Teflon pólitík sakbitinnar Samfylkingar á enda runnin!

Teflon pólitík sakbitinnar Samfylkingar sem veit upp á sig sökina í að kafsigla íslensku þjóðarskútuna er á enda runnin. Almenningur er farinn að fatta að Icesave reikningarnir eru tilkomnir í tíð núverandi bankamálaráðherra Samfylkingar sem margoft hefur orðið vís að ósannindum að undanförnu.

Almenningur er líka að fatta að 20% aukning fjárlaga fyrir árið 2008 voru verðbólgufjárlög sem sinn þátt eiga í ástandinu.

Almenningur er líka að fatta að mistök á mistök ofan frá því Glitni var fórnað eru ekki einungis á ábyrgð Geirs Haarde og Davíðs Oddssonar - heldur líka Samfylkingarinnar.

Þá er almenningir líka að fatta að kratagæðablóðið Jón Sigurðsson bera margfalda ábyrgð - annars vegar sem varaformaður í bankaráði Seðlabankans sem ekki hafði döngun í sér að segja af sér eins og hinn fulltrúi Samfylkingarinanr - og að hins vegar sem formaður stjórnar fjármálaeftirlitsins.

Nei - Samfylkingin getur ekki lengur þóst vera stikk frí. Teflon húðin er að flagna af Samfylkingunni.

PS:

Nú sé ég að sjálf Ingibjörg Sólrún er staðin að lygum þegar hún sagði að ekki væri unnt að segja frá meginatriðum samkomulagsins við IMF vegna óska IMF - ef marka má frétt RÚV þar sem segir ma:

"Ríkisstjórnin hefur sagt að ekki megi greina frá efnahagsáætluninni, sem lögð er til grundvallar aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, fyrr en framkvæmdastjórn hans hefur afgreitt lánsumsóknina. Upplýsingafulltrúi sjóðsins tjáði fréttastofu í tölvupósti að það væri ákvörðun ríkisstjórnar Ísland hvort áætlunin verði gerð opinber."

Er ekki líklegri skýring að sannleikurinn er Samfylkingunni íþægilegur - og því skal sópa honum undir teppið´.


mbl.is Ekki benda á mig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einu sinni varð til hugtakið osta og rauðvíns sósialistar. Þeir átu, drukku og töluðu. Þar með var málinu lokið - ekkert aðhafst. 

Jón Tynes (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband