Framlag ríkis til Kaupþings ekki nema 2 1/2 tap Byggingarsjóðs verkamanna!

Einhverjum kann að þykja 75 milljarðar mikið fé.  Enda er þetta mikið fé. Þrisvar sinnum eigið fé Íbúðalánasjóðs sem byggðist upp af 6 milljarða stofnfé Húsbréfadeildar Húsnæðisstofnunar.

En það er vert að rifja upp að þegar Byggingasjóður verkamanna var gerður upp við stofnun Íbúðalánasjóðs þá var neikvætt eigið fé sjóðsins hátt í 30 milljarðar króna á núvirði. Með öðrum orðum - Byggingasjóður verkamanna var í raun gjaldþrota - og gjaldþrotið hefði orðið hátt í 30 milljarðar á núvirði.

Þegar 75 milljarðar eigið fé í nýjum ríkisbanka sem á að þjóna Íslandi öllu er sett í samhengi við þetta gífurlega gjaldþrot Byggingarsjóðs verkamanna - þá virkar upphæðin ekki svo galin.

En gleymum því aldrei að Byggingasjóður verkamanna fór á hausinn tæknilega - og tapið var hát tí 30 milljarðar króna á núvirði.

Félagsmálaráðherra verður að ahfa það í huga þegar hún tekur ákvörðun um framtíðarstefnumótun í húsnæðislánamálum!


mbl.is Eigið fé Kaupþings 75 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Er ekki rétt, Hallur, að þú útskýrir nánar hvernig ,,tæknilegt gjaldþrot" byggingarsjóðs verkamanna var til komið?

Það er dálítið villandi að henda svonalöguðu fram án þess að gera alminnilega grein fyrir málinu þannig að skiljist hvað átt er við.

Jóhannes Ragnarsson, 22.10.2008 kl. 10:23

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Jóhannes.

Byggingasjóður ríkisins fjármagnaði tap Byggingarsjóðs verkamanna með lánum til að dekka tapið. Þannig át tap BV upp eigið fé BR og var á góðri leið með að setja hann líka á hausinn.

Eina eiginlega eign Húsnæðisstofnunar lá í húsbréfadeildinni - sem varð grunnur að ÍLS.

Einalt.

Getur séð þetta á stofnefnahagsreikningi ÍLS á vefsíðu ÍLS.

Tapið kom til vegna mikillrar niðurgreiðslu vaxta. Vextir BV var td. 1% en fjármögnunarvextir miklu hærri. Einfalt.

Menn mega ekki gleyma þessu.

Hallur Magnússon, 22.10.2008 kl. 11:18

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Takk fyrir Hallur.

Jóhannes Ragnarsson, 22.10.2008 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband