Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
Spilum landsleik við Skota á Laugardalsvelli á hverju hausti!
12.9.2008 | 10:29
Spilum landsleik við Skota á Laugardalsvelli á hverju hausti! Það hefur verið einstaklega gaman að sjá þessa frændur okkar í pilsunum og með skemmtilegu hattana sína - í góðu skapi - og afar kurteisa! Þetta eru sko engar fótboltabullur!
Ekki er verra að þeir eyði eitthvað af aurunum sínum á öldurhúsum borgarinnar. Þá hlýtur koma þeirra að hafa haft góð áhrif á hótel og gistiheimili borgarinnar!
Ég væri til í svona Skotadaga á hverju ári :)
PS. 'Eg er samt ekki að segja að við eigum alltaf að sýna þá gestrisni að tapa fyrir þeim!
Skotarnir drukku stíft á börunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enda er íslenska krónan ónýt ...
12.9.2008 | 09:22
Vilja ekki krónuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
ESA krefst EKKI aðskilnaðar félagslegra og almennra lána Íbúðalánasjóðs!
12.9.2008 | 07:50
Eftirlitsstofnun EFTA hefur ekki farið fram á að aðskilja þurfi félagsleg og almenn lán Íbúðalánasjóðs eins og haldið hefur verið á lofti í umræðunni. Hins vegar hefur ESA bent á að hugsanlega þurfi að setja skýrari takmörk á lán Íbúðalánasjóðs sem bera óbeina ríkisábyrgð - ekki sé ætlast til þess að ríkistryggð lán séu veitt auðmönnum.
Það er einföld lausn til á "ríkistryggingarvanda" Íbúðalánasjóðs.
Lausnin er sú að Íbúðalánasjóði verði heimilað að stofna dótturfyrirtæki í formi hlutafélags sem sjái um fjármögnun allra útlána sjóðsins án ríkisábyrðar. Slík lán falla ekki undir ríkisstyrktarreglur Evrópska efnahagssvæðisins og því unnt að veita öllum landsmönnum slík húsnæðislán.
Það er ekki rétta leiðin að aðskilja útlán Íbúðalánasjóðs í almenn og félagsleg. Lánin eiga að vera einsleit. Félagslegur stuðningur á að koma gegnum húsnæðisbótakerfi og miðast við stöðu hverjar fjölskyldu fyrir sig á hverjum tíma fyrir sig.
Slíkar húsnæðisbætur eiga að sjálfsögðu að vera sambærilegar hvort sem um er að ræða að fjölskyldur búi í leiguhúsnæði, búseturéttarhúsnæði eða eigin húsnæði.
Það er alger óþarfi að flækja málið með aðskilnaði "féalgslegra" og "almennra" lána - sérstaklega þegar ESA hefir EKKI farið fram á slíkt!
PS: FRÉTTIN SEM ÞESSI FÆRSLA VAR TENGD VIÐ GUFAÐI UPP! KANNSKE HAFA MENN ÁTTAÐ SIG Á AÐ STAÐHÆFINGAR UM AÐ ESA KREFÐIST AÐSKILNAÐ LÁNAFLOKKA SÉU EKKI Á RÖKUM REISTAR!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
...hvað var þér nauðgað oft? Nú jæja það gerir 50,000 kall...
10.9.2008 | 22:42
Einn af mínum bestu vinum hafði samband við mig í dag og bað mig að koma á framfæri hugsunum sínum sem hann hefur sett niður á blað og leitað til fjölmiðla um að birta. Þar sem fjölmiðlar kröfðust þess að greinin yrði birt undir nafni - og vinur minn vildi ekki að kona hans og börn yrði dregin í umræðuna - þá leitaði hann til mín um ráð hvernig hann gæti komið hugsunum sínum á framfæri.
Ég sé enga leið betri en að birta hugleiðingar hans - gersamlega óritskoðaðar - á bloggsíðu minni og á ábyrgð mína. Það er það minnsta sem ég get gert sem einstaklingur í þessu annars ágæta þjóðfélagi okkar til þess að segja frá hjarta mínu - og þjóðar minnar - afsakið þið allir - fyrirgefið okkur - við vissum ekki hvað við vorum að gera!
"Hörmungarnar halda áfram.
Nú er mál að linni, ég er einn af þessum drengjum sem varð fyrir þeirri skelfilegu lýfsreynslu að vera vistaður á Breiðavík sem barn og varð fyrir óbætanlegum skaða sem aldrei verður hægt að bæta með neinum fjárgreiðslum.
Umræðan um þetta mál er komin á svo lágt stig að það setur að mér óhug, mál sem ég er búin að berjast við að þurka út úr minni mínu stendur mér nú ljóslifandi fyrir sjónum, nú eru nætur mínar svefnlausar þar sem minningin hellist yfir mann í stórum skömtum, afleiðingin taugaveiklun skapbrestir- kvíðaköst svefnleisi örvænting öryggisleisi meltingartruflanir semsagt alveg skelfileg líðan.
Þegar þessi umræða fór af stað í fyrra þá setti að mér óhug, átti nú en einu sinni að raska viðkvæmri ró mans, og til hvers, ekki fyrir mig það veit sá sem alt veit, en ég taldi sjálfum mér trú um að kanski væri þetta samfélaginu til góðs svo ég tali nú ekki um fyrverandi vistmönnum sem margir hverjir hefðu sennilega aldrei gert þessi mál upp þá væri nauðsyn að umræðan ætti sér stað.
Ekki hvarlaði að mér að eftirleikurinn yrði eins subbulegur og hann er greinilega orðin, óviðkaomandi fólk er farið að munnhöggvast yfir þessu máli í bloggum og þetta er orðin kaffitíma umræða, svo að ég tali nú ekki um hátt setta embættismenn sem eru gjörsneiddir mannlegri tilfiningu, og ætla að taka á málinu með ópersónulegum og því miður þverembættislegum hætti.
Hver ætlar að setjast niður og meta okkur? sjáum við fyrir okkur dæmi þar sem hópur embættismanna sests niðu með viðkomandi og byrjar matiðhvað var þér nauðgað oft? Nú jæja það gerir 50,000 kall, hve oft varst þú lamin Nú jæja 25,000 kall--- hve oft varst þú lokaður inni í ljóslausum ókyntum klefa með mjólkurbrúsa fyrir þarfir þínar? Nú það gerir 7.5000 kall. Flosnaðir úr skóla?, þú færð ekkert fyrir það hefði sennileg hætt hvort eð var Fékst ekki að hafa smaband við foreldra né ættingja?, skiptir ekki máli þú varst þeim hvor sem er til óþurftar. Önnur mál? það er svo langt um liðið að þú hlítur að vera búinn að jafna þig, svo var þetta bara tíðarandin.
Þegar að einn æðsti maður þjóðarinnar fer í fílu og segir í viðtali fyrir alþjóð að þessir menn hefðu ekki átt að fara með tilögur hans í fjölmiðla og bætir svo gráu ofaná svart með duldri hótun og segir þessir menn eru víst búnir að fá einhverja hjálp en það skal vera ljóst að þetta eru ekki samningaumræður, heldur er hér um að ræða táknrænar bætur.
Látum nú hér staðar numið og fellum málið niður, æðsta valdið hefur talað, það verður ekkert gert fyrir þessa aumingja þeir eru búnir að vera næg byrgði á þjóðfélaginu þegar, og ekki nokkur ástæða til að vera að gera neitt mál úr þessu þetta átti hvort eð er bara að vera táknrænt.
Ríkisstjórn Íslands ég kann ykkur litlar þakkir fyrir frammistöðuna."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Þjóðarsátt undir forystu ASÍ og SA eina raunhæfa leiðin!
10.9.2008 | 20:41
Þjóðarsátt undir forystu Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins er eina raunhæfa leiðin út úr þeím ógöngum sem Samfylking og Sjálfstæðisflokkur hafa leitt okkur út í með lélegustu ríkisstjórn undanfarinna áratuga. Það er ljóst að forystan verður ekki tekin af ríkisstjórninni - hún hefur löngu tapað öllum möguleikum að vera trúverðug í þeim málum.
Einn þáttur nauðsynlegrar þjóaðrsátt er sátt um nýjan gjaldmiðil, en bæði ASÍ og SA virðast búin að átta sig á að íslenska krónan er búin að vera.
Ég hef verið talsmaður að fara í viðræður við Evrópusambandið um mögulega inngöngu og upptöku Evru ef við náum ásættanlegum samningum. Hvet til þess að þjóðin fái strax í haust að kjósa um það hvort ganga eigi til samniga við Evrópusambandið.
Er reiðubúinn að skoða aðra möguleika og skrifaði þess vegna pistli í gær: Þrautreyndum þriðju leiðina í gjaldmiðilsmálum!
PS kl. 22:15: Sá eftirfarandi dellu sem náttúrlega kemur í veg fyrir þjóðarsátt því 90% þjóðarinnar stendur að baki Íbúðalánasjóðs:
"Eitt af því sem Samtök atvinnulífsins leggja til í 12 punkta plaggi sínu, sem kynnt hefur verið verkalýðshreyfingunni, er að Íbúðalánasjóður verði tekin af markaði. Það hugnast verkalýðshreyfingunni hins vegar ekki. Hún telur heldur ekki þörf á að fara í endurskoðun kjarasamninga á næstu vikum. "
Ennþá langt í þjóðarsátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Aðgerðaráætlun um bættan aðbúnað utangarðsfólks í framkvæmd!
9.9.2008 | 17:54
Það er ekki eftir neinu að bíða! Nú getum við hafið aðgerðir á grunni stefnumótunar og aðgerðaráætlunar í málefnum utangarðsfólks sem samþykt var á fundi Velferðarráðs í dag. Um er að ræða tímamótasamþykkt á málefnum utangarðsmanna!
Aðgerðaáætlunin er mikilvæg og fyrstu skref í framkvæmda hennar verða tekin á allra næstu dögum og vikum!
Ég var mjög harður á því að stefnumótunin og aðgerðaáætlunin yrði samþykkt í dag svo unnt væri að hefja strax handa við að bæta aðstöðu útigangsfólks. Enda var vinnuhópur stjórnmálamanna og embættismanna búinn að vinna að stefnumótuninni allt frá því verkefninu var komið á fót í fyrri meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Haldnir voru 18 fundur - þótt vinnan hafi legið fyrir meðan Samfylkingin fór með formennsku í Velferðarráði í valdatíð Tjarnarkvartettsins.
Það kom mér mjög á óvart í dag þegar minnhlutinn vildi fresta afgreiðslu stefnumótunarinnar og aðgerðaráætlunarinnar - og þannig tefja fyrir nauðsynlegum aðgerðum. EKki hvað síst þar sem fulltrúi VG hafði staðið á Austurvelli í síðustu viku og krafist aðgerða - strax!
Reyndar stóð hann þar rétt í kjölfar síðasta vinnufundar starfshóps um málefni utangarðsfólk - þar sem ákveðið var að leggja tillögu að stefnunni fyrir fund Velfarðarráðs í þessari viku - og kynna stefnuna og aðgerðaráætlunina í fjölmiðlum. Einhverra hluta vegna þuldi fulltrúi VG upp mörg efnisatriði stefnunnar og aðgerðaáætlunarinnar sem unnin hafði verið í starfshópnum - og sagði þær sínar tillögur - en kaus að láta framlag annarra liggja milli hluta!
Úrræðum fyrir utangarðsfólk fjölgað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þrautreyndum þriðju leiðina í gjaldmiðilsmálum!
9.9.2008 | 16:45
Krónan er ónýt sem gjaldmiðill. Það sjá allir sem vilja sjá. Skoðanir eru skiptar um inngöngu í Evrópusambandið sem virðist forsenda þess að taka upp Evru. Þrautreynum því þriðju leiðina í gjaldmiðilsmálum. Nýtt myntbandalag Bretlands, Íslands, Færeyja, Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur! Jafnvel líka Sviss!
Þessi ríki eru enn utan hins eiginlega Evrópska myntbandalags - EMU - þótt Danir og Svíar tengist Evru óbeint. Það er leikur einn fyrir þessi ríki að draga sig út úr þeirri tengingu og taka þátt í nýju myntbandalagi.
Myntbandalag þessara ríkja gæti orðið nokkuð öflugt og hentar klárlega okkur Íslendingum vel. Það kemur ekki í veg fyrir inngöngu Íslands í framtíðinni ef það verður ofan á hjá þjóðinni! Það krefst heldur ekkiinngöngu í Evrópusambandið!
Hvernig væri að Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún taki upp símann - hringi í stjórnvöld í ofangreindum ríkjum, opni málið og boði þau á fund?
Þau segja þá bara nei!
PS. Auðvitað ætti nýji gjaldmiðillinn að heita Spesía!
Gengi krónunnar aldrei lægra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Upplyfting á Hollvinadegi á Bifröst 13. september!
8.9.2008 | 09:09
Jónas frá Hriflu stofnaði Samvinnuskólann í Reykjavík fyrir 90 árum síðan. Samvinnuskólinn fluttist í dýrðina á Bifröst haustið 1955. Þar hefur skólinn starfað með miklum blóma alla götur síðan - nú síðustu árin sem háskóli undir nafninu Háskólinn á Bifröst.
Nú er Bifröst að stofna útibú skólans í Reykjavík - þar sem Samvinnuskólinn hóf göngu sína!
Þann 14. september 1958 stofnuðu nemendur útskrifaðir frá Samvinnuskólanum að Bifröst Nemendasamband Samvinnuskólans, skammstafað NSS. Í frétt frá þeim fundi segir m.a. tilgangur með stofnun NSS er að treysta bönd gamalla nemenda við skóla sinn og efla kynni og skilning milli eldri og yngri nemenda.
Það eru því 50 ár síðan Nemendasambandið var stofnað. Nemendasambandið ber nú heitið Hollvinasamtök Bifrastar enda opið fleirum en einungis fyrrum nemendum á Bifröst.
Í tilefni 50 ára afmælisins verður dagskrá á vegum Hollvinasamstakanna á Bifröst laugardaginn 13. september. Þar mun hin síunga Bifrastarhljómsveit "Upplyfting" halda tónelika - og spila fyrir dansi!
Að sjálfsögðu verða sætaferðir frá Reykjavík og til baka eftir ball!
Þá verður árlegt golfmót haldið 13. septembar á golfvellinum við Bifröst.
Dagskrá Hollvinadagsins er að finna hér!
Eldri nemendur eru hvattir til að mæta á Bifröst á laugardaginn!
Þá er ekki úr vegi að minna á vefsíðu Hollvinasamtakanna: http://hollvinir.bifrost.is!
Bifröst opnar útibú í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB - strax!
7.9.2008 | 13:57
Það á að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort Íslendingar eigi að fara í aðildarviðræður við Evrópusambandið - og það strax! Málið er á dagskrá - núna! Það á ekki að líðast að misvitrir pólitíkusar bulli fram og til baka um málið - og reyni að halda því fram að þetta sé seinna tíma mál!
Jónaz Haralz sagði allt sem segja þarf um þörfina á breytingu krónunnar í Silfri Egils í dag. Krónan er ónýt. Besti kosturinn er að taka upp Evru. Það er alveg ljóst. Til þess þurfum við væntanlega að ganga í Evrópusambandið. En það er þjóðin sem á að ákveða hvort við gerum það.
Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins vill að þjóðin ákveði hvort farið verði í aðildarviðræður. Samfylkingin vill í aðildarviðræður. Stór hluti Sjálfstæðismanna vill athuga hvað aðildarviðræður gefa okkur.
Það er því ekki eftir neinu að bíða. Ingibjörg Sólrún á að setja atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður á oddinn í stjórnarsamstarfinu. Guðni hlýtur að bakka hana upp. Get ekki séð að Geir eða Björn Bjarnason séu í stöðu til að setja sig upp á móti slíkri atkvæðagreiðslu.
Þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort halda skuli í aðildarviðræður við ESB - fyrir jól takk!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Mér finnst eins og Ísland sé nú byskupslaust!
6.9.2008 | 16:37
Byskup Íslands var jarðsettur í dag. Mér finnst eins og Ísland sé nú byskupslaust. Herra Sigurbjörn Einarsson var Byskup Íslands í mínum huga. Byskup með stóru B-i. Með fullri virðingu fyrir sporgöngumönnum hans.
Mér hefur fundist Sigurbjörn bera af sem gull af eir í íslenski þjóðkirkjunni á 20. öldinni. Þvílíkur hugsuður - þvílíkur predikari. Allt sem hann sagði virtist vera svo djúpt hugsað.
Þrátt fyrir það var ég ekki alltaf sammála honum. Það var bara ekki málið. Viska hans var bara svo mikil!
Nú verð ég að taka fram að ég er ekki í þjóðkirkjunni og ekki sérlega kirkjurækinn í Óháða söfnuðinum mínum. En ég ber virðingu fyrir kirkjunni - þótt ég sé afar gagnrýninn á hana.
Íslenska þjóðkirkjan þarf á nýjum Sigurbirni Einarssyni að halda á næstu árum og áratugum ef hún ætlar að halda stöðu sinni í hugum og lífi Íslendinga.
Enda mun Sigurbjörn byskup verða talinn í hópi merkustu byskupa Íslands. Ég er sannfærður um það.
Íslensk kirkja er fátækari eftir fráfall þessa mikla hugsuðar!
Allir hlustuðu þegar hann talaði" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.9.2008 kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)