Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Brandari minn um skilanefnd á Seðlabankann mislukkaður?

Brandarinn minn um að það þyrfti skilanefnd á Seðlabankann var líklega mislukkaður! Ef marka má DV.is þá er raunveruleg hætta á að það verði sett skilanefnd á Seðlabankann!

Var að lesa eftirfarandi frétta á DV.is:

"Heimildir DV herma að Seðlabankinn hafi ofmetið fjárhagsstöðu sína og sýnt styrk sem ekki stóðst þegar litið var til veða sem bankinn var með fyrir skuldabréfum. Þetta hafi sett strik í reikninginn og bankinn þess vegna kallað eftir auknum ábyrgðum upp á allt að 300 milljörðum króna frá sparisjóðunum, Saga Capital, Straumi Burðarási og fleiri bönkum. Þarna var í raun um að ræða allt að 300 milljarða króna ofmat bankans sem ekki hafi farið framhjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Viðvörunarbjöllur í bankanum hafi ekki farið í gang fyrr en starfsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fóru að spyrjast fyrir.


Heimildarmenn DV velta fyrir sér erfiðri fjárhagsstöðu Seðlabankans og hvort ekki muni koma til þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðuririnn setji þangað inn skilanefnd, líkt og Fjármálaeftirlitið gerði varðandi Glitni, Kaupþing og Landsbankann sem í raun voru í svipaðri stöðu og Seðlabankinn nú og skorti veð til að skuldabréf stæðu undir verðmæti sínu. Krafan um veðið hefur valdið uppnámi hjá sparisjóðunum og fleiri bönkum. Heimildir DV herma að þegar einn forsvarsmanna þeirra spurðist fyrir um það í Seðlabankanum hver ástæðan væri hafi hann fengið þau svör að Seðlabankinn væri ,,tilneyddur". Það svar bendir til þess að bankinn hafi ekki þær tryggingar sem þarf og staða hans sé ekki í samræmi við það sem ætlað var."


Skilanefnd á Davíð og Seðlabankann?

Það skyldi þó ekki enda svo að við neyðumst til að setja skilanefnda á Seðlabankann? Reyndar er löngu ljóst að það þarf að endurnýja bankastjóraliðið þar - og stjórn Seðlabankans!

Hef áður stungið upp á Samfylkingar Jóni Sigurðssyni sem seðlabankastjóra - enda afar vandaður maður. 

Það gengir því miður ekki. Jón er í stjórn Seðlabankans - og sagði ekki af sér eins og Sigríður Ingibjörg. Hann ber því ábyrgð á ruglinu í Seðlabankanum.

Jón er líka stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins. Hann ber því ábyrgð á mistökum Fjármálaeftirlitsins.

Illa farið með góðan mann!


mbl.is Fjármálafyrirtækin í vanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fallnar stjörnur vilja Rússagull!

Fallnar stjörnur í Bandaríkjunun jafnt sem á Íslandi sækja nú í Rússagullið - en fá ekki!
mbl.is McCain biðlar til Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hryllilega blóðug mistök Ríkissjónvarpsins!

Ég var ásamt 4 ára dóttur minni að horfa á hryllilega blóðug mistök Ríkissjónvarpsins! Á milli dagskrárliða í barnaefni Sjónvarps var skeytt inn blóðugu tónlistarmyndbandi í hryllingsmyndastíl þar sem sást óttaslegin stúlka í myrkum skóg sem óttaðist greinilega um líf sitt, blóðsuga með opinn rándýrskjaftinn með blóðið rennandi niður kinnarnar og lokaatriði þar sem amerískur bíll keyrir niður fyrrgreinda stúlku - sem greinilega mun ekki standa upp aftur!

Dóttir mín er enn skelfingu lostin.

Hvað er í gangi?

Þetta er ekki bjóðandi.

Ég fer fram á afsökunarbeiðni sjónvarpsstjóra og loforð þess efnis að þetta komi ekki fyrir aftur.


Atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður strax!

Ítreka enn áskorun mína um að gengið verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður strax!  Birkir Jón Jónsson hinn snaggaralegi þingmaður Framsóknarflokksins - sem hefur verið í Framsóknarflokknum allavega frá því um fermingu - þarf að leggja frumvarp sitt þess efnis strax fyrir Alþingi.

Þingmenn Framsóknarflokksins eiga að sjálfsögðu að styðja það frumvarp - enda snýst það um ákvörðun um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður ekki aðild.

Meira að segja órólegi þingmaðurinn á Suðurlandi ætti að geta stutt Birki Jón í því - þótt hann sé afar harður andstæðingur Evrópusambandsins - eins og minnihluti Framsóknarflokksins. Þegar 70% stuðningsmanna flokksins er með slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu - og einungis 18% á móti - þá hlýtur þetta að vera einfalt fyrir Framsókn.

Spurningin er bara hvort Samfylkingin hugsi meira um stólana en stefnuna!

Sjálfstæðismenn geta ekki heldur staðið gegn slíkri atkvæðagreiðslu - flokkur sem kennir sig við lýðræði. Ekki einu sinni Vinstri grænir og Frjálslyndir.


mbl.is Ítrekar að Ísland fengi hraðferð inn í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþjóða gjaldeyrissjóðnum kastað á dyr í vor?

Sú saga gengur fjöllunum hærra að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hafi boðið Íslendingum aðstoð og ráðgjöf síðastliðið vor þar sem sjóðurinn taldi ýmis hættumerki farin að blikka. Enda Samfyling og Sjálfstæðisflokkurinn búin að vera í ríkisstjórn í heilt ár.

Seðlabankastjóri  á – samkvæmt sögunum – að hafa kastað þeim öfugum á dyr!

Vonandi er þetta eingöngu sögusagnir sem fara á kreik í ástandinu eins og það er núna – en ég get því miður ekki verið viss þegar litið er yfir afar undarlegar ákvarðanir Seðlabanka og ríkisstjórnar að undanförnu.

Það er hins vegar gleðiefni ef við fáum lán - svo fremi sem skilyrðin séu ásættanleg!


mbl.is Óska eftir 6 milljörðum dala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki algalið hjá Steingrími J.

Það er ekki algalið hjá Steingrími J. að leita eftir aðstoð Norðmanna. Ef það getur komið í veg fyrir að við leitum til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins þá er það fyrirhafnarinnar virði.

Hins vegar óttst ég að aðstoð Norðmanna myndi duga skammt - en ástæða að reyna!

Ætli hinn hálfnorski Geir Haarde hafi prófað þetta?


mbl.is Steingrímur J: Biðlar til norskra stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Táknrænn skjálfti! Gýs næst?

Þetta er táknrænn skjálfti. Lýsir ástandinu í ríkisstjórninni. Mikill titringur.

Ætli gjósi næst? Það virðist ekki spurningin hvort heldur hvenær gýs upp úr í ríkisstjórninni.


mbl.is Stór skjálfti í Öxarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlúum að fjölbreyttri nýsköpun samhliða Bitru og Bakka!

Það er afar mikilvægt að hlúa að nýsköpun og fjölbreytileika í samfélags- og atvinnuþróun á Íslandi.

Það dugir ekki að einskorða sig við uppbyggingu álvers á  Bakka og atvinnustarfsemi sem virkjun háhitasvæðanna við Bitru og á Hellisheiðinni mun byggja upp. Það þarf fleira til. Hins vegar væri galið að nýta ekki þau tækifæri sem bygging álvers á Bakka og virkjun orkunnar gefur okkur Íslendingum.

Ég er afar ánægður yfir því að Björk skuli leggja vinnu við undirbúning nýsköpunar á nýjum sviðum lið á þennan hátt. Vonandi mun hún hald áfram að beita sér fyrir nýsköpun - sem ásamt orkufrekum iðnaði mun hlúa að samfélags- og atvinnuþróun á Íslandi. Ekki veitir af.


mbl.is Róttæk endurskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður Colin Powell aftur utanríkisráðherra Bandaríkjanna?

Ætli Colin Powell verði aftur utanríkisráðherra Bandaríkjanna þegar Framsóknarmaðurinn Barack Obama tekur við í Hvíta húsinu? Ekki vantar Powell þekkingu og reynslu í utanríkismálum. Af hverju ekki?
mbl.is Powell styður Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband