Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Samfylking þykir vænna um ráðherrastólana en Evrópustefnuna

Ungir jafnaðarmenn krefjast þess að ríkisstjórnin stefni að inngöngu í Evrópusambandið og segja að það sé lykillinn að endurreisn Íslands. Þetta er rétt hjá þeim.

Hins vegar finnst ráðherrum Samfylkingarinnar vænna um ráðherrastólana en Evrópustefnu sína og munu því sitja sem fastast og tefja nauðsynlegar viðræður við ESB þar sem Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki samþykkja aðildarviaðræður þótt þjóðarhagsmunir séu í húfi.

Nema Samfylkingin sýnu dug sinn og samþykki tillögur Framsóknarmannsins Birkis Jóns Jónssonar um þjóðaratkvæðagreiðsluþ Sjáflstæðisflokkurinn getur varla slitið út af því.


mbl.is Ákvörðun á allra næstu dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Obama Framsóknarmaður - Brown Samfylkingarmaður

Það er vert að halda því til haga að Obama er Framsóknarmaður enda í Demókrataflokknum sem er með Framsóknarflokknum í Liberal International.

Það er einnig vert að hald því til haga að Gordon Brown er Samfylkingarmaður enda Verkamannaflokkurinn breski systurflokkur Samfylkingarinnar.


Þjóðin fylgir stefnu Framsóknarflokksins í Evrópumálum

70% íslensku þjóðarinnar fylgir stefnu Framsóknarflokksins um að ganga skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður um inngöngu í Evrópusambandið.

Nú er ekkert annað að gera fyrir Alþingi en að samþykkja tillögu Birkis Jóns Jónssonar hins snaggaralega þingmanns Framsóknarflokksins um að farið verði í slíka atkvæðagreiðslu.


mbl.is 70% vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smáhýsi fyrir heimilislausa tilbúin til notkunar

Skoðaði smáhýsi fyrir utangarðsfólk sem nú eru reiðubúin til úthlutunar. Flott. Á næstunni verður væntanleg gengið frá leigusamningum fyrir íbúana - sem er heimilslaust fólk í neyslu. Fjögur smáhýsi. Skilst að verðandi íbúar séu afar ánægðir með hýsin,

Ánægður með að þetta atriði í nýsamþykktri stefnu í málefnum utangarðsfólk er að komast í gagnið. Verið er að vinna að öðrum atriðum í aðgerðaráætlun í málefnum utangarðsfólks.


Kyrrsetjum herþotur Breta á Keflavíkurflugvelli!

Hinn konunglegi flugher hennar hátignar mun sjá um "varnir" Íslands í desember samkvæmt samkomulagi Íslendingar og NATO.

Ég legg til að við tökum vel á móti bresku orrustuflugmönnunum þegar þeir lenda - komum þeim fyrir á lúxushóteli í Reykjavík með góðan vasapening - en kyrrsetjum orrustuþoturnar þar til við höfum gengið frá okkar málum við Breta.

Við erum hvort eð er skilgreind sem hryðuverjasamtök í Bretlandi!


mbl.is Ísland í fjárhagslegri herkví Breta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kyrrsetjum orrustuþotur Breta!

Ég legg til að við tökum vel á móti bresku orrustuflugmönnunum - komum þeim fyrir á lúxushóteli í Reykjavík með góðan vasapening - en kyrrsetjum orrustuþoturnar þar til við höfum gengið frá okkar málum við Breta.


mbl.is Bretar sjá um varnirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefjum öflugar hvalveiðar á ný!

Við eigum að hefja öflugar hvalveiðar á ný! Kjötið getum við nýtt í fóður fyrir hænur og svín og sparað okkur verulegar fjárhæðir í dýrmætum gjaldeyri því hvíta kjötið náttúrlega framleitt fyrst og með innfluttri fóðurgjöf.

Við getum notað lýsið í að knýja hluta skipaflota okkar og sparað þannig olíu.

Við þurfum engar áhyggjur hafa af öfgafullum umhverfissinnum í Bretlandi - því hverju geta bresk stjórnvöld hótað okkur nú eftir efnahagsleg hryðjuverk þeirra í okkar garð?

Gjaldeyri sem við spörum með þessu getum við notað til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar okkar.

Við vorum sammála um þetta félagarnir í gufuklúbbnum í dag - og það gerist ekki alltaf!


mbl.is Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki kominn tími til að skipta um fleiri en Tryggva Þór?

Er ekki kominn tími til að skipta mun fleiri en Tryggva Þór - fyrrum svokallaðan efnahagsráðgjafa forsætisráðherra sem nú hefur verið kastað frá borði.

Útlendingar virðast ekki taka mark á Seðlabankanum ef marka má eftirfarandi klausu úr fétt af visir.is:

"Fiskútflutningsfyrirtækið Ögurvík hefur ekki fengið greiðslur fyrir afurðir sínar í Bretlandi þótt Ögurvík sé komið að aðgang að safnreikingi í Seðlabanka Íslands. Westminster Bank í Bretlandi tekur ekki mark á þessum reikningi."


mbl.is Enn vandamál á gjaldeyrismarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland á leið í Evrópusambandið

Ísland er á leið í Evrópusambandið hvort sem okkur líkarþað betur eður verr.


mbl.is ESB-leiðtogar styðja Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þokunni að létta í Seðlabankanum?

Ætli þokunni sé að létta í Seðlabankanum?
mbl.is Stýrivextir lækkaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband