Hækkar hávaxtastefna Davíðs bensínið og verðbólguna?

Hækkar hávaxtastefna Davíðs Oddssonar bensínið og verðbólguna?

Það gæti meira en verið! 

Staðreyndin er nefnilega sú að birgðakostnaður olíufélaganna hefur væntanlega hækkað um einhverja tugi milljóna - eða jafnvel hundruð milljóna - vegna stóraukins vaxtakostnaðar!

Nú fá olíufélögin ekki lán vegna birgðahalds í jenum - heldur íslenskum hávaxtakrónum - fjármagni á okurvöxtum Seðlabankans.

Vegna þessa þurfa olíufélögin væntanlega að hækka bensínverð umfram það sem annars væri - sem verður til þess að hella olíu á verðbólgubálið - sem Davíð hefur brugðist við með því að hækka vexti - eða ekki lækkað vexti - sem verður til þess að vaxtakostnaður hækkar - og olíuverð hækkar - sem verður til þess að hella olíu á verðbólgubálið sem verður til þess ....

 Davíð!

Er áhvaxtastefnan ekki bara bull?

Viðheldur hávaxtastefnan kannske verðbólgubálinu?

Hávaxtastefnan mun allavega ekki bjarga krónunni. Það er of seint!


mbl.is Eldsneyti hækkar um 3-6 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Harðarson

þetta er hárrétt - hávaxtastefnan veldur verðbólgu eins og við höfum margoft bent á og það sem meira er - hún er líklegri til að lækka gengi krónunnar frekar en að hækka það til lengri tíma litið - nú þegar áhættufælnin í mörkuðum er í hámarki og fyrirtækin engjast undir vöxtunum. þegar upp er staðið mun gengi krónunnar taka mið af raunverulegu gengi atvinnulífsins og endurspegla það... kv.-b.

Bjarni Harðarson, 24.9.2008 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband