Aðildarviðræðum við ESB lokið fyrir árslok 2009?

Vinur minn finnski Framsóknarmaðurinn Olli Rehn stækkunarstjóri Evrópusambandsins staðfesti í dag það sem ég hef haldið fram um langt árabil að samningaviðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu gætu tekið minna en ár. Þetta kom fram á fundi Evrópunefndar Björns Bjarnasonar í Brussel með Olli Rehn.

Okkar hjartfólgna íslenska króna er búin að vera eins og allir vita - en sumir - eins og Davíð Oddsson - vilja ekki sætta sig við. Besta vitræna leiðin er að taka upp evru.

En á fundinum í dag vísaði Olli á bug hugmyndum um upptöku Íslendinga á evru í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið.

Það liggur því einungis eitt fyrir. Að hefja aðildarviðræður og sjá hvert þær leiða okkur.

Þeim viðræðum er unnt að ljúka fyrir árslok árið 2009.

Það er þá hægt að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild samhliða sveitarstjórnarkosningum vorið 2010.  Unnt er að gera nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá vegna aðildar - ef þjóðin velur að ganga í Evrópusambandið í sveitarstjórnarkosningum vorið 2010 - fyrir Alþingiskosningar 2011.

Breytingarnar staðfestar samhliða Alþingiskosningunum 2011 og Ísland komið í Evrópusambandið 1. janúar 2012.

Ef Samfylkingin þorir að setja Evrópumálin á oddinn.

Sem ég efast um.


mbl.is Tvíhliða upptaka evru óraunhæf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Drukknandi maður gripur ekki í kjaft hákarlsins hann reynir að synda í land og það gerum við með okkar krónu ,

adolf (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 21:00

2 identicon

Hallur

Okkar íslenska króna er ekki búin að vera, en það hefði verið betra og skynsamlegra að hafa okkar gengi fast og ekki fljótandi.

Hvað skoðun hefur þú á þessu Nýja Heisskipulagi eða þessari hnattvæðingu Nýja Heimsskipulagsins þegar svo : Evrópusambandið(ESB / EU) , Afríkusambandið (AU), Asíusambandið ( Asian Union), Suður-Ameríkusambandið (SAU), Mið-Ameríkusambandið (CAU) og Norður-Ameríku/Community SPP/NAFTA verður sem sagt sameinað undir eina alheimsstjórn "One World Governmet" eða New World Order (NWO)? 

The Real New World Order

The New World Order is Here!

Því ég er á því að menn verði að skoða Nýja Heimsskipulagið NWO. einnig í þessu sambandi svo og öll lög ESB/stjórnaskrá ESB.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 21:12

3 Smámynd: Sigurður Hrellir

Hallur minn,

Þú kýst að líta svo á að Obama og Olli Rehn séu Framsóknarmenn. Ætli þetta flokkist ekki sem óskhyggja? Ég held hins vegar að skýringin sé sú að þú hafir þroskast frá rugludöllunum í flokknum þínum og sért ekki lengur eins og þeir. Það veit enginn hver stefna Framsóknarflokksins er varðandi inngöngu í ESB og flestum stendur reyndar slétt á sama.

Sigurður Hrellir, 22.9.2008 kl. 21:35

4 Smámynd: ESB

Innganga Íslands í ESB er algjör forsenda fyrir öllu blómlegu lífi hér á þessu kalda skeri.  Með inngöngu fáum við grænna gras, bragðbetra lambakjöt, léttklæddari stelpur, meiri sól og skemmtilegri tengdamæður.  Íslenskt efnahagslíf mun einnig njóta góðs af í formi evrunnar og styrkja handa námsmönnum.

Þá munu gamlir stjórnmálamenn t.d. Finnur Ingólfsson fá endurnýjuð tækifæri til að gera land og þjóð gagn á Evrópuþinginu.  Þar verða öll lög rædd fram og til baka áður en þau verða send í nefndir sem munu í framhaldinu beina fyrirspurnum til framkvæmdastjórnarinnar.

Í ljósi þess hvað Davíð Oddsson er vondur seðlabankastjóri og Ingibjörg Sólrún lítið heima getum við alveg losað okkur við þau, langt þing og þjóð niður og gengist ESB á hönd.  Er ekki betra að láta útlendinga níðast á okkur en nágranna og vini?

ESB, 22.9.2008 kl. 21:50

5 Smámynd: Hallur Magnússon

Siggi minn. Við Olli Rehn sátum saman í stjórn NCF í nokkur ár. Hann er úr finnska Framsóknarflokknum.

Kveðja

Hallur

Hallur Magnússon, 22.9.2008 kl. 22:06

6 identicon

ESB "..Þar verða öll lög rædd fram og til baka áður en þau verða send í nefndir.."

Og það verða nefndir eða Commission sem segja bara NEI eða eitthvað annað, svona rétt eins og Tyranny, ekki satt? 

Hvernig er það verður það ekki mjög erfitt að komast efst uppá toppinn á Tyranny Nýja Heisskipulagsins (New World Order) eða hjá Central Banks elítunni Committee of 300, Rockefeller og Rothschild liðinu?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 22:32

7 Smámynd: ESB

Kæri Þorsteinn, okkur hér í ESB finnst þú vera full upptekinn af samsæriskenningum.  Dettur þér virkilega í hug að það sé til fólk sem kemur illa fram við aðra?  Þeir sem stjórna ESB vilja hag þinn sem mestan og bestan.  Þeir sofa hreinlega ekki fyrir áhyggjum af ástandinu hér á landi.  ESB vill allt fyrir Íslendinga gera og þó fyrr hefði verið.

Er ekki tómt rugl að hafa forseta á Íslandi og löggjafarvald.  Þetta bæði kostar allt of mikið og svo skortir Alþingismenn nauðsynlega sérhæfingu sem er til staðar í Brussel.  ESB veit miklu betur hvað er Íslendingum fyrir bestu heldur en við sjálf.  Þar fyrir utan er ESB friðarbandalag sem mun skapa mótvægi við Kína og USA.  

Allir Íslendingar munu fá eitthvað fyrir sinn snúð ef við göngum ESB á hönd.  Græna liðið fær endalausar reglugerðir og mengunarkvóta.  Útvegsmenn fá borgað fyrir að horfa á fiskinn synda framhjá.  Bændur þurfa að gefa svínum leikföng.  Lítil þjónustufyrirtæki fá tækifæri til að taka þátt í útrásinni og keppa við alþjóðlega risa.  Síðan má alls ekki gleyma peningunum sem við spörum ef við þurfum ekki að reka sjálfstæða utanrikisstefnu.  

ESB, 22.9.2008 kl. 23:45

8 identicon

ESB Þetta er bara ekki rétt hjá þér "..finnst þú vera full upptekinn af samsæriskenningum.." , en þér vantar mikið uppá til að sannfæra mig. 

Þú (ESB). Já EU Commission kemur illa fram við EU þingið. Og þetta hjá ykkur er eins og var í fyrrum Sovétríkjunum, já sama draslið eða fyrirkomulagið.  Annað EU veit ekkert um Ísland eða hvað þá um hvað okkur Íslendingum er fyrir bestu. Og þetta er ekkert lýðræðislegt eða hvað þá friðarbandalag. Þetta er ekkert að skapa mótvagi við USA, og þú veist það sjálfur, því þetta sama liða þitt á bakvið tjöldin er einnig í Council on Foreign Relation (CFR) og lesur skýslu þeirra frá árinu 2005 og þá sérðu hvað þeir ætla sér með North American Community, Halló??

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 00:38

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það myndi einungis gleðja flesta hér í ESB að sjá Ísland koma niður á jörðina hérna til okkar í ESB. Hvað haldið þið eiginlega að þið séuð? Af hverju getið þið ekki verið eins og við hin? Enginn getur verið án okkar. Svo einfalt er það. Þið getið aldrei haldið áfram án okkar. Það er ekki hægt.


Með kveðjum

Kommissar Ímat Úrmat

Gastronomic Currency Regulations Lex EUR

Building no. 236982021 Left

25 Infinite Drain

Brussel

Euroland

Gunnar Rögnvaldsson, 23.9.2008 kl. 01:23

10 identicon

Svo það sé á hreinu: Samfylkingin er eini flokkurinn sem hefur á landsþingi samþykkt ályktun um aðild að ESB. Aðrir flokkar eða stofnanir þeirra hafa beinlínis ályktað gegn aðild.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 09:00

11 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Það er alger óþarfi að velta fyrir sér leiðum til þess að taka upp evruna. Við höfum ekkert með hana að gera enda myndi hún seint taka tillit til hagsmuna og aðstæðna Íslendinga. Annars er í bezta falli óljóst hversu lengi evrusvæðið verður til, sbr.:

http://sveiflan.blog.is/blog/sveiflan/entry/649737/

Ég mæli sérstaklega með skýrslu hinnar Evrópusambandssinnuðu hugveitu Centre for European Reform frá því í september 2006 sem ber heitið "Will the eurozone crack?" þar sem varað er við því að evrusvæðið kunni að líða undir lok verði ekki gripið til róttækra umbóta innan aðildarríkja þess, umbóta sem nákvæmlega ekkert bólar á.

http://www.cer.org.uk/publications_new/688.html

Hjörtur J. Guðmundsson, 23.9.2008 kl. 21:41

12 identicon

Gunnar

Við erum Íslendingar, og ekki einhverjir EU/ESB þjóðernissinnar eða hvað þá, að við séum með einhverja drauma um að fá að vera með undir þessu EU/ESB Tyranny ( EU/ESB. Commission). Já við vitum hvernig EU/ESB Commission er segir bara NEI, þrátt fyrir að meirihluti EU þingsins sé búin að ákveða eitthvað. Hjá EU/ESB Commission eru allar ákvarðanir teknar og við getum ekki sagt því fólki upp eða hvað þá kosið annað fólk í EU/ESB Commission, NEi það er nefnilega ekki neinar kosningar heldur eru menn bara skipaðir í EU Commission. NEi NEI EU/ESB. er ekki  lýðræðislegt.    

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband