Hefjum öflugar hvalveiðar á ný!

Við eigum að hefja öflugar hvalveiðar á ný! Kjötið getum við nýtt í fóður fyrir hænur og svín og sparað okkur verulegar fjárhæðir í dýrmætum gjaldeyri því hvíta kjötið náttúrlega framleitt fyrst og með innfluttri fóðurgjöf.

Við getum notað lýsið í að knýja hluta skipaflota okkar og sparað þannig olíu.

Við þurfum engar áhyggjur hafa af öfgafullum umhverfissinnum í Bretlandi - því hverju geta bresk stjórnvöld hótað okkur nú eftir efnahagsleg hryðjuverk þeirra í okkar garð?

Gjaldeyri sem við spörum með þessu getum við notað til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar okkar.

Við vorum sammála um þetta félagarnir í gufuklúbbnum í dag - og það gerist ekki alltaf!


mbl.is Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Harðarson

og ég er þér algerlega sammála líka þó ég hafi ekki verið með í gufunni...

Bjarni Harðarson, 16.10.2008 kl. 19:48

2 identicon

Aumingja hvalirnir, hvað hafa þeir gert okkur?

The outlaw (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 20:31

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sammála látum Kístján L redda okkur

Jón Aðalsteinn Jónsson, 16.10.2008 kl. 20:43

4 Smámynd: Rúnar Sveinbjörnsson

Alltaf eru þið Framsóknarmenn jafn skemmtilegir. Nú eiga nokkur kíló eða tonn af hvalkjöti að bjarga efnahagsvandanum, sem þið að stórum hluta komuð á.

Rúnar Sveinbjörnsson, 16.10.2008 kl. 20:45

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ertu nokkuð fullur, Hallur? Fóðra kjúklinga með hvalketi? Er þá ekki vitlegra að éta hvalketið sjálft?

Þorsteinn Siglaugsson, 16.10.2008 kl. 21:16

6 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Æ æ - „við eigum að hefja öflugar hvalveiðar á ný“. Þessar hugmyndir eru jafnvitlausar og sú pólitík sem hefur verið ráðandi hér í langan tíma. Þetta er vanmáttug reiði - „við skulum sko sýna heiminum...“ Barnalegt.

Hjálmtýr V Heiðdal, 16.10.2008 kl. 21:28

7 identicon

Tips til Island-2 : Munið eftir at tryggja þessu mót skakkaföllum i stjòrnsyslu ... hm t.d. hjá Lloyds

The outlaw (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 21:31

8 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Mér líst vel á hvalveiðar en hvers vegna leggurðu ekki til auknar þorskveiðar?

Sigurjón Þórðarson, 16.10.2008 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband