluti landsins land eyðibýlisins Hafurstaða - sem er við enda Hlíðarvatns - þar sem Geirhnjúkurinn gnæfir yfir!
Þarna er miðlungs mikið í vatninu - stærsti hluti Tanganna - hrauntanganna við enda vatnsins - voru komnir undir vatn!
Vel við hæfi að þetta dúkki upp í dag - því pabbi heitinn - Magnús Hallsson húsasmíðameistari - hefði orðið 70 ára ef hann hefði lifað! En þetta er einmitt æskuheimili hans - Hallkelsstaðahlíð - vatnið og Hnappadalurinn - og þessi fallega náttúra!
Það var sko ekki ónýtt að vera þarna í sveit sumar eftir sumar!
Mynd: Kjartan Pétur Sigurðsson
Fé bjargað úr hólmum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hækkar hávaxtastefna Davíðs bensínið og verðbólguna?
24.9.2008 | 16:42
Hækkar hávaxtastefna Davíðs Oddssonar bensínið og verðbólguna?
Það gæti meira en verið!
Staðreyndin er nefnilega sú að birgðakostnaður olíufélaganna hefur væntanlega hækkað um einhverja tugi milljóna - eða jafnvel hundruð milljóna - vegna stóraukins vaxtakostnaðar!
Nú fá olíufélögin ekki lán vegna birgðahalds í jenum - heldur íslenskum hávaxtakrónum - fjármagni á okurvöxtum Seðlabankans.
Vegna þessa þurfa olíufélögin væntanlega að hækka bensínverð umfram það sem annars væri - sem verður til þess að hella olíu á verðbólgubálið - sem Davíð hefur brugðist við með því að hækka vexti - eða ekki lækkað vexti - sem verður til þess að vaxtakostnaður hækkar - og olíuverð hækkar - sem verður til þess að hella olíu á verðbólgubálið sem verður til þess ....
Davíð!
Er áhvaxtastefnan ekki bara bull?
Viðheldur hávaxtastefnan kannske verðbólgubálinu?
Hávaxtastefnan mun allavega ekki bjarga krónunni. Það er of seint!
Eldsneyti hækkar um 3-6 krónur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hækkun greiðslubyrði íbúðalána bankanna var fyrirsjáanleg. Ég benti á þessa hættu haustið 2004. Vandamálið er hins vegar til staðar og getur að óbreyttu komi fjölda fjölskyldna á kaldan klaka.
Ríkisstjórnin hefur úrræði til að koma þessum fjölskyldum til bjargar.
Það er að heimila fjölskyldunum að taka Íbúðalánasjóðslán til þess að endurfjármagna þessi lán bankanna - því jafnhliða fyrirsjáanlegum stórhækkunum á vöxtum þessara íbúðalána bankanna þá losnar tímabundið úr vistarböndunum. Lántakendurnir fá nefnilega tækifæri til að greiða upp lánið - án uppgreiðslugjalds.
Slík lán Íbúðalánasjóðs eru á mun hagstæðari vöxtum en fyrirsjáanlegt vaxtaokur bankanna.
Á þetta hef ég áður bent:
Íbúðalánasjóður til aðstoðar viðskiptavinum bankanna?
Greiðslubyrði þyngist að ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Reykjavíkurflugvöll í Kársnesið?
23.9.2008 | 23:15
Fyrst Gunnar Birgis er ekki að hafa samráð við Reykjavvíkurborg um landfyllingar sem nánast ná yfir í Nauthólsvíkina - þá þarf ekkert að ræða við Kópavogsbæ um að flytja megnið af Reykjavíkurflugvelli út í sjó - jafnvel langleiðina yfir í Kópavog!
Hvernig væri bara að drífa í því?
Reykjavík gagnrýnir áform um landfyllingu á Kársnesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjálfstæðisflokkurinn þarfnast Þorsteins Pálssonar sem formanns!
23.9.2008 | 11:47
Sjálfstæðisflokkurinn þarfnast Þorsteins Pálssonar sem formanns þegar Geir Haarde hverfur á braut í Öryggisráð Sameinuð þjóðanna. Yngri kynslóðin í Sjálfstæðisflokknum er ekki enn reiðubúin að taka við stjórnartaumunum.
Þorsteinn Pálsson hefur sýnt það með yfirveguðum og vel ígrunduðum skrifum sínum sem ritstjóri Fréttablaðsins undanfarin misseri að hann hefur djúpan og góðan skilning á helstu vandamálum Íslendinga. Einnig að hann hefur raunhæfar lausnir.
Þorsteinn Pálsson er rétti maðurinn til að leiða Sjálfstæðisflokkinn í þeirri óhjákvæmilegu kúvendingu sem flokkurinn mun taka í Evrópumálunum á næstu mánuðum og misserum. Þegar þeirri siglingu er lokið getur unga kynslóðin tekið við.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)