Litlu íslensku dekurrófunni fyrirgefið í norrænu stórfjölskyldunni!

Litla Ísland hefur hagað sér eins og litla dekurrófan í norrænu stórfjölskyldunni.  En eins og litlum dekurrófum í stjórfjölskyldum þá virðist litla Íslandi vera fyrirgefið þrátt fyrir allt.

Ég hef frá fyrsta degi íslensku erfiðleikanna fengið fjölda skeyta frá vinum mínum í Noregi - þar sem ég starfaði um nokkurra mánaða skeið árið 2006 - þar sem spurst er fyrir um ástandið og jafnan fylgt óskir um að okkur gangi vel að komast út úr krísunni.  Þvert á það sem ég átti jafnvel von á - þá er tónninn vinsamlegur.

Það sama á við vini mína í Danmörku - og ég hef reyndar heyrt að almenningur í Danmörku knúsi Íslendinga og óski þeim góðs gengis - frekar en að koma illa fram við þá - þvert á fréttaflutningi um samskipti Dana og íslendinga. Það segja mér Íslendingar að Danir séu mun sáttari við okkur núna - en þegar við vorum að kaupa dýrmætustu perlur þeirra í miðbæ Kaupmannahafnar.

Þá hef ég líka fengið tölvupósta frá finnskum vinum mínum - sem vita hvað kreppa er - þar sem okkur er óskað alls hins besta.

Verð reyndar að játa að ég hef engin slík viðbrögð fengið frá Svíum - en við höfum reyndar verið að sl.á þá út úr stórkeppnum í handbolta undanfarin misseri!


mbl.is Norsk sendinefnd til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enda kannski ekki nema eðlilegt þar sem það er nú vitað að hinn almenni Íslendingur sem nú situr í súpunni hafði ekki svo mikið með þetta að gera. Þetta voru aðallega óhæfir stjórnmála- og embættismenn í bland við mjög svo kjarkaða (fíldjarfa) viðskipta- og bankamenn sem stóðu að þessu og eru búnir að skapa þetta vandamál.

Þarna var hinn almenni Íslendingur ekki að verki og ekki Íbúðalánasjóður. Það að refsa okkur væri rugl.

En það að refsa saklausum er eitthvað sem Danir þekkja vel á eigin skinni því eftir að Múhameðs-teikningamálið kom upp eru allir Danir hataðir og rægðir í heimi múslima, líka allir þeir sem teiknuðu eða birtu ekki neitt.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 10:43

2 identicon

Við dönsuðum með og nutum þess öll.  Við fáum öll að svíða fyrir "góðærið" sem var keypt fyrir innistæðulausa ávísun.  Verðum látin borga brúsan og kostnaðinn við teitið.

Gunn (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband