Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Réttur maður á réttum stað!

Björn Rúnar Guðmundsson hagfræðingur er réttur maður á réttum stað á nýrri efnahags- og alþjóðafjármálaskrifstofu forsætisráðuneytisins!  Góður undirbúningur fyrir Seðlabankastjórastarfið 1. september 2009!

Af gefnu tilefni vil ég taka fram að Björn Rúnar er ekki Framsóknarmaður!


mbl.is Björn Rúnar í forsætisráðuneytið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NM - Nýr Moggi framtíðin?

Erum við að sjá Moggan fara sömu leið og Pravda fyrrverandi systurfjölmiðil í Sovétinu? Munum við sjá NM - Nýi Mogginn - rekinn á nýrri kennitölu?


mbl.is Árvakur fækkar störfum um 19 og lækkar laun stjórnenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki kominn tími á bankastjóraskipti?

Er ekki kominn tími á bankastjóraskipti í Seðlabankanum. Skil ekki af hverju forætisráðherra heldur verndarhendi yfir guttunum í Seðlabankanum. Vill hann virkilega falla með forvera sínum?
mbl.is Seðlabankinn í mínus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Missum við lykilstarfsfólk úr heilbrigðisgeiranum?

Núverandi ástand mun að líkindum verða til þess að í fyrstu mun verða auðveldara að fá fagfólk inn í heilbrigðiskerfið að nýju, td. hjúkrunarfræðinga. En ekki gleyma því að faglært starfsfólk í ísenska heibrigðisgeiranum er mjög vel menntað og getur fengið vinnu víðs vegar í Evrópu þar sem er skortur á slíku starfsfólki.

Þótt allir hugsi fyrst og fremst um að hafa vinnu um þessar mundir þá eru launakjör kvennastéttanna  í heilbrigðiskerfinu ekki til að hrópa húrra fyrir. Því er rauvneruleg hætta á skorti á fagfólki í heibrigðiskerfinu vegna landflótta. Því miður.


mbl.is Möguleiki á landflótta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli Framsóknarmaðurinn hafi það?

Ætli Framsóknarmaðurinn Barack Obama muni hafa slaginn - eða ætli kynþáttafordómar bjargi John McCain fyrir horn á síðustu stundu?


mbl.is Lokaspretturinn hafinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tær snilld!

Þetta var tær snilld hjá landsliðisstelpunum okkar - og ekki er það verra að nokkrar hinna írsku leika með enskum liðum - Arsenal og Fulham!


mbl.is Ísland á EM 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tímamótasamvinna Velferðarráðs og SÁÁ

Tímamótasamvinna Velferðarráðs Reykjavíkurborgar og SÁÁ er að hefjast. Borgarráð hefur samþykkt tillögu Velferðaráðs um að semja við SÁÁ um að SÁÁ taki að sér rekstur á nýju búsetuúrræði með félagslegum stuðningi fyrir allt að 20 manns. Sem varaformaður Velferðarráðs er ég afar ánægður með að þetta samstarf er að hefjast.

Félagsmálaráðuneytið kemur einnig að þessu verkefni með Velferðarráði Reykjavíkurborgar.

Um er að ræða búsetuúrræði fyrir einstaklinga sem hafa hætt neyslu áfengis og eða vímuefna, en þurfa á umtalsverðum stuðningi að halda til að geta tekið virkan þátt í samfélaginu.

Hið nýja búsetuúrræði  verður ekki einungis tímabundið heimili þeirra einstaklinga sem þar munu búa heldur er ætlunin að þar fari fram öflug virkniþjálfun svo heimilismenn geti síðar haldið út í lífið og staðið þar á eigin fótum.  Eðli málsins vegna þurfa þeir í fyrstu á miklum félagslegum stuðningi að halda en sá stuðningur mun væntanlega minnka þegar færnin til að taka þátt í samfélaginu eykst og að lokum geta einstaklingarnir flutt út í samfélagið að nýju.

Þess vegna  er mikilvægt að heimili fólksins sé í nánd við hið daglega líf samfélagsins í Reykjavík en ekki fjarri daglegu amstri.

Það er afar mikilvægt að samstarfsaðiljar Reykjavíkurborgar séu öflugir og kunni til verka. Því er afar mikilvægt að fá SÁÁ að þessu verkefni með Velferðasviði Reykjavíkurborgar.


mbl.is Borgin semur við SÁÁ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Möguleg innherjasvik þarf að draga fram

Það er mikilvægt að fjármálaeftirlitið kanni möguleg innherjaviðskipti í bönkunum. Ef þauð hafa farið fram á að daraga slíkt fram í dagsljósið og refsa þeim sem mögulega hafa stundað ólögmæt innherjaviðskiðti í aðdraganda efnahagshrunsins.

En það er ekki síður mikilvægt að hreinsa fólk af grun um innherjaviðskipti því söugr um slík viðskipta ganga fjöllum hærra í ástandi eins og núna.

Ég er viss um að til dæmis Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytis verður feginn að slík rannsókn fari fram á sölu hans á bréfum í Landsbankanum og ummæli hans að hann hafi ekki haft upplýsingar um stöðu Landsbankans umfram aðra á markaði verði staðfest. Það er ekki hægt fyrir mann í hans stöðu að liggja undir ásökunum um óðheiðarleg vinnubrögð á tímum sem þessum.


mbl.is FME skoðar innherjaviðskipti í bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvönduð vinnubrögð hjá fréttastofu RÚV

Það kom mér ekki sérstaklega á óvart að sjá rangfærslur í fyrirsögn fréttastofu RÚV á vef ríkisútvarpsins í dag eftir að hafa hlýtt á samtal Jórunnar Frímannsdóttur formanns Velferðaráðs og Guðrúnar Frímannsdóttur fréttamanns í dag. Guðrún hafði tekið viðtal við Jórunni vegna vinnu Velferðaráðs við undirbúning fjárhagsáætlunar - en fyrr um daginn hafði Guðrún tekið viðtal við Þorleif Gunnlaugsson fulltrúa VG í velferðaráði.

Í símtalinu sem ég var vitni að kom í ljós að Guðrún hafði í drögum að inngangi viðtalsins fullyrt að niðurskurður yrði á fjárframlögum til Velferðarráðs á árinu 2009. Ekki veit ég hvaðan hún hafði þær upplýsingar en vinna við undirbúning fjárhagsáætlunar er trúnaðarmál - bæði hjá emættismönnum Velferðaráðs og fulltrúum í Velferðaráði - og vinnu við fjárhagsáætlun fjarri því lokið.

Jórunn þurfti ítrekað að leiðrétta þessa þráhyggju Guðrúnar sem ekki vildi gefa sig fyrr en í fulla hnefana - þrátt fyrir að hvergi hefði komið fram í viðtali við Jórunni að um niðurskurð á fjárframlögum til Velferðasviðs væri að ræða.

Það skiptu engu máli þótt Jórunn ítrekaði aftur og aftur að væntanlega yrði um aukningu á fjármagni til Velferðaráðs að ræða miðað við fjárhagsáætlun 2008 - en vegna ástandsins yrði að leita allra leiða í sparnaði á ýmsum sviðum Velferðaráðs svo unnt væri að nýta fjármagnið sem til sviðsins rennur betur og markvissara svo unnt sé að tryggja grunnþjónustu Velferðasviðs við íbúa borgarinnar sem væntanlega þyrftu meiri stuðning á næstu mánuðum en hingað til vegna erfiðs efnahagsástands.

Guðrún gaf sig reyndar í fréttinn í sjálfri heyrði ég í fréttum og lagði Jórunni ekki orð í munn eins og hún hafði lagt upp með í upphafi - en fyrirsögnin þegar fréttin kom á vef RÚV var sú sama og Guðrún ætlaði í fyrstu að nota í fréttinni:

"Niðurskurður hjá Velferðarráði Reykjavíkur"

Ekki veit ég hvort Guðrún lagði þennan titil til eða hvort það var vefstjóri RÚV vefjarins. En í viðtalinu við Jórunni kemur hvergi fram að það sé fyrirhugaður niðurskurður hjá Velferðaráði Reykjavíkur.


Seðlabankastjórinn dæmdur fyrir spillingu og fjárdrátt

Seðlabankastjóri hefur verið dæmdur fyrir spillingu og fjárdrátt. Mér brá dálítið við að sjá þetta - en létti verulega þegar ég sá að um var að ræða seðlabankastjórann í Indónesíu.

Þeir hefðu kannske átt að hafa þrjá eins og á Íslandi!

Sjá nánar á fréttinni "Seðlabankastjórinn dæmdur fyrir spillingu og fjárdrátt"

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband