Aðildarviðræðum við ESB lokið fyrir árslok 2009?

Vinur minn finnski Framsóknarmaðurinn Olli Rehn stækkunarstjóri Evrópusambandsins staðfesti í dag það sem ég hef haldið fram um langt árabil að samningaviðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu gætu tekið minna en ár. Þetta kom fram á fundi Evrópunefndar Björns Bjarnasonar í Brussel með Olli Rehn.

Okkar hjartfólgna íslenska króna er búin að vera eins og allir vita - en sumir - eins og Davíð Oddsson - vilja ekki sætta sig við. Besta vitræna leiðin er að taka upp evru.

En á fundinum í dag vísaði Olli á bug hugmyndum um upptöku Íslendinga á evru í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið.

Það liggur því einungis eitt fyrir. Að hefja aðildarviðræður og sjá hvert þær leiða okkur.

Þeim viðræðum er unnt að ljúka fyrir árslok árið 2009.

Það er þá hægt að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild samhliða sveitarstjórnarkosningum vorið 2010.  Unnt er að gera nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá vegna aðildar - ef þjóðin velur að ganga í Evrópusambandið í sveitarstjórnarkosningum vorið 2010 - fyrir Alþingiskosningar 2011.

Breytingarnar staðfestar samhliða Alþingiskosningunum 2011 og Ísland komið í Evrópusambandið 1. janúar 2012.

Ef Samfylkingin þorir að setja Evrópumálin á oddinn.

Sem ég efast um.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hallur

Okkar íslenska króna er ekki búin að vera, það hefði verið betra og skynsamlegra að hafa okkar gengi fast og ekki fljótandi.

 En hvað skoðun hefur þú á þessu Nýja Heisskipulagi eða þessari hnattvæðingu Nýja Heimsskipulagsins þegar svo : Evrópusambandið(ESB / EU) , Afríkusambandið (AU), Asíusambandið ( Asian Union), Suður-Ameríkusambandið (SAU), Mið-Ameríkusambandið (CAU) og Norður-Ameríku eða Community SPP/NAFTA verður sem sagt sameinað undir eina alheimsstjórn "One World Governmet" eða New World Order? 

The Real New World Order

The New World Order is Here!

Því ég er á því að menn verði að skoða Nýja Heimsskipulagið einnig í þessu sambandi svo og öll lög ESB/stjórnaskrá ESB.

Ég rétt eins og fleiri erum á því að það verður örugglega mjög erfitt að vera þarna efst á toppnum á þessu Tyranny Nýja Heisskipulagsins (New World Order) eða hjá Central Banks elítunni Committee of 300, Rockefeller og Rothschild liðinu.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband