Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Hlutafélag Íbúðalánasjóðs um húsnæðislán bankanna!
15.10.2008 | 09:45
Tilmæli ríkisstjórnarinnar eru góð svo fremi sem unnt sé að verða við þeim. Við verðum að vona að gengi íslensku krónunnar skáni svo greiðslubyrði þeirri verði þolanleg fyrir íbúðaeigendur. En það má ekki heldur gleyma því að greiðslubyrði þeirra sem eru með verðtryggð lán hefur einnig hækkað verulega.
Það er óvarlegt að henda húsnæðislánum bankanna inn í núverandi Íbúðalánasjóð. Það gæti ógnað því jafnvægi sem ríkir á núverandi rekstri Íbúðalánasjóðs. Mín tillaga er að Íbúðalánasjóður stofni dótturfélag í hlutafélagsformi til að taka við húsnæðislánunum. Þegar bankakerfið hefur náð sé á ný geta bankarnir komið inn í það hlutafélag ásamt Íbúðalánsjóði og hlutafélagið séð um fjámögnun íbúðalána bankanna með öflugri neytendavernd.
Það er deginum ljósar að ríkisstjórnin verður að endurskoða húsnæðisbótakerfið og stórauka húsnæðisbætur vegna efnahagsástandsins.
Afborganir verði frystar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þjóðstjórn kvenna lausnin?
14.10.2008 | 23:37
Það er gott að fá Ingibjörgu Sólrúnu heim. Er ekki málið að fá hana til þess að leiða öfluga þjóðstjórn kvenna til að leiða okkur út úr erfiðleikunum?
Ein öflugasta stjórnmálakona Íslands, Valgerður Sverrisdóttir, lýsir því sem nú er að gerast í frábærum bloggpistli sínum:
"Það er dálítið athyglisvert að þegar allt er í rúst á fjármálamarkaði er leitað til kvenna. Í ráðherratíð minni reyndi ég að opna augu eigenda og stjórnenda á markaði á þeim möguleikum sem fælust í að gefa konum aukin tækifæri í stjórnun fyrirtækja.
Satt að segja náði ég litlum árangri.
Nú er annað uppi á teningnum þegar frábærar konur verða bankastjórar Landsbanka og Glitnis. Kannski gerist það sama hjá Kaupþingi. Við skulum vera jákvæð gagnvart þessari nýbreytni og ekki fjasa um að þær séu bara fengnar til að hreinsa upp eftir karlana og hleypa vindlareyknum út."
Ég held að leið Valgerðar sé hin rétt í stöðunni í dag. Hún stingur reyndar sjálf upp á slíkri þjóðstjórn - þótt í léttum dúr sé:
"Nú velta ýmsir fyrir sér hvort þær ættu að hafa enn meiri völd og hvort hugsanlegt sé að "þjóðstjórn kvenna" sé framundan.
Þess má geta að varaformenn Vinstri grænna og Framsóknar eru líka konur.
Svo gæti Edda Rós Karlsdóttir orðið seðlabankastjóri.
Ég segi nú bara si svona."
En öllu gamni fylgir nokkur alvara - og ég kýs að taka Valgerði alvarlega - og ég sting upp á eftirfarandi þjóðstjórn kvenna:
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir forsætisráðherra
Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fjármálaráðherra, dóms- og kirkjumálaráðherra
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra
Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingarmálaráðherra
Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra
Guðfinna Sesselja Bjarnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra
Þuríður Backmann umhverfisráðherra
Steinunn Valdís Óskarsdóttir samgönguráðherra
Arnbjörg Sveinsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
... og að sjálfsögðu Eddu Rós sem seðlabankastjóra eins og ég hef margoft bent á!
PS.
Glöggt fólk sem fylgir með öllum smáatriðum í pólitík hafa eflaust tekið eftir að enginn fulltrúi Frjálslyndaflokksins er í þjóðstjórninni. Það er náttúrlega vegna þess að Frjálslyndiflokkurinn virðist karllægastur flokka á Alþingi. Það er bara engin kona í þingflokknum. En svona til að hafa þetta ekki allt of einhæft kynjalega séð - þótt konurnar eigi það alveg inni - þá gæti Guðjón Arnar tekið að sér að vera forseti Alþingis!
Ingibjörg Sólrún á leið heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Velferðarráð vill semja við SÁÁ um rekstur á nýju búsetuúrræði
14.10.2008 | 19:29
Velferðarráð Reykjavíkur fól á dögunum Velferðarsviði Reykjavíkurborgar að ræða við SÁÁ um um rekstur á nýju búsetuúrræði með félagslegum stuðningi fyrir allt að 20 manns á grundvelli tilboðs sem SÁÁ lagði fram fyrir nokkru. Mikill vilji er innan Velferðarráðs að SÁÁ taki að sér þetta mikilvæga verkefni.
Félagsmálaráðuneytið kemur einnig að þessu verkefni með Velferðarráði Reykjavíkurborgar.
Um er að ræða búsetuúrræði fyrir einstaklinga sem hafa hætt neyslu áfengis og eða vímuefna, en þurfa á umtalsverðum stuðningi að halda til að geta tekið virkan þátt í samfélaginu.
Hið nýja búsetuúrræði verður ekki einungis tímabundið heimili þeirra einstaklinga sem þar munu búa heldur er ætlunin að þar fari fram öflug virkniþjálfun svo heimilismenn geti síðar haldið út í lífið og staðið þar á eigin fótum. Eðli málsins vegna þurfa þeir í fyrstu á miklum félagslegum stuðningi að halda en sá stuðningur mun væntanlega minnka þegar færnin til að taka þátt í samfélaginu eykst og að lokum geta einstaklingarnir flutt út í samfélagið að nýju.
Þess vegna er mikilvægt að heimili fólksins sé í nánd við hið daglega líf samfélagsins í Reykjavík en ekki fjarri daglegu amstri.
Það er afar mikilvægt að vandað sé til verka þegar gengið er frá samningum Reykjavíkurborgar við utanaðkomandi aðilja um rekstur búsetuúrræðis sem þessa.
Í slíkum samningum verður Velferðarráð og Velferðarsvið að tryggja ákveðin grunnatriði:
1. Rekstraraðili hafi þekkingu og reynslu af eftirmeðferð og virkniþjálfun vegna áfengis- og vímuefndavanda
2. Rekstraraðili sé fjárhagslega ábyrgur
3. Húsnæði fyrir heimilið sé tryggt
4. Velferðasvið Reykjavíkurborgar hafi tryggt eftirlit með starfseminni
5. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar ákveði í samráði við rekstraraðila hverjir fá notið umræddrar þjónustu
Það er ljóst að SÁÁ uppfyllir fyrstu tvö skilyrðin og getur gripið til ráðstafana til að uppfylla einnig það þriðja.
Síðustu tvö skilyrðin sem eðli málsins vegna hljóta að vera eðlilega krafa Reykjavíkurborgar og Félagsmálaráðuneytisins þegar leitað er til utanaðkomandi aðilja um rekstur búsetuúrræðis sem þessa og er greitt af almannafé. Enda ætti að vera einfalt að ganga frá slíkum sjálfsögðum atriðum í samningi um reksturinn sem nú er verið að vinna að með SÁÁ.
Hallur Magnússon
Varaformaður Velferðarráðs
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Enn og aftur: Samfylkingin að undirbúa stjórnarslit?
14.10.2008 | 19:02
Ingibjörg Sólrún vill að stjórn Seðlabankans stigi til hliðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Samfylkingin að undirbúa stjórnarslit?
14.10.2008 | 16:33
Er Samfylkingin að undirbúa stjórnarslit undir forystu Ingibjargar Sólrúnar? Ekki þarf að orðlengja hvaða áhrif greina Ingibjargar Sólrúnar nú um helgina um að inngönganga í ESB sé langtímalausn efnahagsmála hefur haft á ákveðna forystumenn Sjálfstæðisflokkinn.
Nú áðan var ég að heyra viðtal við Ingibjörgu Sólrúnu á Rás 2 þar sem hún nánast sagði að það ætti að reka bankastjóra Seðlabanka - þótt hún hafi orðað það á þá leið að bankastjórarnir ættu að veita forsætisráðherra eðlilegt svigrúm til að endurskipuleggja Seðlabankann með því að bjóðast til þess að segja af sér.
Þetta mun ekki ganga vel í hluta Sjálfstæðisflokksins.
Annað hvort er Ingibjörg að hrekja Geir í stjórnarslit - eða þvert á móti - að segja það sem Geir getur ekki sagt af pólitískum ástæðum - en vill gjarnan segja. Þannig sé Ingibjörg að styrkja Geir og samstarfið við Geir.
En annað hvort er það!
Verða að svara til saka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Geir flottur í viðtali við bresku pressuna!
14.10.2008 | 14:34
Geir Haarde forsætisráðherra var afar flottur í viðtali við bresku pressuna þegar hann var spurður út í hvort Ísland væri gjaldþrota.
Geir var mjög ákveðinn þegar hann sagði að slíkt væri fjarstæða og sagði meðal annars af mikilli ákveðni:
"The Government is honouring all its obligations like we always have. There has never been default on the behalf of the Icelandic Government there never will be
Ég hefði viljað sjá meira af þessum Geir undanfarna mánuði!
Ég vildi einnig sjá meira af þessum Geir gagnvart Seðlabankanum!
Vill lífeyrissjóði í Kaupþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Stórmerkilegt stjórnmálasamband Sýrlands og Líbanon!
14.10.2008 | 13:31
Stórmerkileg tíðindi í alþjóðastjórnmálum munu væntanlega fara fram hjá mörgum í því róti sem er í efnahagsmálum Íslands - og já heimsins alls! Það hefði eflaust verið gert nokkuð úr þeim tíðindum að Sýrlendingar og Líbanir hafi tekið upp stjórnmálasamband - ef tímarnir værðu aðrir.
Væntanlega eru Sýrlendingar með þessu að taka skref í átt til bættra samskipta við Vesturlönd - sem er afar mikilvægt fyrir þróun friðar í miðausturlöndum.
Sýrland og Líbanon taka upp stjórnmálasamband | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enn og aftur: ... en Rasmussen segir dönsku krónuna Dönum dýr!
14.10.2008 | 13:26
Enn og aftur: Hækkar Seðlabankinn stýrivexti 6. nóvember?
14.10.2008 | 13:24
Góðar fréttir!
14.10.2008 | 12:13
Ég held það séu góðar fréttir að lífeyrissjóðirnir óski eftir því að kaupa eignir og rekstur Kaupþings. Væntanlega yrðu lífeyrissjóðir fólksins meirihlutaeigendur hins nýja Kaupþingsbanka - með þann styrk sem það hlýtur að þýða fyrir bankann.
Þannig fækkar hreinum ríkisbönkum um einn - sem ég held að sé hið besta mál!
Óska viðræðna um Kaupþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |