Stjórnarskrárbrot ríkisstjórnar í uppsiglingu vegna IceSave?

Ætlar ríkisstjórnin að brjóta stjórnarskrá vegna IceSave?  Ætli ríkisstjórnin muni eftir því að Alþingi þarf væntanlega að samþykkja aðgerðir vegna IceSave? Efast um það. Þá er alveg ljóst að Seðlabankastjórinn pælir ekki í slíku!

Það sem er öruggt í stjórnarskrá er þetta:

40. gr. Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum. Ekki má heldur taka lán, er skuldbindi ríkið, né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fasteignum landsins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt lagaheimild.

Það sem er ákveðin spurning er þetta:


21. gr. Forseti lýðveldisins [les utanríkisráðherra fyrir hans hönd, sbr. 13. og 19. gr. stjskr.] gerir samninga við önnur ríki. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkisins, nema samþykki Alþingis komi til.

http://www.althingi.is/lagas/nuna/1944033.html  


Meira að segja Úkraínu-menn spyrja þingi.  Forseti Úkraínu hefur frestað þingkosningum um viku til að þingið gæti tekið afstöðu til væntanlegrar fyrirgreiðslu IMF.

Auk þessa hafa þeir Stefán Má Stefánsson prófessor og Lárus Blöndal hrl.sýnt fram á að ábyrgð íslenskra stjórnvalda vegna IceSave sé í besta falli óljós!


mbl.is Ekkert gefið upp um gang viðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þingræðið er ekkert sérstaklega sterkt hérna og svo hefur verið lengi. Ættum reyndar að setja í stjórnarskránna að eigi megi lýsa yfir stuðning við stríð af neinu tagi nema til komi samþykki Alþingis.

Séra Jón (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 16:54

2 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Þú ert hér með klukkaður - kíktu á heimasíðuna mína...

Kristbjörg Þórisdóttir, 22.10.2008 kl. 17:02

3 identicon

Þegar framsóknar Halldór var meðreiðarsveinn DO í einkavinavæðunginni, (og þjóðin sýpur nú seyðið af henni). Vildi hann þá ekki breyta stjórnarskránni til að hún hentaði lögum sem hann vildi setja?  Lög eru þessum mönnum ekkert heilagri en pappírinn sem þau eru skrifuð á.  Lög eru til að brjóta, og reglur til að sniðganga, utan eftirlaunalögin þeirra, þau hafa sennilega verið rist á steintöflur.

Gísli J. Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 17:22

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég verð að taka undir þetta með þér að mér finnst þetta mál allt vera frekar undarlegt. Hafa yfir höfuð einhverjar samþykktir verið gerðar af hendi Alþingis með þessar ábyrgðir, eru þær til skriflegar? Ef ekki, þá get ég ómögulega séð hvernig Íslenska þjóðin er gerð ábyrg fyrir hönd einhverra aðila sem dettur í hug að setja upp einhvern banka í útlöndum. Það hlýtur að vera gert á ábyrgð þeirra sjálfra! Eina ríkisábyrgðin sem að ég man eftir var sú sem Ísensk Erfðagreining fékk á sínum tíma og þá varð líka allt vitlaust yfir þeim gjörningi. Þetta þýðir að ég get stofnað banka út um allar jarðir og nánast hagað mér eins og mér sýnist og síðan sett bankann á hausinn og sagt svo ríkinu að hirða uppsafnaðar skuldir og ábyrgðir!

Mér finnst eins og ég hafi lesið það einhverstaðara að Bretar og fleiri þjóðir séu að tapa á hruni Lehmans Brothers bankans í Ameríku. Ekki man ég eftir því að það hefðu verið sett hryðjuverkarlög í Bretlandi vegna þess sem þar tapaðist. Málið er að það á bara að ná í eignir Íslensku bankanna og fyrirtækja með ódýrum hætti þarna út í Bretlandi án þess að Íslensk stjórnvöld hafi nokkuð um málið að segja nema að greiða uppsettan reikning frá breskum yfirvöldum!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.10.2008 kl. 17:30

5 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Eignir sem seldar eru á 5-15% afr raunvirði og Bresk stjórnvöld hirða svo mismuninn!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.10.2008 kl. 17:32

6 identicon

Gott hjá þér að rifja þetta upp með lögin. Og að Alþingi þurfi að koma að einu og öðru í tengslum við einmitt þessi lög. Reyndar var ég alveg búin að gleyma landslögunum og lögum um stjórnarskránna. Þakka þér fyrir að minna mig á það. Í öllum hamaganginum undanfarið hélt ég satt best að segja að lögin hefðu fokið til útlanda í hvassri norðaustanútrásinni.  Bestu kveðjur. P.S. auk þess legg ég til að Framsóknarflokkurinn verði lagður niður.

Nína S (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 22:32

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Bæði Össur Skarphéðinsson og Björgvin G.Sigurðsson hafa ýst því yfir að þeir séu í Breska Verkamannaflokknum.Björgvin hefur setið landsþing Verkamannaflokksins.í ljósi þessa hlýtur það að jaðra við landráð að láta þessa menn koma nálægt viðræðum við Breta.Framsóknarflokkurinn hefur verið alltof linur í gagnrýni sinni á framferði ríkisstjórnarinnar og dekur hennar við ESB, í þeirri kreppu sem við erum nú í.Ef til vill kemur það til af nýtilkomnu ESB æði sem runnið hefur á suma flokksmenn í einhverju örvæntingaræði vegna lítils gengis í skoðanakönnunum, og kratadekri þeirra, þótt það liggi fyrir að EES samningurinn, sem er afurð Íslenskra krata sé sá bölvaldur að við erum nú komin í verstu stöðu frá stofnun lýðveldisins

Sigurgeir Jónsson, 22.10.2008 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband