Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Þráhyggja og veruleikafirring!

Það er merkileg þráhyggja og veruleikafirring formanna þriggja stjórnmálaflokka að halda því fram að ekki sé tímabært að ræða hugsanlega aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Þjóðin er þeim ekki sammála.

Krónan er ónýt og nú er einmitt tækifærið að kasta krónunni og taka upp Evruna. Það jafnvel nánast strax.  Eftir því sem ég kemst næst uppfylla fæst lönd Evróðusambandsins skilyrði fyrir inngöngu í myntbandalag Evrópu. Við slíkar aðstæður er tækifæri fyrir Ísland að komast hratt og öruggleg inn í Evrópusambandið og myntbandalagið.

Eigum við að stinga upp á að íslensk króna verði lögð niður og Evran tekin upp miðað við gengisvísitölu 137?


mbl.is Ekki tímabært að ræða um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott helgarfrí - en langavitleysan heldur áfram...

Það var frábært í sumarbústaðnum Tintu við Gíslholtsvatn um helgina! Frábærlega fallegt og gott veður og kyrrðin dásamleg. Ekkert blogg, engin blöð, engar fréttir! Bara rólegheit með fjölskyldunni í vetrarfríinu.

Ég var að vona að langavitleysa undanfarinna vikna stoppaði þegar ég hætti að fylgjast með fjölmiðlum og hætti að rífa kjaft á blogginu í nokkra daga. Sá hins vegar þegar ég kom í menninguna aftur upp úr hádeginu í dag að langavitleysan hafði bara haldið áfram - og mun bara halda áfram! 

Davíð, Geir og Ingibjörg sjá til þess.

En það spillti hins vegar ekki góðu helgarfríi!


Tek ofan fyrir Geir ef skilyrði IMF um Bretasátt er hrundið!

Ég tek ofan fyrir Geir Haarde ef skilyrði Alþjóða gjaldeyrissjóðsins um að sátt við ósvífna og ósveigjanlega Breta sem beita hryðjuverkalögum á litla "vinaþjóð" hefur verið hrundið.

En var þetta krafa Alþjóða gjaldeyrissjóðsins?

Kannske var engu að hrinda í þessu efni Errm


mbl.is Sátt við Breta ekki skilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frjálshyggjan fallin - Framsóknarmaðurinn Keynes maður dagsins!

Greenspan er náttúrlega skúrkurinn ásamt fleiri frjálshyggjumönnum - Davíð og Geir!

Framsóknarmaðurinn og hagfræðingurinn John Maynard Keynes er náttúrlega maður dagsins. Framsóknarmaðurinn Barack Obama er maður morgundagsins.

... og áður en svekktir Samfylkingarmenn fara að fussa og sveija - þá vil ég minna á að Liberal Democrats í Bretlandi - arftaki gamla Frjálslyndaflokksins - er systurflokkur Framsóknarflokksins og Demókrataflokksins í Bandaríkjunum.

... en eins og allir vita voru kenningar Keynes teknar inn í stefnuskrá Frjálslyndaflokksins í Bretlandi árið 1929 - og hafa haft mikil áhrif í þeim flokki síðan - eins og í Framsóknarflokknum - og í Demókrataflokknum!

Enda pólitík Roosvelts, Hermanns Jónasson, Eysteins Jónssonar og Steingríms Hermannssonar ekki ósvipuð!

 


mbl.is Greenspan viðurkennir veikleika í frjálsræðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigmar góður - Geir vondur

Sigmar var góður og málefnalegur í Kastljósinu í gær. Geir var hins vegar vondur. Tapaði því miður það sem eftir var af trúverðugleika sínum. Þótt mönnum svíði það þá er það ekki Sigmari að kenna heldur framgöngu Geirs.
mbl.is RÚV sagt kynda undir sleggjudómum og ofstæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velferðaráð semur við SÁÁ um félagslegt búsetuúrræði!

Velferðaráð mun að líkindum ganga frá samningum við SÁÁ um rekstur sértæks búseturúrræðis fyrir einstaklinga sem glíma við áfengis -og/eða vímuefnavanda á næstu dögum. Slík samvinna Velferðarráðs og SÁÁ er mikið ánægjuefni.


Velferðarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í dag tillögu þess efnis að gengið verði til samninga við SÁÁ um rekstur á nýju búsetuúrræði með félagslegum stuðningi. Búsetuúrræðið er samvinnuverkefni Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og félags- og tryggingamálaráðuneytisins.

Um er að ræða búsetuúrræði fyrir allt að 20 einstaklinga sem hætt hafa neyslu áfengis- eða vímuefna en þurfa á umtalsverðum stuðningi að halda til að ná tökum á lífi sínu. Markmiðið er að veita húsaskjól, félagslegan stuðning og endurhæfingu fyrir einstaklinga sem hætt hafa neyslu áfengis- og vímuefna en þarfnast sérstaks stuðnings við athafnir daglegs lífs til að geta búið sjálfstætt og tekið virkan þátt í samfélaginu án neyslu áfengis- og vímuefna.  Heimilinu er ætlað að tryggja jafnrétti og skapa skilyrði til eðlilegs lífs þrátt fyrir að viðkomandi hafi átt við erfiðleika að stríða og fær heimilisfólk stuðning til að vinna að eigin endurhæfingu. 

Á heimilinu verður sólarhringsvakt og verður einstaklingum ekki heimilt að neyta áfengis- eða vímuefna á meðan þeir búa á heimilinu.


Stjórnarskrárbrot ríkisstjórnar í uppsiglingu vegna IceSave?

Ætlar ríkisstjórnin að brjóta stjórnarskrá vegna IceSave?  Ætli ríkisstjórnin muni eftir því að Alþingi þarf væntanlega að samþykkja aðgerðir vegna IceSave? Efast um það. Þá er alveg ljóst að Seðlabankastjórinn pælir ekki í slíku!

Það sem er öruggt í stjórnarskrá er þetta:

40. gr. Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum. Ekki má heldur taka lán, er skuldbindi ríkið, né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fasteignum landsins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt lagaheimild.

Það sem er ákveðin spurning er þetta:


21. gr. Forseti lýðveldisins [les utanríkisráðherra fyrir hans hönd, sbr. 13. og 19. gr. stjskr.] gerir samninga við önnur ríki. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkisins, nema samþykki Alþingis komi til.

http://www.althingi.is/lagas/nuna/1944033.html  


Meira að segja Úkraínu-menn spyrja þingi.  Forseti Úkraínu hefur frestað þingkosningum um viku til að þingið gæti tekið afstöðu til væntanlegrar fyrirgreiðslu IMF.

Auk þessa hafa þeir Stefán Má Stefánsson prófessor og Lárus Blöndal hrl.sýnt fram á að ábyrgð íslenskra stjórnvalda vegna IceSave sé í besta falli óljós!


mbl.is Ekkert gefið upp um gang viðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framlag ríkis til Kaupþings ekki nema 2 1/2 tap Byggingarsjóðs verkamanna!

Einhverjum kann að þykja 75 milljarðar mikið fé.  Enda er þetta mikið fé. Þrisvar sinnum eigið fé Íbúðalánasjóðs sem byggðist upp af 6 milljarða stofnfé Húsbréfadeildar Húsnæðisstofnunar.

En það er vert að rifja upp að þegar Byggingasjóður verkamanna var gerður upp við stofnun Íbúðalánasjóðs þá var neikvætt eigið fé sjóðsins hátt í 30 milljarðar króna á núvirði. Með öðrum orðum - Byggingasjóður verkamanna var í raun gjaldþrota - og gjaldþrotið hefði orðið hátt í 30 milljarðar á núvirði.

Þegar 75 milljarðar eigið fé í nýjum ríkisbanka sem á að þjóna Íslandi öllu er sett í samhengi við þetta gífurlega gjaldþrot Byggingarsjóðs verkamanna - þá virkar upphæðin ekki svo galin.

En gleymum því aldrei að Byggingasjóður verkamanna fór á hausinn tæknilega - og tapið var hát tí 30 milljarðar króna á núvirði.

Félagsmálaráðherra verður að ahfa það í huga þegar hún tekur ákvörðun um framtíðarstefnumótun í húsnæðislánamálum!


mbl.is Eigið fé Kaupþings 75 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Litlu íslensku dekurrófunni fyrirgefið í norrænu stórfjölskyldunni!

Litla Ísland hefur hagað sér eins og litla dekurrófan í norrænu stórfjölskyldunni.  En eins og litlum dekurrófum í stjórfjölskyldum þá virðist litla Íslandi vera fyrirgefið þrátt fyrir allt.

Ég hef frá fyrsta degi íslensku erfiðleikanna fengið fjölda skeyta frá vinum mínum í Noregi - þar sem ég starfaði um nokkurra mánaða skeið árið 2006 - þar sem spurst er fyrir um ástandið og jafnan fylgt óskir um að okkur gangi vel að komast út úr krísunni.  Þvert á það sem ég átti jafnvel von á - þá er tónninn vinsamlegur.

Það sama á við vini mína í Danmörku - og ég hef reyndar heyrt að almenningur í Danmörku knúsi Íslendinga og óski þeim góðs gengis - frekar en að koma illa fram við þá - þvert á fréttaflutningi um samskipti Dana og íslendinga. Það segja mér Íslendingar að Danir séu mun sáttari við okkur núna - en þegar við vorum að kaupa dýrmætustu perlur þeirra í miðbæ Kaupmannahafnar.

Þá hef ég líka fengið tölvupósta frá finnskum vinum mínum - sem vita hvað kreppa er - þar sem okkur er óskað alls hins besta.

Verð reyndar að játa að ég hef engin slík viðbrögð fengið frá Svíum - en við höfum reyndar verið að sl.á þá út úr stórkeppnum í handbolta undanfarin misseri!


mbl.is Norsk sendinefnd til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fara fjölmiðlar vel með frelsið?

Frelsi fjölmiðla er mest á Íslandi, í Noregi og Lúxemborg.

Nú, jæja!

En fara fjölmiðlar vel með frelsið?

Felst frelsið kannske í því að blaðamenn, fréttastjórar og ritstjórar hafi frelsi til hlutdrægni?

Það hefur stundum hvarflað að mér!


mbl.is Fjölmiðlafrelsi mest á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband