Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Kvikmynd um kaupmennina á horninu!

Það gladdi mig að heimildarmyndin um þá bræður Kristján og Gunnar Jónassyni í Kjötborg skyldi verða valin besta heimildamyndin! Þessir drengir eru náttúrlega frábærir eins og margir vita - aldir upp í búðinni í Búðagerði og kaupmenn á horninu af gamla skólanum - þrátt fyrir að vera ekki eldri en þeir eru!

Mér finnst framtak þeirra Helgu Rakelar og Huldu Rósar að festa þá bræður og búðina þeirra á filmu til fyrirmyndar. Með heimildamyndinni ná þær andanum sem einkenndi nýlenduvöruverslun í Reykjavík um áratuga skeið - og ekki seinna vænna í umhverfi hringamyndunar og stórmarkaða - sem einkenna verslun dagsins í dag.

Kaupmaðurinn á horninu lifir enn í þessum drengjum - en því miður er hætta á því að þeir verði meðal hinna síðustu - nema kauphegðun okkar breytist! 


mbl.is Kjötborg best
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband