Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Teflon pólitík sakbitinnar Samfylkingar á enda runnin!

Teflon pólitík sakbitinnar Samfylkingar sem veit upp á sig sökina í að kafsigla íslensku þjóðarskútuna er á enda runnin. Almenningur er farinn að fatta að Icesave reikningarnir eru tilkomnir í tíð núverandi bankamálaráðherra Samfylkingar sem margoft hefur orðið vís að ósannindum að undanförnu.

Almenningur er líka að fatta að 20% aukning fjárlaga fyrir árið 2008 voru verðbólgufjárlög sem sinn þátt eiga í ástandinu.

Almenningur er líka að fatta að mistök á mistök ofan frá því Glitni var fórnað eru ekki einungis á ábyrgð Geirs Haarde og Davíðs Oddssonar - heldur líka Samfylkingarinnar.

Þá er almenningir líka að fatta að kratagæðablóðið Jón Sigurðsson bera margfalda ábyrgð - annars vegar sem varaformaður í bankaráði Seðlabankans sem ekki hafði döngun í sér að segja af sér eins og hinn fulltrúi Samfylkingarinanr - og að hins vegar sem formaður stjórnar fjármálaeftirlitsins.

Nei - Samfylkingin getur ekki lengur þóst vera stikk frí. Teflon húðin er að flagna af Samfylkingunni.

PS:

Nú sé ég að sjálf Ingibjörg Sólrún er staðin að lygum þegar hún sagði að ekki væri unnt að segja frá meginatriðum samkomulagsins við IMF vegna óska IMF - ef marka má frétt RÚV þar sem segir ma:

"Ríkisstjórnin hefur sagt að ekki megi greina frá efnahagsáætluninni, sem lögð er til grundvallar aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, fyrr en framkvæmdastjórn hans hefur afgreitt lánsumsóknina. Upplýsingafulltrúi sjóðsins tjáði fréttastofu í tölvupósti að það væri ákvörðun ríkisstjórnar Ísland hvort áætlunin verði gerð opinber."

Er ekki líklegri skýring að sannleikurinn er Samfylkingunni íþægilegur - og því skal sópa honum undir teppið´.


mbl.is Ekki benda á mig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni Johnsen stelur af mér hugmynd!

Árni Johnsen stelur af mér þeirri hugmynd að Íslendingar taki upp færeyska krónu! Ég hef margoft stungið upp á því að Íslendingar taki upp færeyska krónu. En ég er að sjálfsögðu ánægður að Vestmanneyjagoðinn taki undir mínar hugmyndir - og bið hann því afsökunar á því að nota fyrirsögnina "Árni Johnsen stelur af mér hugmynd!".

Sjá til dæmis færslu 29.12.2007: "Tökum upp færeysku krónuna!"


mbl.is Árni Johnsen vill færeyska krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvær ljóstýrur í svartnætti Sjálfstæðisflokksins

Svartnætti Sjálfstæðisflokksins sem bera höfuðábyrgð á núverandi efnahagsástandi er nær algjört.

En þó má sjá tvær ljóstýrur.

Sú veikari er varaformaðurinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sem hefur haft þor að segja það sem segja þarf um aðalbankastjóra Seðlabankans og ræða á eðlilegan hátt um mögulagar aðildarviðræður að Evrópusambandinu.

Bjartari ljóstýran er Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri sem hefur staðið sig frábærlega vel sem slíkur frá því hún tók við með tilkomu farsæls meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.

Að öðru leiti ríkir svartnættið eitt í Sjálfstæðisflokknum.


mbl.is Þjóðin í gíslingu Sjálfstæðisflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Færeyingar flottir frændur!

Færeyingar eru flottir frændur.

Vann sem ráðgjafi fyrir í húsnæðislánamálum á árunum 2006-2007 fyrir Almanna- og heilsumálaráðið og Hans Pauli Strøm, landsstýrimann sem er ráðherra húsnæðismála í Færeyjum.

Mjög skemmtilegt að vinna með Færeyingunum og móttökurnar í Færeyjum frábærar.

Það kemur mér því ekki á óvart að Føroya Landstýri hafi ákveðið að leggja okkur lið. 

Við skulum ekki gleymna þessu vinabragði frænda okkar Færeyinga!

Eftirfarandi frétt var um málið á www.portal.fo: 

"Fundur var seinnapartin í dag í Helsingfors í samband við aðalfundin í Norðurlandaráðnum millum umboð fyri Føroya Landsstýri og Íslendsku Stjórnina

Á fundinum luttóku Kaj Leo Johannesen, løgmaður, Jørgin Niclasen, uttanríkisráðharri, Jóannes Eidesgaard, fíggjarmálaráðharri og Geir Haarde, forsætismálaráðharri og Árni M. Mathiesen, fíggjarmálaráðharri.

Á fundinum var trupla støða Íslands umrødd, nú avleiðingarnir av fíggjarkreppuni raka tey serliga meint. Serliga tørvar Íslandi gjaldføri.

Landsstýrið hevði frammanundan samráðst við flokkarnar á Løgtingi um málið. Allir flokkar taka undir við ætlanini at veita Íslandi gjaldførislán.

Á fundinum boðaðu føroysku umboðini frá, at Føroyar eru sinnaðar til at veita Íslandi eitt gjaldførislán upp á 300 milliónir av okkara krónum.

Upphæddin verður tikin av innistandandi í Landsbankanum.

Málið verður nú fyrireikað til framløgu í Løgtinginum til tess at fáa neyðugu heimildina."


mbl.is Mikill drengskapur Færeyinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki gleyma okkar minnsta bróður...

Þegar efnahagshremmingar dynja yfir okkur - þessa þrátt fyrir allt vel stæðu þjóð í Norður-Atlantshafi - þá er hætt við að við gleymum þeim sem minnst hafa og þurfa að þola hungur og styrjaldir.

Ekki gleyma okkar minnsta bróður...


mbl.is Hjálparstarfsfólk á brott
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð mun sitja sem fastast í skjóli Samfylkingar!

Davíð Oddsson seðlabankastjóri þarf ekki að hafa áhyggjur af skoðanakönnunum. Hann þarf heldur ekki að hafa áhyggjur af kosningum.

Davíð situr nú sem fastast í Seðlabankanum í skjóli Samfylkingarinnar sem rífur kjaft um hann í fjölmiðlum svo hún geti þvegið hendur sínar af honum, en gerir ekkert til þess að koma honum frá eins og Samfylkingin gæti hæglega á 24 tímum ef hún kærir sig um.

Týpísk Samfylking - er í Teflon stjórnmálum - þar sem hún ber enga ábyrgð á eigin mistökum - en geltir að samstarfsflokknum - og kemst upp með það í skjóli máttlausra fjölmiðla.

 


mbl.is 10% styðja Davíð í embætti seðlabankastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reynt að blása lífi í líkið

Röksemdir fyrir drápsvöxtum Seðlabankans er sú að verið sé að blása lífi í íslensku krónuna. Það er hins vegar margsannað að það dugir ekki að blása lífi í liðið lík.
mbl.is Vaxtahækkun vegna IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir Haarde úthýst í Bretlandi?

Það þýðir væntanlega ekkert að leita til Breta um lánafyrirgreiðslu - og allar líkur á að Geir verði ekki hleypt inn í landið - ef marka má nýjustu aðgerðir breskra stjórnvalda sem skýrt er frá í frétt á visir.is:

Bretar kynna nýjar reglur gegn hryðjuverkamönnum 

Breski innanríkisráðherrann Jacqui Smith kynnir í dag nýjar reglur sem gera eiga hryðjuverkamönnum erfiðara um vik að öðlast dvalarleyfi í Bretlandi.

Miðað við fyrrr framgöngu Breta þá er ljóst að þessu ákvæði er beint að Íslendingum - eða hvað?


mbl.is Ísland leitar til seðlabanka Evrópu og Bandaríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seðlabankinn samur við sig!

Seðlabankinn samur við sig! Akkúrat það sem vel rekin fyrirtæki sem nú eru komin á vonarvöl vegna sífelldra mistaka Seðlabankans í hagstjórn þurftu! Náðarhöggið!

Væntanlega er verið að fara eftir tilmælum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins!

Við verðum að loka þessum Seðlabanka og taka upp Evru. Strax.

Nýi Seðlabankinn - (NCB - New Central Bank of Iceland) - verði reistur á rústum hins gamla. Án núverandi bankastjóra.


mbl.is Stýrivextir hækkaðir um 6 prósentur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varaformennirnir vel tengdir!

Varaformenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eru vel tengdir við kjósendur sína og átta sig á því að þjóðinn vill ganga til aðildarviðræða við Evrópusambandið. Hvort þjóðin verður sátt við niðurstöðuna er annað mál.

Formennirnir ættu að hlusta á varaformenn sína og ásamt formanni Samfylkingar og formanni Frjálslyndaflokksins að sameinast um frumvarp sem kveður á um að gengið verði til aðildarviðræðna við ESB. Það væri einnig ástæða til að kanna hvort Steingrímur J. yrði með!

 


mbl.is Þorgerður: Taka þarf afstöðu til ESB og evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband