Beitum Íbúðalánasjóði til að bjarga fjölskyldum frá stórhækkun vaxta bankanna!

Hækkun greiðslubyrði íbúðalána bankanna var fyrirsjáanleg. Ég benti á þessa hættu haustið 2004. Vandamálið er hins vegar til staðar og getur að óbreyttu komi fjölda fjölskyldna á kaldan klaka.

Ríkisstjórnin hefur úrræði til að koma þessum fjölskyldum til bjargar.

Það er að heimila fjölskyldunum að taka Íbúðalánasjóðslán til þess að endurfjármagna þessi lán bankanna - því jafnhliða fyrirsjáanlegum stórhækkunum á vöxtum þessara íbúðalána bankanna þá losnar tímabundið úr vistarböndunum. Lántakendurnir fá nefnilega tækifæri til að greiða upp lánið - án uppgreiðslugjalds.

Slík lán Íbúðalánasjóðs eru á mun hagstæðari vöxtum en fyrirsjáanlegt vaxtaokur bankanna.

Á þetta hef ég áður bent:

Íbúðalánasjóður til aðstoðar viðskiptavinum bankanna?


mbl.is Greiðslubyrði þyngist að ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mæltu manna heilastur!

Helga (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 08:44

2 identicon

Mér rennur kalt vatn milli skinns og hörunds. Getur einhver sagt mér hvernig við getum fengið stjórnvöld til að skoða þetta strax og af fullri alvöru? Hvernig beitum við okkur, jónarnir og gunnurnar sem stöndum og föllum með bönkunum en höfum engin áhrif á kóng eða prest?

Oddný (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 08:45

3 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Mikilvægt að ríkisstjórn og Alþingi hefji aðgerðir og leggi upp nauðsynlegar breytingar á lögum og regluverki Íbúðalánasjóðs - til að honum verði heimilt að koma beint inn í endurfjármögnun íbúðalána - - án viðskipta með eignirnar.  Gildir það einu hvort um er að ræða lán til einstaklinga  - eða til húsnæðissamvinnufélaga og sjálfseignarstofnana sem reknar eru  án hagnaðarkröfunnar.

Tek undir þetta

Benedikt Sigurðarson, 24.9.2008 kl. 08:51

4 identicon

Mikið er ég ánægður að hafa ekki á sínum tíma látið ginnast af gylliboðum bankana um endurfjármögnun. Ég hélt mig við íbúðalánasjóðinn og Lífeyrissjóðinn. Margir voru mjög hneykslaðir á sínum tíma þegar ég gaf bönkunum langt nef en í dag er það ég sem brosi. Ég finn verulega fyrir þeim sem eru að sligast undan oki bankanna. Bankamafíunni tókst næstum því að sannfæra landann um að leggja niður Íbúðalánasjóð.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 11:06

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Einn daginn ræða menn hér á þessum blogg um ESB aðild og svo hinn daginn um stækkun ríkisrekinns íbúðarlánasjóðs. Fer þetta vel saman ? Eða á að fara báðar leiðir?


Það var eins gott að Svíar voru ekki með í ESB þegar þeir þurftu að eyða meira en 12% af landsframleiðslu sinni til að bjarga sænska bankakerfinu árið 1993. En þá tröllriðu afleiðingar fjárfestingarbólu á atvinnuhúsnæðismarkaði sænska bankakerfinu að fullu. Það varð því þjóðnýtt að stórum hluta og hlutfall hins opinbera geira í landsframleiðslu fór upp í 73%.

Þetta sem Bandaríkjamenn eru að reyna að gera núna eru smáhnetur miðað við ástand sænska fjármálakerfisins á þessum árum. Þetta hefðu Svíar ekki getað gert ef þeir hefðu verið í ESB og með evru, því þá hefðu þeir þverbrotið allar ESB reglur og farið í skuldafangelsi á Brimarhó . . . nei afsakið . . . í Brussel, heitir það víst núna.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 24.9.2008 kl. 11:17

6 Smámynd: Sævar Finnbogason

Mæltu manna heilastur. Sjálfur tók ég lán á þessum tíma og tók þau á föstum vöxtum. það er ljóst að þetta kemur til með að hækka vexti hjá fólki og hlutirnir geta farið að verða mjög erfiðir. þessi lán og með sínum vaxtaákvæðum eru því miður nokkuð í líkingu við húsnæðislánin í Ameríku sem mjörg hver vöru einnig með vaxtahækkunarákvæðum. Þessi lán voru stór hluti vandans þar í landi og gætu orðið það hér einnig. En einsog þú segir getum við brugðist við og þurfum að ræða það.

Sævar Finnbogason, 24.9.2008 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband