Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Ríkistryggð íbúðalán í Bandaríkjunum! Af hverju ekki í Evrópu?

Eins og á Íslandi þá er stór hluti íbúðalána í Bandaríkjunum með ríkisábyrgð. Íbúðalánasjóðirnir Freddie Mac og Fannie Mae hafa verið öflugustu íbúðalánafyrirtæki Bandaríkjanna. Fyrritækin eru hlutafélög - en það hefur alla tíð verið ljóst að á þeim væri ríkisábyrgða, það er að alríkisstjórnin myndi taka ábyrgð á þeim ef illa fer.

Nú er sú staða komin upp. Bandaríkjastjórn hefur nú tilkynnt að ríkisstjórnin sé að undirbúa að yfirtaka stjórn sjóðanna. Sjóðirnir muni halda áfram starfsemi þar sem bandaríska alríkisstjórnin ábyrgðist skuldbindingar þeirra.

Íbúðalánasjóður er í eigu íslenska ríkisins. Lán Íbúðalánasjóðs bera því ríkisábyrgð - óbeina þó.

Þessi ríkisábyrgð hefur verið eitur í beinum ekki einungis íslenskra banka, heldur evrópskra, sem líta á pínulítinn ríkisrekinn Íbúðalánasjóð innan Evrópska efnahagssvæðið sem ógnun við sig. Það gæti nefnilega einhverjum dottið í huga að setja upp slíkan vel heppnaðan Íbúðalánasjóð annars staðar í Evrópu!

Þess vegna hefur Brusselveldið gert allt til þess að knésetja Íbúðalánasjóð á Íslandi - þrátt fyrir að staða hans og hlutverk sé afar mikilvæg íslenskum fjölskyldum!

... og það á sama tíma og breska ríkisstjórnin ríkisvæddi Northern Rock - einn stærsta íbúðalánasjóð Bretlands.

Íslensk stjórnvöld eiga að sjálfsögðu að standa í fæturna gegn Brussel - og standa vörð um Íbúðalánasjóð!

Fyrst ég er að tala um Íbúðalánasjóð - þá verð ég að minna á bullið í Ingibjörgu Sólrúnu um ESA og Íbúðalánasjóð:

Rangfærslur Ingibjargar Sólrúnar um ESA og Íbúðalánasjóð!


mbl.is Bandaríska ríkið að yfirtaka fasteignalánasjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Langnæstflottustu bloggararnir!

Tvíburabræðurnir Ármann og Sverrir Jakobssynir eru að mínu viti langnæstflottustu bloggararnir.

Tvö dæmi af handahófi:

"Björn Borg nærbuxur

Við hliðina á mér í flugvélinni heim sat fjórtán ára strákur í Björn Borg nærbuxum.

Hvernig veit ég í hvernig nærbuxum hann var? Jú, af einhverjum dularfullum sökum er fjórtán ára strákum mjög í mun að allur heimurinn viti í hvernig nærbuxum þeir eru.

Og auðvitað er sóun að eiga Björn Borg nærbuxur ef enginn sér þær."
Ármann Jakobsson. 2007. Fréttir frá mínu landi. www.armannjakobsson.blogspot.com

"Menningarpistill

September 5th, 2008

Við hjónin fórum áðan á opnun sýningar Helga Þorgils Friðjónssonar á Nordatlantens Brygge. Mjög falleg sýning með mörgum af bestu verkum listamannsins. 

Ég taldi 21 typpi á listaverkunum en Æsu fannst ég frekar barnalegur fyrir þennan tölfræðiáhuga."

Sverrir Jakobsson. 2008. Stefnumótavefur. www.blogg.gattin.is

 


Hefði ekki verið nær að hafa hóflegri fjárlög í fyrra?

Hefði ekki verið nær að hafa hóflegri fjárlög í fyrra til að hafa eitthvað uppi í erminni fyrir fjárlög næsta árs - fjárlög sem fyrirsjáanlegt var að þyrftu að taka tillit til nýrra samninga við ýmsar opinberar stéttir?

Við erum meðal annars að súpa seyðið af verðbólgufjárlögum ársins í fyrra þegar Samfylkingin fór á eyðslufyllerí af gleði yfir að komast í ríkisstjórn - og Sjálfstæðisflokkurinn tók þátt í fjörinu!

Við skulum ekki gleyma því að þar voru 20% raunaukning á útgjöldum á fjárlögum í fyrra - einmitt þegar allir málsmetandi aðiljar hérlendis og erlendis bentu á að aðhalds væri þörf!

Nú situr ríkisstjórnarparið í þynnkunni - og horfir fram á erfiða fjárlagagerð - þar sem tekjur hafa dregist saman - en útgjaldaþörfin aukist!

Kannske heldur ríkisstjórnarparið að það geti bjargað málum með því að níðast á nokkrum ljósmæðrum sem berjast fyrir eðlilegri leiðréttingu launa sinna. Það væri eftir því enda liggur ljósmæðrastéttin vel við höggi - þetta er jú kvennastétt!


mbl.is Kreppan kemur fram í fjárlögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðréttingu launa ljósmæðra strax!

Fólkið hans Árna á Kirkjuhvoli sem sér um að semja við ljósmæður verður að fá grænt ljós á að leiðrétta laun ljósmæðra og það strax!

Leiðrétting launa ljósmæðra eiga ekki að hafa áhrif á almennar launakröfur!

Það vita það allir að röðun ljósmæðra í launaflokka er röng - og ber að leiðrétta! Strax!

 

http://www.youtube.com/watch?v=9k6AF7p3LdM


mbl.is Eitt barn fæddist á LSH í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðgerðir fyrir utangarðsmenn í burðarliðnum!

Það sló mig illa sem nýkjörins varaformanns Velferðarráðs að heyra viðtal á Stöð 2 við útigangsmann sem skýrði frá því að útigangsmenn neyddust til þess að sofa úti þar sem ekki væri pláss fyrir þá í gistiskýlum.  Það gengur náttúrlega ekki svo ég ákvað að ganga af krafti í málið og byrjaði á því að leita mér upplýsinga um stöðu mála.

Ég komst að því að í kjölfar erfiðrar stöðu í fyrravetur þegar ítrekað þurfti að vísa mönnum frá gistiskýli utangarðsmanna - þá var plássum þar fjölgað úr 16 - 20.

Frá því það var gert hefur einu sinni - endurtek - einu sinni þurft að vísa einum manni frá gistiskýlinu. Þannig að líkindum var maðurinn að lýsa ástandinu frá því í fyrravetur - ástandi sem ekki var bjóðandi - en hefur verið bætt úr.

Að vísa einum manni einu sinni frá er reyndar einu sinni of oft, en því þarf að kippa í liðinn fyrir veturinn.

Mér fannst því undarlegt að heyra fulltrúa Vinstri græna í Velferðarráði halda því fram að á undanförnu hefðu utangarðsmenn ítrekað þurft frá gistiskýlinu frá að hverfa. Þeim ber greinilega ekki saman starfsmönnum gistiskýlisins og fulltrúa Vinstri grænna. Hvor ætli hafi rétt fyrir sér?

Hins vegar er ljóst að það þarf að gera mun betur í málum utangarðsfólks.

Þegar nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við stjórn Reykjavíkurborgar á dögunum þá sammæltust við fulltrúar meirihlutans í Velferðarráði að leggja á haustmánuðum áherslu á málefni utangarðsfólks.

Eitt fyrsta verk mitt var að fara yfir þá heildstæðu stefnumótun í málefnum utangarðsmanna sem sett var á fót af fyrri meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.

Það gladdi mig að stefnumótun þessi er á lokastigi og allt útlit fyrir að góð samstaða náist innan Velferðaráðs um stefnumótunina og  aðgerðaáætlun byggða á henni, en stefnan hefur verið unnin af vinnuhóp sem hefur verið skipaður bæði pólitískum fulltrúum meirihluta og minnihluta sem og starfsfólki Velferðasviðs.

Ég verð reyndar að segja að mér fannst einnig afar sérstakt að horfa á fulltrúa Vinstri grænna í Velferðarráði þylja upp helstu atriði stefnunnar í fréttum Stöðvar 2 og láta líta út sem um sé að ræða persónulegar tillögur hans en ekki sameiginlegar niðurstöður vinnuhópsins.

Reyndar veit fulltrúinn að niðurstöður hinnar þverpólitísku vinnu verður lögð fyrir Velferðarráð í næstu viku til samþykktar og að stefnan og aðgerðaráætlunin verður kynnt í kjölfarið - enda maðurinn í starfshópnum!

En það er gott að vita til þess að fulltrúi Vinstri grænna stendur með okkur hinum í Velferðaráði að hinni heildstæðu stefnu og mun væntanlega leggja okkur lið við að koma aðgerðaráætlun í framkvæmd sem allra fyrst.

Því það eru úrbæturnar fyrir utangarðsfólkið sem skipta máli - ekki skrautfjaðrir stjórnmálamannanna!


Íbúðalánasjóður til aðstoðar viðskiptavinum bankanna?

Frysting lána Íbúðalánasjóðs hjá fólki sem lenda í fjárhagslegum erfiðleikum hefur alla tíð verið mikilvægt greiðsluerfiðleikaúrræði hjá sjóðnum. Hundruð fjölskykdna hefur náð að halda húsnæði sínu og komist gegnum greiðsuerfiðleika með þessari hjálp Íbúðalánasjóð.

Sú útvíkkun á greiðsluerfiðleikareglum Íbúðalánasjóðs að  bjóða þeim sem sitja uppi með tvær íbúðir vegna sölutregðu er rökrétt framhald hjá Íbúðalánasjóði og gott til þess að vita að það er að nýtast fjölda fólks.

Því miður eru margir sem tóku lán í bankakerfinu ekki í eins góðum málum í greiðsluerfiðleikunum. Það hafa margir haft samband við mig vegna þessa og skilja ekki af hverju bankinn kemur ekki á móts við þá í stöðu sem þessari. Skilja reyndar ekki heldur af hverju Íbúðalánasjóður - sem tekinn er af ríkinu - geti ekki veitt þeim greiðsluerfiðleikaaðstoð - með því að veita Íbúðalánasjóðslán til að greiða upp bankalánið sem innheimt er af fullri hörku. Fá síðan frystingu á Íbúðalánasjóðsláninu til þriggja ára - eins og réttur þeirra hefði verið - ef lánið hefði verið tekið hjá sjóðnum í upphafi.

Kannske ættu stjórnvöld að heimila Íbúðalánasjóði að veita almenningi lán til þess að greiða upp íbúðalán bankanna!

Allavega ættu stjórnvöld í alvöru að athuga hvort heimila eigi sjóðnum að veita slík lán til uppgreiðslu íbúðalána bankanan sem eru með 5 ára endurskoðun vaxta - því ljóst er að vextir munu hækka mjög verulega á slíkum lánum bankanna á næsta ári.

Fyrst ég er að ræða um stjórnvöld og Íbúðalánasjóð  er vert að ítreka fyrra blogg mitt:  

Rangfærslur Ingibjargar Sólrúnar um ESA og Íbúðalánasjóð!

 


mbl.is Mikill áhugi á frystingu lána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sko minn!

"Verið er að ganga frá nýju gjaldeyrisláni að að fjárhæð a.m.k. 250 milljónir evra, jafnvirði rúmlega 30 milljarða króna, á kjörum sem eru mun hagstæðari en svokallað skuldatryggingarálag á ríkissjóð gefur til kynna. Þetta kom fram hjá Geir H. Haarde, forsætisráðherra, á Alþingi í dag"
mbl.is 30 milljarða króna lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðgerðir ríkisstjórnar orðum auknar!

Það er nánast hjákátlegt að lesa Morgunkorn Glitnis - þar sem reynt er að bera blak af aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum.

Glitnir tínir til smáaðgerðir eins og aukningur gjaldfeyrisforða um 12% í júlímánuði með útgáfu erlendra víxla - aukning sem er ekki nema brot af þeirri  heimild sem ríkisstjórnin fékk á vormánuðum til að takast á við efnahagsmálin.

Þá eðlilega týnir Glitnir til afnáms viðmiðs lána Íbúðalánasjóðs við brunabótamat og lítillega hækkun hámarksláns sjóðsins - sem var góðar gjalda verð - en aðgerð sem langt frá því dugir.

Hins vegar hefur ríkisstjornin nánast hunsað aðilja vinnumarkaðarins þrátt fyrir dökkt ástand í atvinnulífinu!

Staðreyndin er því sú að það er aðgerðarleysi í efnahagsmálum sem einkennt hafa ríkisstjórnina - þrátt fyrir framangreind smotterí!


mbl.is Greining Glitnis: Aðgerðarleysi orðum aukið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rangfærslur Ingibjargar Sólrúnar um ESA og Íbúðalánasjóð!

Ingibjörg Sólrún - formaður vinsælasta stjórnmálaflokksins á Íslandi um þessar mundir - fer ítrekað með rangt mál þegar hún fjallar um afstöðu ESA - Eftirlitsstofnunar EFTA - til starfsemi Íbúðalánasjóðs!

Ingibjörg tönglast sífellt á heimatilbúinni klysju sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa verið duglegir að leggja ESA í munn á undanförnum mánuðum til að réttlæta fyrirhugaðar breytingar á Íbúðalánasjóði - hverjar sem þær nú verða!

Ingibjörg sagði meðal annars eftirfarandi í viðtali við Viðskiptablaðið um helgina:

 

"Það er algjörlega skýrt að það þarf að skipta sjóðnum [Íbúðalánasjóði] í tvennt.

Annars vegar í félagslegu lánin – og þar er hægt að veita lán með ríkisábyrgð – og hins vegar í almennu lánin.  Eftirlitsstofnun EFTA fellst ekki á að Íbúðalánasjóður veiti almenn lán í samkeppni við bankana með ríkisábyrgð. Við verðum því að skipta þessu upp..."

 

 

Þetta er alrangt hjá Ingibjörgu!

 

ESA hefur aldrei sagt að skipta þurfi Íbúðalánasjóði í tvennt!

 

ESA hefur heldur aldrei sagt að Íbúðalánasjóður geti ekki veitt almenn lán með ríkisábyrgð!

 

ESA hefur hins vegar bent á að Íbúðalánasjóður þurfi að líkindum að takmarka almennar lánveitingar með ríkisábyrgð til almennings á einhvern hátt.

 

Það er sannleikurinn í málinu!

 

Stjórnvöld hafa töluvert val um það hvernig þau beita Íbúðalánasjóði til að ná markmiði sínu um að tryggja almenningi hóflegt húsnæði!

 

Ein leiðin gæti verið sú að afnema beina ríkisábyrgð með því að Íbúðalánasjóður stofni dótturfyrirtæki í formi hlutafélags sem sjái um fjármögnun fyrir öll útlán Íbúðalánasjóðs - lán sem allir gætu nýtt sér!

 

Félagslegur stuðningur komi síðan í gegnum húsnæðisbótakerfi stjórnvalda!

 

Það er ein útfærslan.  Þær eru fleiri!

 

En þetta á formaður vinsælasta stjórnmálaflokksins og ráðherra í ríkisstjórn að vita!


mbl.is Samfylkingin með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afnemið stimpilgjöldin og hækkið hámarkslán Íbúðalánasjóðs!

Fasteignamarkaðurinn er að stöðvast. Raunverð tekið að lækka. Nú er rétti tíminn að afnema stimpilgjöldin á öll íbúðalán - ekki bara hjá fyrstu kaupendum!

Þá er tími til kominn að hækka hámarkslán Íbúðalánasjóðs aftur - í 22 milljónir!

Meira um fasteignamarkaðinn síðar í vikunni!


mbl.is Velta á íbúðamarkaði dregst saman um 70%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband