Staða ungs utangarðsfólks í Reykjavík skoðuð sérstaklega!

Það ríkir í rauninni nokkuð góða samstaða og sátt allra flokka í Velferðaráði Reykjavíkurborgar um helstu stefnumál og aðgerðir í málefnum utangarðsfólks, þótt ákveðin ágreiningur hafi komið upp um tæknilegar útfærslur við samþykkt tímamótastefnu í málefnum utangarðsfólks á dögunum.

Það voru til að mynda allir innilega sammála um að staða ungs utangarðsfólks yrði skoðuð sérstaklega í kjölfar nýrrar stefnu í málefnum utangarðsfólks.  Eftirfarandi ályktun var samþykkt samhljóða á fundinum sem ný stefna og aðgerðaráætlun um málefni utangarðsfólks var samþykkt:

"Velferðarráð telur rétt að í framhaldi af samþykkt nýrrar stefnu í málefnum utangarðsfólks verði hafist handa við að skoða sérstaklega stöðu ungs fólks að 25 ára aldri og stöðu þeirra í umræddum hópi. Sú vinna hefði það markmið að kortleggja og þarfagreina stöðu ungs utangarðsfólks í Reykjavík."

Ég er stoltur af nýsamþykktri stefnu og aðgerðaráætlun sem ég vona að verði utangarðsfólki til góðs. Ég er einnig afar ánægður um þá samstöðu sem fulltrúar í Velferðaráði sýndu með samþykkt ofangreindrar bókunar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæll Hallur. Er afar ánægður með að þetta skuli hafa verið eitt að fyrstum verkum nýs meirihluta. Lofar góðu um stjórnarsamvinnu Framsóknar og
Sjálfstæðisflokks í framtíðinni.  Vil sjá slíkt stjórnarmunstur í ríkisstjórn sem
fyrst!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.9.2008 kl. 17:56

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Hallur ! þetta er flott hjá ykkur.

Samt set ég fram eina spurningu: eru til peningar í þetta verkefni, annað eru þeir eyrnamerktir þessu verkefni ?

Svo finnst mér alltaf mikilvægt sem kona alin upp í Sambandsframsókn að láta verkin tala.

Ég hlakka til að sjá hvað gerist í framhaldinu, því orð eru jú til alls fyrst, en einskis nýt á pappírum ef verkið fylgir ekki

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 12.9.2008 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband